Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 7
7 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 DV Fréttir Rannsóknarnefnd flugslysa: Niðurstöðu að vænta í næsta mánuði Niðurstöðu rannsóknar Rann- sóknarnefndar flugslysa á slysinu í Skerjafirði í ágúst síðastliðnum, sem varð fimm manns að bana, er að vænta eftir tæpan mánuð. Flug- slysið varð er lítil flugvél, sem var að koma frá þjóðhátíðinni í Vest- mannaeyjum, hrapaði í Skerjafjörð. Sex manns voru innanborðs og er einn þeirra á lífi. Hann á enn við heilsufarserfiðleika að stríða. Að sögn Skúla Jóns Sigurðarson- ar, rannsóknarstjóra Rannsóknar- nefndar flugslysa, hafa aðilar sem að málinu koma óskað eftir fresti sem veittur var og má búast við því að skýrslan verði tilbúin í kringum 20. febrúar. Skúli Jón vildi ekki ræða rannsókn málsins nánar fyrr en búið væri að gefa út skýrsluna. Samkvæmt ársskýrslu rannsókn- arnefndarinnar fyrir árið 1999 „er eini tilgangurinn með rannsóknum og skýrslugerð Rannsóknarnefndar flugslysa að freista þess að finna veika hlekki og gera tillögur i ör- yggisátt sem mættu verða til þess að svipuð atvik endurtaki sig ekki.“ Auk þess var óskað eftir rann- sókn lögreglu á slysinu. Þeirri rann- sókn er ekki lokið og eru, að sögn lögreglu, enn nokkrar vikur í það. -SMK Flugslysiö í Skerjafiröi Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar enn flugslys sem varö fímm manns aö bana þegar lítil flugvél hrapaöi í Skerja- fjörö. Einn maður er á lífí eftir slysiö. Hreindýr bönnuö Kristjana Vagnsdóttir á Þingeyri vill flytja hreinkálfa austur en fær ekki. Hreinkálfaflutningur í Dýrafjörð: Hafnað vegna smithættu „Ég hef tvívegis sótt um að fá að flytja hreinkálfa að austan og vestur í Keldudal i Dýrafirði og verið hafn- að í bæði skiptin," segir Kristjana Vagnsdóttir á Þingeyri. Kristjana er ósátt við þá synjun, sérstaklega 1 Ijósi þess að innflutningur á nauta- kjöti frá írlandi var heimilaður. Hún segir að ástæðurnar sem henni hafi verið gefnar séu smithætta og að engin reynsla sé á því hvort dýr- in geti lifað í dalnum. Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir segir að flutningur á dýrum milli landshluta sé ekki frjáls. „Allar beiðnir um leyfi eru metnar og sið- an ákveðið hvort veita eigi leyfi eða ekki,“ segir Halldór. Hann segir að landinu sé skipt í ákveðin vamarhólf og í þeim geti verið mismunandi dýrasjúkdómar. Ef mismunur sé á dýrasjúkdómum á staðnum sem flytja á dýrin á og þaðan sem þau koma sé ekki hægt að veita leyfi og einmitt vegna þess hafi flutningnum vestur í Keldudal verið synjað með skriflegum at- hugasemdum. -MA Blönduóshöfn: Nýi hafnargarð- urinn molnar PV, BLÓNDUÓSI: „Það hafa verið miklar framkvæmd- ir hér við höfnina síðustu árin. Þeim er nú lokið og við sóttum ekki um neinar fjárveitingar til nýframkvæmda, þannig að það kom okkur ekkert á óvart að engin fjárveiting er ætluð til nýframkvæmda við höfnina á næstu árum,“ segir Skúli Þórðarson, bæjar- stjóri á Blönduósi, en það vakti athygli að engar fjárveitingar eru ætlaðar til Blönduóshafnar á hafnaáætlun 2001-2004. Höfnin hefur verið byggð upp nú á seinni árum en um það mál voru afar skiptar skoðanir lengi vel á Norðurlandi vestra. Skúli segir að hins vegar verði sóst eftir fiármagni til viðhaids hafnarinnar og til öryggismála, svo sem uppsetning- ar stiga utan á hafnargarðinn. Hann á von á því að peningar til viðhalds fáist úr hafnabótasjóði en þegar hefur orðið vart við tjón fremst við hafnargarðinn undir yfirborði sjávar þar sem hefur molnað úr fyllingu og hætta er á að ald- an nagi úr kjamanum og valdi aukn- um skemmdum inn undir bryggjunni ef ekki verði brugðst við og þetta lag- fært fyrr en seinna.___-ÞÁ Bætur vegna rafmagnstruflana Á fundi bæjarráðs Akraneskaup- staðar þann 4. janúar var lagt fram Bréf Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar ehf., dags. 3. janúar 2001, varðandi bætur vegna truflana sem varð á rekstri Trico ehf. vegna breytinga á rafmagnsspennu til fyrirtækisins. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir að bæjarráð hafi falið sér að svara bréfritara en efnislegt svar komi ekki fyrr en gerð hafi verið viðunandi úttekt á málinu og er hún þegar hafin. Að sögn eftirlitsmanns raflagna, Helga Andréssonar, getur margt kom- ið til sem orsakar spennubreytingar hjá fyrirtækinu en niðurstaða af hálfu Akranesveitu liggur ekki fyrir. „Ef spennubreytingamar má rekja til kerfis Akranesveitu verður gripið til nauðsynlegra ráðstafana en eins og áður er nefnt kann fleira að spila þar inn i og því erfitt að segja til um hvert verður næsta skref." segir Gísli. -DVÓ ..uf hver ju að láta jeppling duga þegar þú færð alvöru JEPPA á sama eða enn betra verði? Berðu saman getu, aksturseiginleika, búnað, þægindi og rekstrarhagkvæmni jepplinga við það sem þu feerð í Suzuki Grand Vitara: grindarbyggðum jeppa með tengjanlegt framhjóladrif og hátt og lágt drif um millikassa. 3 dyra frá 1.840.000 kr. 5 dyra frá 2.190.000 kr. Byggður á grind SUZUKl GRAND VITARA Á meöal nýs búnaðar eru ABS-hemlar með rafeindastýrðri hemlaiöfnun (EBD), rafhitaðir útispeglar, fjarlæsing og tvístillt samlæsing. Hægt er að stilla næð ökumannssætis og stuðning við mjóbak auk þess sem fótarými aftursæta hefur verið aukið. $ SUZUKI —~VW. — SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Hátt og lágt drif SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Borgarnes: Bilasala Vesturlands, sími 437 15 77. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 22 30. Sauðárkrókur: Bila- og búvélasalan, Borgarröst 5, slmi 453 66 70. Akureyri: BSA hí, Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstáðir: Bilasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, slmi 471 30 05.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.