Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Síða 7
MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001
7
Fréttir
$ SUZUKI
Akrahreppur í Skagafirði:
Nýburabæt-
ur reynast
vel
DV, SKAGAFIRÐI:________
Athyglisverö fjölgun varö i
Akrahreppi í Skagafirði á síðasta
ári þar sem fjölgaði um 10 manns.
Broddi Björnsson oddviti segir
þessa fiölgun m.a. tilkomna vegna
þess aö Qögur böm fæddust í
hreppnum og lítið var um dauðs-
fóll, ekkert sem hann rak minni
til, og þá flutti ungt par með bam
aftur í hreppinn en fólkið var kært
inn á íbúaskrá sveitarfélagsins
Skagafiarðar á sínum tima.
Sem kunnugt er greiðir sveitar-
sjóður Akrahrepps 100 þúsund
krónur til foreldra hvers nýbura í
hreppnum. Þeir voru fiórir í fyrra
og sex hvert ár, tvö árin á undan,
frá því þetta fyrirkomulag var tek-
ið upp. Broddi segir að menn séu
ánægðir með þessa þróun og segist
fastlega búast við því að áfram
verði greitt fyrir nýburana á nýju
ári þótt hreppsnefndin hafi ekki
tekið formlega ákvörðun þar um.
Það vakti athygli á sínum tíma
þegar hreppsnefnd Akrahrepps
tók upp hinar svokölluðu nýbura-
bætur en það gerðist einmitt á
þeim tíma sem öll önnur sveitarfé-
lög í Skagafirði voru að sameinast
í eitt. Og útkoman í heildina er sú
að Akrahreppi hefur tekist betur í
viðspyrnunni við fólksflóttanum
af svæðinu en „stóra bróður“,
sveitarfélaginu Skagafirði, hvort
sem nýburabætumar hafa þar rið-
ið baggamuninn eða ekki. -ÞÁ
..af hver ju að láta jeppling duga
þegar þú færð alvöru JEPPA á
sama eða enn betra verði?
Tæki 2 mánuði að undirbúa hvalvertíð, segir forstjóri Hvals hf.:
Ekkert vandamál
að selja afurðirnar
Rætt um hvalspik
Hér ræöa þeir saman, Steinar Bastesen og Júlíus Jónsson,
fyrrum verslunarstjóri í Nóatúni.
Ólöglegt að banna sölu á norsku hvalrengi til íslands:
Ná ekki að flytja
inn hvalspik fýrir
þorrablótin
„Þaö er alveg viðbúið að við tök-
um þráðinn upp að nýju og að
hingað verði flutt norskt hval-
rengi. Þessi ákvörðun norskra
sfiórnvalda kemur þó því miður of
seint til þess að við náum því að
flytja inn hvalrengi fyrir þorra-
blótin sem fram undan eru,“ segir
Júlíus Jónsson hjá Búri hf. og
fyrrum verslunarstjóri hjá Nóa-
túni í samtali við Inter-
Seafood.com.
Júlíus vitnar hér til áforma
Nóatúns um að flytja inn hval-
rengi frá norska þingmanninum
og hvalveiðimanninum Steinar
Bastesen sem nú virðist hafa unn-
ið fullnaðarsigur í baráttu sinni
við norsk stjórnvöld. Að sögn Júl-
íusar ætlaði verslunin aö flytja
inn einn gám með hvalrengi í til-
raunaskyni fyrir um tveimur
árum en norsk stjórnvöld komu þá
i veg fyrir útflutning til íslands.
„Bann norskra stjórnvalda við
útflutningi á hvalrengi til íslands
var sannarlega ólögmætt, enda
skilst mér að hann hafi verið með
unnið mál í höndunum þegar
ákveðið var að heimila útflutning-
inn. Það var hægt að banna út-
flutning á hvalaafurðum til Japans
en ekki íslands þar sem við vorum
hvorki aöilar að Cites eða Alþjóða-
hvalveiðiráðinu. Bastesen hefur, ,
að minu mati, unnið mikinn sigur !
og ég geri ráð fyrir því að við mun-
um taka upp þráðinn að nýju nú
þegar þessi ákvörðun liggur fyrir, ,
segir Július Jónsson.
-DVÓ I
DV, HVALFIRÐi:____________________
„Undirbúningur hvalvertíðar
tæki um það bil tvo mánuði. Það
þarf að fara yfir flest tæki og taka
skip í slipp og endumýja ýmislegt.
Þetta eru menn reyndar að gera
alla daga þegar skip og tæki eru í
rekstri. Sala þeirra afurða er
! fengjust við hvalveiðar er ekki og
hefur ekki verið neinum vandræð-
um háð,“ sagði Kristján Loftsson,
forstjóri Hvals hf., í samtali við
DV.
Eins og kunnugt er var samþykkt
þingsályktun á Alþingi á síðasta ári
þess efnis að stefnt skuli að þvi að
Ihefla hvalveiðar á þessu ári. Árni
M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra
sagði í samtali við Útveginn að af
þvi verði ekki vegna þess að það
þurfi að kynna málstað okkar betur
í Bandaríkjunum. Kristján Loftsson,
forstjóri Hvals, lýsti því yfir í DV
fyrir skömmu að það væri bull, það
þyrfti enga kynningu á málstaðn-
um.
DV spurði Kristján hvað það
hefði kostað fyrirtækið að hafa skip-
in við bryggju síðan 1990 þegar
hvalveiðar voru bannaðar.
„Það er allt of mikið fé sem Hval-
ur hf. hefur þurft að punga út
vegna hafnargjalda og viðhalds á
eignum félagsins og hvalbátum í
Reykjavík og öðrum kostnaði
Áratugarbið
Hvalbátar Hvals hf. hafa beöiö aögeröalausir í Reykjavíkurhöfn í áratug og
hefur þaö kostaö mikiö fé.
tengdum viðhaldi en það er ekki
gott að segja hversu mikið fé það
er. Ef vel ætti að vera þá þyrfti að
vísitölureikna kostnaðinn allt til
ársins 1990. Stjómvöld og bæjarfé-
lög hafa ekki fellt niður nein gjöld
til fyrirtækisins," sagði Kristján
Loftsson. -DVÓ
Berðu saman getu, aksturseiginleika,
búnað, þægindi og rekstraitiagkvæmni
jepplinga við það sem þú færð í Suzuki
Grand Vitara: grindarbyggðum jeppa
með tengjanlegt framhjóladrif og hátt
og lágt drif um millikassa.
SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Borgarnes: Bilasala
Vesturlands, sími 437 15 77. Isafjörður: Bilagarður ehf„ Grænagarði, sími 456 30 95. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 22 30. Sauðárkrókur: Bíla-
og búvélasalan, Borgarröst 5, slmi 453 66 70. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bilasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, simi 471 30 05.
3 dyra frá 1.840.000 kr.
5 dyra frá 2.190.000 kr.
SUZUKl GRAND VITARA
Á meðal nýs búnaðar eru ABS-hemlar með rafeindastýrðri hemlaiöfnun (EBD), rafhitaðir
útispeglar, fjarlæsing og tvístillt samlæsing. Hægt er að stilla hæð ökumannssætis
og stuðning við mjóbak auk þess sem fótarými aftursæta hefur verið aukið.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
Hátt og lágt drif
Byggður á grind