Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2001 Sport DV Árþúsundamótið á Indlandi: Klassamunur - á íslenska liðinu og því indverska, sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu íslenska landsliðið í knattspymu er öruggt með sæti í 8-liða úrslitum Árþúsundamótsins í Indlandi eftir að liöið lagði heimamenn, 3-0, á Nehroleikvanginum í Cochin fyrir framan 23 þúsund áhorfendur á laugardaginn. Tryggvi Guðmundsson fór mikinn í leiknum og skoraði öll mörk íslendinga, tvö eftir undirbúning Guð- mundar Benediktssonar. íslendingar mæta ann- aðhvort Chile eöa Japan í undanúrslitum en það kemur í ljós eftir leik Úrúgvæa og Indverja á mánudaginn. Kaflaskipt íslenska landsliðið byrjaði hörmulega í leikn- um og voru Indverjar sterkari aðilinn í leikn- um lengst af fyrri hálfleik. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem Tryggvi Guðmundsson kom íslendingum yfir á 41. mínútu með skoti af stuttu færi eftir aukaspymu Guðmundar Bene- diktssonar. Við markið jókst sjálfstraust íslensku leik- mannanna og tóku þeir öll völd á vellinum í síðari hálfleik. Tryggvi Guðmundsson kom ís- landi í 2-0 með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir sendingu Guðmundar Benediktssonar á 53. mínútu og Tryggvi var síðan aftur að verki tíu mínútum síðar þegar hann innsiglaði sigur ís- lands og þrennu sína með því að skora auðveld- lega eftir að hafa fengið boltann á silfurfati frá indverskum varnarmanni. íslendingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum það sem eftir lifði leiks en höfðu ekki heppnina með sér. Byrjunarlió íslands: Fjalar Þorgeirsson, Sverrir Sverrisson, Gunnlaugur Jónsson (Valur Fannar Gíslason, 74.), Bjarni Þorsteinsson, Ind- riði Sigurðsson, Gylfi Einarsson, Þórhallur Hinriksson, Sigurvin Ólafsson, Ölafur Örn Bjamason, Tryggvi Guðmundsson (Hreiðar Bjamason, 70.), Guðmundur Benediktsson (Helgi Valur Daníelsson, 70.). Léleg byrjun „Við byrjuðum ömurlega í leiknum. Leik- menn voru á hálfri ferð, sjálfstraustið var lítið og það var eins og menn væra taugaveiklaðir. 1. riðill Bosnía-Bangladess_...........2-0 Júgóslavla-Bangladess .. Bosnía 1 1 0 0 2-0 4 Júgóslavía 1 0 1 0 1-1 1 Bangladess 1 0 0 1 0-2 0 2. riðill Úrúgvæ-ísland 2-1 Indland-fsland 0-3 ísland 2 1 0 1 4-2 3 Úrúgvæ 1 1 0 0 2-1 3 Indland 1 0 0 1 0-3 0 3. riðill Jórdanía-Rúmenía . .. 1-0 Rúmenía-Hong Kong . 4-2 Rúmenía 2 1 0 1 4-3 3 Jórdania 1 1 0 0 1-0 3 Hong Kong 1 0 0 1 2-4 0 4. riðill Japan-Úsebekistan . . 2-0 Úsebekistan-Bahrain . 5-0 Chile-Japan 1-0 Úsebekistan 2 1 0 1 5-2 3 Japan 2 1 0 1 2-1 3 Chile 1 1 0 0 1-0 3 Bahrain 1 0 0 1 0-5 0 Við fengum eitt eða tvö færi í hálfleiknum og síðan tókst Tryggva að skora undir lokin en ef satt skal segja þá spiluðum við alltof aftarlega i fyrri hálfleiknum og leyfðum Indveijunum að ráða ferðinni. Liðið var sundurlaust og leik- menn voru að reyna að setja Indverjana undir pressu hver í sínu homi og það segir sig sjálft að slíkt er aldrei vænlegt til árangurs. Það er með ólíkindum að við skyldum leyfa jafn slöku liði og Indland er að eiga svona mikið í einum hálfleik," sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálf- ari Islands, í samtali við DV-Sport eftir leikinn á laugardaginn. Nýtt liö í seinni hálfleik „Það var ekki fyrr en markið kom undir lok fyrri hálfleiks sem menn virtust fá trúna á það sem þeir voru að gera. í hálfleik töluð- um við um það að selja indversku leikmenn- ina undir almennilega pressu í stað þess að standa hjá þeim eins og raunin var í fyrri hálfleiknum. Það varð til þess að við fóram að vinna boltann framarlega á vellinum í stað að við horfðum á þá spUa boltanum á mUli sin í fyrri hálfleik og það þýddi að marktækifærin urðu mikið tU muna fleiri. Tryggvi skoraði síðan tvö mörk á stuttum tíma og við hefðum getað skorað fleiri mörk ef lánið hefði leikið við okkur.