Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Blaðsíða 12
28 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2001 » Sport unglinga DV Reykjavlkurmótiö í innanhúss- knattspyrnu fór fram fyrir stuttu og er óhætt að segja að Framarar hafi stolið senunni. Þeir sigruðu í öðrum, þriðja og íjórða flokki karla og einnig í fimmta flokki kvenna. Aldeilis frábær árangur hjá Fram á mótinu. Miðað við að Fram vinni alla elstu flokkana hjá strákum ætti þar að vera nógur efniviður fyrir framtíðina ef vel er haldið utan um þessa stráka. KR sterkari í lokin KR-stelpur sigruðu í 2. flokki kvenna. Þær mættu Val í úrslitum og unnu 3-2 eftir að hafa verið 1-2 undir í hálfleik. Þær Tinna Hauksdóttir, Þórunn Helga Jóns- dóttir og Hólmfríður Magnúsdótt- ir skoruðu mörk KR. Valsstelpur komust tvisvar yfir í leiknum en KR-liðið reyndist sterkara þegar upp var staðið. Víkingur og HK sendu sameiginlegt lið þessara tveggja félaga í þriðja flokki kvenna. Stelpurnar gerðu sér lítiö fyrir og sigruðu á mótinu eftir hörkuleik við Fjölni sem Vikingur/HK vann, 4-3. Framstelpur unnu Fjórði flokkur kvenna hjá Fjölni í Grafarvogi vann síðan í sínum flokki. Þær sigruðu ÍR 1-0 í undanúrslitum og síðan Val 4-3 í úrslitum. Þaö voru síðan Fram- stelpur sem unnu i flmmta flokki kvenna en Framarar hafa ekki verið þekktir fyrir kvennaknatt- spyrnu í gegnum tíðina. Vonandi verður breyting þar á og stelpum- ar i fimmta flokka lofa góðu og gætu hæglega komið Fram á kort- ið í kvennaknattspymu í framtíð- inni. Þær lögðu Fjölni 1-0 i undanúrslitum og Val 2-1 í úrslitaleiknum. Úrslit hjá drengjum 2. flokkur karla Undanúrslit: Fram-Valur . 5-4 Víkingur-Leiknir Úrslit: . .1-2 Fram-Leiknir . 4-2 3. flokkur karla Undanúrslit: Fram-Leiknir . 2-0 Fylkir-KR Úrslit: . 3-2 Fram-Fylkir . 5-0 4. flokkur karla Undanúi-slit: Fram-Fjölnir . 2-1 Fylkir-Leiknir Úrslit: . 2-1 Fram-Fylkir . 2-1 5. flokkur karla Undanúrslit: Fjölnir-ÍR .2-3 Víkingur-Þróttur Úrslit: . 2-1 ÍR-Víkingur . 0-4 6. flokkur karla Undanúrslit: KR-Fjölnir .0-5 Fram-ÍR Úrslit: . 2-0 Fjölnir-Fram .2-0 -BG Umsjón: Benedikt Guðmundsson Hér sjást leikmenn 3. flokks Fram með bikarinn ásamt þjálfara sínum. -BG Stelpurnar í 5. flokki kvenna kunna aö stilla sér upp fyrir myndatöku. Við erum með hörkulið - segir Framarinn Andri Fannar Ottósson, einn af efnilegustu knattspyrnu mönnum landsins Andri Fannar Ottósson, leik- maður með 2. flokki Fram, fór mikinn i Framliðinu á Reykja- víkurmótinu og var iðinn við að skora. Hann skoraði 10 mörk í 6 leikjum liðsins og var einn besti maður mótsins. Andri Fannar ólst upp sem knattspymumaður hjá Fylki í Árbænum en skipti síðan yfir í Fram í þriðja flokki. Hann hafði flutt úr Árbænum en hélt áfram að stunda æfingar með Fylki mörgum ámm eftir að hann flutti. Það kom þó að þvi að hann ákvað að æfa með Fram þar sem það var mun styttra fyrir hann að fara á æf- ingar og flestir af skólafélögun- um léku með Fram. Fjölhæfur Hann byrjaði snemma að skora mörkin og hann var ekki gamall þegar það sást á drengnum að þarna var mikið efni á ferð. Hann var valinn besti leikmaður Tommamóts- ins þegar hann var yngri. Andri lék einnig körfuknatt- leik samhliða knattspyrnunni og varð margoft íslandsmeist- ari með KR, en í hans flokki voru leikmenn eins Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og landsliðsins, ásamt fleirum. Andri var ávallt stigahæstur í körfunni og haföi þar þann eig- inleika, eins og í knattspyrn- unni, að ná alltaf að skora. Andri er hlédrægur drengur sem hefur þó mikið keppnis- skap. Metnaðurinn er greini- lega til staðar hjá Andra Fann- ari og hefur hann tileinkað sér reglusemi þar sem hann passar upp á mataræðið og ýmislegt fleira. Gekk brösulega Unglingasíðan sótti þennan pilt heim