Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 I>V Átta tonn af list Um helgina var áhugaverð sýn- ing opnuö í Listasafninu á Akur- eyri. Hún ber yfirskriftina Detox og var fyrst opnuö í Kunstneres Hus í Ósló en hefurfarið víöa um Noreg. Hér lýkur feröalaginu og stendur sýningin út febrúar. Stále Stenslie er höfuó sýning- arinnar og sýningarstjóri en alls unnu sextán norskir listamenn aö gerö hennar, i samvinnu vió ýmsa tölvufrœðinga og tœknimenn. „Það er hluti af hugmynda- fræði Detox að listamenn eigi að vera forystumenn nýrrar tækni, en þeir eru frekar á eftir," segir sýningarstjórinn í samtali við menningarsiðu. „Þaö má segja að með Detox séum við að stinga okkur til sunds í möguleikum nýrra miðla. I rauninni er mikil þörf fyrir það vegna þess að þeir sem átta sig á tungumáli tækn- innar og reglum eru langt á und- an listamönnunum í gagnvirku tilliti." - Eiga listamenn endilega að vera á undan? „Það er siðferðileg spurning," segir Stále. „En sögulega séð hafa þeir alltaf verið á undan. MTV- sjónvarpið er til dæmis undir miklmn áhrifum frá fyrstu víd- eólistinni en í stafrænni list - tölvulist - hinum nýja miðli - hefur listamaðurinn ekki enn náð því sem er að gerast. Það er misskilningur að listamaðurinn þurfi að vera einhver verkfræð- ingur til þess að búa til tölvulist. Detox sýnir að listamaðurinn er uppspretta hugmyndanna og hugmyndirnar skapa listaverkið - ekki verklega hliðin." Framlenging á málverkinu Stále segir að tölvan sem tæki sé orðin alþjóðlegt fyrirbæri, líka fyrir listamenn, en þeir hafi til- hneigingu til þess að einblína á listina sem ákveðið ferli, óum- breytanlegt, og hana verði að skapa með „náttúrulegum" verk- færum. Verkin á Detox séu hins vegar allt annars eðlis og þau krefjast flókins búnaðar. Er ekki hörmulegt að flytja svo tæknilega sýningu yfir Atlantshafið? „Miðað við fjölda sýninga hlýtur eiginlega að vera auðveldara að setja upp Detox en aðrar Tónlist Stále Stenslie sýningarstjóri Detox er lífleg og fyndin sýning en hefur grafalvarlegan undirtón. sýningar," segir Stále og hlær. „En þetta eru átta tonn af rafmagnsvæddri list.“ Þó fullyrðir Stále að Detox sé mjög náttúruleg sýning vegna þess að hugmyndafræðin snúist um löngunina til þess að upp- lifa hluti og sé raunar nokkurs konar framlenging á hinu hefð- bundna málverki. „Starf okkar er byggt á því að nota nýjan miðil sem verk- færi til sköpunar. Netið er steindauður upplýsingabanki nema maður noti spjallrásim- ar og verði gagnvirkur. Útvíkk- un á þessu er þegar ekki aðeins eym og augu taka þátt heldur líkaminn allur og jafnvel um- hverfið." Tölvan mun stjórna umhverfinu Detox er ekki sýning sem hægt er að ganga um - sjá - og ganga svo út. Hún er hugsuð sem ferli þar sem listneytand- inn verður að ganga í gegnum hlið og er orðinn þátttakandi, hvort sem honum líkar betur eða verr. Raunar hafa áhorf- endur og listaverk gagnkvæm áhrif hvort á annað. Stále lýsir til að mynda skúlptúr sem þarf raunar að hafa samfarir við til þess að kanna - en hann vill ekki útskýra það nánar. Vana- lega megi sýningargestir ekki snerta listaverk en í Detox er það gert að skilyrði. Kannski er það mesta áskorunin. „Þetta er lífleg og fyndin sýn- ing, en hún hefur alvarlegan undirtón," segir Stále og verð- ur alvarlegur. „Á næstu árum á tölvan eftir að þróast frá þvi að standa kyrr á skrifborðinu og yfir í það að stjórna um- hverfinu. Tökum sem dæmi rafvætt baðherbergi sem vigtar íbúa húss þegar þeir fara þang- að inn á morgnana. Ef þyngdin er meiri en góðu hófi gegnir lokar tölvuheilinn ísskápnum. Þetta er alls ekki nein útópía. í framtíðinni verða tölvurnar byggðar inn í umhverfi okkar og þessi takmarkandi mynd, „tölvan við skrifborðið", verð- ur á undanhaldi. Listamenn verða að byrja að hugsa: „Hvað gerist? Hvenær sleppur tölvan úr þessum litla, leiðinlega kassa sem hún er í núna?