Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Page 22
34
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001
DV
Ættfræði__________________
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90 ára________________________________
Ásta Jónsdóttir,
Hagame! 29, Reykjavík.
85 ára________________________________
Ingvar Björnsson,
Jöldugróf 14, Reykjavík.
80 ára________________________________
Hjörtur Guðjónsson,
Ásgarðsvegi 13, Húsavík.
75 ára________________________________
Auður V. Welding,
Fagrabæ 9, Reykjavík.
70 ára________________________________
Gísli Grímsson,
lllugagötu 21, Vestmannaeyjum.
Hörður Jörundsson,
Ásvegi 15, Akureyri.
80 ára ^
’ . * Gaukshólum 2, Reykjavik.
þau meö vinum og
ættingjum á Broadway Hótel Islandi frá
kl. 17.00.
Anna Lilja Leósdóttir,
Hólavegi 28, Sauðárkróki.
Sesselja Þórdís Ásgeirsdóttir,
Hverfisgötu 58, Reykjavík.
Stefanía Guðmundsdóttir,
lllugafötu 35, Vestmannaeyjum.
50 ára________________________________
Elín Egilsdóttir,
Hásteinsvegi 47, Vestmannaeyum.
Herdís Karlsdóttir,
Álakvísl 7c, Reykjavík.
Hrafnkell Tryggvason,
Grenimel 9, Reykjavík.
Þórdís Magnúsdóttir,
Sæbólsbraut 29, Kópavogi.
40 ára________________________________
Björk Engilbertsdóttir,
Hverafold 27, Reykjavik.
Deane Júlían Scime,
Heiðarholti 101, Reykjavík.
Eggert Jónsson,
Víðigrund 22, Sauðárkróki.
Einar Bergur Pálmarsson,
Burknabergi 10, Hafnarfiröi.
Guðmundur Jónsson,
Ytri-Ánastööum, Hvammstanga.
Guðný Helga S. Hauksdóttir,
Suðurbraut 18, Hafnarfirði.
ingibjörg E. Sigurðardóttir,
Bakkastöðum 163, Reykjavík.
Kristín Halldórsdóttir,
Garðbraut 8, Garöi.
Lára Dröfn Gunnarsdóttir,
Lindarbyggð 20, Mosfellsbæ.
Rósa Valtýsdóttir,
Hátúni lOa, Reykjavík,
Sigríður Grímsdóttir,
Vesturbergi 78, Reykjavík.
ro
W)
£
<#)
'OJO
3
CU
550 5727
E
</>
Þverholt 11,
105 Reykjavík
Guðrún Karólína Hannesdóttir frá
Hnífsdal, Austurbrún 6, Reykjavlk, lést
mánud. 25.12. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Anna Bjerregaard Ögmundsdóttir,
Gnoðarvogi 14, Reykjavík, lést laugard.
6.1. sl. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Jón Steinar Gunnlaugsson
hæstaréttarlögmaður
Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttarlögmaður ræddi í helgarvið-
tali DV um síðustu helgi um dóm
Hæstaréttar vegna örorkugreiðslna
og viðbrögð ríkisstjórnarinnar og
annarra aðila við dómnum.
Starfsferill
Jón Steinar fæddist í Reykjavík
27.9.1947 og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1967, embætt-
isprófi í lögfræði frá Hl 1973, öðlað-
ist hdl.-réttindi 1975 og hrl.-réttindi
1980.
Jón var þingfréttaritari Morgun-
blaðsins 1973-74, framkvæmdastjóri
Listahátíðar í Reykjavík 1974, full-
trúi hjá lögmönnunum Eyjólfl Kon-
ráð Jónssyni hrl., Jóni Magnússyni
hrl. og Hirti Torfasyni hrl. 1974-77,
stofnaði þá eigin lögmanns- og end-
urskoðunarstofu og rak hana siðan
i félagi við Baldur Guðlaugsson hrl.,
Sverri Ingólfsson, lögg. endurskoð-
anda, Þorstein Haraldsson, lögg.
endurskoðanda og síðar einnig
Kristján Þorbergsson hdl. Frá 1995
hefur hann rekið sína eigin lög-
mannsstofu.
Þá var Jón stundakennari við HÍ
1975-77, settur dósent þar 1977-78 og
aðjúnkt 1979-81. Hann kenndi versl-
unarrétt við VÍ 1975-77.
