Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001
DV
9
Fréttir
Fornleifafundur frá landnámsöld:
Hugsanlega
fjórða
byggingin
- vitaö um staðsetningu þriggja skála
„Þetta staðfestir það sem okkur
grunaöi, að þarna væru leifar frá
elstu tíð og þetta er skemmtilegt
að því leyti að þetta gefur góðar
vonir um að þarna séu einhverjar
heillegar leifar," sagði Orri Vé-
steinsson, einn þeirra sex forn-
leifafræðinga sem vinna þessa
dagana að uppgreftri í Aðalstræti í
Reykjavik. Orri og starfsfélagar
hans hafa uppgötvað minjar sem
taldar eru vera frá landnámstíð.
„Það eru skurðir þarna eftir
undirstöður húsa frá 18. öld, sem
voru grafnir niður á malarkamb-
inn. Við sjáum í sniðunum sem
þeir skurðir hafa farið í gegnum
að þar eru torfveggjaleifar sem ör-
ugglega eru mjög gamlar. Þær eru
af svipaðri gerð og torfveggir frá
elstu tíð sem hafa sést annars stað-
ar á svæðinu við fyrri uppgröft.
En á þessu stigi málsins vitum við
ekkert annað um þetta,“ sagði
Orri.
Árbæjarsafn stendur fyrir upp-
greftrinum og Fornleifastofnun ís-
lands vinnur verkið, sem áætlaö
er að standi fram á vor. Fornleifa-
fræðingarnir eru þessa dagana að
skoða 18. og 19. aldar leifar af Inn-
réttingahúsum og munu skoöa
eldri leifamar þegar vorar.
Að sögn Orra virðist sem lítið
hafi verið um mannabyggö á þess-
um stað frá landnámsöld til 18.
aldar. Vitað er að fyrsti Reykjavík-
urbærinn stóö sunrlan við upp-
gröftinn í Aðalstræti, eða á svipuð-
um slóðum og herkastalinn er
núna. Leifar þriggja skála eru
þekktar, tveggja við Aðalstræti og
eins við Suðurgötuna.
„Það virðist eins og menn hafi
dreift svolitið úr byggðinni þarna
allra fyrst, við vitum um þrjá
skála og þetta gæti hugsanlega
verið fjórða byggingin. Siðan, af
einhverjum ástæðum, heldur
byggðin ekki áfram nema á einum
Fornleifafræöingar aö störfum
Viö rannsóknir á fornleifum í Aöalstrætinu í Reykjavík fundu fornteifafræöingar leifar af torfvegg sem talinn
er vera frá landnámsöld.
af þessum stöðum, það er að segja
við Suðurgötuna, hvaða ástæður
sem liggja fyrir því. Hugsanlega
voru fleiri fjölskyldur á ferö fyrst
eða þá að Ingólfur var bara svona
stórtækur í byggingum. En
kannski munum við finna eitthvað
sem varpar ljósi á þetta,“ sagði
Orri. -SMK
Hvalf j arðargöng:
70 þúsund bílar
um göngin í janúar
- öryggismyndavélar í göngin meö vorinu
DV. HVALFIRDI:____________________
Sjötíu þúsund bílar keyrðu í
gegnum Hvalfjarðargöng i janúar á
þessu ári á móti 60.000 bílum á sama
tíma í fyrrra. Að sögn Stefáns Reyn-
is Kristinssonar, framkvæmda-
stjóra Spalar, er aðalástæðan fyrir
þessari auknu umferð betra tíðarfar
í janúar á þessu ári en í fyrra og
hann segir jafnframt að umferðin
það sem af er febrúar sé meiri en á
sama tíma i fyrra af sömu ástæðum.
Eins og komið hefur fram þá hef-
ur stjórn Spalar ákveðið að endur-
skoða gjaldskrá Hvalfjarðarganga
og má búast við því að gjaldið
hækki í vor m.a vegna gengistaps.
Stefán Reynir segir að það sé verið
að skoða málin en það sé ekkert frá-
gengið.
