Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Síða 28
44 3 Tilvera MÁNUDAGUR 22, JANÚAR 2001 DV v. ji Listin, lífið og ástkonurnar Dagskrár Listaklúbbsins í kvöld og næsta mánudagskvöld eru helgaðar listamálaranum Pablo Picasso. Helga Bachmann leikles frásögn Femande Olivier sem var ástkona Picasso 1904. Síðan mun Tristan E. Gribbin flytja leiklestur um samband málarans og Francois Guilot en það varð æði stormasamt. Fla- mencodans verður á dagskrá auk þess sem listnemar munu skissa lifandi módel. Dagskráin hefst kl. 20.30. Krár ■ CHICÁGO BEAU Á GAÚKNUM Töffarinn og Islandsvinurinn Chicago Beau ætlar aftur að spila á Gauki á Stöng í kvöld. Með honum spilar hljómsveit Guðmundar Péturs- sonar gítarleikara en hana skipa Jón Ólafsson, Haraldur Þorsteinsson og Jóhann Hjörleifsson. Gamanið byrjar klukkan 23. ■ ALEXANDER ÞÝSKI Á KRINGLUKRANNI Þýski vonnabí- júróvisjón-snillingurinn Al- exander Jonas syngur og leikur fyrir gesti Kringlukrárinnar í kvöld kl.19-23. Leikhús ■ LOMA Leikritið Lóma - mér er alveg sama þótt einhver sé að hlæja að mér, eftir Guörúnu Ásmundsdóttur, verð- ur sýnt I Möguleikhúsinu við Hlemm kl. 9.30 í dag. Uppselt. ■ VÖLUSPÁ Leikritið Völuspá eftir Þórarin Eld- járn veröur sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm kl. 10 í dag. Uppselt. Myndlist ■ ENDUROPNUN VÉGNA LISTA- VERKAÞJOFNAÐAR Síðastliðinn laugardag var opnuö í sal félagsins Islensk grafíksýning á grafíkverkum 2. og 3. árs nemenda Listaháskóla íslands.. Sýningunni lýkur sunnudaginn 28. janúar. ■ FJÖLL RÍMAR VH) TRÖLL í ÁS- MUNPARSAFNI Það býr margt tröllslegt í þeim björg- um sem Páll Guðmundsson frá Húsafelli hefur skapað listaverk sín úr en hann opnaði sýningu í Ás- mundarsafni í dag klukkan 14. Sýn- ingunni lýkur 29. apríl. ■ GLERREGN RÚRÍ í LISTASAFNI ÍSLANPS Sýning á innsetningunni Glerregni frá 1984 eftir Rúri (f. 1951) var opnuð um helgina í Ustasafni íslands. ■ YFIRSÝN RICHTERS j LISTA- SAFNI ISLANPS Sýning á verkum þýska málarans Gerhards Richters stendur nú yfir í Listasafni íslands í dag undir heitinu Yfirsýn.. Fle,st verkin á sýningu Listasafns íslands eru frá síðustu fjórum árum en hún er skipulögð af Institut fúr Auslandsöeziehungen í Þýskalandi. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 11-17 og stendur til 18. febrúar. ■ USTSÝNING Í BORGARNESI Nú stendur yfir myndlistarsýning í Lista- safni Borgarness. Þar sýnir Unnar Eyjólfur Jensson listmálari þróun í myndverkum sínum. Á sýningunni eru olíumálverk frá um 20 ára tíma- bili og er myndefniö einkum sótt til náttúrunnar. Sýningin stendur til 16. febrúar og er opin á sýningartíma safnsins. Sport ■ CHARLTON - WESTHAM A SPORTKAFFI Leikur Charlton og Westham verður í beinni á Sport- kaffi klukkan 20 í kvöld. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.ls Bíógagnrýni Háskólabíó - Villiljós Tilvistarvandi unglinga Gunnar Smári Egilsson skrífar gagnrýni um kvikmyndir. ungs Ef til vill er eitthvert ljós í hand- riti Huldars Breiðfjörös að Villiljós- um sem ekki rataði á tjaldið - og kannski var það á tjaldinu án þess að ég tæki eftir því. Ég vona það. Ég vona að það hafi ekki fleiri en ég gengiö út af myndinni án þess að átta sig á hvað var verið að segja þeim - og hvers vegna. Villiljós er brotin upp í fimm ör- þætti sem allir gerast sama kvöldið í Reykjavík; í þann mund sem raf- magnið fer af bænum. Fyrst fylgj- umst við með líkbílstjóra skegg- ræöa við páfagauk um tiltölulega léttvæga tilvistarkreppu sína. í kreditlista var páfagaukurinn titl- aður Samviska; en það sem ég greindi af rödd hennar var mest tuð og pex (Jónasar-Hallgrímssonar- verðlaunahafinn Megas spýtir út úr sér rullu gauksins af rómuðum óskýrleik). Þetta er maður með nöldrandi eiginkonu í samvisku- stað. Kannski liggur þama að baki djúp sálfræði því þegar við kynn- umst sambýliskonu