Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 Fréttir I>V Pólitísk skuttogaravæðing áranna 1971-1983: Hefndi sín í nei- kvæðri byggðaþróun ” segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur Stuttar fréttir Kerflnu verður að breyta Kristinn H. Gunn- arsson, þingflokks- formaður Framsókn- arílokksins, lýsti því yflr á Alþingi í gær að ekki væri hægt að byggja upp útgerð í núverandi kerfi fisk- veiðistjómunar nema greiða óheyrilegt fé fyrir heim- ildir til útgerðai-manna í öðrum byggð- arlögum. Ástandið væri óviðunandi og núverandi kerfi yrði að breyta með innköllun veiðiheimilda og endurút- hlutun. Pólitísk úthlutun atvinnutækja á borð við skuttogaravæðinguna, sem hófst í byrjun áttunda áratugarins og skilaði hraðri uppbyggingu á árunum 1971-1983, reyndist landsbyggðinni ekki vel þegar til lengdar lét. Skuttog- aravæðingin, stóraukin veiðigeta og gríðarleg og hröð uppbygging frysti- húsa var stóriðja sem lítil samfélög hreinlega réðu ekki við. Þetta er inntak greinar sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur birtir í Við- skiptablaðinu í dag. Þar segir hann m.a. að í raun hafi verið hægt að líkja þessari hröðu uppbyggingu við gullæði. Á þessum tima vom lán skömmtuð frá fjárfestingarsjóðum á vegum hins opinbera. Stjómvöld vom því í þeirri aðstöðu að geta stjómað uppbyggingu botnfiskveiðanna með pólitískum hætti. Lögö var sérstök áhersla á að dreifa togurum og fisk- vinnsluhúsum sem viðast um landið og nutu smærri þéttbýlisstaðir for- gangs í því efni. Á milli 1971 og 1983 fjölgaði íbúum smábæja um 12.000 sálir, eða um 30%, og undir lok þessa tímabils bjó rúmur fimmtungur landsmanna á slíkum stöðum. Á sama tíma fjölgaði íbúum Reykjavíkur aðeins um 15%. Sem kunnugt er hefur þessi þróun snúist al- gjörlega við á síðustu ámm og hraður fólksflótti hefur verið af landsbyggð- inni til Reykjavíkur og nálægra sveit- arfélaga. Ásgeir, sem sjálfur er Skagfirðingur að úppmna, segir í samtali við DV að mörg af hinum smærri plássum hafi þó ákveðna kosti sem menn hafi ekki áttað sig á. Vinnuaflið sé t.d. tryggt. „Ég held því að það verði áfram byggð úti á landi en það er ekki sjálfgefið að allir staðir haldist í byggð." Hann vildi ekki alhæfa neitt um nýjar áætlanir um stóriðju í formi álvers í Reyðar- firði. Þar komi stóriðja inn í litið sam- félag, líkt og við skuttogaravæðinguna áður, og að því leyti sé þetta keimlíkt öðmm fyrri byggðalausnum stjórn- Kistill Bólu-Hjálm- ars kominn heim DV, SKAGAFlRDh A síðasta ári eignaðist Byggðasafn Skagfirðinga útskorinn kistil sem talið er nokkuð víst að skáldið Bólu- Hjálmar hafi smíðað og skorið út árið 1838. Kistillinn hefur verið í Dan- mörku í langan tíma - jafnvel farið þangað fljótlega eftir að hann var smíðaður. Tildrög þess að kistillinn komst norður í Skagafiörð eru þau að fomgripasali í Kaupmannahöfn hafði samband við Þjóðminjasafn íslands og sagði frá honum. Við eftirgrennslan Þórs Magnús- sonar þjóðminjavarðar kom í ljós að kistillinn væri sennilega verk Hjálm- ars Jónssonar, 1796-1875, frá Bólu í Blönduhlið. Var sú ályktun dregin af stílbrigði