Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Qupperneq 16
16
MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001
MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001
33
Útgáfufélag: Frjáls fjolmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, siml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Nýrforseti Bandartkjanna
Ekki er óeðlilegt að almenningur jafnt og sér-
fræðingar og fréttaskýrendur beri saman
feðgana, Bush eldri og yngri, til þess að reyna
að átta sig á því hvernig forseti George W. Bush
kann að reynast. Margt er sameiginlegt með
þeim feðgum fyrir utan utlitið en flest bendir
hins vegar til að Bush yngri verði sterkari for-
seti en faðirinn.
Stefna George W. Bush í öllum helstu málum
er skýrari en sú pólitík sem Bush eldri fylgdi -
pólitískar skoðanir sonarins rista dýpra og
virðast markvissari. Ljóst er að sonurinn ætlar
sér ekki að endurtaka mestu mistök föðurins,
sem lagði ofuráherslu á utanríkismál á kostnað
innanríkismála. Utanríkismál munu væntan-
lega skipa annað sæti hjá hinum nýja forseta -
fókusinn verður á innri mál Bandaríkjanna.
Þar eru verkefnin næg, enda hafði Bill Clinton
ekki pólitískt þrek til að hrinda nauðsynlegum
umbótum í framkvæmd á sviði heilbrigðis-
mála, almannatrygginga, menntamála og
skatta. Heilbrigðis- og tryggingakerfið er tif-
andi tímasprengja og menntakerfið glímir við
gífurleg vandamál sem eiga eftir að auka erfið-
leikana enn frekar verði ekkert að gert.
George W. Bush leggur áherslu á fimm mála-
flokka þar sem hann boðar róttækar breytingar
og umbætur: Menntun, skatta, hervarnir, heil-
brigðiskerfi og almannatryggingar. Þó hægt sé
að deila um hvað af þessu sé mikilvægast hefur
forsetinn sagt að menntakerfið og uppbygging
þess hafi forgang. í öðru sæti eru umfangsmikl-
ar skattalækkanir þar sem draga á úr jaðar-
sköttum. Að líkindum verður það fremur auð-
velt fyrir George Bush að hrinda í framkvæmd
miklum endurbótum á bandarísku menntakerfi
með stuðningi beggja flokka á þingi en skatta-
lækkanir verða erfiðari viðfangs. En mesta
ögrunin verður að ná fram raunverulegum
breytingum á heilbrigðiskerfinú og almanna-
tryggingakerfinu.
Þegar Bill Clinton, fráfarandi forseti, tók við
völdum fyrir átta árum hafði hann uppi stór
orð og gaf fögur fyrirheit um uppstokkun á
heilbrigðiskerfinu sem átti að taka mið af því
að tryggja öllum heilbrigðisþjónustu. Honum
varð lítið sem ekkert úr verki. í stað þess að
taka á vandanum var látið reka á reiðanum.
Vandinn sem George W. Bush þarf að glíma við
er því mun meiri en forveri hans horfðist í
augu við þegar hann settist í stól forseta.
Óli Björn Kárason
DV
Skoðun
Skipasmíðar íslendinga
“ Q lVvfiinrlnalQnflí
íslenskir sagnfræðingar
eru undarlega áhugalausir
fyrir því að meta hvaða
áhrif það hefur haft á ís-
lenskt þjóðfélag að við
búum í skóglausu landi.
Þetta kann að liggja í því
að þegar sagnfræðingur
tekst á við hið liðna leitar
hann fyrst og fremst uppi
ritaðar heimildir og athug-
ar innbyrðis tengsl þeirra.
Þvi nær sem viðfangsefnið
er sagnfræðingnum i tíma
Trausti Einarsson
sagnfræöingur
því íjölbreyttari eru heimildirnar og
þá getur verið erfitt að sjá skóginn
fyrir trjánum. En eftir því sem íjær
dregur í tíma verða heimildir fá-
breyttari og þá getur veriö gagnlegt
að líta eilítið í kringum sig þegar
sagnfræðilegar staðreyndir eru sett-
ar í sitt eðlilega samhengi.