bílstjórans kemur í ljós að hún er steinrunnin; það er eins og hún sé nýbúin að éta öll sönnunargögn í einu af stóru fíkniefnamálunum. Hún meikar því ekki að pexa í manninum - frekar en nokkuð annað. Næsta atriði segir af þremur barnungum og óléttum vinkonum á spilatækja-bar sem velta sér upp úr ungæðislegum vonum og vænting- um. Ein þeirra lokast með hríðir inni í hraðbanka í rafmagnsleysinu og dregur upp glerkúlu með Maríu og Jesúbarninu meðan hún bíður þess sem verða vill. Ef til vill er þetta táknrænt loforð um að barnið verði ekki bankastjóri úr því að Jesú varð ekki kind þótt hann fæddist í fjárhúsi. Þriöja atriðið er samtal fólks sem er að halda upp á trúlofun sína á fínum veit- ingastað. Brátt kemur í ljós að krakkarnir hafa litlar og veikburða tilfinningar hvor til annars. Og það skýrist enn frekar þegar miðaldra hjón, sem hanga saman á lifshatrinu, blanda sér í samtalið. ; Fjórða atriðið segir frá því þegar söngvari hættir í popphljómsveit; að eigin sögn vegna þess að hann vill ekki enda sem ábyrgðarlaus fertugur poppari. Þess í stað ætlar hann að skipta um bl- eyjur á ófæddu barni sínu. I fimmta atriðinu finnur maður ókunnugan mann uppi í rúmi hjá sambýlis- konu sinni og neyðist síðan til að skutla honum heim. Atriðin tengjast lítillega innbyrðis; einkum í gegnum misljósa nærveru Sölva, persónu sem Ingvar E. Sig- urðsson leikur. Hann er nokkur örlagavaldur í flest- um atriðum og virðist standa fyrir einhverja luntu í fólk- inu sem aftrar því frá aö reyna að lifa eins manneskjur. Þessi persóna tekur dauðanum sem frelsun - eins og reyndar ótrúlega margar persón- ur í myndinni. Flestar persónur sem á annað borð taka vali í mynd- inni kjósa að drepa sig; mest út af einhverju afþvíbara sem svífur í loftinu. Sem samfélagsmynd er Villiljós bernsk. Sjónarhorn mynd- arinnar er ólund unglingsins sem fínnst allt hálfhaflærislegt; helst af öllu lífið sjálft. Unglingurinn stend- ur utan ábyrgðar í samfélaginu og sér því engan tilgang með henni. Fyrir honum er ábyrgðin fórn. Þetta er skiljanlega ákaflega ófrjótt sjónarhom og nánast yfirþyrmandi 1 leiðindum sínum. Fólk hangir í samböndum af ótta við að vera eitt, gengur með hangandi hendi til flestra verka, finnst böm röskun. En á hverju? Einhverskonar sjálfs- upphafningu þess sem situr á bið- stofunni bíðandi þess að heimurinn falli að fótum sér og segi: Þú ert ágætur, þú ert frábær. Mommuklúbburinn Nanna Kristín Magnúsdóttir, Inga Lisa Middleton og Hafdís Huld Þrastardóttir. iKSíF-'.. Villiljós er tilvistarglíma. Flestar persónurnar hafa of óljósa sjálfs- mynd til að geta treyst öðru fólki. Þær lifa í veröld vantrausts, afbrýði og efasemda um sjálfa sig. Flestar bera með sér væntingar um að verða eitthvað rosalega sérstakt og smart. Og eins og fólki sem burðast með óraunhæfar væntingar finnst því það vera eitthvað ámótlegt og aumt. Þetta eru unglingar. Er Villiljós þá raunsönn lýsing á tilvistarglímu unglingsins (sem í þannig fimm leikstjóra með einu höggi). Ég er sannfærður um að myndin væri betri ef einn af fimm leikstjórum hennar hefði mátt eiga hana. Myndina sárvantar einhvern svip af leikstjórn. Svolítið auglýs- ingastofuleg kvikmyndataka og lýs- ing og húsgangaverslunarleg leik- mynd hefði komið betur út sem minna afgerandi þáttur myndarinn- ar og raun er á. Leikstjórarnir fá misgóðan efni- við að moða úr og fóta sig misjafn- Vandl mannlegrar tilvistar Kvikmyndin Villiljós fjallar leynt og Ijóst um vanda mannlegrar tllvistar. Rafmagnsleysi I Reykjavík vekur aðalpersónur myndarinnar til umhugsunar. dag er aldurskeið sem nær langt fram á fertugsaldurinn)? Nei. Villi- Ijós er of eintóna til að geta talist raunsönn. Myndin er eins og þéttur bassi i grunge-lagi; þunglynd, myrk og gælir við dauðann. Hana skortir meiri breidd til að verða trúverðug. Annað hvort