Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 x>v _______4^- Tilvera Corazon Aquino Corazon Aquino er 68 ára í dag. Aquino var kosin fyrsti kvenforseti Filippseyja árið 1986. Aquino varð frelsishetja í landi sínu eftir að fólkið í landinu haíði steypt Marcosi forseta af stóli og kjörið Aquino í embættið. Kona er nú aftur orðin forseti á Filippseyjum en Ar- royo, sem er dóttir eins fyrrverandi forseta landsins, sór embættiseið s. laugardag eftir að þjóðin hafði steypt Estrada forseta af stóli. tjörnuspá Gildir fyrir fímmtudaginn 25. janúar Vatnsberinn (20. ian.-is. febr.t: II átt mjög annríkt ' fyrri hluta dagsins og E- fólk er ekki jafh tilbú- iö að hjálpa þér og þú vildir. Þegar kvöldar fer allt að ganga betur. Rskarnlr (19. febr,-2Q. mars): Þú heyrir eitthvað sem kemnr þér á óvart en þú færð betri skýringu áður en langt um líð- ur. Kvöldið verðrn- ánægjulegt. Hrúturinn (21. mars-19. apríD: JT^lÞó að þér finnist vinnan jgr^fcm,,®i'’era mikilvæg þessa dagana ættirðu ekki að taka hana fram yfir vini og fjölskyldu. Vertu heiðarlegur og hreinskilinn í samskiptum við fólk. Nautið (20. april-20, maí): Það er hætta á deilum r í dag, þar sem spenna er í loftinu vegna at- burða sem beðið er eft- ir. Skipulagning er afar mikilvæg. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): Þú ættir að líta i eigin jpT^^barm áður en þú gagn- __J?g rýnir fólk. Ef þú gerir það mun þér ganga vel að vinna með öðru fólki. Krabblnn (22. iúní-22. iúiít: Einhver sýnir þér hlýtt jsviðmót og áhuga sem þú áttir alls ekki von á. ____ Þú verður mjög ánægð- ur méð þetta en þú skalt samt ekki sýna það of mikið til að byrja með. Liónið (23. iulí- 22. áeúst): Fjölskyldan ætti að eyða meiri tíma sam- an. Það er margt sem kemur þér skemmti- lega á óvart í dag. Mevian (23. áeúst-22. seot.i: gKjs Dagurinn einkennist -“‘CVjOt. af timaskorti og þú p^verður á þönum fyrri * hluta dagsins. Kvöldiö verður þó rólegt og ánægjulegt í faðmi fjölskyldunnar. Vogin (23. sept-23. okt.i: Þú færð góðar hug- myndir í dag en það er hægara sagt en gert að koma þeim á framfæri. Fólk virðist vera afar upptekið af sjálfu sér. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: Lifið virðist brosa við þér þessa dagana og ef Laþú ert ekki þegar orð- * inn ástfanginn muntu líklega verða það næstu daga. Bogamaður (22. nðv.-2l. des.): Jagurinn verður á ein- tivern hátt eftirminni- legur og þú tekur þátt í einhverju spennandi. Þú ættir að taka virkari þátt í fé- lagslíflnu. Steingeltin (22. des.-l9. ian.c Þú skalt forðast óþarfa tilflnningasemi og ekki láta skapið hlaupa með þig í gönur. Rómantíkin hggur í loftinu og von bráðar mun draga til tíðinda í ástarlífinu. Btógagnrýni Laugarásbíó/Stjörnubíó/Bíóhöllín - The 6th Day: ★ ★ I sporum skaparans Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Líkamsræktin tekin meö trompi: Morgunleikfimi gefur gull í mund Á þessum árstíma nota margir tímann til að ná af sér aukakílóun- Paul McCartney veður í pening- um. Hann á um 80 mihjarða ís- lenskra króna og er í 37. sæti yfir ríkustu menn Bretlands. Er Paul 7 sætur ofar en í fyrra. Lloyd Webber er næstríkasti tónlistarmaðurinn