Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2001, Page 7
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2001 23 Sport Slóvakinn Stanislav Varga skorar hér fyrsta mark sitt fyrir Sunderland meö glæsilegum skalla gegn West Ham um helgina. Finnski varnarmaðurinn Hannu Tihinen, varnarmaöur West Ham, gat lítið gert til varnar. Reuters Enska knattspyrnan: - seiglast áfram í toppbaráttunni Sunderland komst í annað sæti deildarinnar með öruggum sigri á slöku liði West Ham, 2-0. Sven Gör- an Eriksson, sem er nýtekinn við landsliðsþjálfarastarfi Englendinga, var meðal áhorfenda en hann fékk lítið út úr því þar sem leikurinn var ekki háum gæðaflokki. Sunderland hafði þó tögl og hagldir allan leik- inn og vann sanngjarnan sigur. „Það er gaman að líta á töfluna núna,“ sagði Peter Reid, knatt- spyrnustjóri Sunderland, eftir leik- inn og bætti við að þessi leikur hefði ekki verið glæsilegur en góður engu að síður. Vendipuntur meö Venebles Terry Venebles hefur heldur bet- ur náð að rétta skútu Middles- brough af eftir að hann tók við skipsstjórninni af Bryan Robson. Liðið er taplaust í síðustu sjö leikj- um auk þess sem það hefur haldið hreinu í fimm leikjum af þessum sjö. Um helgina vann liðið öruggan sigur á Derby, 4-0. Króatinn Allen Boksic er heldur betur að lifna við eftir meiðsl og hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. „Ég er ánægður með frammistöðuna í dag en við eigum mikið verk fyrir höndum,“ sagði Terry Venebles eft- ir leikinn. írski framherjinn Robbie Keane var ekki i byrjunarliði Leeds gegn Manchester City á laugardaginn. Hann kom hins vegar inn á í hálfleik og gulltryggði öruggan 4-0 sigur Leeds með tveimur mörkum á síðustu mínútu leiksins. Þetta var sjöunda tap Manchester City á heimavelli í vetur en liðinu hefur gengið herfilega upp á síðkastið og er í næstneðsta sæti deildarinnar. Eiður öflugur Eiður Smári Guðjohnsen átti mjög góðan leik með Chelsea þegar liðið gerði jafntefli við Arsenal á Highbury. Eiður var sérstaklega öfl- ugur í fyrri hálfleik en þá lék hann varnarmenn Arsenal oft grátt. Hann átti stóran þátt í jöfnunarmarki Chelsea. John Terry skallaði knött- inn i netið eftir að skalla Eiðs hafði verið bjargað á línu. Með jafnteflinu dróst Arsenal enn frekar aftur úr Manchester United og féll niður í þriðja sæti deildar- innar, þrettán stigum á eftir meist- urum. Murphy magnaöur Danny Murphy skoraði tvö frá- bær mörk fyrir Liverpool þegar lið- ið vann öruggan útisigur á Aston Villa, 3-0. Gerard Houllier, knatt- spyrnustjóri Liverpool, var ánægð- ur eftir leikinn. „Aston Villa er erfitt heima að sækja. Þetta var að- eins annar tapleikur liðsins á heimavelli á keppnistímabilinu og það sýnir hversu sterkur þessi sigur var,“ sagði Houllier. Stuðningsmenn Aston Villa gátu þó glaðst yfir þvi að kólombíski framherjinn, Juan Pablo Angel, sem keyptur var fyrir metfé ekki alls fyrir löngu, var kynntur i leikhléi og vona menn að hann bindi enda á markaþurrð þá sem hrjáð hefur leikmenn Aston Villa. Daglegt brauð Manchester United hélt áfram sigurgöngu sinni með sigri á Brad- ford, 3-0. Leikmenn Bradford náðu að halda ensku meisturunum í skefjum fyrstu sjötíu minútur leiks- ins þratt fyrir stórfellda skothríð á mark botnliðsins. Teddy Shering- ham kom Manchestermönnum á bragðið á 71. mínútu og eftir það var aðeins spurning um það hversu stór sigurinn yrði. Slæmu fréttirnar fyr- ir andstæðinga Manchester United eru þær að hollenski varnarjaxlinn Jaap Stam er byrjaður að spila á ný eftir langvarandi meiðsl. -ósk ENGLAND Stoke gerði markalaust jafntefli gegn Reading á heimavelli í ensku 2. deildinni um helgina. Birkir Kristinsson, Brynjar Gunnarsson og Bjarni Gudjónsson spiluðu allan leikinn fyrir Stoke en Rikharður Daðason og Stefán Þórð- arson komu inn á sem varamenn á 72. og 83. mínútu. Stoke er nú í fimmta sæti deildarinnar með 42 stig eftir 25 leiki og er 12 stigum á eftir efsta liði