Jón sat í stjórn Heimdallar
1968-69, i stjórn SUS 1969-71, í Há-
skólaráði HÍ 1970-72, formaður
Orators 1971—72, í stjórn Lögfræð-
ingafélags íslands 1974-79 og í vara-
stjórn 1979-83 og 1986-92, í réttar-
farsnefnd 1981—89, í stjórn Lög-
mannafélags íslands 1981-86 og for-
maður 1983-86, í kjaranefnd félags-
ins 1979-80, I framkvæmdastjórn
SÁÁ 1982-84, í dómstóli KSÍ frá 1983
og formaður frá 1985, í stjórn
Bridgesambands íslands 1986-89 og
forseti þess 1987-89, formaður dóm-
nefndar sambandsins frá 1990, for-
maður kjömefndar Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík 1985-91, í
landskjörstjórn 1991-95, formaður
yfirkjörstjórnar við alþingiskosn-
ingar í Reykjavík frá 1995, var skip-
aður í nefnd til að endurskoða
stjórnkerfi Islands 1983-84 og í
nefnd um endurbætur á reglum um
dráttarvexti 1985 og er nú formaður
nefndar sem athugar hvort reglur
EES hafi verið leiddar í lög á íslandi
á stjórnskipulegan hátt.
Jón samdi ritið Deilt á dómarana,
útg. 1987. Þá hefur hann skrifað
fjölda greina um stjórnmál og lög-
fræðileg efni í blöð og tímarit.
Fjölskylda
Jón kvæntist 27.7. 1974 Kristínu
Pálsdóttur, f. 14.11. 1952, B.Sc. í
hjúkrunarfræði og húsmóður. Hún
er dóttir Páls Bergþórssonar, fyrrv.
veðurstofustjóra, og k.h., Huldu
Baldursdóttur læknaritara.
Börn Jóns og Kristínar eru Ivar
Páll, f. 27.2. 1974, háskólanemi;
Gunnlaugur, f. 4.6. 1976, BA í verk-
fræði; Konráð, f. 12.2. 1984, nemi;
Hulda Björg, f. 16.3. 1986, nemi;
Hlynur, f. 30.8. 1988, nemi.
Dætur Jóns frá því fyrir hjóna-
band eru Steinunn Fjóla, f. 30.11.
1970, kennari í Reykjavík; Ásdís, f.
16.9.1972, mannfræðingur; Birna ír-
is, f. 14.1.1973, háskólanemi.
Systkini Jóns: Grettir, f. 24.7.
1945, húsasmíðameistari; Ingibjörg,
f. 12.11. 1958, d. 29.1. 1960; Ingibjörg
Margrét, f. 8.11.1961, leikskólakenn-
ari.
Foreldrar Jóns: Gunnlaugur
Ólafsson, f. 10.11. 1919, d. 3.6. 1979,
leigubílstjóri í Reykjavík, og k.h.,
Ingibjörg Margrét Jónsdóttir, f. 3.6.
1923, d. 3.9. 1998, húsmóðir og bóka-
vörður.
Ætt
Gunnlaugur var sonur Ólafs,
múrara í Reykjavík, Þórarinssonar,
b. á Kjaransstöðum, Jónssonar, b. á
Iðu, Jónssonar. Móðir Gunnlaugs
var Þorgerður Gunnarsdóttir, b. á
Skálahnjúki, Hafliðasonar. Móðir
Gunnars var Björg, systir Pálma í
Valadal, afa Jóns á Nautabúi,
langafa Jóns Ásbergssonar, for-
stjóra Útflutningsráðs. Björg var
dóttir Magnúsar, b. í Syðra-Vall-
holti, Péturssonar. Móðir Þorgerðar
var Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, b. á
Ytri-Ásláksstöðum, Jónssonar. Móð-
ir Gunnlaugs var Þorgerður Þor-
kelsdóttir, systir Lopts, langafa Þor-
láks Johnson kaupmanns, afa Arn-
ar Johnson forstjóra.
Bróðir Ingibjargar Margrétar var
Eyjólfur Konráð alþm. Ingibjörg var
dóttir Jóns Guðsteins, kaupmanns í
Reykjavík, Eyjólfssonar, b. á Mæli-
felli, Einarssonar. Móðir Eyjólfs var
Sigurlaug Eyjólfsdóttir, b. á Mein-
grund, bróður Sigurlaugar,
langömmu Björns, afa Jóns L. Árna-
sonar stórmeistara. Eyjólfur var son-
ur Jónasar, b. á Gili í Svartárdal,
Jónssonar, af Skeggstaðaætt, bróður
Jóns á Finnastöðum, afa Björns Jóns-
sonar á Veðramótum, afa Sigurðar
Bjarnasonar, fyrrv. alþm.