í Bretlandi. Hann á um 40 milljarða. Þó svo að Elton John sé ríkur er hann samt langt fyrir neðan hina tvo á listanum. Efstur á listanum yf- ir rikustu menn Bretlands er Hans Rausing sem á yfir 700 milljarða króna. Hann hefur auðgast vel á sölu á hlutabréfum í Tetra Laval sem býr til mjólkurfernur. um og koma skrokknum í gott form. Líkamsræktarstöðvarnar byrja að fyllast upp úr klukkan sjö á morgnana enda margir sem sjá sér hag í því að Ijúka æfíngunum áður en starfsdagurinn hefst. DV brá sér í Sundlaug Kópavogs fyrr i vikunni og hitti fyrir „morgun- fólkið.“ Að sögn starfsmanns í stöðinni er aðsóknin langmest fyrst á morgnana og siðan aftur á milli fimm og sex um eftirmiðdag- inn. ^4r LEIÐ TIL BETRA LÍFS „Það getur vissulega verið erfitt að hafa sig af stað en þegar maöur er einu sinni byrjaður þá veröur þetta fljótlega að góðum vana,“ sagði Ómar Sævarsson, starfsmað- ur í tölvudeild Flugleiða, en hann vaknar fyrir allar aldir og mætir í líkamsræktina í Sundlaug Kópa- vogs á hverjum virkum morgni. „Ég byrjaði að æfa reglulega í haust eftir nokkuð langt hlé. Þetta gengur ágætlega og nú er ég kom- inn á fulla ferð eftir stutt hlé um jólin. Það er ekki hægt að byrja daginn á betri hátt og ég segi stund- um að nú fyrst sé ég almennilega vaknaður þegar ég mæti í vinnuna," segir Sævar en hann eyðir að jafn- aði um klukkustund í likamsrækt- inni og oftar en ekki lætur hann líða úr sér í heita pottinum að æf- ingum loknum. Það er aldrei of seint að byrja og hér á eftir fylgja nokkur ráð fyrir þá UV-MriNUIK MAKI Morgunhressir á hlaupum Kjartan Einarsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Haraldur Teitsson og Ágúst Þor- geirsson létu engan bilbug á sér fmna þar sem þeir hlupu hvern kílómetrann á fætur öörum i morgunsáriö. sem hyggjast hefja einhvers konar líkamsrækt i vetur. Þú sjálfur Einbeittu þér að sjálfum þér í lík- amsræktinni. Það skiptir ekki máli hversu grönn, falleg eða stælt manneskjan við hliðina á þér er. Þú ætlar einungis að koma þinum eig- in líkama í gott form. Ekkert að óttast Það er um að gera að láta ekki hugmyndina um líkamsrækt hræða sig. Þjálfun getur farið fram víðar en á líkamsræktarstöö þar sem speglar eru á öllum veggjum. Rösk og góð ganga um hverfið þitt gerir meira gagn en þjálfun með hálfum huga á líkamsræktarstöð. Félagsskapurinn góður Reyndu að stunda líkamsrækt sem þú getur stundað með vini eða vinkonu. Hvort sem þú skokkar, syndir, lyftir lóðum eða stundar jóga er auðveldara að halda sér við efnið þegar þú færð hvatningu og fé- lagsskap. Gönguferö í stað bílferðar Ferskt loft og hreyfing er mesta heilsubót. Þvi getur verið skynsam- legt að hjóla eða ganga út í búð eða í vinnuna í stað þess að aka. Noel ræðst á Backstreet Boys<- Noel Gallagher er aftur farinnað láta heyra í sér. Nú hefur hann reitt milljónir aðdáenda Backstreet Boys til reiði. Aðspurður hvers vegna ensk- ar hljómsveitir seldu ekki margar plötur í Bandaríkjunum svaraði hann að Bandaríkjamenn hefðu lélegan smekk. Hann sagði að Backstreet Boys gætu ekki sungið, spilað og dansað auk þess sem lögin þeirra væru rusl. Þeir eyðilegðu tennur barna með því að taka þátt