Unnið er að því að flnna hentug-
ar öryggismyndavélar fyrir göngin,
en þær kosta á bilinu 6-7 milljónir
króna. „Ég get ekki sagt til um
hvenær öryggismyndavélamar verða
settar upp, þetta tekur lengri tíma en
menn reiknuðu með, en maður vonar
að þær verði komnar upp með vor-
inu,“ sagði Stefán við DV.
Ráðamenn Spalar hafa ákveðið að
setja upp stálbita við munna gang-
anna til að koma i veg fyrir að flutn-
ingabílstjórar fari undir fjörðinn
með of háan farm. Verið er að
hanna bitana og þeim verður komið
fyrir eftir fáeinar vikur. Áður en til
þess kemur mun Spölur kynna mál-
ið frekar á opinberum vettvangi svo
allir sem stunda þungaflutninga
undir Hvalfjörð viti hvað til stend-
ur. Ástæður fyrir ákvörðun um stál-
bitana eru ítrekuð brot flutningabíl-
stjóra sem fara um göngin með mun
hærri farma en heimilt er sam-
kvæmt gildandi lögum og reglum.
-DVÓ
Sameignarfélagið Kirkju-
braut 40 heldur aðalfund
DV. AKRANESI:_________________
Missagt var í DV þann 12. febrúar í
grein um deilu Verkalýðsfélags Akra-
ness og tveggja stéttarfélaga að ekki
hafi verið haldinn aðalfundur síðast-
liðinn 10 ár hjá Sameignarfélaginu
Kirkjubraut 40 og að bókhaldið væri
óendm’skoðað fyrir sama tíma.
Hið rétta er að aðalfundir hafa verið
haldnir hjá Sameignarfélaginu Kirkju-
braut 40 fyrir öll árin og það bókhald
er allt endurskoðað og í góðu lagi, að-
alfundur þess fyrir árið 2000 verður á
fimmtudag. Hins vegar hafa ekki verið
haldnir aðalfúndir hjá Sameignarfélag-
inu Stéttarfélögin Vinnumiðlun
Kirkjubraut 40 síðustu tíu ár og það
bókhald er óendurskoðað og er beðist
velvirðingar á þessum mistökum.
-DVÓ
Loðnufrysting fvrir Japan hafin
DV, AKRANESl:________________________
A laugardagskvöld hófst frysting á
loðnu fyrir Japansmarkað hjá Har-
aldi Böðvarssyni hf. Japanar gera
kröfu um að loðnan sé átulaus og
hrognafylling í hrygnunni sé a.m.k.
15%. Loðnan sem Víkingur og Óli í
Sandgerði lönduðu á laugardagskvöld
og sunnudagsmorgun uppfyllti þessi
skilyrði. Fryst var meðal annars í
frystitogaranum Höfrungi III sem lá
við bryggjuna á Akranesi. AIls voru
fryst tæp 15 tonn þar, eða 1600 kassar
af loðnu, fyrir Japansmarkað og voru
um 52 til 55 stykki í kílóinu. 18 tíma
tók að frysta þetta magn. í gærkvöldi
var byrjað að kalda og nú er útlit fyr-
ir brælu næstu 2 dagana. Víkingur og
Óli í Sandgerði náðu þó afla í nótt og
eru þeir væntanlegir i kvöld. Vonast
er til að hægt verði að halda loðnu-
frystingu áfram í kvöld. -DVÓ
Bless bursti
Nú á ég skilið að fá
uppþvottavél
AEG
Favorit 4231 U-W
verð 49.900
stgr
AEG
Favorit
60850 U-W
Vinnur verk sín í hljóði
Þetta er sú heitasta á markaðnum, turbo þurrkun með heitum
blæstri og svo hljóðlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún
er gangi. Tekur 12 manna stell, býr yfir 6 þvottakerfum, er
með 6 falt vatnsöryggi og svona mætti lengi telja - þetta er
alvöruvél. Við vonumst til að geta óskað þér til hamingju með
áfangann en bendum þér samt á að kveðja gamla
uppþvottaburstann og -vettlingana með hæfilegri virðingu.
Eyrarvegi 29, Selfossi
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is