Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Page 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viöskiptablaðiö Húsasmiðjan í Eistlandi og fjárfestir Lettlandi Húsasmiðjan hefur íjárfest í þremur fyrirtækjum í Eistlandi og Lettlandi fyrir alls um 160 m.kr. Umræddar fjárfestingar eru í sam- ræmi við yfirlýsta stefnu félagsins um að hasla sér völl á erlendri grund. Jafnframt verða á næstu mánuðum opnaðar tvær nýjar Húsasmiðjuverslanir hérlendis, sem og ein Blómavalsverslun. 1 Eistlandi hefur Húsasmiðjan fest kaup á helmingshlut í timbur- framleiðslufyrirtækinu Natural SA. Félagið var stofnað af þarlendum frumkvöðlum árið 1991 og hefur Húsasmiðjan átt farsæl viðskipti viö félagið um árabil. Hjá Natural SA starfa nú um 70 manns. Samfara kaupum Húsasmiðjunnar á helm- ingshlut í félaginu verður tækja- kostur þess stórlega aukinn og end- urbættur, m.a. með kaupum á nýrri og afkastamikilli sögunarlínu, þurrkofnum, fullkominni heflunar- línu og öðrum búnaði til timbur- vinnslu. Stærstum hluta þessarar uppbyggingar mun Ijúka innan tveggja mánaða og verður Natural SA að þeim loknum án efa eitt full- komnasta timburvinnslufyrirtæki Eistlands. í frétt frá Húsasmiðjunni segir að markmið þessara breytinga t f n í Elstlandi hefur Húsasmiöjan fest kaup á helmingshlut í timburframleiöslu- fyrirtækinu Natural SA. sé m.a. að auka verulega afkasta- getu og vöruframboð Natural SA og er stefnt að því að ársvelta félagsins nái 1,5-2,0 milljörðum ÍKR á næstu þremur til fimm árum með góðri arðsemi. Jafnframt hefur Húsasmiðjan fest kaup á hlut í tveimur félögum í Lettlandi í samstarfi viö Gisla Reyn- isson. Gísli er í forsvari fyrir Nor- dic Industries sem er i umsvifamikl- um viðskiptum í Lettlandi og víðar. Kaupir hiut í gluggafram- leiðslufyrirtæki Annars vegar er um að ræða 42,5% hlut í gluggaframleiðslufyrir- tækinu Ispan Baltics SA. Samhliða kaupunum færir Húsasmiðjan glugga- og hurðaframleiðslustarf- semi sína til Lettlands og sameinar hana starfsemi Ispan Baltics SA en félagið framleiðir nú þegar umtals- vert magn af samsettu gleri og plast- gluggum. Með því að færa glugga- og hurðaframleiðslu Húsasmiðjunn- ar til Ispan Baltics SA næst fram umtalsvert hagræði í framleiðsl- unni, auk þess sem mikil afkasta- geta framleiðslutækjanna mun nýt- ast betur á stærra markaðssvæði. Hins vegar er um að ræða kaup Húsasmiðjunnar á fjórðungshlut í timbursölufyrirtækinu Lako AB. Starfsemi félagsins hefur undanfar- in ár takmarkast við sölustarfsemi sagaðs timburs og hefur það m.a. haslað sér völl sem einn af stærri útflytjendum Lettlands á afmörkuð- um sviðum trjávöru, s.s. trjábolum til pappírsframleiðslu. 1 kjölfar kaupa Húsasmiðjunnar er stefnt að því að hefja þar fullvinnslu timburs innan tíðar með það að markmiði að auka arðsemi rekstrarins. DV-MYND INDRIÐI JÓSAFATSSON Meö nýju vélina Sigurjón Jóhannsson og Einar Bragi sýningarstjóri viö nýju vélina. Bíó í 70 ár DV, BORGARBYGGÐ:___________________ Það var glatt á hjalla þegar ný bíósýningarvél var tekin í notkun sl. miðvikudag í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi að viðstöddu fjöl- menni. Um þessar mundir eru 70 ár frá því fyrst voru sýndar kvikmynd- ir í Borgamesi og var það á hand- snúna farandvél og fóru sýningar fram i húsi í Brákarey þar sem þá var verkstæði Finnboga Guðlaugs- sonar. Árið 1940 sýndi breski herinn kvikmyndir í bragga sem þeir not- uðu sem samkomuhús og stóð við Brákarbraut þar sem gamla kaupfé- lagsplanið er nú. Um 1942 færðust svo sýningamar í Samkomuhúsið (félagsmiðstöðina Óðal) þar sem sýnt er enn í dag. Margir sýningar- menn hafa komið að sýningum á þessum 70 árum. Þar ber