Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 I>V 9 Fréttir Gjaldþrot trjávinnslufyrirtækisins íslensks harðviðar á Húsavík: Harðviðarvinnsla er á heljarþröm „Atvinnulífið á Húsavík hefur orðið fyrir miklu áfalli við beiðni eigenda fyrirtækisins íslensks harð- viðar ehf. um gjaldþrotameðferð. Þetta er stóralvarlegt mál, bæði verulegt atvinnuspursmál og eins er það alvarlegt að í annað skipti hef- ur mönnum mistekist að fram- kvæma þetta nýsköpunartækifæri, þó svo flest bendi til þess að þetta sé rekstur sem eigi að geta gengið upp við réttar aðstæður og skilyrði," segir Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri á Húsavík, og slær hvergi af hvað varðar alvarleik málsins. Hugmyndin með stofnun fyrir- tækisins Aldins árið 1995, en Aldin var forveri Islensks harðviðar, vakti talsverða athygli enda um nýj- ung að ræða. Flutningur á harðviði frá Bandaríkjunum til sögunar, þurrkunar og vinnslu í gólfefni þótti allrar athygli verður, og ekki var til að gera hann minna áhuga- verðan á Húsavík að þar var hægt að nota við þurrkun timbursins jarðvarma sem Húsvíkingar hafa aðgang að i ríkari mæli en mörg önnur byggðarlög. Samtvinnað kaupfélaginu Kaupfélag Þingeyinga var 1 upp- hafi stærsti eignaraðili Aldins og fyrirtækið var að ýmsu leyti sam- tvinnað kaupfélaginu, laun greidd þar í gegn og fleira þess háttar. Það verður að segjast eins og er að rekstur Aldins náði aldrei miklu flugi og viðmælendur DV segja að þar hafi m.a. ráöið að fyrirtækið hafði aldrei yfir nægjanlega miklu fjármagni að ráða, og eins hitt að mistök hafi verið gerð ítrekað, bæði fjárhagsleg og við vinnslu timburs- ins, enda um nýja atvinnugrein að ræða. Aldin varð gjaldþrota árið 1999, á sama tíma og hrun kaupfélagsins átti sér stað, en nýir aðilar komu til sögunnar sem töldu viturlegt að fjárfesta í þessum iðnaði og reisa reksturinn við. Þetta voru Hömlur með 33%, sænskir aðilar með 32%, fyrirtækið Parket og gólf í Reykja- vik með 24% og ýmsir fjárfestar með 11%. í kjölfar þessa komu nýir stjórnendur að fyrirtækinu sem miklar vonir hafi verið bundnar við. Þeir hafi þó fljótlega staðið frammi fyrir svipuðum vandamál- - skuldirnar 160-170 milljónir - Byggðastofnun gagnrýnd Vélarnar þagna Úr verksmiðju íslensks harðviðar ehf. á Húsavík um og forverar þeirra, fé til rekst- ursins hafi alltaf verið af skotnum skammti sem m.a. hafi leitt til þess að eyður komu í framleiðsluna. Menn gerðu sér grein fyrir því að skjóta þurfti sterkari stoðum undir fyrirtækið með auknu fiármagni og undanfama mánuði og vikur hefur verið leitað að því. Skuldir 160-170 mílljónir Ýmsir aðilar, aðallega heima- menn, voru tilbúnir að koma inn í fyrirtækið með fiármagn, t.d. Húsa- víkurbær og fleiri komu að málinu, s.s. Atvinnuþróunarfélag Þingey- inga, Verkalýðsfélag Húsavíkur og fyrirtæki og fiárfestar í bænum. Töldu menn sig vera búna að ná saman um 35 milljóna króna nýju hlutafé, en áfallið kom þegar svar Reinhard Reynisson Þarna hafa verið gerð mistök í fjárfestingum og rekstri. Aðalsteinn Baldursson Höfum lítið orðið varir við þing- menn kjördæm- isins. kom frá Byggðastofnun um aðstoð sem átti að vera í formi 35 milljóna króna sem nýtt hlutafé, niðurfell- ingu eldri lána að hluta og annarrar fyrirgreiðslu. Byggðastofnun, sem er helsti lánardrottinn fyrirtækis- ins, taldi sig ekki geta orðið við er- indinu og svaraði neikvætt. I kjölfar þess sáu eigendur fyrirtækisins sér ekki annan kost en fara fram á gjaldþrotaskipti. Skuldir íslensks harðviðar munu nema 160-170 millj- ónum króna og eru helstu lánar- drottnar Byggðastofnun með um 55 milljónir og Húsavíkurbær með rúmiega 30 milljónir. Skiptastjórar hafa verið skipaðir þeir Ólafur Birg- ir Árnason, lögmaður á Akureyri, og örlygur Hnefill Jónsson, lögmað- ur á Húsavík. Byggöastofnun veldur vonbrigöum „Því miður hefur mönnum ekki tekist að láta þetta nýsköpunartæki- færi sem hér var um að ræða ganga upp þó svo flest bendi til þess að þessi rekstur eigi að geta gengið upp. Það virðist sem svo að fram- kvæmdin hafi í báðum tilfellum ekki verið sem skyldi. Félagið hefur verið vanfjármagnað að mínu mati, og síðan er klárt að þarna hafa ver- ið gerð mistök í fiárfestingum og rekstri, það er alveg ljóst,“ segir Reinhard Reynisson bæjarstjóri. Hann segir aðkomu Byggðastof- unar að