“ Við veröum að skil- greina hvað er hægt að gera og hvað mun ger- ast í tölvuheiminum. Detox er tilraun til þess.“ -þhs HR Þrumusveifla, skvaldur og Sæbjörn Þann 17. febrúar nk. á „óskabarn íslenskra djassfikla", Stórsveit Reykjavíkur, tíu ára af- mæli. Það var fyrir tíu árum að trompetleikar- inn Sæbjörn Jónsson stýrði fyrstu æfingunni. Sæbjöm hefur staðið við stjórnvölinn síðan - og meira en það. Hann hefur lagt svo að segja nótt við dag í baráttu fyrir lífi sveitarinnar. Sæbjörn stjórnar hljómsveitinni á sérstökum afmælistón- leikum i Ráðhúsi Reykjavíkur 3. mars næstkom- andi. Það verða jafnframt kveðjutónleikar Sæ- bjöms þar sem hann hefur ákveðið að afhenda yngri manni tónsprotann. Stórsveit Reykjavíkur lék á tónleikum á Kaffi Reykjavik sl. laugardag. I þetta sinn var gesta- stjórnandi sveitarinnar sænskur, Frederik Norén, trompetleikari og stjórnandi SJO, Stock- holms Jazz Orchester. Auðheyrilega var mikill og góður fengur að fá Norén í heimsókn. Að vísu stóð hann svo stutt við að æfingatími var af mjög skomum skammti. Þar af leiðandi var leikur sveitarinn- ar hrárri á köflum en hann hefði þurft að vera. Á hinn bóginn var Ijóst að tónlistarmennimir tóku á honum stóra sínum til þess að láta dæm- ið ganga upp. Það gerði það líka mjög vel. Til hamingju, strákar! SJO kom upphaflega saman árið 1983 sem æf- ingahljómsveit, sem síðan hefur þróast í „sýn- ingarsveit „ fyrir marga hæfustu djassleikara Svíþjóðar. Norén hefur haldið um stjómvölinn frá upphafi, en siðan hafa þekktir útsetjarar ver- ið fengnir til að stýra sveitinni um hríð, m.a. pí- anistinn og básúnuleikarinn Bob Brookmeyer, píanistinn Jim McNeely og tenóristinn og bassaklarínettleikarinn Bob Mintzer. Tónlistin sem Stórsveit Reykjavíkur flutti með miklum myndarbrag á laugardaginn var öll úr Sæbjörn Jónsson Stórsveitarstjóri Afhendir sprotann yngri manni eftir afmælistónleikana. bókum SJO. Norén raðaði verkunum með tilliti til stutts æfingatima - byrjaði með þrumugóða sveiflu, þrjú lög útsett af Bill Holman, dæmigerð fyrir stil hans fyrir Woody Herman, Buddy Rich og fleiri þekktar stórsveitir fyrri tíma. Holman vann töluvert fyrir Stan Kenton í byrjun sjötta áratugarins. Ég held að Holman hafi drukkið kaffi á Borginni og hlustað á KK sextettinn á því tímabili! Síðan hefur hann komið víða við, m.a. útsetti harrn „Unforgettable" fyrir Natalie Cole. Af Holman-lögunum var Airegin (Rollins) best heppnað. Samspilið var með besta móti og hrynsveitin sérstaklega góð. Þeir Davíð Þór, pno, Gunnar, bs, og Jóhann, trm, voru eins og einn maður. Hrynsveitin hefur oft á tíðum verið slakasti þáttur sveitarinnar, en nú var hún betri en nokkru sinni fyrr. í seinni hluta tónleikanna voru verkin Pete’s Feet og Off the Cuff eftir McNeely áberandi betri en Tristanolegar fléttur sænska píanóleikarans Görans Strandberg sem hefðu þurft lengri æf- ingatíma. Lög McNeelys má heyra á geisladiski sem nefnist „Soundbites" (útg. Dragon DRCD 311). Þar má heyra SJO leika athyglisverða út- gáfu af „Yesterdays" og altóistann Dick Oatts brillera á sópran. Gaman hefði verið að heyra Sigurð Flosason spreyta sig í sama hlutverki. Ég nefni ekki frammistöðu einstakra einleik- ara stórsveitarinnar því í þetta sinn fannst mér hljómsveitin í heild vera það sem skipti máli. Samleikurinn og sveiflan var hin prýðUegasta. Strákarnir sönnuðu nú í