útskurðarins. Niðurstaðan varð sú að Byggðasafn Skagfirðinga keypti kistilinn og fékk til þess fiár- stuðning nokkurra fyrirtækja í hér- aðinu. Sigriður Sigurðardóttir, safn- stjóri Byggðasafns Skagfirðinga, segir að útskorið íslandskort á bakhlið kistilsins geri hann einstakan meðal muna eftir Bólu-Hjálmar að því leyti að ekki er vitað um mörg önnur kort af landinu frá þessum tíma, tálguð í tré. Hún segir ánægjulegt að safnið hafi komist yfir þennan dýrgrip og hvetur fólk eindregið til að hafa sam- band ef það veit um gamla muni sem mega fara á safn. Þeir séu víða og verði í sumum tilfeOum eyðileggingu að bráð þar sem fólk áttar sig ekki alltaf á að mikil menningarverðmæti felast oft í einföldum og algengum munum sem vert er að varðveita. -ÖÞ Kominn heim Sigríöur Siguröardóttir, safnstjóri í Glaumbæ, meö kistil Bólu-Hjálmars sem er kominn heim eftir langa úti- vist í Danmörku. DV-MYNDIR ÖRN ÞÓRARINSSON valda og í enn stærri útgáfú en áður hafi þekkst. Vitnar Ásgeir til breska sagnfræð- ingsins Amold J. Toynbee sem lét einu sinni svo ummælt að í mannkynssög- unni væri það regla að hraður upp- gangur sáði fræjum hnignunar sem síðar kæmi fram. „Sá grunur læðist að manni að þær aðferðir sem notaðar voru til þess að ná fram svo örri fólks- fiölgun á áttunda áratugnum hafi hefnt sín er frá leið og séu ein helsta ástæð- an fyrir byggðaþróun síðustu ára.“ -HKr. Reyk j avíkurf lugvöllur: Rafrænar kosningar í mars - kosta borgarbúa ríflega 30 milljónir DV-MYND INGð Flugvöllinn burt? Á fundi í Ráöhúsi Reykjavíkur í gærdag voru rafrænar kosningar um þaö hvort Reykjavíkurflugvöllur skuli vera áfram í Vatnsmýrinni áriö 2016 kynntar. Kosningarnar fara fram í Reykjavík 17. mars næstkomandi. Hinn 17. mars næstkomandi munu Reykvíkingar ganga til kosn- inga um flugvöllinn í Vatnsmýr- inni. Eingöngu er verið að kjósa um það hvort Reykjavíkurflugvöllur skuli vera áfram í Vatnsmýrinni eða ekki árið 2016. Hvað gert verði við flugvöUinn fái hann að vera áfram í Vatnsmýrinni, sem og hvert vöUurinn muni flytja ef borgarbúar vísa honum úr mýrinni, verður seinni tíma ákvörðun. Kosningarnar veröa rafrænar og verður hægt að kjósa í Ráðhúsinu, Kringlunni og þremur skólum; Seljaskóla, Engjaskóla og Laugar- nesskóla. Þeir sem vilja heldur kjósa upp á gamla mátann geta komið í Ráðhús Reykjavikur vik- una fyrir kosningarnar og kosið skriflega. „Með því að hafa þetta á slíkum stöðum viljum við gera kosningam- ar aðgengUegar fyrir fólk,“ sagði borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, á blaðamanna- fundi sem hald- inn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærdag. Bæði það að hafa kosningarn- ar rafrænar, sem og að bjóða upp á atkvæðagreiðslu í verslunarmið- stöð, telst tU ný- mæla í landinu og gera borgaryf- irvöld þetta með það I huga að ná til fleiri kjósenda. í sveitarstjómar- kosningum er al- gengt að kjörsókn sé um 80 prósent en í einstökum málum hefur hún hingað til verið mun lakari. Á borgarráðsfundi í gær var sam- þykkt að ef 75 prósent atkvæðis- bærra Reykvíkinga kjósi, eða ef yfir 50 prósent greiddra atkvæða eru greidd með öðrum hvorum