málinu mikil vonbrigði. „Við erum verulega hissa á fram- komu stofnunarinnar og höfum ekki séð á henni neinar haldbærar skýringar. I okkar huga hlýtur af- Gylfi Kristjánsson blaðamaður greiðsla Byggðastofnunar á málinu að vekja upp þá spumingu hvernig stjórnendur stofnunarinnar skil- greina hlutverk sitt í sambandi við atvinnuuppbyggingu á landsbyggð- inni. Það er spurning hvort þar rík- ir almenn stefna eða hvort einhver önnur sjónarmið ráða því hvaða fyrirtæki og á hvaða stöðum fá fyr- irgreiðslu, svo ég segi ekki mikið meira,“ segir Reinhard. Lítiö varlr við þingmennina „Ef það er einhver möguleiki þá munu heimamenn leggja höfuðá- herslu á að koma þessum rekstri í gang að nýju því þetta er stór vinnu- staður með um 20 manns og skiptir okkur mjög miklu máli. Ef það er einhvers staðar ljós í myrkrinu munum við grípa það, menn vilja sjá þessa starfsemi fara í gang aftur enda bendir allt til þess að þetta sé arðbær rekstur sé rétt aö málum staðið," segir Aðalsteinn Baldurs- son, formaður Verkalýðsfélags Húsavikur. Og hann vandar ekki ráðherrum og alþingismönnum kveðjurnar. „Það vekur athygli mína hvað þingmenn og ráðherrar í kjördæm- inu eru daufir í þessu máli. Við höf- um lítið orðið varir við þá, við gerð- um þeim þó grein fyrir því en ég kannast ekki við að þeir hafi haft miklar áhyggjur vegna málsins eða sýnt þvi áhuga að fyrra bragði," seg- ir Aðalsteinn. Miðavefur: Fyrsta skrefið til lækkunar skulda eftir mikla uppbyggingu á undanförnum árum: Rafræn sala gengur vel Sala aðgöngmiða á Netinu hefur gengið mjög vel að undanfórnu og sem dæmi má nefna að 40% að- göngumiða á sýninguna Vitleysing- arnir í Hafnarfiarðarleikhúsinu laugardagskvöldið 20. janúar síðast- liðinn seldust á þann hátt. Það er aðgöngumiðasölufyrirtæk- ið Miðavefur sem hefur undanfarna mánuði seit aðgöngumiða á leiksýn- ingar og kvikmyndasýningar raf- rænt á www midavefur.is og á vis- ir.is. Sala fyrirtækisins hefur á þessum tima farið jafnt og þétt vax- andi. Markmið Miðavefs er að auka miðasölu með því að búa til greiða leið bæði að umfiöllun um menning- arviðburði og aðgöngumiðum á þá. Áhersla verður lögð á að selja fram á síðustu minútu í gegnum gáttir Miðavefs sem leiðir til betri sæta- nýtingar. -MA Bæjarstjórinn ánægður með fjárhagsáætlunina bv. STYKKISHÖLMI: ~ „í þessari fiárhagsáætlun er stig- ið fyrsta skrefið til lækkunar skulda eftir þá miklu uppbyggingu sem hér hefur verið á síðustu árum viö hita- veitu- og sundlaugarframkvæmdir," segir Óli Jón Gunnarsson bæjar- stjóri í Stykkishólmi. Fjárhagsáætlun Stykkishólms- bæjar og undirfyrirtækja var af- greidd með 7 samhljóða atkvæðum á fundi bæjarstjómar í síðustu viku. Skatttekjur bæjarsjóðs eru 270 m.kr. Fjárfestingar eru áætlaðar fyrir 46 m.kr. og lækkaðar skuldir um 18 m.kr. Rekstrargjöld eru því tæplega 80% af skatttekjum og 85% með fiár- magnskostnaði. Rekstrargjöld eru 214 m.kr. eftir að 85 m.kr. tekjur mála- flokka hafa verið dregnar frá. „Þessi niðurstaða er nokkru betri en áætlað var við af- greiðslu 3ja ára áætlunar 2001-2003 sem afgreidd var í fyrra. Aukin upp- bygging þjónustu- mannvirkja kallar einnig á aukinn rekstrarkostnað þannig að það er DVJMYND DANlEL V. ÓUFSSON. Ánægður. Óli Jón Gunnarsson bæjar- stjóri í Stykkishólmi er ánægður með fjárhagsáætl- un Stykkishólmsbæjar. ánægjulegt að geta haldið rekstrarútgjöld- um undir 80%,“ segir Óli. Langstærsti út- gjaldaliðurinn í Stykk- ishólmi er fræðslumál 106 m.kr. eða tæplega 50% af öllum útgjöld- um bæjarfélagsins. Á eftir koma félagsþjón- ustan með 27 m.kr. og æskulýðs- og íþrótta- mál með 26 m.kr. Helstu fiárfestingar eru til gatna- og hol- ræsa auk fiármuna til fræðslu- og menning- armála. Einnig er gert ráð fyrir að undirbúningsframkvæmdir vegna Unglingalandsmóts U.M.F.Í. í Stykk- ishólmi 2002 verði að nokkru leyti unnar á þessu ári, eða fyrir um 5 m.kr. Aðrar umtalsverðar framkvæmd- ir sem verða í gangi á þessu ári á vegum stofnana eða fyrirtækja bæj- arfélagsins eru stækkun á matsal og endurnýjun tækjakosts i eldhúsi Dvalarheimilisins í Stykkishólmi og varaaflsstöð fyrir Hitaveitu Stykkis- hólms sem staðsett verður í varma- skiptistöðinni. Tekjur undirfyrir- tækja eru 128 m.kr., rekstrargjöld 75 m.kr. og heildarlækkun skulda 26 m.kr. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.