Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2001 31 Sport Haft var samband frá skíða- svæðinu í Stafdal við Seyðisfjörð vegna upptalningarinnar á skíðasvæðunum sem var hér á síðunni á mánudaginn var. Þeir vildu vekja athygli á því að skíðasvæöið þar var opnað milli jóla og nýárs og þar væri nægur snjór og gott færi. Þá hóf skíða- deild Hugins/Hattar æfingar á svæðinu fyrir viku. 1 Stafdal er ein diskalyfta sem er hátt í 1 km löng og til stendur að bæta annarri við fyrir skíða- vertíðina næsta vetur. Þetta skíðasvæði hefur notið tölu- verðra vinsælda meðal Seyðfirð- inga og Héraðsbúa þannig að skíðaáhugamenn þar eiga von á góðri skíðatíð fram á vor. Upplýsingar um hvenær opið er má fá á símsvara í síma 878 1160. -HI íþróttaskóli ÍR er með kennslu i flestum skólum í Breiðholti. DV leit inn í kennslustund í Breiðholtsskóla og spjallaði þar við Ingólf og Önnu Maríu, tvö sex ára börn sem voru þama að leik í spjótkasti, kaðlaklifri, rimlaklifri, körfubolta, sippi og æfingum á jafnvægisslá. Bæði sögðust börnin hafa verið í leikfimi áður í Gerplu. Ingólfur stundar það enn þá en Anna María er hætt núna. „Það lærði ég alls kyns æfingar og kann m.a. að fara alveg í spígat," sagði Anna María. „Alveg?“ sagði þá Ingólfur og var greinilega ekki alveg tilbúinn til að trúa því. En þau sýndu blaðamanni hversu langt þau kæmust og voru bæði nokkuð nálægt því að kom- ast alveg í spígat. Þeim finnst báðum mjög gaman í íþróttaskólanum og gátu ekki valið neitt sérstaklega úr sem þeim fannst DV-mynd E.ÓI. Frá kennslustund í íþróttaskóla ÍR. í íþróttaskólum kynnast börnin ýmiss konar íþróttum. DV-mynd E.OI. Gamai í íþróttaskóla IR segja þau Ingólfur og Anna María ---------------------------------— skemmtilegast. „Mér finnst eigin- *; lega skemmtilegast að gera allt sem P® við gerum í þessum skóla," sagði Ingólfur og Anna María var alveg sammála. Þegar þau eru spurð hvort þau ætli að vera íþróttamenn þegar þau verða stór verða þau hugsi en svo segir Ingólfur: „Ég hef sýnt fimleika með Gerplu og það var mjög gaman.“ Anna María hefur þar að auki keppt í hlaupi, m.a. við stóru krakkana, þannig að það er aldrei að vita nema hægt verði að sjá hana á hlaupabrautinni í framtíðinni. -HI Ingólfur og Anna María eru dugleg aö hreyfa sig í íþróttaskólanum. -f Heilbrigðar og hollar lífsvenjur íþróttabandalag Reykjavíkur og íþrótta- og tómstimdaráð Reykjavikur hsifa aðstoðað íþróttafélög við að koma á fót .íþróttaskólum þar sem kenndar eru hinar ýmsu íþróttir í grimnskólum lands- ins. Við fjöllum um grunnskólana núna en síðar er ætlunin að fjalla um íþróttaskóla fyrir 3-6 ára börn. Pjögur íþróttafélög starfrækja íþrótta- skóla fyrir yngstu bekki grunnskólanna; ÍR, Vikingur, Fylkir og KR. Skólar þess- ir starfa samkvæmt markmiðum íþrótta- og Ólympíusambands Islands og íþrótta- bandalags Reykjavíkur með iþróttaskól- um en þau eru m.a. að efla skyn-, hreyfi- og líkamsþroska hjá börnunum, efla fé- lags- og tilfinningaþroska, veita börnum fjölbreytt íþróttauppeldi án áherslu á keppni, byggja upp heilbrigðar og hollar lífsvenjur hjá börnum og gera þau hæfari til.að velja íþróttagrein síðar á lífsleið- inni. Gott tækifæri fyrir börn Mikil áhersla er lögð á að íþróttaskól- inn er ekki bara fyrir þá sem eru liðugir og góðir í íþróttum. Litið er á þetta sem tækifæri fyrir börn til að þjálfa upp ýmis- legt í fari sínu sem þarfnast þjálfunar (t.d. hreyfiþroska) og jafnframt draga úr brott- falli barna og unglinga úr íþróttagreinum sem hefur verið töluvert. Mesta starfsemin er hjá ÍR og Víkingi Æfingarnar fara þannig fram að í 1. og 2. bekk skipa leikir stóran sess en þar læra börnin líka alhliða grunnþjálfum á borð við að kasta, grípa, hoppa o.s.frv. I 3. -4. bekk er hins vegar lögð áhersla á fiölbreyttar æfingar og kynningu ýmissa íþróttagreina. Reynt er að hafa skólann á þannig tíma að hann rekist sem minnst á hefðbundn- ar kennslugreinar. Þessi skóli hefur not- ið nokkurrar hylli hjá félögunum en um- fangsmesta starfsemin nú er hjá ÍR og Víkingi. Hjá ÍR-ingum er m.a. í gangi nú tilraunaverkefni þar sem allir nemendur í 1. bekk fá sjálfkrafa inngöngu í skólann og ætla menn að sjá hvemig tekst til áður en ákveðið er með framhald á því. Það er því óhætt að mæla með íþrótta- skólum fyrir 6-12 ára börn ef foreldrar vilja að börnunum verði kennt hvernig hægt er að stunda heilbrigt líferni og kynna sér sem flestar íþróttagreinar áður en þeir vefia sér það sem þeir vilja stunda. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.