Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 24
-JM______ Tilvera MIDVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 DV Lóma í Möguleikhúsinu LeikritioTóma - mér er alveg sama þótt einhver sé að hlæja að mér, eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, verð- ur sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm kl. 13.10 og 14.40 i dag.. Sveitin ■ CHICAGO BEAU A HOTEL SEL- FOSSI Gamall kunningi blúsáhuga- manna heimsækir ísland um þessar mundir. Hér er á ferðinni Chicago Beau sem kom hér til lands í blús- bylgjunni sem hófst með Vinum "^afora, KK og fleiri á níunda áratugn- um. Kappinn kemur til með að spila á Hótel Selfossi í kvöld klukkan 22. Beau er ekki aðeins munnhörpuleik- ari og söngvari heldur einnig trommuleikari og rithöfundur. Beau hefur komið fram víöa um heim og m.a. leikiö og sungið meö The Art Ensamble of Chicago, James Cart- er, Frank Lacy, Amina Claudin Meyers, Herb Wells og snillingum eins og Junior Wells, Pinetop Perk- ins, Sunnnyland Slim og fjölmörgum öðrum. Með Chicago Beau leikur að þessu sinni hljómsveit Guðmundar Péturssonar gítarleikara. Hljómsveit- ;i - -Una skipa.auk Beau og Guðmundar þeir Jón Ólafsson píanóleikari, út- setjari og stjórnandi, Haraldur Þor- steinsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari. Sport ■ UDINESE - PARMA A SPORT- KAFFI Hægt veröur aö fylgjast með leik Udinese og Parma í beinni á stórum skjá á Sportkaffi í kvöld klukkan 20. ■ ÍSLANP - PORTÚGAL Á SPOBT- KAFFI Ekki klikka á því aö mæta á Sportkaffi til að fylgjast með EM- leik Islands og Portúgal í beinni. Myndlist ■ FJÖLL RÍMAR VIÐ TRÖLL Í ÁS- .MUNDARSAFNI Margt tröllslegt býr í þeim björgum sem Pall Guömundsson frá Húsafelli hefur skapaðjistaverk sín úr. Sýning hans stendur í Ásmundar- safni. Páll er ekki einn íslenskra lista- manna sem sækir hugmyndir sínar í hina hrikalegu og stórbrotnu fegurð sem fjöllin ein búa yfir. Ásmundur Sveinsson nefndi oftar en einu sinni að tröllin hans ættu upphaf sitt að rekja til íslensku fjallanna og er allmörg dæmi um þetta er að finna í verkum hans. I sýningunni í Ásmundarsafni er þessum tyeimur lista- mönnum stillt upp saman. Útkoman er rammíslensk sýn tveggja ólíkra lista- manna sem sækja hugmyndir sínar í harðgerða náttúruna og meitla hana af fingrum fram. Sýningunni lýkur 29. apríl. ■ GLERREGN RÚRÍ í LISTASAFNI ISLANDS Sýning á innsetningunni Glerregnl frá 1984 eftir Rúrí (f. 1951) stendur í Ustasafni íslands. Viðfangsefni Glerregns er tími og ógnir en verkiö er ein af fyrstu, inn- setningunum sem sýnd var á ís- landi. Listasafn íslands eignaðist verkið árið 1988 en sýnir það nú I fyrsta sinn. Sýningin stendur til 18. febrúar. ■ SÝNlNGjjjÝLÓ Sýningin Nýja málverkið, andar þaö enn? stendur nú I Nýlistasafninu. Dregin eru fram í dagsljósið verk sem tilheyra Nýja málverkinu - tímabili sem var kraft- mikiö og stóö stutt. Rifjaðar er upp sýningar eins og Gullströndin andar, Sjö í Norræna húsinu og verk sem . gerð voru í Nýlistadeild Myndlista- ' og handíðaskólans undir stjórn Árna Ingólfssonar. Þetta eru m.a. verk eftir Guörúnu Tryggvadóttur, Árna Ingólfsson, Krlstján Steingrím Jóns- son, Tolla, Daða Guðbjörnsson, Tuma Magnússon o.fl. 5já nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir frá Sauðárkróki: Spilar með norsku meisturunum - og skúrar íþróttahúsið alein Fjölskyldumál 43 eða 51 þúsund DV, SAUDÁRKRÓKI: „Þetta er búið að vera rosalega gaman og ég hlakka bara til að fara aftur. Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig og þó ég sé ekki búin að vera ytra nema í rúma tvo mánuði er ég þegar búin aö læra mjög mik- ið. Ég kem svo heim aftur að loknu keppnistimabilinu i marsmánuði og byrja þá strax að æfa með Breiða- bliki í fótboltanum þannig að það verður nóg aö gera hjá mér,“ segir Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir, 18 ára körfubolta- og knattspymukona frá Sauðárkróki, en hún hefur í vetur leikið körfubolta með norsku meist- urunum Gimle frá Bergen. Nýlega undirritaði Dúfa tveggja ára samning við íslandsmeistara Breiðabliks í kvennaknattspyrnu og ætlar Dúfa, sem er markvörður og hefur leikið með Skagamönnum þrjú síðustu tímabil, að etja þar kappi við landsliðsmarkvörðinn Þóru Helgadóttur. Segja má að Dúfa sé fyrsta íþróttakonan frá Sauðár- króki sem hleypir heimdraganum og heldur í atvinnumennsku, en reyndar segir hún að launin sem hún fær fyrir að spila með norsku meisturunum séu ekki nema rétt til þess aö lifa af. „Ég vinn fyrir mér auk smá- greiðslna fyrir að spila, með því skúra íþróttahúsið. íþróttahúsið er öðruvísi en íþróttahús sem við þekkjum. Það er bara salurinn, eng- in búnings- og baðaðstaða, ekki einu sinni salemi, og ég kem með vatnið að heiman. Því er bara hellt á gólfið og „moppað“, svolítið óvenjuleg hreingerningaraðferð." Fimm landsliðskonur Ertu að spila mikið með liðinu? „Já, við erum með mjög sterkan 11 manna hóp, fjórar norskar landsliðs- konur og eina enska. Þjálfarinn er rosalega sanngjarn og við spilum mjög jafnt. Ég spila svona 15-20 mín- útur í hverjum leik eins og ílestar hinar.“ - Ertu eitthvað farin að huga að því hvort þú tekur annað tímabil i körfuboltanum i Noregi? „Ekki mikið, það er best að ljúka þessu tímabili fyrst, og síðan ræðst það náttúrlega hvort þessi tveggja ára samningur við Blikana leyfir það að ég fari utan aftur. Ég vonast nú samt til að geta farið aftur næsta vet- ur, þar sem þá verða væntanlega fram undan spennandi verkefni hjá liðinu. Við erum ekki í Evrópu- keppni í vetur en stefnan er að fara i hana næsta vetur.“ Hver eru svo framtíðaráformin, landsliðssæti eða hvað? „Já, er það ekki hjá öllum. Annars er ég ekkert að velta framtíð- inni fyrir mér, einset mér bara að hugsa um það verkefni sem ég er að vinna að á hverjum tíma. Núna er bara fram undan að klára tímabilið ytra og síðan taka við æfingar hjá Breiðabliki í fótboltanum þegar ég kem heim aftur í mars,“ sagði Dúfa Dröfn. -ÞÁ Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyldumál á miðvikudögum er spilaður mun hraðari og harðari leikur en ég var vön heima. Dómar- arnir leyfa mjög mikið og það má segja að þeir dæmi nánast ekki neitt, láta leikina „fljóta“ mjög vel, eins og kallað er.“ Spurð hvort hún hafi stuðnings- fjölskyldu í Bergen segir Dúfa að það sé Matthías Viktorsson og Inga Andreassen sem þarna búa og bjuggu á Sauðárkróki í allmörg ár. „Ég var hjá þeim fyrstu vikuna, en svo eru þau mér til halds og trausts gott aö leita til þeirra. Ann- ars hefur verið mikið að gera hjá mér og auk þess að æfa og spila hef og ég verið að lesa utanskóla fyrir fjög- ur próf sem ég tek núna í vetur. Ég er á þriðja ári í fjölbrautinni og stefni að þvi að halda áfram námi, fer líklega í norskunám eftir ára- mótin.“ Gott að koma í matinn hjá mömmu - Var þá ekki gott að koma heim í jólafrí? „Jú, sérstaklega að koma í matinn hjá mömmu. Ég er nú ekki mjög dug- leg að elda, lifi mikið á pasta og núðl- um, þannig að það var kærkomið að fá almennilegan mat hjá mömmu.