Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2001 29 « DV Sport Stórlaxinn sem veiddist í Sandá í Þistilfirði: „Fluguskólinn verður aftur í sumar“ „Við fengum flnar viðtökur við fluguskólanum í fyrra þegar við byrjuðum með hann við Langá og þess vegna verður hann aftur núna í júní, frá 9. til 15. júní. Fyrstu laxarnir eru að koma í ána á þess- um tíma,“ sagði Ingvi Hafn Jónsson í samtali við DV-Sport fyrir fáum dögum, er við spurðum um Fluguskólann við Langá á Mýrum sem gekk feiknavel siðasta sumar. „Þetta gekk vel í fyrra og sumir ætla að koma aftur núna, þetta er líka góð æfing fyrir veiðisum- arið. Hvert námskeið tekur tvo daga og þarna eru vanir kennarar. Kennt er allt sem viðkemur fluguveiðinni og það er alltaf möguleiki að setja i lax. Aðstaðan er allavega fyrir hendi og hefur gengið vel að bóka hjá okkur,“ sagði Ingvi Hafn í lokin. -G. Bender Haraldur Ólafsson uppstoppari er að byrja að stoppa upp stóra laxinn sem veiddist í Sandá í sumar og var 27,5 pund. Það var mikil gleði þegar laxinn stóri kom á land. DV-mynd FFR Margir veidimenn hafa nú þegar fengið úthlutað veiðileyf- um fyrir næsta sumar. Þeir eru hins vegar líka margir sem ætla ekki að veiða næsta sumar, alla- vega ekki eins mikið og áður. Sú stefna margra leigutaka að selja útlendingum besta tímann og okra síðan á íslendingum á léleg- um tíma er aðalástæðan. Enn er leyfilegt að veiða grá- gæs hér á landi en þær eru vit- anlega langflestar, ef ekki allar, flognar á vit nýrra ævintýra fyrir margt löngu. Aðeins er talið að veiðst hafi 25 þúsund grágæsir á síðustu vertíð. -G. Bender/-SK Risinn „Ég er að byrja þessa dagana að eiga við stóra laxinn úr Sandá, það hefur verið nóg að gera í uppstoppuninni. Það eru bæði fuglar og fiskar sem maður þarf að vinna við hérna," sagði Haraldur Ólafsson, uppstoppari á Akureyri, í samtali við DV-Sport er við spurðum um stórlaxinn úr Sandá í Þistilfirði. Veiðimaðurinn, Haraldur Ingi Ágústsson, ákvað strax eftir að hann veiddi hann að láta stoppa hann upp og þessa dagana er Haraldur uppstopp- ari að byrja að vinna við hann. „Ég veit ekki hvenær laxinn verður tilbúinn en ég held að hann gæti orðið fallegur," sagði Harald- ur. Það færist i vöxt að veiðimenn láti stoppa upp stórfiska, og þá sérstaklega væna silunga. Það er ekki á hverjum degi sem veiðimenn veiða silung frá 8 upp í 10 pund en kemur þó sem betur fer fyr- ir. stoppaður upp Þrátt fyrir að langt sé liðið á keppnistímabilið i heimsbikarkeppn- inni á skíðum var fjórða svigkeppni karla þessa tímabils haldin fyrst í gær í Wengen í Sviss. Og Austurrík- ismenn fóru hreinlega á kostum í brekkunum í gær - fimm röðuðu sér I 5 efstu sætin þrátt fyrir að Heinz Schilchegger, einn besti svigmaður þeirra á þessu tímabili, hefði verið einn þeirra 32 sem duttu úr keppni í gær. Konumar kepptu á sama tíma í svigi í Flachau og þar voru það fast- ir liðir eins og venjulega: Janica Kostelic fór á kostum og bar höfuö og herðar yfir keppinauta sina. Renate Götschl nældi í 160 stig Þá var einnig keppt í þremur öðr- um greinum á laugardag, bruni og risasvigi kvenna, ásamt því að nú var att kappi í tvíkeppni í fyrsta sinn í vetur. Þar eru tímar úr bruni og svigi lagðir saman hjá þeim skíða- konum sem taka þátt í báðum mótun- um og eins og venjulega er það kepp- andihn með besta samanlagða tím- ann sem hefur sigur. Brunið átti upphaflega að fara fram á fóstudag en var frestað vegna þoku tO næsta dags. Það þýddi að báðar