kostin- um, verði niðurstaða kosninganna bindandi fyfir borgarráð. f bæklingi sem borgin hefur gefið út og mun dreifa í heimahús á næstu dögum kemur fram að ef borgarbúar kjósa að hafa vöUinn áfram í Vatns- mýrinni kæmi tU greina að byggja við hann í Skerjafirði. En ef borgar- búar vilja völlinn burt væri hægt að byggja nýjan á Lönguskerjum í Skerjafirði. Auk þessara möguleika kemur tU greina að halda veUinum eins og hann er, flytja hann í Hvassa- hraun í Hafnarfirði eða flytja innan- landsflug til Keflavíkur. Búið er að opna heimasíðu þar sem hægt er að leita sér upplýsinga um völlinn og lesa aðsent efni, ásamt fleiru. Heimasíðan er á slóö- inni www.flugvoUur.is. Kosningarnar og kynning á þeim eru þó ekki ókeypis en þær munu kosta borgarbúa ríflega 30 miUjónir króna. -SMK Gatnagerðargjöld hækka Borgarráð hefúr samþykkt að hækka gatnagerðargjöld í Reykjavík og nemur hækkunin aUt að 22,5% fyrir fiölbýlis- hús en 7,1% fyrir einbýlishús. Vantar fósturheimili Nánast útUokað hefur verið að fá fólk á höfuðborgarsvæðinu tU þess að taka að sér böm i skammtímafóstur og eru því flest bömin send í fóstur út á land. Vísir.is greindi frá. Spurð um Búnaðarbanka UmdeUd viðskipti Búnaðarbankans í tengslum við DeCODE, Pharmaco, Ágæti og fleira era komin í sali Al- þingis. Jóhanna Sigurðardóttir þing- maður hefur lagt fram ítarlega fyrir- spum tU Valgerðar Sverrisdóttur við- skiptaráðherra um málefni bankans og stjómenda hans. Breytingar hjá Rarik Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráð- herra boðaði í gær að nýtt frumvarp um skipan raforkumála myndi senn verða lagt fram, sem hefði í fór með sér miklar og afgerandi breyt- ingar á mörgum sviðum, fyrst og fremst vegna tUskipunar ESB. Mál Gílajevs til skoðunar Umboðsmaður Alþingis hefur tekið mál Aslans GUajevs fyrir og mun hann athuga hvort rétt hafi verið hjá dóms- málaráðuneytinu að synja honum um dvalarleyfi. GUajev er kvæntur ís- lenskri konu en hann hefur hvorki dvalar- né atvinnuleyfi á íslandi. Vís- ir.is greinir frá. Vilja 10 km raflínu í jörð Mótmælendur gegn áformum Landsvirkjunar um lagningu raflínu frá virkjunarsvæðinu við Þjórsá að Brennimel í Hvalfirði hafa lagt fram tUlögu um að leggja línuna í jörð á 10 km kafla eða þar sem byggð er mest. Fósturvísaútflutningur Guðni Ágússon landbúnaðarráðherra segist ekki sjá nein tormerki á því að flytja út sæði og fóst- urvísa úr íslenska hestinum en þýskir hrossaræktendur hafa farið fram á það. Útflutningur gæti hins vegar dregið úr forskoti íslendinga í ræktun íslenska hestsins. Sjónvarpið greindi frá. Póstmenn semja Póstmannafélag íslands undirritaði kjarasamning í gær við íslandspóst og er þar með fyrsta aðUdarfélag BSRB tU að semja. Samningurinn á eftir að fara í allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu. Vísir.is greinir frá. Keikóverkefhið í skip í aprU er væntanlegt stórt skip tU Eyja sem á að taka háhyminginn Keikó og aUt sem honum fylgir. Frá skipinu á að halda áfram tilraunum tU að koma Keikó í samband við aðra há- hyminga. Vísir.is greinir frá. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.