hefur handritshöfund- inum tekist að halda 1 sama þunga skapið þann tíma sem hann vann að handritinu eða hann hefur viljað halda stil og strokað út allt sem ekki féfl að bassatóninum. Þessi tónn Villiljósa er ekki nýr. Hann þykir svo sísmartur að það hefur verið hægt að selja hann hverri kynslóð af annarri. Hann er helsta einkenni svokallaðs gáfu- mannapopps allra tíma og hann hef- ur verið sérstaklega áberandi í ungsfólks-bókmenntum síðustu ára. Að hluta til er Villiljós æfing ungra íslendinga i þessum tón - eða stíl. Án undantekninga hefur það reynst vond hugmynd að hafa fleiri en einn leikstjóra að mynd (þótt það sé þægilegt fyrir úthlutunar- nefnd Kvikmyndasjóðs að afgreiða lega. Dagur Kári Pétursson fær sér- deilis erfitt verkefni; aö halda lífí í tilvistareintali líkbílstjórans. Hann brýtur það upp með myndum af dreng að hoppa ofan af húsþaki og reynir að rugla aðeins framvinduna og tekst að skila þættinum skamm- laust. Inga Lisa Middleton fær sam- tal unglingsstúlknanna. Hún treyst- ir meira á sviðsetningu og stíl- færslu en Dagur Kári og brýtur upp samtalið með þátttöku spilatækjafr- íkanna. Það virkar fyrst en verður leiðigjarnt við endurtekningu. Ragnar Bragason fær fjörlegasta samtalið og afgreiðir það vel; hann hleypir i myndina ærslum og hraða - nokkuð sem önnur atriði sárlega vantar. Ásgrímur Sverrisson situr uppi með unglingahljómsveit og finnur enga lausn til að gera hana áhugaverða en gefur vissa tilfinn- ingu fyrir að sveitin sé „lost in space“. Einar Þór Gunnlaugsson fær það erfiða verkefni að holdgera persónu Sölva en tekst ekki að skilja svo við hann að við séum nokkru nær um hverju hann til- f ) heyrir. Leikarar í myndinni eru , fjöl- margir. Enginn þeirra fær raun- verulega persónu að glíma við; þetta eru skissur af fólki. Leikurinn er jafnbestur í kafla Ragnars Braga- sonar (Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Edda Björg- vinsdóttir, Eggert Þorleifsson og Hinrik Ólafsson); einkum stendur Gisli Örn sig vel. Björn Jörundur Friðbjömsson tekst ekki að gæða einleik líkbílstjórans trúverðugum átökum. Stúkurnar í spila- tækjasalnum (Hafdís Huld, Álfrún Örnólfsdóttir og Guðrún Bjamadóttir) sýna ágæt tilþrif en samtal þeirra hökktir um of og það sama má segja um sambýlisfólkið í lokakaflanum (Baldur Trausti Hreinsson og Nanna Kristín Magnúsdótt- ir). I báðum tilfellum er við leikstjórana að sakast - hugsanlega sameiginlega ákvörðun þeirra. Leikur popparanna í flugvélinni er sundurtættur; Helgi Björns- son nær ekki einu sinni að koma persónu til skila. Ingvar E. Sigurðsson gefur Sölva glottið sitt. Það var haft eftir ein- hverjum aðstandenda Villi- ljósa að það hafi verið eitt markmiðið með myndinni að hafa gaman af að búa til bíó. Til að sú gleði skilaði sér til áhorfenda hefðu þeir þurft að losa beislin af sköp- unargleðinni og taka meiri áhættu. Bragðið sem ég er með í munninum eftir myndina er af einhverjum ótta við að láta vaða; í raun er allt í Villiljósum marg- kveðið og fyrirséð. Táknin sem dreift er um myndina ná ekki að skjóta rótum í frásögninni; verða eins og ofhlaðnar neðanmálsgrein- ar. Uppbrot myndarinnar í fimm þætti sem tengjast óljóst innbyrðis virðist frekar ráðast af tísku en þörf. Myndin virkar eins og stílæf- ing; skólaverkefni í artrí-smartí-far- tí-partí. Brýnið sverð ykkar, krakkar! Leikstjórn: Dagur Kári Pétursson, Inga Lisa Middleton, Ragnar Bragason, Ás- grímur Sverrisson og Einar Þór Gunn- laugsson. Handrlt: Huldar Breiöfjörö Tón- llst: Valgeir Sigurösson, Sigurrós o.fl. Kvikmyndataka: Ágúst Jakobsson Lelkar- ar: Björn Jörundur Friöbjörnsson, Ingvar E. Sigurösson, Hafdís Huld, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Helgi Björnsson, Nanna Kristín Magnús- dóttir, Baldur Trausti Hreinsson o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.