Fetaö í spor fræöimanna
Sagnfræðingar hafa lengi leitað til
annarra fræðigreina til þess að sinna
viðfangsefni sinu og hafa margir sér-
staka ánægju af því að velta sér upp
úr félagsfræði, hagfræði og land-
fræði frá þeim tíma þegar þær fræði-
greinar voru á sínu bernsku-
skeiði. Þar gefst sagnfræð-
ingnum líka tækifæri til
þess að kanna heim átjándu
og nítjándu aldar í ljósi þess-
ara fræðigreina sem svo aft-
ur veitir innblástur til þess
að lesa heimildir frá þessum
tíma í ljósi spurninga sem
félagsfræðingar, hagfræðing-
ar og landfræðingar hafa
lagt á sig að glíma við. Sagn-
fræðin er í anda sínum forn
fræöi því fetað er í spor þess
liðna og það á ekki síður við þegar
fetað er í spor fræðimanna frá tíma
sem er löngu liðinn.
Náttúrufræðin er meðal fræði-
greina sem sagnfræðingar hafa lagt
sig eftir að glíma við. Sögulegar stað-
reyndir veita að sjálfsögðu ótal upp-
lýsingar um náttúrufar og því eðlilegt
að líta á þær spumingar sem náttúru-
fræðingar hafa velt fyrir sér og setja
þær inn í þann sögulega ramma sem
mótar öll þjóðfélög. Þegar hugað er að
íslandi er margs að gæta en skógleys-
ið hefur einkennt okkar umhverfi all-
ar götur frá því að fólk kom til þessa
lands. Þegar fyrstu menn sigldu til ís-
á Nýfundnalandi
lands blasti við skógleysi
þessarar eyju og skógleysið
er eins og það hefur verið í
ellefu hundruð ár.
Forsendur hverfa
Einhver kann að spyrja:
Hvað með fullyrðingar Ara
fróða um að land hafi verið
viði vaxið frá fjalli til fjöru?
Ari fróði átti að sjálfsögðu
við hrislur en ekki skóg. Á
íslandi hefur ekki vaxið
skógur fyrr en á tuttugustu
öld og sagnfræðingar okkar
eru líkt og feimnir við að
draga staðreyndir íslenskr-
ar sögu í ljósi skógleysis
okkar annars ágætu eyju.
Það ætti að liggja í augum
uppi að það er ekki ís-
lenskri höfðingjastétt að
kenna eða Dönum að hér
myndast seint þéttbýli við
sjávarsíðuna.
Ástæðan er að sjálfsögðu skógleys-
ið. Hér vantaði hráefnið sem höggva
mátti til húsa- og skipagerðar. Öllu
máji skiptir að þessar forsendur
hverfa þegar farið er að nota gufu,
„Spurt er: Hvað mœlir þá gegn því að
forfeður okkar sem bjuggu hér fyrir þús-
und árum hafi siglt til Nýfundnalands
til þess að smíða sér skip?“
járn og stál við útgerð og við það
myndast þéttbýli fyrst varanlega við
sjávarsíðuna á íslandi.
Til Vesturheims
Það eru óumdeilanlegar sögulegar
Brandari aldarinnar
Þau tíðindi urðu skömmu fyrir síð-
ustu jól að Gallup og Kastljós Ríkis-
sjónvarpsins gerðu „aldamótakönnun"
þarsem 1100 íslendingar vom beðnir
að velja Mann aldarinnar, Konu aldar-
innar og Stjórnmálamann aldarinnar.
Svör fengust frá 74% þeirra sem
spurðir voru. Niðurstöður vom væg-
ast sagt fróðlegar og gáfu sterklega til
kynna, að íslenska þjóðin sé hreint
ekki komin af gelgjuskeiði, lifi einung-
is fyrir það sem hún sér á skjánum frá
degi til dags, viti lítið sem ekkert um
fortíðina og kæri sig kollótta um allt
nema liðandi stund.
Davíð Oddsson kvartaði reyndar
undan því fyrir nokkrum misserum,
að unga kynslóðin væri svo illa upp-
lýst, að hún þekkti varla nokkum
þeirra leiðtoga sem sett hefðu svip á
íslenska sögu aldarinnar. Það kom því
kannski vel á vondan, að
hann hreppti efsta sæti sem
Stjómmálamaður aldarinnar
og annað sæti sem Maður
aldarinnar, næst á eftir Hall-
dóri Laxness!!
