Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2001 27 Birgir Gíslason, átta ára sundkappi úr Firði, stóð sig, eins og reyndar aliir aðrir keppendur, með sóma á Nýárssundmóti fatlaðra. DV-mynd AKV Sport íþróttasamband fatlaðra íþróttamiðstöðinni Laugardal Sími: 581 3377 Fax: 568 6315 Netfang: if@isisport.is www.isisport.is/sersamb/if Nýtt Fatlaðir íþróttamenn hafa á undanfórnum árum unnið mörg þrekvirki en ekki fengið þá athygli sem þeir hafa átt skilið. Auk þess er gíifurlega gott starf unnið um allt land í íþróttafélögum fyrir fatl- aða íþróttamenn sem fara algjör- lega fram hjá hinum almenna íþróttaáhugamanni. DV-Sport ætl- ar að bæta úr þessu og verður hér eftir meö eina síðu á tveggja vikna fresti, tileinkaða fótluðu iþrótta- fólki og því heiðursfólki sem gerir því kleift að stunda hvers kyns íþróttir af þeim dugnaði og elju sem því er einu lagiö. Nýárssundmót fatlaðra fór fram 6. janúar síðastliðinn: Aldrei fleiri börn *. - í 25 metra byrjunarsundi þar sem þátttakendur njóta góðs af hjálpartækjum Það var lif og fjör á Nýárssund- móti fatlaðra barna og unglinga sem fram fór laugardaginn 6. janúar í Sundhöll Reykjavíkur. Það sem aðgreinir þetta mót frá öðrum mótum íþróttasambands fatl- aðra er að þátttakendur eru börn og unglingar, 17 ára og yngri, og stigaút- reikningur miðast við heimsmet í hverjum fótlunarflokki. Sigurvegari er sá sem nær bestum tíma miðað við sinn fótlunarflokk. Allir fá viður- kenningarskjal í lok mótsins en auk þess fá þrir stigahæstu keppendurnir verðlaun og ríkir mikil spenna í lofti þegar stigaútreikningur fer fram i lokin. Veitt er silfur og brons fyrir annað og þriðja sætið en stigahæsti kepp- andinn hlýtur glæsilegan bikar, Sjó- mannabikarinn, sem gefmn er af Sig- mari Ólasyni, sjómanni á Reyðar- firði. Sjómenn traustir bakhjarlar Sjómenn um land allt hafa ávallt stutt einstaklega vel við íþróttastarf- semi fatlaðra og það er því vel við hæfi að keppni um Sjómannabikar- inn hefur verið fyrsta verkefni ÍF á nýju ári, allt frá því að Nýárssund- mótið fór fyrst fram árið 1984. Skátafélagið Kópar stóð heið- ursvörð og Karl Jónatansson skapaði góða stemningu með harmoníkuspili áður en mótið hófst. Heiðursgestur var forseti Iþrótta- og Ólympíusam- bands íslands, Ellert B. Schram. Nýárssundmótið fór fram með hefðbundnum hætti en tvennt ber að nefna sem er mjög ánægjulegt fyrir íþróttasamband fatlaðra. Aldrei fleiri börn Aldrei áður hafa svo mörg börn keppt i 25 metra byrjendasundi sem er sérgrein þar sem nota má hjálpar- tæki, s.s. kúta, kork og- sundfitjar. Það var ótrúlega spennandi að sjá þau spreyta sig í sundhöllinni, sum að keppa á sínu fyrsta íþróttamóti Annað sem ekki var síðim athyglis- vert aö fylgjast með var starfsfólk mótsins sem flestallt kom úr röðum fyrrverandi og núverandi afreksfólks ÍF í sundi. Þessi hópur hóf i flestum tilvikum glæstan feril sinn á Nýárs- sundmóti fatlaðra barna og unglinga. Þau settu óneitanlega-svip á mótiö þau Halldór Guðbergsson, sundþjálf- Guöfinnur Karlsson, sem er blindur, er hér meö föður sínum að búa sig undir sund. DV-mynd AKV ari hjá Ösp, íþróttakennari og for- maður Blindrafélagsins, Jón Heiðar Jónsson, sundþjálfari hjá ÍFR, Lilja María Snorradóttir, félagsfræðinemi við HÍ, og Ólafur Eiríksson lögfræð- ingur, sem öll eru hætt keppni, og þau Bjarki Birgisson nemi, Geir Sverrisson íþróttakennari og Kristín Rós Hákonardóttir nemi sem eru ný- komin heim frá Sydney. Til gamans má geta þess að mótsstjóri nú sem fyrr var Erlingur Jóhannsson, sund- þjálfari hjá ÍFR og landsliðsþjálfari hjá ÍFR til fjölda ára, en hann var fyrsti þjálfari margra þeirra sem nú eiga að baki glæstan ferO í sund- íþróttinni. Hvetjandi fyrir foreldra Það hlýtur að vera mjög hvetjandi fyrir foreldra og aðstandendur fatl- aðra bama að sjá hve langt er hægt að ná í lífi og starfi þrátt fyrir ein- hvers konar fötlun. Það staðfesti þessi glæsdegi hópur sem þarna var saman kominn til að aðstoða við Nýárssundmótið, mótið sem var upphafið að þeirra eigin keppnisferli. -AKV Hér aö ofan sést Lilja María Snorradóttir, sem vann gullverölaun á Ólympíuleikunum í Seúl 1988, ásamt Jónu Dagbjörtu Pétursdóttur, en þær nota báðar gervifót vegna fötlunar sinnar. DV-mynd AKV Gunnar Örn Ólafsson úr Ösp varö stigahæsti keppandi mótsins. í ööru sæti varö Harpa Sif Reynisdóttir, Þjóti, og Al- exander Harðarson, ÍFR, hafnaöi í þriðja sæti. Hér eru þau ásamt heiöursgesti mótsins, Ellert B. Schram, og Sveini Áka Lúövfkssyni, formanni ÍF. DV-mynd AKV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.