Móðir Ingibjargar var Sesselja
skólastjóri Konráðsdóttir, b. á
Syðra-Vatni, Magnússonar, bróður
Jóns, pr. á Mælifelli, föður Magnús-
ar, dósents og ráðherra, og Þóris
Bergssonar rithöfundar. Móðir Kon-
ráðs var Rannveig, systir Ingibjarg-
ar, langömmu Gylfa Gíslasönar,
fyrrv. ráðherra, föður Vilmundar
ráðherra, og langömmu Vilhjálms
Gíslasonar, föður Þórs dómara.
Rannveig var dóttir Guðmundar, b.
á Mælifellsá, Jónssonar og Ingi-
bjargar Björnsdóttur, ættföður Ból-
staðarhlíðarættar, Jónssonar. Móð-
ir Sesselju var Ingibjörg Hjálmars-
dóttir, alþm. í Norðtungu, Péturs-
sonar, bróður Þorsteins, langafa Ög-
mundar Jónassonar, formanns BS-
RB. Móðir Ingibjargar var Helga
Árnadóttir, b. í Kalmanstungu, Ein-
arssonar, bróður Bjarna, afa Bjarna
Þorsteinssonar, prests og tónskálds.
Fimmtug 1 Fcrtug
Elísabet Eygló Egilsdóttir
hótelstjóri í Ólafsvík
Elísabet Eygló Egils-
dóttir hótelstjóri, Ólafs-
braut 20, Ólafsvík, er
fimmtug í dag
Starfsferill
Elísabet fæddist i
Reykjavík en ólst upp í
Ólafsvík. Hún tók versl-
unarpróf í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands.
Elisabet var afgreiðslustúlka í ap-
óteki, starfaði við bókhaldsvinnu og
hefur verið hótelstjóri og eigandi
Hótel Höfða i Ólafsvík í átta ár.
Fjölskylda
Sambýlismaður Elísabetar sl. átta
ár er Sigurður Elínbergsson, f. 23.4.
1949, húsasmíðameistari. Hann er
sonur Elínbergs Sveinssonar, vél-
stjóra í Ólafsvik, og Gestheiðar Stef-
ánsdóttur verslunarmanns.
Börn Elisabetar frá hjónabandi
við Finn Guðmundsson eru Harpa
Finnsdóttir, f. 28.5. 1974; Guðlaug
Merkir Islendingar
Finnsdóttir, f. 19.5. 1981.
Systkini Elísabetar eru
Sveinn, f. 29.6. 1952, bóndi
á Sandhólum á Tjörnesi;
Elín Þ., f. 18.9. 1953, starfs-
maður við leikskóla í
Reykjavík; Guðmundur
Gísli, f. 14.5.1955, vélstjóri
í Stykkishólmi; Sigurður
Egilsson, f. 15.5. 1956, raf-
virki og tónlistarmaður í Hvera-
gerði; Guðbjörg, f. 14.12. 1957, fram-
kvæmdastjóri í Stykkishólmi; Gúst-
af Geir, f. 4.11. 1960, pípulagninga-
meistari í Ólafsvík; Hólmar, f. 7.2.
1962, vélstjóri á Egilsstöðum; Sigur-
laug, f. 1.12. 1963, skrifstofumaður í
Ólafsvík; Agla, f. 2.9. 1965, póstur í
Ólafsvík.
Hálfbróðir Elisabetar er Jónas
Egilsson, f. 3.9.1946, búsettur í Dan-
mörku.
Foreldrar Elísabetar Eyglóar eru
Egill Guðmundsson, f. 10.6. 1927,
verkamaður í Ólafsvík, og Guðlaug
Sveinsdóttir, f. 30.1. 1929, húsmóðir.
Jóhanna Þórey Jónsdóttir
starfsmadur íslandspósts
Jóhanna Þórey Jóns-
dóttir, starfsmaður ís-
landspósts, Engihjalla 1,
Kópavogi, varð fertug á
sunnudaginn var.
Starfsferill
Jóhanna fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp.
