Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Page 28
«0> Almera el odition limitod FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Skoðanakönnun DV: Engir kosninga- sigrar fyrir fram „Þetta er í takt við það að Samfylk- ingin hefur eílst mjög í stjórnarand- stöðu. Þó ég sé þakkláttur fyrir þetta góða fylgi tekur enginn kosn- ingasigra út fyrir fram og stuðnings- menn Samfylking- ar verða enn að herða róðurinn," segir Össur Skarphéðinsson, um þá niðurstöðu skoðanakönnunar DV. Hjökkum í sama fari „Þarna velur fólk þá flokka sem lík- legt þykir að geti fellt ríkisstjórnina. Hvað okkur varð- ar þá hjökkum við enn í sama farinu og fylgi okkar er innan skekkju- marka,“ segir Sverrir Hermanns- son, formaður Frjálslynda flokksins. Athyglisvert hjá VG sjá hvernig þetta breytist þegar rík- isstjórnin nær að skýra sina afstöðu í máli öryrkjanna. Athyglisvert er að Samfylking rétt nálgast kjörfylgi i síðustu kosning- um en athyglis- verðast er að Vinstri-grænir fá mestu mælingu sem þeir hafa náð,“ segir Árni Mathiesen. „Við munum Vond könnun tt-S% „Þetta er vond könnun fyrir okk- ur,“ sagði Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsókn- arflokks. „Hins vegar er hún tekin þegar að stjómar- andstaðan og ýms- ir aðrir afílytja þær ráðstafanir sem við stöndum fyrir varðandi málefni öryrkja. Ég hef verið á mörg- um fundum víðs vegar um landið og fundið að fólk hefur fengið mjög rang- ar upplýsingar um stöðu mála.“ Hefur keyrt út af „Það verður auðvitað að hafa fyrir- vara á svona sveiflu sem þarna er því hún er augljóslega undir miklum áhrifum úti í þjóð- félaginu af ör- yrkjamálinu svo- nefnda," sagði Steingrímur J. Sig- fússon. „Engu að síður eru í þessu fólgin mjög sterk skilaboð til ríkis- stjórnarinnar sem hefur keyrt út af í því máli.“ -rt/JSS STJORNIN ER MEÐ ÖR-FYLGI! DV-MYND GVA Heim á báti Bærinn Litlu-Reykir var umflotinn í gær vegna flóöa í Hvítá. Þangaö var því aöeins fært á báti. Jakastíflan fór hins vegar aö gefa sig þegar leiö á daginn. Þá dró úr flóðinu sem hrelldi íbúa Hraungeröishrepps. Víöa flæddi þó enn yfír vegi. Tún eru skemmd og tatsvert tjón á giröingum. Sjá nánar á bls. 6 Yfirdýralæknir metur kjötinnflutning frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu: Innflutningsbann - á kjöt frá kúariðulöndunumkemur til greina Kjöt í frost írska nautakjötiö sem Nóatúnsbúöirnar hafa haft á boöstólum hefur nú veriö sett í frysti þar til niöurstaöa um innflutninginn liggur fyrir. Yfirdýralæknir, Halldór Runólfsson, segir koma til greina að banna innflutning á nautakjöti frá þeim löndum sem kúariða herjar nú á. Yfir- dýralæknisembættið er nú að leggja mat á umsóknir á inn- flutningi á nautgripakjöti frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Eng- ar umsóknir um innflutning á nautakjöti frá Evrópu liggja fyrir. Yfirdýralæknisembættið hefur legið undir ámæli fyrir að hafa heimilað innílutning á nautalundum frá írlandi fyrir jólin. Nú hafa borist fregnir frá fyrirhuguðum stórfelldum niöurskurði á nautgripum í Evrópulöndunum, einkum á írlandi. „Hver innflutningur er einstakt mál og tekin afstaða til hvers máls fyrir sig. Þar er beitt bestu fáanleg- um vísindalegum niðurstöðum," sagði Halldór, aðspurður hvers vegna innflutningur á nautakjöti frá írlandi hafi verið heimilaður þegar 149 kúariðutilfelli höfðu greinst þar á siðasta ári. „Við öflum sjálfir upplýs- inga um stöðu dýrasjúkdóma í um- ræddum löndum síðustu