Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Side 14
* 30 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2001 Sport i>v - hjá mér, segir Guðbrandur Óli Þorbjörnsson hestaflutningamaður sem á nú annríkt Stœrsta hestamót ís- lenskra hestamanna verð- ur haldið í Austurríki 12. til 19. ágúst og er það auð- vitað heimsmeistaramót íslenskra hesta i hesta- íþróttum. Austurríkis- menn héldu heimsmeist- aramót árið 1987 og tókst það mjög vel hjá þeim. Ekki er að efa að mikil spenna fylgir þessu móti hér á landi. Töluvert hefur verið flutt út af hrossum það sem af er janúar. Sam- kvæmt samningi við Efna- hagsbandalagið eru 200 fyrstu hrossin, sem eru flutt til einhvers Efna- hagsbandalagslandanna, tollfrjáls á ári hverju. Reglurnar eru nokkuð flóknar og mismunandi eftir löndum. Á Norður- löndunum er virðisauka- skattur á öll hross, en ekki tollur á hryssur og stóðhesta. Geldingar eru því tollaðir. Norðurlanda- búar hafa því áhuga á að flytja inn geldinga í byrj- un janúar. í Þýskalandi er tollur á öll hross. Kaupendur fá endurgreiddan tollinn en þurfa þrátt fyrir það að borga svo hátt kostnaðar- gjald að margir nenna ekki að sækja að endur- greiðslukerfinu. Erla Halldórsdóttir hjá Flugleiðum sagði að Flugleiðir flygju með hross til Billund í Dan- mörku og Norrköping í Svíþjóð, en vélin tekur 44 hross mest. 6. janúar flaug vél með 42 hross á Billund og 13. janúar á Norrköp- ing með 44 hross. Ferðirn- ar eru skipulagðar eftir ásókn í flug og að beiðni útflytjenda. „ Viö flytjum aldrei meir út en í janúar," sagði Konráð Gislason hjá Cargolux. „7. janúar fóru 30 hross til Lúxemburg, 14. janúar sama magn og við verðum einnig með ferðir 21. og 28. janúar. Það er ófyrirsjáanlegt hve mikið verður flutt út þetta árið, en þetta er ekki svip- ur hjá sjón frá því sem var fyrir einu til tveimur árum,“ segir Konráð enn fremur. Búast má við þekktum og hátt dæmdum stóðhest- um í úrtöku fyrir heims- meistaramótið í Austur- ríki í sumar. Heyrst hefur að einn þessara hesta verði Ganti frá Hafnar- firði, en knapi hans er Ragnar Hinriksson sem hefur keppt á fimm heims- meistaramótum. Ragnar varð heimsmeistari í fimmgangi og samanlögðu á Fróða árið 1979 í Hollandi. Hestamannafélög á Vesturlandi halda fjórð- ungsmót á Kaldármelum 5.-8. júlí. Mörg áhugaverð hross hafa komið fram á fjórðungsmótum Vest- lendinga á undanfornum árum og er ekki að efa að margir úrvalsgripir verða teknir til kostanna. Hesta- mannafélagið Snæfelling- ur stendur að undirbún- ingi fyrir mótið. -EJ Þrátt fyrir að hestakerr- um hafi fjölgað geysilega mikið á undanfornum árum hafa hrossafiutn- ingamenn í nógu að snú- ast, sérstaklega um og eft- ir áramótin er fólk tekur hesta sína inn. Atvinnuflutningamenn eru þónokkrir og er Guð- brandur Óli Þorbjörnsson einn þessara hestaflutn- ingamanna. „Ég byrjaði í hestaflutn- ingunum hjá Guðmundi Þóri Sigurðssyni en um 1990 keypti ég minn eigin bíl og hóf að flytja hesta,“ segir Guðbrandur Óli. „Síðan hefur bílafiotinn stækkað smám saman og nú á ég þrjá bíla, nota að- allega tvo þá stærstu, sem taka tæplega tuttugu hross hvor, en sá þriðji er nokkurs konar varabíll og einnig notaður í snatt. Kristján Kristjánsson, tengdasonur minn, er með mér í þessum flutningum. Hann kom inn í rekstur- inn fyrir um tveimur og hálfu ári er ég fékk heila- blóðfall. Ég var að keyra fyrir norðan, við Blöndu- ós, og var nýbúinn aö tala við Einar Bollason um flutning á hestum fyrir ís- hesta til Saltvíkur við Húsavík. Einar vantaði marga hesta í ferðalög en þetta var skömmu eftir lands- mótið 1998 og hestapestin var í hámarki á Norður- landi. Svanur Halldórs- son, hestamaður og leigu- bílstjóri, hringdi í mig eft- ir það, en þá gat ég ekki komið upp orði. Hann hélt að ég væri í kafFi og krakkar hefðu komist í simann. Þá hafði ég fengið blóðtappa. Þrátt fyrir það gat ég ekið á Blönduós. Síðan hef ég ekki ekið eins mikið, þreytist fljótt, en fer með þegar ég get og þörf er á. Fyrstu árin ók ég að mestu um Suðurland, enda ættaður þaðan. Fæddist og ólst upp í Glóru í Hraungerðis- hreppi, en er ég var niu ára fluttumst við fjöl- skyldan, faðir minn Þor- björn Guðbrandsson og móðir Ingibjörg Guðjóns- dóttir, til Reykjavíkur. Ég var svo í sveit í Kílhrauni á Skeiðum á sumrin og kynntist þar hestum. Þar bjó Fía, systir pabba, þannig að við erum ná- frændur ég og Guðmund- ur Þórðarson í Kilhrauni. Ég er sjálfur með hesta og reyni að fara á bak þeg- ar ég get. Stunda ekki ræktun að ráði, en keypti bleika hryssu af Sigur- birni Bárðarsyni árið 1977. Þessi hryssa er vilj- ugasta hryssa sem ég hef komið á bak. Út af henni eru komin mörg fjörug, viljug og geðgóð hross. Útiveran er númer eitt hjá mér. Þegar hlé er milli ferða nota ég tækifærið til að fara á bak. Ég er með stór hesthús uppi í Víðidal og er þar með hestana mína en einnig get ég hýst þar hesta sem ég er að flytja. Við Kristján flytjum hesta um allt land. Reyn- um að fara norður einu sinni í viku, en oft höfum við farið hringinn. Dags- ferðir á Suðurlcmd eru þó algengastar. Háannatím- inn er í janúar en þá eru jólin hjá mér er fólk tekur hestana inn. Einnig er mikið að gera á vorin þeg- ar verið er að sleppa. Við leggjum áherslu á að ana ekki í tvísýnu. Þetta eru ekki svaðilfarir enda höfum við ekki lent í vondum veðrum að ráði. Þó varð Kristján innlyksa í Þrengslunum í fyrravet- ur. Það verður að hugsa vel um hrossin. Flest þeirra eru mjög meðfærileg, það er sjaldgjæft að þau séu með hrekki. Þau sem sparka með afturfótunum eru þó ekki þau verstu heldur þau sem krafsa með framfótunum. Það getur verið erfitt að eiga við þau“, segir Guðbrand- ur Óli. Eiríkur Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.