“ Klassamunur „Indverska liðið er ekki mjög sterkt. Það er reyndar oft erfitt að koma og spUa á úti- veUi við framandi aðstæður í miklum hita. Menn vora smeykir tU að byrja með og værakærir en þegar leikmenn komust yfir það var aldrei spuming að það er klassa- munur á þessum tveimur liðum. Við eram með mun sterkara lið, Þótt þeir séu fjöl- mennir er lítU knattspyrnuhefð hjá þessari þjóð og það sýndi sig í þessum leik,“ sagði Atli. Jafnt liö „Það var enginn sérstakur leikmaður sem stóð upp úr í leiknum. í fyrri hálfleik náði enginn sér á strik en í seinni hálfleik var aUt annað upp á teningnum. Liðið spUaði sem ein heUd og þannig vannst leikurinn. Leik- menn létu boltann ganga, sjálfstraustið kom upp og þá sýndu menn hvað i þeim býr. Þessir leikir eru gífurlega mikUvægir fyr- ir aUa leikmenn liðsins, ekki bara þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu heldur líka þá sem hafa spUað áður og fá tækifæri tU að festa sig í sessi sem leiðtogar hópsins. Mótið fær mikla athygli um gjörvaUa Asíu og leikurinn í dag (á laugar- dag) var góð landkynning fyrir ísland." Nýtt verkefni fram undan „Það ræðst á mánudaginn hvort við spU- um í Kalkútta eða Cochin í 8-liða úrslitum. Mér fmnst líklegt að Úrúgvæ vinni Indland og það þýðir að við þurfum að fara tU Kalkútta og spUa gegn ChUe. Ég kviði því ekki en núna er aðalmálið fyrir okkur að hvUast eftir erfiðan leik sem tók mikla orku frá leikmönnum og byrja síðan að hlaða batt- eríin fyrir næsta verkefni," sagði AUi Eð- valdsson, landsliðsþjálfari íslands, í samtali við DV-Sport eftir leikinn gegn Indverjum á laugardaginn. -ósk Þrenna Eyjapeyjans Tryggva Guömundssonar: 1035 mínútna bið á enda Tryggvi Guðmundsson varð átt- undi leikmaður íslenska knatt- spyrnulandsliðsins til að skora þrennu í landsleik þegar hann gerði þrennu á 22 mínútna kafla gegn Ind- verjum á Árþúsundamótinu á Ind- landi um helgina. Tveir af þessum átta gerðu reyndar einu marki betur og skoruðu fjögur mörk. Það má með sanni segja að mörk- in hafi verið langþráð því þegar Tryggvi horfði á eftir boltanum í netið í fyrsta markinu hafði strákur mátt bíða 18 landsleiki og 1035 min- útur eftir marki með íslenska lands- liðinu. Tryggvi byijaði landsliðsferil sinn af miklum krafti með því að skora þrjú mörk í fyrstu flmm lands- leikjum sínum en eftir þrjú mörk á fyrstu 172 landsliösmínútunum sín- um var biðin orðin ansi löng. Fyrsta þrennan í alvöruleik Þrenna Tryggva var einnig sér- stök því aldrei áður hafði leikmaður landsliðsins skorað þrennu í leik í keppni, allar hinar sjö þrennumar höfðu komið í vináttulandsleikjum. Þá hefur enginn þeirra sex leik- manna sem hafa skorað þrjú mörk í leik verið jafnfljótir að skora mörk- in þrjú en það tók eins og áður sagði Tryggva aðeins 22 mínútur. Rík- harður Jónsson (1951) og Arnór Guðjohnsen (1991), sem báðir gerðu femu, voru þó fljótari að skora þrjú mörk. Ríkharður gerði þrjú á 16 mínútum og Amór þijú á 19 mínút- um. Enginn þeirra leikmanna sem hafa skorað þrennu í landsleik byrj- að seinna í leik en fyrsta mark Tryggva kom á 41. mínútu. Helgi Sigurðsson skoraði fyrsta mark sitt í þrennu sinni gegn Möltu í fyrra á 36. mínútu. -ÓÓJ Þrennur landsliðsins frá upphafi 1951 Rikharður Jónsson, fjögur mörk gegn Svíum á Melavellinum. 1975 Teitur Þórðarson, þrjú mörk gegn Færeyingum á Laugardalsvelli. 1985 Ragnar Margeirsson, þrjú mör kgegn Færeyingum i Keflavík. 1991 Amór Guðjohnsen, fjögur mörk gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli. 1994 Þorvaldur Örlygsson, þrjú mörk gegn Eistlendingum á Akureyri. 1996 Bjarki Gunnlaugsson, þrjú mörk gegn Eistlendingum í Tallinn. 2000 Helgi Sigurðsson, þrjú mörk gegn Möltubúum á Laugardalsvelli. 2001 Tryggvi Guðmundsson, þrjú mörk gegn Indverjum í Kochin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.