(Karl)menn aldarinnar
Það sem kannski var for-
vitnilegast við listann yfir
Menn aldarinnar var, að þar
var tæpast nokkur einstak-
lingur sem öðrum fremur
hefur mótað hugarheim og
lífshætti íslendinga á liðinni ""”'““
öld, ef frá eru taldir Halldór Laxness
(23,7%) og Einar Benediktsson sem
var undir 3%. Ef ég ætti að bæta við
10 karlmönnum sem ég tel hafa skipt
íslendinga mestu á öldinni, yrði list-
inn svona: Séra Friðrik Friðriksson,
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
Sigurbjörn Einarsson, Sig-
urður Nordal, Þórbergur
Þórðarson, Davíð Stefáns-
son, Jóhannes Kjarval, Ás-
grímur Jónsson, Guðjón
Samúelsson, Jón Leifs og
Steinn Steinarr.
Þessir menn hafa hver
með sínum hætti fært okk-
ur eitthvað alnýtt, germót-
að hugsunarhátt okkar,
kennt okkur að hugsa
öðmvísi en áður, finna til
með nýjum hætti, sjá og
heyra það sem viö höföum
aldrei fyrr séö eða heyrt.
Stjórnmálamenn aldarinnar
Á listanum yfir stjómmálamenn
aldarinnar voru aðeins tveir sem ég
hefði greitt atkvæði: Hannes Haf-
„Það sem kannski var forvitnilegast við listann yfir Menn aldarinnar var, að þar var
tœpast nokkur einstaklingur sem öðrum fremur hefur mótað hugarheim og lífshœtti
íslendinga á liðinni öld...“ - Á Þingvöllum 1944.
stein og Jónas Jónsson frá Hriflu.
Auk þeirra hefði ég nefnt: Héðin
Valdimarsson, Ólaf Friðriksson, Jón
Baldvinsson, Tryggva Þórhallsson,
Jón Þorláksson, Brynjólf Bjarnason,
Einar Olgeirsson, Ólaf Thors, Bjarna
Benediktsson og Kristján Eldjárn.
Allir hafa þessir menn skilið sitt-
hvað mismerkilegt eftir sig, en það
verður tæpast sagt um nokkurn
þeirra sem fundu náð fyrir augum
þátttakenda í aldamótakönnuninni -
að minnstakosti ekki enn sem komið
er.
Konur aldarinnar
Á listanum yfir konur aldarinnar
voru fjórar sem ég hefði tilnefnt: Brí-
et Bjarnhéðinsdóttir, Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir og Vigdfs Finnbogadóttir.
Við þann kvartett hefði ég bætt Jó-
hönnu Egilsdóttur, Ólafíu Jóhanns-
dóttur, Huldu, Jakobinu Sigurðar-
dóttur, Louisu Matthíasdóttur, Nínu
Tryggvadóttur, Jórunni Viðar og
Stefaníu Guðmundsdóttur.
í könnuninni var ofangreindum
þremur hópum ruglað saman,
þannig að fólk lenti í fleiri en einum
flokki, og ekkert við því að segja. Ég
hefði hins vegar kosið að halda þeim
aðgreindum, þó vitanlega eigi sumir
þeirra, sem nefndir eru, heima í
fleiri en einum hópi. Könnun sem
þessi hlýtur ævinlega að vera hug-
læg og fremur gerð til skemmtunar
en upplýsingar, enda get ég ekki að
því gert, að mér þykja niðurstöðurn-
ar svo fyndnar að þær megi vel
flokka undir brandara aldarinnar, og
mikið vafamál að Spaugstofunni
hefði tekist betur upp meðan hún
var uppá sitt besta!
Sigurður A. Magnússon
Með og á móti
Umferðaröryggið er minnst
ikar en Reykjanesbraut?
Annað á ekki að fara út fyrir hitt
j „Samkvæmt
samanburðar-
könnun Vegagerð-
mPí arinnar er um-
ferðaröryggi
minnst á Vesturlandsvegi
samanborið við Reykjanes-
braut og Suðurlandsveg. Þar
er óhappatíðni 1,05 óhöpp á
hverja milljón km samanbor-
ið við 0,60 á Reykjanesbraut.