deildarinnar, Milwall. Stoke hefur gengið vel upp á síðkastið og nálgast toppinn óð- fluga. Guðni Bergsson spilaði allan leikinn fyrir Bolton sem vann öruggan sigur á Tranmere, 2-0. Heiðar Helguson kom inn á sem varamað- ur á 73. mínútu þegar Watford vann góðan úti- Ivar Ingimarsson sigur á Sheffield United. Ólafur Gottskálksson og ívar Ingimarsson spiluðu allan leikinn fyrir Brentford sem gerði markalaust jafnteíli gegn Bristol Rovers í ensku 2. deildinni. Ólafur og ívar voru meðal bestu manna liðsins. Bjarnólfur Lárusson spilaði allan leikinn fyrir Scunthorpe sem tapaði á útivelli fyrir Chesterfield, 1-0, í ensku 3. deildinni. Bjamólfur fékk að líta gula spjaldið í leiknum en stóð sig annars með ágætum. Hermann Hreiðarsson spilaði allan leikinn fyrir Ipswich í sigrinum gegn Leicester og átti meðal annars stóran þátt í fyrra marki liðsins. Arnar Gunnlaugsson sat á varamanna- bekknum hjá Leicester og kom inn á 80. mínútu, án þess að setja mark sitt á leikinn. -ósk i i ENGLAND Úrvalsdeild Arsenal-Chelsea..............1-1 l-ö Robert Pires (3.), 1-1 John Terry (61.) Aston Villa-Liverpool .......0-3 0-1 Danny Murphy (24.), 0-2 Steven Gerrard (32.), 0-3 Danny Murphy (53.). Bradford-Man. Utd............0-3 0-1 Teddy Sheringham (72.), 0-2 Ryan Giggs (75.), 0-3 Luke Chadwick (87.). Everton-Tottenham............0-0 Man. City-Leeds..............0-4 0-1 Eirik Bakke (34.), 0-2 Lee Bowyer (80.), 0-3 Robbie Keane (90.), 0-4 Robbie Keane (90.). Middlesbrough-Derby .........4-0 1-0 Alen Boksic (43., víti), 2-0 Ugo Ehiogu (60.), 3-0 Alen Boksic (81.), 4-0 Hamilton Ricard (90., víti). Newcastie-Coventry..........3-1 1-0 Gary Speed (4.), 2-0 Shola Ameobi (58.), 3-0 Kieron Dyer (66.), 3-1 Stephen Glass, sjálfsmark (78.). Southampton-Charlton ........0-0 West Ham-Sunderland.........0-2 0-1 Stanislav Varga (22.), 0-2 Don Hutchison (68.). Ipswich-Leicester............2-0 1-0 Marcus Stewart (79.), 2-0 James Scowcroft (89.). Staöan í úrvalsdeild Man. Utd 23 16 5 2 54-16 53 Sunderland 23 12 6 5 31-22 42 Arsenal 23 11 7 5 39-23 40 Ipswich 23 12 4 7 35-26 40 Liverpool 22 12 3 7 42-26 39 Leicester 22 10 5 7 24-25 35 Newcastle 23 10 4 9 28-31 34 Charlton 23 9 5 9 31-36 32 Chelsea 22 8 7 7 39-28 31 Tottenham 23 8 6 9 30-34 30 West Ham 22 7 8 7 31-26 29 Leeds 21 8 5 8 31-28 29 Aston Villa 21 7 8 6 23-22 29 Southampton23 7 7 9 28-34 28 Middlesbr. 23 5 8 10 27-30 23 Everton 22 6 5 11 21-33 23 Derby 23 5 8 10 24-40 23 Coventry 23 5 6 12 22-40 21 Man. City 23 5 5 13 27-42 20 Bradford 22 3 6 13 16-41 15 1. deild: Barnsley-Birmingham..........2-3 Blackburn-Sheff. Wed..........2-0 Bolton-Tranmare..............2-0 Fulham-Norwich...............2-0 Gillingham-Burnley............0-0 Grimsby-Crewe................1-3 Huddersfield-Stockport ......0-0 QPR-West Brom ...............2-0 Sheff. Utd-Watford...........0-1 Wimbledon-Preston............3-1 Wolves-Portsmouth............1-1 Nott. Forest-Crystal Palace .... 0-3 Staöan í 1. deild Fulham 26 20 4 2 62-19 64 Bolton 28 17 6 5 46-23 .57 Blackburn 28 16 7 5 45-28 55 WBA 28 15 5 8 37-31 50 Watford 26 15 4 7 47-33 49 Birmingham 26 14 5 7 37-27 47 Nott. For. 28 14 4 10 37-32 46 Sheff. Utd. 28 12 7 9 30-27 43 Preston 28 12 5 11 35-39 41 Burnley 26 11 6 9 26-29 39 Wimbledon 27 10 8 9 41-31 38 Wolves 28 8 9 11 29-32 33 Gillingham 27 7 10 10 35-37 31 Cr. Palace 27 8 7 12 39-42 31 Portsmouth 27 6 13 8 27-31 31 Barnsley 28 8 6 14 29-39 30 Norwich 27 7 8 12 23-34 29 Stockport 28 6 10 12 37-47 28 Huddersfield 27 6 8 13 27-34 26 Grimsby 26 7 5 14 24-38 26 Tranmere 27 7 5 15 28-45 26 Sheff. Wed. 28 7 5 16 3048 26 OPR 26 4 13 9 29-39 25 Crewe 27 7 4 16 22-37 25 Sven Göran Eriksson, sem er nýtek- inn til starfa sem landsliðsþjálfari Englendinga, var meðal áhorfenda á leik West Ham og Sunderland og hreifst mjög af hinum unga Joe Cole hjá West Ham sem sýndi oft á tíöum snilldartilþrif.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.