keppnimar, brunið og risasvig- ið, þurftu að fara fram sama daginn og því álagið mikið á keppendum, sérstaklega þeim sem kepptu einnig í sviginu i gær. Renate Götschl var ótvíræð kona dagsins á laugardaginn þar sem hún náði sér í 160 stig fyrir sigur i brun- inu og 3. sætið í risasviginu. Melanie Turgeon og Régine Cavagnoud, báðar frá Frakklandi, áttu einnig góðan dag en Turgeon kom sér á pall í báðum keppnunum en Cavagnoud vann risa- svigið. Árangur hennar í greininni hefur þó verið einstaklega góður í vetur. I fyrstu tveimur keppnunum varð hún önnur en í siðustu tveim hefur hún borið sigur úr býtum. Hermann Maier og félagar áttu að keppa í tveimur brunkeppnum um helgina en þeim þurfti báðum að af- lýsa vegna mikillar þoku. Keppnin átti að fara fram i Wengen og átti laugardagsbrunið að vera fyrri hluti tvíkeppni karla en frá henni varð einnig að hverfa í þetta sinn. Því þurfa skíðaunnendur að bíða með þá sjaldséðu sjón að fýlgjast með Her- manni Maier í svigi en hann hafði áætlað að taka þátt í tvíkeppninni. Mótastjóm Alþjóðaskíðasambands- ins, FIS, hefur ákveðið að reyna ekki að koma keppnunum sem hefur ver- ið aflýst á aðra daga, álagið á kepp- endur yrði of mikið. 32 keppendur úr leik ísilagðar b'rekkurnar í svigkeppni karla í gær gerðu keppendum lífið létt og bara í fyrri ferð duttu 26 kepp- endur úr leik. En árangur Austurrík- ismanna í keppninni er einstakur; aldrei fyrr í sögu svigkeppninnar hafa fjórir efstu, hvað þá fimm, kom- ið frá einu og sama landinu. Næsti maður á lista var Slóveninn Mitja Þaó styttist i árshátíð Stanga- veiðifélags Reykjavíkur en hún verður haldin 10. febrúar og verður ýmislegt girnilegt á mat- seðlinum. Miöaveröið er það sama og í fyrra eða 9500 fyrir manninn. Helgi Bjömsson og Bergþór Pálsson skemmta með- al annarra en þeir hafa slegiö rækilega slegið í gegn á Hótel Borg og víðar í vetur. Kunc, tveimur og hálfri sekúndu á eftir sigurvegaranum, Benjamin Raich. Skotinn Alain Baxter, sem er 27 ára vakti einnig athygli i keppninni, en hann er á sínu fyrsta tímabili í heimsbikarkeppninni. Hann var með rásnúmer 38 í keppninni en lauk keppni í 7. sæti sem er litlu betra en besti árangur hans, 8. sæti í Madonna di Campiglio í síðasta mán- uði. báðar 1,56 sekúndum á eftir Kostelic í mark. „Það eina sem ég hugsa um er að skíða vel niður brekkuna, ég er alls ekki ósigrandi og verð það heldur ekki í heimsmeistarakeppninni eftir tvær vikur. Ég get vel gert mín mis- tök og ef satt skal segja þá eiga allar þær sem vom meðal efstu 15 í dag góðan möguleika á að sigra mig,“ sagði hin hógværa Kostelic að keppni lokinni." -esá „Eg er ekki ósigrandi“ Janica Kostelic fór sér rólega í fyrri ferðinni í svigi kvenna í gær en leiddi þó með 0,02 sek- úndna forskoti á Laure Pequegnot frá Frakklandi. Hún setti svo í fluggírinn í síðari ferðinni til að gull- tryggja sigur- inn i sviginu, sem og í tví- keppninni. Þær Pequegnot og Karin Köil- erer frá Aust- urríki deildu öðru sætinu en þær komu Austurríkismenn áttu alla þrjá á verðlaunapallinum í svigi karla, auk þess að eiga einnig tvo þá sem næstir pallinum komu. Hér eru þeir Raich, Schönfelder og Matt á pallinum en á innfelldu myndinni er Janica Kostelic sem vann enn einn sigurinn um helgina. Reuters Aflýsa þurfti tveimur mótum í Wengen en þó keppt í svigi þar í gær: - sigur hjá Austurríkismönnum í svigi karla. Janica Kostelic vann með yfirburðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.