Ef litið er til tiðni óhappa þar
sem slys verða á fólki þá er
hún 0,39 á Vesturlandsvegi samarn
borið við 0,22 á Reýkjanesbfaut.
Samkvæmt nýjustu talningum Vega-
Jóhann
Sigurjónsson
bæjarstjóri Mos-
fellsbæjar
gerðarinnar fara nú að með-
altali 16.100 bílar um Vestur-
landsveginn á degi hverjum
og hefur umferðin aukist
stórlega með vaxandi byggð á
norðúrhluta höfuðborgar-
svæðisms og tilkomu Hval-
fjarðarganga. Til samanburð-
ar fara nú um Reykjanes-
brautma 7.300 bílar á sólar-
hrmg. Að lokum má geta þess
að áætlaður kostnáður við
tvöföldun Vesturlandsvegar
er um 400 milljónir samanboriö viö 3
milljarða kostnað við tvöföldun
Reykjanesbrautarinnar."
„Það er nú
ý 4 kannski ekki rétt
að blanda þessu
saman, að annað
eigi að fara út fyr-
ir hitt. Það er löngu viður-
kennt að Vesturlandsvegur-
inn sé hættulegur og nauð-
synlegt sé að tvöfalda hann
og það er þegar komið inn á
vegaáætlun. Ég lít svo á að
þetta séu tvö verkefni bæði
bráðnauðsynleg og alls engm ástæða
til að vera að gæla við þær hugmynd-
ir að eitt eigi að víkja fyrir hmu.
Reyndar er ljóst að Reykjanesbraut-
Kristján
Pálsson
alþingismaöur
in verður tilbúm til útboðs á
næsta ári, það er leiðin sunn-
an Hafnarfjarðar, sem er um
24 kílómetrar. Á Vesturlands-
veginum erum við að tala um
4 kílómetra og þar er kannski
frekar um skipulagsmál að
ræða á meðan engm vanda-
mál með skipulag eru til stað-
ar sunnan Hafnarfjaröar. í
mínum huga eru þrír vega-
kaflar, Vesturlandsvegur,
Reykjanesbrautm og Suðurlandsveg-
ur, sem þurfa sérstakar skoðunar
við. Allir þessir vegir hafa sýnt sig
að vera hættulegir."
Mikill áróður hefur verió rekinn af fólki búsettu á Suðurnesjum fyrir að flýta breikkun Reykjanesbrautar í kjölfar hörmulegra slysa sem þar hafa orðið. Mörg-
um finnst að breikka þurfi Vesturlandveg að Mosfellsbæ á undan þar sem mun meiri flöldi bíla fer um þá leið daglega og fleiri umferðarslys verða þar.
staðreyndir að skipaflotar
stórþjóða Breta, Hollendinga
og Frakka á sautjándu og átj-
ándu öld voru ekki byggðir
úr skógi sem þeir áttu heima
hjá sér heldur voru þessar
þjóðir háðar umfangsmikilli
verslun með timbur. í fram-
haldi af því mætti varpa
fram spurningunni hvort
ekki mætti vera ljóst að Is-
lendingar voru frá upphafi
meðvitaðir um það að þeir
bjuggu í skóglausu landi?
Landnemamir sem sigldu
til íslands komu frá skógi-
vöxnum Noregi og þeir vom
vissu að í Vesturheimi var að
finna þann skóg sem ísland
skorti. Því liggur eðlilegast
við að spyrja, hvort íslending-
ar hér áður fyrr sem sigldu til
Vesturheims hafi ekki verið
meðvitaðir um það að þangað
mætti sigla til þess að byggja sér skip.
Spurt er: Hvað mælir þá gegn þvi að
forfeður okkar sem bjuggu hér fyrir
þúsund árum hafi siglt til Nýfundna-
lands tO þess að byggja sér skip?
Trausti Einarsson
Deild í Samfylkingunni?