helst að nefna: Amberg Stefánsson, Sigurjón Jóhannsson, Ólaf Guðmundsson, Jó- hann Valberg Sigurjónsson, Jón B. Björnsson sem sýndi í um 35 ár, Örn Símonarson, Björn Jónsson, Sverri Vilbergsson, sem sýndi í rúm 20 ár, Arinbjöm Hauksson, Ragnar Má Steinsen, Friðrik ísleifsson, Kjartan Ásþórsson og núverandi sýningarmenn, þá Einar Braga Hauksson og Axel Ásþórsson. Það er fagnaðarefni að bíó verði enn um ókomin ár í Borgarbyggð en fyrir lá að gamla sýningarvélin var að verða ónothæf með öllu enda ára- tuga gömul. Menningarsjóður Spari- sjóðs Mýrasýslu, Menningarsjóður Borgarbyggðar, bæjarstjórn Borgar- byggðar og Nemendafélag Grunn- skóla Borgamess eiga þakkir skild- ar fyrir fjárhagslegan stuðning til þessa verks því annars hefði bíó- menning aö öllum líkindum lagst niður í Borgarbyggð og færst alfarið til höfuðborgarsvæðisins. -DVÓ/IJ íslenski hugbúnaðarsjóðurinn kaupir 4% í Mint AB í Svíþjóð Islenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. hefur keypt rösklega 4% hlut í Mint AB í Svíþjóð. Mint AB hefur þróað greiðslumiðlunarkerfi sem gerir GSM-farsímanotendum kleift aö greiða fyrir hvers konar vöru og þjónustu í gegnum farsíma. Fram kemur í tilkynningu frá ís- lenska hugbúnaðarsjóðnum að þjón- usta Mint AB er ókeypis fyrir neyt- andann og að auki mun hagkvæm- ari kostur fyrir þjónustufyrirtæki en kreditkort og debetkort. Fyrir- tækiö opnaði fyrir þjónustu sína í gær, mánudaginn 15. janúar, í Stokkhólmi og er þegar búið að gera samstarfssamninga við fjölda fyrir- tækja og verslanakeðja í borginni. Stefna Mint á næstunni er að auka þjónustuna með auknu vöru- framboði og laða til sin samstarfsað- ila í öðrum löndum Evrópu. M.a. verður unniö að því á næstu mán- uðum að leita samstarfsaðila á ís- landi í því skyni að bjóða upp á þjónustuna fyrir íslenska neytendur og fyrirtæki. Fram kemur að á bak við Mint stendur hópur af hæfileikaríku fólki og vann viðskiptahugmyndin m.a. fyrstu verðlaun í viðskiptaáætlana- samkeppnunum „Stockholm School of Entrepreneurship’s Business Plan of the Year“ og „Cap Gemini Innovation of the Year Award“. Aukiö samstarf við Ledstiernan Fjárfestingarfélagið Ledstiernan AB fjárfesti í Mint í maí í fyrra og á í dag rösklega 40% í félaginu. Led- stiernan, sem einnig er stór hluthafi í GoPro - Landsteinar Group, er leiðandi áhættufjárfestingarfyrir- tæki í Svíþjóð með útibú í London og Helsinki. Fjárfestingar þeirra beinast einkum að fyrirtækjum með hugbúnaðarlausnir á sviði þráð- lausra samskipta og þráðlauss inter- nets. „íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. hefur miklar væntingar til Mint og telur félagið eiga mikla mögu- leika á að ná alþjóðlegri útbreiöslu á greiðslumiðlunarlausn sinni. Jafnframt má segja að hér sé um að ræða fyrsta skref íslenska hugbún- aðarsjóðsins í að færa út kvíamar og hefja fjárfestingar í einhverjum mæli erlendis. í þvi sambandi telur stjóm félagsins mikilvægt að gott fjárfestingarsamstarf er nú komið á með Ledstiernan ásamt því sem unnið er að því að byggja upp fjár- festingarsamstarf við fleiri aðila er- lendis,“ segir í tilkynningu frá Is- lenska hugbúnaðarsjóðnum. Coldwater í 25. sæti í Bandaríkjunum Coldwater Seafood Corp., dóttur- fyrirtæki SH í Bandaríkjunum, var í 25. sæti yfir þau fyrirtæki sem seldu mest af sjávarafurðum í Norð- ur-Ameríku á sl. ári ef miðað er við verðmæti. Sala Coldwater nam 174 milljónum dollara eða sem svarar til rúmlega 14,6 milljarða íslenskra króna. Á toppnum yfir söluhæstu fyrir- tækin er Sysco Corp. með 1250 milij- ónir Bandaríkjadollara eða rúmlega sjö sinnum meiri verðmæti en Cold- water. I öðru sætinu er Starkist Seafood Co. með 1200 