“ Norsku meisturunum Gimle hefur gengið vel í vetur, hafa unnið alla sína leiki og eru því efstir í deildinni þegar mótið er hálfnað. „Það eru sjö lið í deildinni og við erum bún- ar að spila sex leiki. Aðal- keppinauturinn er Aser frá Ósló og þessi tvö lið hafa talsverða yfirburði í deild- inni og eru að mínu mati talsvert sterkari en bestu liðin eru hérna. í heild er deildin líka mun sterk- ari og þama Eftir að dómur Hæstaréttar féll í máli öryrkja gegn Tryggingastofnun ríkisins hefur legið fyrir að skerð- ing tekjutryggingar öryrkja vegna tekna maka er ólögleg eins og hún hefur verið framkvæmd á undan- fórnum árum. Mannréttindi hafa verið brotin á þeim hópi lands- manna sem minnst mega sín. Þó að menn hafi deilt um það fram og aft- ur síðan dómurinn féfl hvernig bregðast skuli við, þá eru þessi mannréttindabrot óumdeild stað- reynd. Því hefði ríkisstjórninni ver- ið sæmandi að biðja öryrkja afsök- unar strax eftir að dómur lá fyrir. En hún kaus að fara aðra leið eins og allir vita. Ég ætla mér ekki að sökkva þess- um pistli á kaf í allar þær lagaílækj- ur sem bornar hafa verið á borð fyr- ir landsmenn á undanfórnum miss- erum í þessu máli. Enda þarf ekki lögfræðimenntun til að skilja þá deilu sem risið hefur vegna við- bragða ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar. Samkvæmt hinu nýja lagafrumvarpi ríkistjórnarinnar vill stjómin lækka tekjutryggingu giftra öryrkja úr 51.000 krónum í 43.000 krónur. Andstæðingar laga- frumvarpsins telja slíkt brot á mannréttindum öryrkja. Svo einfold er þessi deila á yfirborðinu. Og því spyr maður sig hvers vegna ríkis- stjórnin er að standa i þessu stappi? Munar ríkissjóð svona mikið um þessar 8.000 krónur? Eða liggja ein- hverjar aðrar ástæður að baki en peningaleysi stjómvalda? Og hvers vegna er miðað við 8.000 krónur í frumvarpinu? Væri ekki alveg eins hægt að skerða tekjutrygginguna um 7.666 krónur eða 8.222 krónur? Utanríkisráðherra hefur sjálfur sagt í fjölmiðlum að þessar 8.000 krónur séu ekki heilög tala. Það er eins og hún hafi verið sett fram til þess að hafa eitthvað að miða við, „af því bara“ eins og bömin segja. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þessi deila ekki um 8.000 krón- ur heldur grundvallaratriði. Hún snýst I raun um hvort rétt sé að tekjutengja örorkubætur eða ekki. Og hún gefur tóninn fyrir enn stærri deilu, það er spurninguna um hvort það eigi yfirleitt að tengja bætur eins og örorkubætur, ellilíf- eyri og aörar slíkar við tekjur fjöl- skyldunnar. Eða með öðrum orðum, á framfærsla þeirra sem hafa orðið undir í þjóðfélaginu eða mega sín minna, á sú framfærsla að vera að einhverju leyti á ábyrgð fjölskyld- unnar? Eða á hver einstaklingur rétt á sinni framfærslu, óháð tekj- um maka og fjölskyldu? Þetta er spuming um sjálfstæði og sjálfs- virðingu einstaklingsins. Fyrri leið- in, að láta fjölskylduna bera ábyrgð á þeim sem minna mega sín í sam- félaginu, hefur gjaman verið kölluð íslenska leiðin. Eftir þeirri leið hef- ur reyndar tíðkast að fara hér á landi um árabil. Það glittir víða í hana í velferðarkerflnu. Síðari leið- in hefur aftur á móti verið farin í löndunum í kringum okkur. Er þar litið á hvem einstakling sem sjálf- stæða persónu. Ef þessi persóna glatar starfsgetu vegna örorku, Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þessi deila ekki um 8.000 krónur heldur grundvallaratriði. Hún snýst í raun um hvort rétt sé að tekju- tengja örorkubœtur eða ekki. Og hún gefur tón- inn fyrir enn stœrri deilu, það er spuming- una um hvort það eigi yfirleitt að tengja bœtur eins og örorkubætur, elli- lífeyri og aðrar slíkar við tekjur fjölskyldunnar. sjúkdóma eða elli, þá er það talin sjálfsögð skylda samfélagsins að hlaupa undir bagga þannig að við- komandi geti viðhaldið mannlegri reisn. í raun og veru er íslenska leiðin arfur frá fátækrastyrknum á liðinni öld þegar menn gátu sótt um aðstoð að vissu marki, sagt sig á sveitina, orðið ómagar, þegar allt annað brást. Um þessar tvær leiðir er tekist á þessa dagana þegar deilt er um 8.000 krónurnar á Alþingi. í þeirri deilu hefur íslenska þjóðin tekið afstöðu með öðrum siðuðum þjóðum í Evr- ópu ef marka má skoðannakannan- ir. Það hefur Hæstiréttur líka gert. Vonandi gera þingmenn Alþingis slíkt hið sarna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.