eitt skipti fyrir öU að Stórsveit Reykjavíkur er mjög góð djasshljóm- sveit, betri en margar oflofaöar, ónefndar sveit- ir á Norðurlöndum. Einu leiðindin var tiUitslaust og hávært skvaldur starfsfólks veitingahússins sem pirraði þá sem sátu aftarlega í salnum. Ólafur Stephensen ____________________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir „Réttur“ meirihlutans „Meirihlutinn hefur aldrei rétt fyrir sér fyrr en hann breytir rétt,“ seg- ir dr. Stokkmann í Fjand- manni fólksins eftir Ibsen sem verður frumsýndur 2. febrúar í Borgarleikhús- inu. Þetta er líka yfir- skrift umræðufundar í kvöld kl. 20, í anddyri Borgarleikhússins, þar sem fjaUað verður um lýðræði, vald fjöl- miðla og skoðanamyndun í samfélaginu en þó fyrst og fremst þá spumingu hvort meirihlutanum beri að hlusta á og virða skoðanir minnihlutahs í lýðræðisríki. Framsögumenn eru Herdís Þorgeirsdótt- ir, Magnús Þór Þorbergsson og EgiU Helga- son sem einnig stjómar umræðum. Meðal þátttakenda í umræðunum er Garðar Sverr- isson, formaður Öryrkjabandalags íslands. Leikarar flytja að auki valin atriði úr Fjandmanni fólksins en Stokkmann-hjónin leika Ingvar E. Sigurðsson og HaUdóra Geirharðsdóttir. „0 Brother...“ Annað kvöld kl. 22.30 forsýnir kvikmynda- klúbburinn Filmundur í Háskólabíó nýjustu mynd Coen-bræðra, O Brother, Where Art Thou, sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Ethan og Joel Coen eiga að baki 17 ára farsælan feril í kvikmyndagerð eins og kvikmyndaáhugamenn vita, meðal mynda þeirra má nefna The Big Lebowski, Fargo, Hudsucker Proxy og Barton Fink. Kvenna- gullið George Clooney fékk guUinn hnött á dögunum fyrir leik sinn í nýju myndinni en með honum leika m.a. John Turturro, Tim Blake Nelson, John Goodman, HoUy Hunter og Charles Durning. Filmundur ætlar að halda Coen-hátíð helgina 1.-4. febrúar þar sem nokkrar af fyrri myndum bræðranna verða sýndar; dagskráin verður tUkynnt síðar. Sigurður og ósýni- lega konan í nadeginu á morgun, kl. 12-13, rabbar Sigurð- ur Guðmundsson, mynd- listarmaður og rithöf- undur, á vegum Rann- sóknastofu í kvenna- fræðum í Norræna hús- inu. Umræðuefnið er skáldsaga hans Ósýni- lega konan: SG-tríóið leikur og syngur sem kom út í fyrravor og er tUnefnd tU íslensku bókmenntaverðlaun- anna. í bókinni lætur Sigurður kveneðli sitt og karleðli takast á en utan um þau er hylk- ið sem er hvorugkyns. Mikilvægi hvers kyns fyrir lif og list höfundar er greinilegt. Þátttakendum gefst síðan tækifæri til að spyrja höfundinn - til dæmis um „ósýnilegu konuna", hugmyndafræði og list og hugsan- legt meginmarkmið bókarinnar sem felst í eins konar „kínverskri kyngreiningu". Ný Grálúða Sú breyting hefur orðið í hlutverkaskipan í sýn- ingu MöguleUdiússins á leikritinu „Lóma“ eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur að Ingibjörg Stefánsdóttir hefur tekið við hlutverk- um ínu Rósar og Grálúðu af Hrefnu HaUgrímsdótt- ur. Þetta er fyrsta hlut- verk Ingibjargar hjá Möguleikhúsinu en hún hefur m.a. leikið í kvikmyndinni Vegg- fóður, í Klukkustrengjum hjá Leikfélagi Ak- ureyrar og Panodil fyrir tvo hjá Leikfélagi íslands. Leikstjóri Lómu er Pétur Eggerz. Mósaík í kvöld Þeir sem heima sitja í kvöld geta horft á Mósaík i sjónvarpinu. Þar verður fjjallaö um kvikmyndina Villiljós og handritshöfundurinn Huldar Breiðfjörð tekinn tali. Pétur H. Ármanns- son lítur á nokkur hús í Austurstræti, einkum Búnaðarbankahúsið. Fylgst verður með Páli á Húsafelli sem opnaði sýningu í Lista- safni Ásmundar Sveinssonar um helgina óg hljómsveitin Buttercup kemur í heimsókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.