milljónir doll- ara, Bumble Bee Seafoods er í því þriðja með 750 milljónir dollara, Red Chamber (Group) er í fjórða sætinu með 665 milljónir dollara og í fimmta sætinu er Trident Seafoods Corp. með sölu upp á 600 milljónir dollara. Samkvæmt WorldCatch er röð annarra fyrirtækja á listanum sem hér segir: Fishery Products Ltd á Nýfundnalandi (510), Pacific Seafood Group (450), Tri-Marine Int. Inc. (439), ConAgra Seafoods Cos. (410), Gorton’s Seafood (350), Ocean Garden Products Inc. (350), Tri- Union Seafoods (340), Aqua Star (324), Alliant Foodservice (315), U.S. Foodservice (305), Rich-SeaPak Corp. (290), Ocean Beauty Seafood Inc. (290), Americ- an Seafoods Co. (270), Bea- ver Street Fisheries (270), The Mazzetta Co. (250), Clearwater Fine Foods Inc. - Nova Scotia (235), Aurora Foods (225), Icicle Seafoods Inc. (220), Contessa Food Products (210), H&N Fish Co. (210), North Pacific Prosessors Inc. (202), Peter Pan Seafoods Inc. (200), High Liner Foods - Nova Scotia (196) og Cold- water Seafood Corp. (174). Rétt er að taka fram að Bumble Bee Seafoods var selt ConAgra í ágúst 2000 og var sameiginleg sala fyrirtækjanna tveggja á árinu 1160 milljónir doUara. Tölurnar fyrir U.S. Foodservice og Aurora Foods eru frá árinu 1999 -DVÓ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 x>v HEILDARVIÐSKIPTI 1542 m.kr. Hlutabréf 914 m.kr. Húsbréf 260 m.kr. MEST VIÐSKIPTI í;: Kaupþing 771 m.kr. O Eimskip 39 m.kr. Össur 24 m.kr. MESTA HÆKKUN Q Sjóvá-Almennar 3,6% Q Bakkavör Group 2,9% O Búnaðarbankinn 1,2% MESTA LÆKKUN o Marel 4,1% Q íslenski hugbrsjóðurinn 1,6% © Flugleiðir 1,5% ÚRVALSVÍSITALAN 1231 stig : - Breyting o 0,9% 1 Schneider og Legrand tilkynna um samruna Frönsku hátæknifyrirtækin Schneider og Legrand hafa tilkynnt um samruna fyrirtækjanna og verð- ur hiö nýja fyrirtæki eitt hið stærsta sinnar tegundar i heimin- um. Hið nýja fyrirtæki mun hafa árs- tekjur upp á 12,4 miUjarða evra og veita 94000 manns atvinnu. Fyrir- tækið verður með um 20% markaðs- hlutdeUd í Frakklandi og 29% í Bandaríkjunum. Samruninn mun fara þannig fram að hlutaíjáreigend- um Legrand munu verða boðin sjö hlutabréf í Schneider í skiptum fyr- ir 2 venjuleg hlutabréf í Legrand og tvö Schneider-bréf fyrir eitt for- gangshlutabréf í Legrand. Fyrirtækin hafa áður reynt sam- runa árið 1997 en hann gekk ekki eftir. OPEC líklegt til að minnka olíufram- leiðslu um 1,5 milljón- ir tunna á dag Liklegt er talið að á fundi OPEC- rikjanna nk. miðvikudag náist sam- staða um að minnka olíuframleiðslu um 1,5 miUjón tunnur á dag en ein- stök OPEC-ríki hafa lagt til að fram- leiðsla verði minnkuð mun meira, eða um 2-3 mUljónir tunna. BUl Richardson, orkumálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur verið á ferð um arabarikin tU þess að hvetja tU eins lítUs samdráttar í ol- iuframleiðslu og mögulegt er. Sádi- Arabía leggur til að olíuframleiðsl- an verði minnkuð um 1,5 miUjón tunnur á dag og í gær tók olíumála- ráðherra Kúveit undir þau sjónar- miö. c:ngh> Hi 16.01.2000 M. 9.15 KAUP SALA Bfej Dollar 84,730 85,160 Pund 125,090 125,730 1*1 Kan. dollar 56,290 56,640 Bfil Dönsk kr. 10,6750 10,7340 ÍF-j Norsk kr 9,7050 9,7580 Sœnsk kr. 8,9610 9,0110 i I4H R. mark 13,4008 13,4813 § Fra. ftanki 12,1467 12,2197 1 K Belg. franki 1,9752 1,9870 Q Sviss. franki 51,7300 52,0200 ! £■3 Holl. gyllini 36,1560 36,3733 Þýskt mark 40,7384 40,9832 1 B ít líra 0,04115 0,04140 □Q Aust. sch. 5,7904 5,8252 Hl Port. escudo 0,3974 0,3998 Spá. peseti 0,4789 0,4817 [~Í~|jap.yen 0,71570 0,72000 5 11 írskt pund 101,169 101,777 SDR 109,9300 110,5900 Hecu 79,6774 80,1562

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.