Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Page 14
14 Meniúng MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001 DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Dómnefndir um Menningarverölaun DV taka til starfa Menningarárið hið meira Dómnefndir um Menningarverólaun DVfyrir áriö 2000 eru ekki öfundsverö- ar, svo geysilegt framboó var af menn- ingarvióburöum um allt land, og þó einkum í höfuöborginni, gervallt síó- asta ár. Sem alkunnugt er var Reykja- vík þá ein af níu menningarborgum Evrópu og ef nefndunum sýndist svo gœtu þœr sjálfsagt látið duga aó verö- launa menningarborgina sjálfa! Menningarverðlaunin verða afhent 22. febrúar og nefndirnar hafa verið að störfum síðan um áramót - fyrir utan nefndimar sem sjá um byggingarlist og hönnun, þær hafa haft andvara á sér mun lengur. Gott úrval bygginga mun vera í ár svo ekki hefur bygging- amefndinni leiðst starfinn og heldur ekki hönnunarnefndinni ef að líkum lætur því íslensk hönnun fékk mörg tækifæri til að sýna sig og sanna á ár- inu. Var það eintómt lof? Bókmenntanefndin hefur ærinn starfa því óvenjumargar bækur komu út árið 2000. Undanfarið hafa ýmsir, til dæmis útvarpsmenn á Rás 1, kvartað undan þvi að nýjum bókum hafi verið hælt af helst til miklu offorsi í fjölmiðl- um. „Ég held að það séu nokkrar skýr- ingar á þessu tali um oílof og jákvæða dóma,“ segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður bókmenntanefndar, „og sú fyrst að það kom út töluvert af mjög góðum skáldverkum í haust. í öðm lagi var fiallað um bókmenntir á fleiri stöðum og af fleirum en stundum áður. Sumt af þessari umfiöllun getur varla kallast gagnrýni heldur spjall eða jafn- vel blaður, þar sem aðeins er fiallað um það sem þykir gott og því þá hrós- að af svo mikilli ákefð að jaðrar við of- lof. Þetta er að sumu leyti óhjákvæmi- legt þegar aðeins er fiallað um brot af bókunum sem koma út - þá er freist- ingin sú að styggja engan og þegja um þær bækur sem ekki ná máli. í þriðja lagi hafa útgefendur verið kræfari en oft áður að vitna í dóma í bókaauglýs- ingum og þá jafnvel brotið þá sjálf- sögðu reglu að taka ekki einstakar setningar sem túlka má jákvætt úr samhengi dóma sem eru beggja blands eða jafnvel neikvæðir. Það er vafasamt hvort þetta er nokkuð sniðugt fyrir bókmenntirnar eða lesendur. Fyrir þá sem vilja stunda alvörugagnrýni er þetta grábölvað, það fer að verða ómögulegt að segja kost og löst á bók- um ef ailt sem ekki er í hauskúpustiln- um er klippt til og notað í auglýsing- ar.“ Því er við að bæta að umsagnir hér í DV voru fiölbreytilegar og má full- yrða að þær bækur voru ekki margar sem fengu eintómt lof. Allir gerðu sitt besta - og jafnvel betur „Ekki sé ég betur en það verði geysi- lega erfitt að komast að niðurstöðu," sagði Jónas Sen rnn störf tónlistar- nefndar. Að jafnaði hafa verið á annað þúsund tónleikar í klassíska geiranum einum undanfarin ár en giskað er á að árið 2000 hafi þeir slagað upp í ártalið! „Við erum búin að funda en það er ekkert á hreinu enn um tilnefningar," hélt Jónas áfram. „Allir gerðu sitt besta og jafnvel gott betur. Mikið var um hátiðir sem tókust yfirleitt vel og var standardinn á sumum þeirra ótrú- lega hár, til dæmis á hátíðinni í Skál- holti í sumar sem leið og Art2000-hátíð- inni í Salnum í haust. Við erum þegar komin með alltof mörg nöfn á blað og þetta endar örugglega með slag!“ sagði hinn galvaski gagnrýnandi DV. Auður Eydal leiklistargagnrýnandi sagði að vissulega hefði úrvalið verið mikið af leiklistarviðburðum á árinu en furðu fátt stæði þó upp úr af ein- stökum tindum þegar hraðspólað væri yfir það í huganum. Eflaust kemur margt upp úr dúmum við nánari at- hugun. Svo bar við á árinu að við fengum að sjá í sjónhending að Islendingar eru engir aukvisar í hönnun. Á Kjar- valsstöðum var haldin merk sýning á íslenskri hönnun í áranna rás og þó að gestir deildu kröftuglega um ein- staka gripi voru allir hissa á hvað heildin kom vel út. Myndlistin var bæði í framtíðarsýn og baksýnisspeglinum á árinu, eins og tvær stærstu sýningar Listasafns íslands báru vitni um: Nýr heimur - Stafrænar sýnir á Listahátíð síðast- liðið vor og yfirlitssýning Þórarins B. Þorlákssonar i haust. Kvikmyndirnar koma sterkt inn og má kvikmyndanefndin í ár vera fegin framsýni nefndarinnar í fyrra að verðlauna Engla alheimsins. Það er þá frá! Strangt til tekið var hún ekki frumsýnd fyrr en á nýársdag 2000 en réttlætingin á því að taka hana samt með framleiðslunni 1999 var sú að selt var inn á forsýningar milli jóla og nýárs það ár. Síðan hafa bæði inn- lendir og erlendir aðilar keppst við að ausa hana lofi og verðlaunum - en við vorum sem sagt fyrst! Tilnefningar fara að venju að birt- ast í blaðinu upp úr mánaðamótum janúar-febrúar. Við bíðum spennt - meðan nefndarmenn púla! Jónas Sen, gagnrýnandi DV. Halldór Hauksson útvarpsmaður. Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari. Leiklist Myndlist Auöur Eydal, Halldóra Friöjónsdóttir, Jón Viöar Jónsson gagnrýnandi DV. gagnrýnandi DV. leikhúsfræðingur. Torfi Jónsson Eyjólfur Pálsson Baldur J. Baldursson leturhönnuður. innanhússarkitekt. innanhússarkitekt. Aöalsteinn Ingólfsson, Þóra Sigurðardóttir, Birgir Snæbjörn Birgis- gagnrýnandi DV. myndlistarmaður og son myndlistarmaður. skolastjori. Kvikmyndir Hilmar Karlsson, Sif Gunnarsdóttir Guðni Elísson gagnrýnandi DV. menningarfræöingur. bókmenntafræðingur. Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson, Vilborg Dagbjartsdóttir Gunnar Hersveinn, heim- gagnrýnandi DV. skáld. spekingur og blaða- maöur. Dr. Maggi Jónsson Guðmundur Jónsson Júiíana Gottskálksdóttir arkitekt. arkitekt. listfræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.