sex mánuði fyrir innflutning. Þær liggja allar fyr- ir hjá alþjóðastofnuninni OIE og embættum yfirdýralækna. Þannig uppfyllum við orðalag auglýsingar- innar með þeim hætti að afla sjálfir upplýsinga um sjúk- dómastöði í viðkomandi landi. Bestu fáanlegu visinda- niðurstöður segja að kúariðusmit berist ekki með hreinum vöðvum. Kjötið sem kom hingað fyrir jólin var eingöngu af dýrum 30 mán- aða og yngri. „ Halldór sagði að það væri pólitísk ákvörðun að stöðva kjötinnflutning frá kúariðu- löndunum. „Ég er enginn talsmaður innflutnings en verð samt sem áður að beita vísindalegum aðferðum eins og reglur kveða á um,“ sagði hann. Aðspurður um sjúkdómastöðuna í Nýja-Sjálandi og Ástralíu sagði Hall- dór að þar væri engin kúariða. Hins vegar hefðu greinst B-sjúkdómar í nautgripum þar. Verið væri að meta hvort smitefni gæti borist milli landa með nautgripakjöti. -JSS Bandarískar reglur um verndun persónulaga: Skriflegt leyfi frá sjúklingum - fyrir notkun heilsufarsupplýsinga upplýsingar um heilsufar sjúklinga til að nota í rannsókn fær eingöngu sú stofnun sem sjá á um rannsóknina að- gang að gögnunum og hún fær aðeins þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir rannsóknina. Stoftiuninni er óheimilt að sýna öðrum upplýsingarn- ar. Reglurnar ná til allra upplýsinga um sjúklinginn, hvort sem um er að ræða skrifaðar upplýsingar, talað mál eða upplýsingar sem eru í tölvum. Gerist menn uppvísir að brotum á þeim á hinn seki yfir höfði sér háar fjársektir og varðhald. -MA Samkvæmt nýrri reglugerð banda- ríska alríkisins um vemdun persónu- laga verða læknar, lyfjabúðir og sjúkrastofnanir að fá skriflegt sam- þykki sjúklinga áður en þeim eru af- hentar upplýsingar um heilsufar þeirra. Þetta kom fram í máli Mike Fortun doktors í vísindasögu frá Harvardháskóla sem hélt erindi um bandarísku reglurnar á fundi Mann- vemdar í Norræna húsinu í gær. „Megintilgangurinn með nýjum reglunum er að vemda einkamál sem koma fram í upplýsingum um heilsu- far fólks,“ sagði Mike. í erindi hans kom einnig fram að þegar stofnanir fá DV-MYND HARI Mlke Fortun Hélt erindi um nýja reglugerö banda- ríska alríkisins um verndun persónu- laga á fundi Mannverndar í gær. SVR og AV: Hugmyndir að sameiningu kynntar Tveir fundir verða haldnir með starfsmönnum SVR í dag þar sem kynnt verður skýrsla af hálfu borg- arinnar um hugmyndir og frumdrög að mögulegri sameiningu SVR og Almenningsvagna. “Það er auðvitað bæði gamalt og nýtt að reyna að renna almennings- samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í eina heild,“ sagði Hörður Gísla- son, framkvæmdastjóri SVR, i sam- tali við DV í morgun. Hjá SVR og Ferðaþjónustu fatlaðra starfa um 260 manns. Fundirnir tveir verða haldnir í aðalstöðvum SVR í Borg- artúni klukkan 16.15 og 19.45. -Ótt Miklar breyt- ingar hjá flugvirkjum Fundur var haldinn með flug- virkjum og starfsfólki í viðhcddsstöð Flugleiða í morgun þar sem kynnt- ar voru hugmyndir að verulegum breytingum í viðhaldsstefnu félags- ins. Samkvæmt upplýsingum DV kemur til greina að segja upp flug- virkjum vegna þessa. -Ótt brother P-touch 1250 Lítil en STÓRmerkileg merkivél 5 leturstæröir 9 leturstillingar prentar í 2 linur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafnort Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Heilsudýnur t sérflokkil Svefn&heilsa 4<-<-r hEILSUNNAR veG Reykjavík581 2233 Akureyri 461 1150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.