„Auðvitað mun þjóð-
m sjá í gegnum þann
blekkmgarvef sem of-
inn hefur verið af
þeim sem hafa tekið
Öryrkjabandalagið í
gíshngu og taglhnýt-
inga þeirra í stjómar-
andstöðunni... Það má ekki koma í
veg fyrir að ríkisvaldið geti notað til-
tæk ráð til að jafna út gæðum á réttlát-
an hátt. Það er síðan kapítuli út af fyr-
ir sig hvemig almannasamtök eins og
Öryrkjabandalagið hafa á skömmum
tíma breyst úr því að vera hagsmuna-
samtök í deild í Samfylkingunni."
Hrafnkell A. Jónsson héraösskjalavöröur
í Mbl. 19. janúar.
Sannfæring Jónínu
„Ég hef sannfær-
ingu fyrir því, bæði
sem alþmgismaður og
lögmaður, sem hef
unnið eið að stjómar-
skránni, eins og kom-
ið hefur til tals hér
að þingmenn gerðu,
að þetta frumvarp ríkisstjómarinnar
séu rétt viðbrögð við dómi Hæsta-
réttar. Það sé verið með því að full-
nægja þeim dómi samkvæmt þeim
skilnmgi sem ég hef sannfærmgu
fyrir að sé réttur.“
Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigöis-
og trygginganefndar Alþingis,
í Degi 19. janúar.
Viðskiptavinir og
verðmerkingar
„Það er mikið hagsmunamál fyrir
neytendur að verðmerkmgar séu í
lagi. Ef hinn almenni neytandi á að
geta fylgst með því hvar er ódýrast
að kaupa inn fyrir heimilið er aug-
ljóst að hann verður að geta kynnt
sér verð í verslunum með einföldum
hætti... Það hlýtur að vera memaðar-
mál hjá hverri verslun sem vill halda
í viðskiptavini sma að hafa þessa
sjálfsögðu þjónustu í lagi.“
Úr forystugreinum Mbl. 19. janúar.
Ástaleikir á bóndadaginn
„Á bóndadaginn er
smðugt að plana róm-
antíska óvissuferð
með kynferðislegum
endapunkti. Ekki þarf
endilega að fara út
fyrir veggi heimUis-
ins, í vísitöluhúsinu
eru vísast margir skemmtilegir staðir
sem vert er að skoða ... Taka má á
móti karlinum með kampavín og
heitu Umbaði. Stórt baðkar sem tek-
ur tvö býður upp á möguleika á aö
konan bregöi sér líka ofan í, klædd
eður ei.“
Ragnheiöur Eiríksdóttir hjúkrunar- og
kynlífspistlahöfundur, í Degi 19. janúar.
Mátturinn talaður
úr Háskólanum
Nú í vetur hafa forsvars-
menn Stúdentaráðs Há-
skóla íslands talað mikið
og hátt um samkeppnisað-
stöðu Háskóla íslands. Það
er á þeim að skUja að Há-
skólinn sé á hraðri niður-
leið. Þessar yfirlýsingar
hafa dunið á lesendum að-
sends efnis í Morgunblað-
inu og stúdentum við Há-
skóla íslands alltof lengi.
Það líður vart sá dagur að
einhver fulltrúi Röskvu
stingi ekki niður penna til
þess að æpa upp yfir sig að aUt sé á
heljarþröm og að Háskóli íslands
verði óðum minning em. Svo virðist
sem Röskvu hafi á tiu ára valdatíð
sinni í Háskóla íslands tekist að
halda svo ömurlega á spilunum að
endalok sjálfs Háskóla íslands séu
nú í sjónmáli.
Þversagnir í málflutningi
Röskvu
FuUtrúar Röskvu hafa í vetur lagt
mikla áherslu á að býsnast yfir því
sem þeir kaUa einkaskóladekur
menntamálaráðherra. Umrætt dekur
felst í því að nemendur einkarek-
inna skóla fá sömu meðgjöf frá rik-
inu og þeir sem sækja ríkisháskól-
ana. í þessu finnst forsvarsmönnum
vmstri manna í Háskóla íslands fel-
ast mikið óréttlæti. Ég vona að stúd-
entar í Háskóla íslands séu ekki
haldnir sömu firringu. Með mál-
flutnmgi sínum er Röskva einmitt að
mæla gegn jafnrétti tU náms. Það er
áhugavert í ljósi þess að Röskvuklík-
an hefur notað jafnrétti tU náms sem
nokkurs konar heróp í kosningaher-
ferðum sínum í Háskóla íslands.