í gos- drykkjaauglýsingum. Réttast væri að skjóta þá. Paul á um 80 milljarða króna Æfir fimm sinnum i viku Ómar Sævarsson mætir alla virka daga í ræktina og segir þaö afbragös byrjun á góöum degi. Dekurverðlaun Gerðu ferðina í líkamsræktar- stöðina meira freistandi meö því að taka t.d. með þér gott húðkrem eða ilmolíu til að nota í gufubaði að loknum æfingum. Leiö fundin úr prísund Arnold Schwarzenegger í hlutverki Adams Gibsons. í upphafi The 6th Day erum við rækilega minnt á með blaðaúrklipp- um að það er farið að klóna dýr og í því tilviki bent á kindina Dollý. Frá þessum hugleiðingum erum við færð fram i tímann þar sem sams konar blaöaúrklippur sýna að til- raunir með að klóna manneskjur hafa tekist. Síðan sýna aðrar úr- klippur okkur að nú sé búið að banna klónun manna. Eftir þetta er skipt yfir í atburðarás sem sögð er eiga að gerast í nánustu framtíð. Miðað við tæki og tól, tilraunir á manninum og annað sem tina má til er vafasamt að tala um nánustu framtíð. Þegar svo Arnold Schwarzenegger mætir til leiks í hversdagsfötum dagsins í dag erum við að sjá fyrstu mótsögina af mörg- um í myndinni sem hefur skemmti- lega atburðarás. Samt hefur mistek- ist ætlunin að gera klónun á mann- inum trúverðuga; til þess er sagan of mikið ævintýri. Ævintýrið er samt sem áöur áhugavert í ljósi þess sem þegar hefur gerst í raunveru- leikanum. Það er alveg öruggt að klónun hefur ýmsa kosti og í byrjun mynd- arinnar erum við á ruðningsleik þar sem dýrasti leikmaður amer- íska fótboltans hálsbrýtur sig. Dýr- mæt fjárfesting er farin í súginn ... eða hvað? Því ekki að láta „orginal- inn“ drepast og klóna heilbrigðan ruðningsleikara? Það er lítið mál hjá Replacement Technology sem opinberlega klónar gæludýr og er með neðanjarðarstarfsemi þar sem klónun manna fer fram. Þessu hefur verið hægt að halda leyndu fyrir al- heiminum þar til fyrirtækinu verða á mistök, klónar flugmanninn Adam Gibson svo ekki komist upp um ljótt leyndarmál, án þess að vita að Gibson hafði ekki verið í flug- mannssætinu í örlagarikri ferð heldur er bráðlifandi. Því verður uppi fótur og fit, ekki bara hjá Gib- son sjálfum heldur í klónunarverk- smiðjunni þegar upp kemst um mis- tökin. Framvindan er svo eins og vænta má þegar Schwarzenegger á í hlut, mikill hasar og læti. Má segja að myndin sé heföbundin þar til kem- ur að því að óvænt stefnubreyting' verður, mjög svo áhugaverð, þar sem í raun er lagt að jöfnu klónaður maður og sá sem kemur úr maga móöur sinnar. Það eru viss mistök að gera mik- ið úr ósköp venjulegum hasaratrið- um á kostnað áhugaverðrar sögu. Það er eins og aðstandendur hafi ákveðið fyrir fram að myndin gengi ekki upp nema Schwarzenegger fengi tækifæri til að sýna styrk sinn sem aldrei hefur verið í töluðum orðum - viss mistök sem gera það aö verkum að The 6th Day verður, aldrei meira en miðlungsafþreying.1 Lelkstjóri: Roger Spottiswoode. Handrit: Cormac Wibberley og Marianne Wibberley. Kvikmyndataka: Pierre Mignot. Tónlist: Trevor Rabin. Aöallelkar- ar: Arnold Schwarzenegger, Robert Duvall, Tony Goldwyn, Michael Raspaport og Michael Rooker.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.