Hún var Hlíðaskóla, Æf-
ingardeild KHÍ, Árbæjar-
skóla og Álftamýraraskóla þar sem
hún lauk grunnskólaprófi. Þá stund-
aði hún nám við Fjölbrautaskólann
í Breiðholti, lauk prófum frá Póst-
og símaskólanum og hefur sótt ým-
is námskeiö.
Jóhanna hóf störf hjá Pósti og
síma 1983 og hefur starfað hjá Pósti
og sima og íslandspósti síðan.
Fjölskylda
Sambýlismaður Jóhönnu er Guð-
jón Ólafsson, f. 13.10.1962, starfsmað-
ur Orkuveitu Reykjavíkur. Hann er
sonur Ólafs Ingólfssonar, vélvirkja í
Jón Magnússon forsætisráðherra fæddist
í Múla í Aðaldal 16. janúar 1859. Hann var
sonur Magnúsar Jónssonar, prests í Lauf-
ási, og Vilborgar Sigurðardóttur.
Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík
1881, las lögfræði við Kaupmannahafn-
arháskóla en gekk illa m.a. vegna
óreglu. Hann kom heim 1884, var skrif-
ari hjá Júlíusi Havsteen amtmanni og
fór aftur utan til lögfræðináms 1889 og
lauk þá prófum með hárri einkunn á
ótrúlega skömmum tíma, eftir eitt og
hálft ár. Hann var sýslumaður í Vest-
mannaeyjum 1891-96, landshöfðingjarit-
ari 1896-1904, skrifstofustjóri í dóms-
kirkju- og menntamálaráðuneytinu
1904-1908 og bæjarfógeti í Reykjavík 1909-17.
Jón Magnússon
Jón var helsti stjórnmálaleiðtogi
þjóðarinnar og formaður Heimastjórnar-
flokksins að Hannesi Hafstein gengnum
og forsætisráðherra er þjóðin náði sínu
megintakmarki í sjálfstæðisbaráttunni
með fullveldissamningnum 1918. Hann
var alþingismaður 1902-1913,1914-1919
og 1922-1926, og forsætisráðherra
1917-1922 og 1924-1926. Jón var frjáls-
lyndur íhaldsmaður sem náði sínum
takmörkum með hægðinni. Hann var
meðalmaður á hæð, kubbslegur í vexti
og engan veginn höfðinglegur á velli. Þá
var hann stirður ræðumaður og fámáll
en afar rökvís og yflrvegaður og sýndi
mikið jafnaðargeð við mótlæti og oft ósann-
gjamri gagnrýni. Jón lést 23. júní 1926.
Hafnarfirði, og Svanhildar
Guðmundsdóttur, starfs-
manns sýslumannsins í
Hafnarfirði.
Dóttir Jóhönnu er Dag-
björt Svana Haraldsdóttir,
f. 18.1. 1985, nemi.
Sonur Jóhönnu og Guð-
jóns er Ólafur Þórir, f. 2.8.
1995.
Dóttir Guðjóns er Svan-
dís, f. 7.1. 1990.
Systkini Jóhönnu: Ragnheiður
Helga, f. 21.7. 1962, kaupkona í Kópa-
vogi; Berglind, f. 17.12.1967, fyrirsæta
og skrifstofumaður hjá Eskimo Mod-
els.
Hálfbróðir Jóhönnu, sammæðra,
er Ragnar Gunnar ÞórhaOsson, f.
14.11. 1955, skrifstofumaður hjá Toll-
stjóraembættinum.
Foreldrar Jóhönnu Þóreyjar eru
Jón Skúli Þórisson, f. 16.7.1931, klæð-
skeri, búsettur í Hafnarfirði, og k.h.,
Svana Ragnarsdóttir, f. 22.1. 1935,
húsmóðir í Reykjavík.
Guömundur Guðmundsson vélvirki,
Hringbraut 101, Reykjavík, verðurjarð-
sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavlk
þriðjud. 16.1. kl. 13.30.
Þórlaug Finnbogadóttir, Hvassaleiti 58,
Reykjavík, sem lést á Vífilsstaöaspítala
mánud. 8.1., verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju miðvikud. 17.1. kl. 13.30.
Sigríöur Júlíusdóttir, áður Stigahlíö 14,
sem lést á Vífilsstaðaspítala mánud.
8.1., verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju þriðjud. 16.1. kl. 13.30.