eftir að hann og fé- lagar hans í 2. flokki Fram höfðu tryggt sér Reykjavíkur- meistaratitilinn i innanhúss- knattspymu. Hann er einnig leikmaður meistaraflokks Fram og hefur verið alveg við liðið en fékk fá tækifæri síðast- liðiö sumar en hafði fengið að koma af bekknum árið á und- an þegar Ásgeir Elíasson var við stjórnvölinn. Andri hefur leikið með 18 ára landsliði ís- lands undir stjórn Guðna Kjartanssonar. Einnig hefur hann verið að þreifa fyrir sér erlendis og æfði t.d. með Ipgwich um tíma. „Okkur gekk brösulega til að byrja með í sumar en tókum okkur á og unnum niu af síðustu tíu leikjunum það sem eftir lifði sumars. Mikið keppnisskap Þessi eini leikur sem við töpuðum varð til þess að við gátum ekki unnið íslandsmótið og enduðum í 4. sæti. Við töp- uðum fyrir Keflavík á þeirra heimavelli en ef við hefðum unnið þann leik hefðum við liklegast náð tiflinum," sagði Andri Fannar, spurður út í hvemig flokknum hefði gengið siðasfliðið sumar. En hversu mikilvægt var að vinna Reykjavíkurmótið innanhúss? „Þetta er eins og hvert annað mót sem maður mætir á: þegar maður er byrjaður að spUa þá vill maður vinna. Fyrir fram er þetta kannski ekki neitt mikilvægt mót þannig enmað- ur vill samt alltaf vinna. Alla- vega ég hef þannig keppnis- skap að ég vil vinna þegar ég er að keppa á annað borð. Keppnisskapið hefur verið fullmikið einstaka sinnum en ég hef verið með góða tamn- ingamenn.“ En hvad með meistara- flokkinn, sérð þú fram á að fá að spila reglulega með honum eitthvað í bráó? „ Maður veit náttúrlega ekk- ert hvað gerist. Maður verður bara að biða og vonast eftir að fá tækifæri til að sanna sig. Samkeppnin er mikil og hörð hjá Fram um stöður. í minni stöðu eru t.d. Þorbjörn Afli Sveinsson, Ásmundur Arnar- son og Nökkvi Gunnarsson þannig að það er óhætt að segja að máður þurfi að hafa fyrir hlutunum. Liðið verður mjög ungt næsta sumar.“ Hefur þú sett stefnuna á að fara út i atvinnumennsku? „Ég setti stefnuna á að fara út eins og flestir sem eru í þessu af einhverri alvöru. Það sakar allavega ekki að prufa atvinnumennskuna en ég er ekkert á þvi að fara út sem allra fyrst heldur bara þegar þar að kemur. Ég mun alla- vega stökkva á tækifærið þeg- arþaðbýðst. Fyrst þarf maður að sanna sig héma heima til að félög erlendis taki eftir manni. Svo er líka hægt að reyna að fara bara út ungur og æfa með unglingaliði hjá einhverju fé- lagi erlendis og reyna komast i atvinnumennsku þannig. Þá er fylgst betur með manni þar. Svo eru aðstæður miklu betri hjá þessum erlendu félögum og því meiri líkur á að taka fram- fórum sem leikmaður. Maður er svo sem í viðbragsstöðu ef eitthvað gott býðst en annars liggur mér ekkert á að komast til úflanda. Nú varst þú hjá Ipswich, hvernig var það og hefur eitt- hvað gerst siðan? „Ég fór þangað út svo þeir gætu skoðað mig. Þeir æfluðu síðan að skoða aftur þegar ég var með U18-landsliðinu í Pól- landi en ég veiktist þar og því sáu þeir mig ekkert spila. Ég hafði átt finan leik á móti Armeníu áður en þeir komu en svo fékk ég vírus og varð alveg fárveikur. En hvernig sérðu fram- haldið hjá ykkur i 2. flokki, er þessi tiltill aðeins byrjun- in á einhverju meira? „Ég tel okkur vera með hörkulið. Þó svo þetta hafi að- eins verið innanhússmót þá var baráttan og vinnslan það góð að við erum til alls líkleg- ir. Þessir strákar sem eru að koma inn á yngsta árið koma með þvilíka baráttu að ég er ekkert smá ánægður með þá. Ég er bara bjartsýnn á fram- haldið. Eins og Jón þjálfari sagði við okkur þá var hann ánægður með sigurviljann sem er í liðinu og karekterinn. Það er eitthvað sem þarf að vera til staðar og er ekki hægt að kenna. Annaðhvort hafa lið hann eða ekki.“ sagði Andri Fannar að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.