Þvi miður hefur komið í ljós að út-
hrópanirnar eru orðin tóm. Hvemig
er hægt aö kaUa það réttlæti tU náms
að ríkið niðurgreiði aðeins menntun
þeirra sem velja tUtekna skóla? Af
hverju er það sérstakt sáluhjálparat-
riði hjá Röskvu að emkaskólar fái
ekki að blómstra á íslandi? Og hvað
kemur það Háskóla tslands við þótt
aðrir skólar hljóti sömu fyrir-
greiðslu varðandi kennslu og hann?
í málflutnmgi Röskvu hefur verið
ýjað að því að Háskóli íslands megi
ekki viö því að sitja við sama borð
og aðrir háskólar vegna þess að þá
muni samkeppnisaöstaða Ht versna.
Framkvæmdastjóri ráðsins hefur
m.a.s. fuUyrt að samkeppnisaðstaða
Háskóla íslands sé vonlaus ef hann
fær sama ríkisframlag á hvern nem-
Bergþór Olason
nemandi í Háskóla
íslands
anda og einkaskólamir.
Þetta er innantómur
hræðsluáróður.
Háskóllnn er I alþjóð-
legri samkeppni
Forsvarmenn Stúdenta-
ráðs virðast halda að Há-
skóli íslands sé í samkeppni
við Háskólann í Reykjavík.
Ég vona að forsvarsmenn
Háskólans hugsi ekki á
sama hátt. GrundvaUar-
munur er á Háskóla íslands
og öðrum íslenskum skólum
á háskólastigi. Munurinn er fólginn
í því að Háskóli íslands er rannsókn-
arháskóli; akademía. Sem slíkur er
hann í samkeppni við sambærUega
skóla um aUan heim. Forsvarsmenn
Stúdentaráðs verða að hugsa stærra.
Háskólinn þarf að axla þá ábyrgð
að standa sig í alþjóðlegri samkeppni
um stúdenta, starfsfólk og fjármagn
til rannsókna. Linnulaust svart-
sýnistal gerir lítið annað en að draga
máttinn úr stúdentum og starfsfólki
Háskóla íslands auk þess sem það
dregur úr tiltrú fólks á gæðum og
möguleikum stofnunarinnar. Há-
skóli íslands er glæsilegur háskóli
þótt ekki sé hann fullkommn. For-
svarsmenn stúdenta verða aö halda
áfram að berjast fyrir því að vegur '"
Háskólans vaxi. Það er ekki gert með
eintómu sífri um fjársvelti heldur
þarf einnig að benda á það sem vel
er gert og þá miklu möguleika sem
Háskóli íslands hefur í framtíðinni.
Misnotkun verður að linna
Pólitískur metnaður vinstri mann-
anna í Röskvu hefur leitt þá til þess
að missa sjónar af hlutverki smu.
Þeir hafa verið ötulir við að gagn-
rýna yfirvöld fyrir metnaðarleysi í
málefnum Háskólans. Sú gagnrýni
er að einhverju leyti réttmæt. En for-
svarsmenn stúdenta hafa einnig það
hlutverk að vinna að því að skólinn
dafni en með harmakveini sínu
stuðla þeir að neikvæðu andrúms-< -
lofti, vonleysi og uppgjöf meöal stúd-
enta og starfsfólks. Úr slíkum jarð-
vegi spretta ekki háskólar í
heimsklassa.
Röskva hefur í langan tima notað
Stúdentaráð Háskóla íslands í póli-
tískum tilgangi. Þeirri misnotkun
verður að linna. Stúdentar og Há-
skóli íslands eiga betra skilið.
Bergþór Ólason
„Röskva hefur í langan tíma notað Stúdentaráð Há-
skóla íslands í pólitískum tilgangi. Þeirri misnotkun
verður að linna. Stúdentar og Háskóli íslands eiga
betra skilið. “ - Kjörstjórar við kjörkassa í síðustu
kosningum til Stúdentaráðs.