Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Síða 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001
I>V
Peter Mandelson
Er kveikjan aö tittögu þingmanna um
aukiö eftirlit meö störfum ráöherra.
Hertara eftirlit
með ráðherrum
Breskir þingmenn vilja láta
kanna möguleikann á því að komið
verði á sterkri eftirlitsstofnun sem
hefur það að markmiöi að hafa eft-
irlit með störfum ráðherra í ríkis-
stjórn. Tillaga þingmannanna kem-
ur i kjölfar ásakana í garð fyrrum
Norður-lrlansmálaráðherrans, Pet-
er Mandelson sem sagði af sér
embætti fyrir skömmu.
Hlutverk stofnunarinnar yrði að
sjá til þess að reglum um hegðan og
breytni ráðherra, sem hafa spunnist
á síðustu 50 árum, sé fylgt í hví-
vetna.
Tillögurnar miða að því að um-
boðsmaður þingheims, sem tekur
einnig við kvörtunum í garð þing-
manna, fengi aukið vald og tæki að
sér kvörtunarmál í garð ráðherra.
Sakaður um að
hafa vitað af
árás NATO
Sjónvarpsstjóri serbneska rikis-
sjónvarpsins hefur verið handtek-
inn grunaður um að hafa vitað að
sjónvarpsstöðin myndi verða fyrir
sprengingu. Sextán létust þegar
NATO-ílugvélar sprengdu sjón-
varpsbygginguna í Belgrad í apríl
árið 1999.
Sjónvarpsstjórinn, Dragoljub
Milanovic, stuðningsmaður Milos-
evic, fyrrum forseta Júgóslavíu, er
sakaður um að hafa ekki rýmt bygg-
inguna áður en hún varð fyrir
árásinni. Starfsmenn stöðvarinnar
saka Milanovic um að hafa þar með
gert stöðina að „lifandi skot-
marki“og fara fram á refsingu.
Poul Nyrup Rasmussen
Þjóöarfiokkurinn vilt einnig kanna
aöild Pouls Nyrups aö sölunni.
Vill kanna sölu á
olíurétti Dana
Danski Þjóðarflokkurinn vill
hetja umræður á danska þinginu
um fundi fyrrum forsætisráðherra
Danmerkur, Pouls Schlúters, og
færeysku landstjórnarinnar árið
1992 um sölu stjórnarinnar á rétti til
olíuvinnslu í lögsögu Færeyja.
„Ríkisstjómin verður að leggja
öll spilin á borðið," sagði
varaformaður Þjóðarflokksins,
Peter Skaarup, í fréttatilkynningu
til fjölmiðla.
Annar öflugur jarðskjálfti í E1 Salvador á einum mánuði:
Hundruð látin og
yfir 1000 slasaðir
Að minnsta kosti 170 manns lét-
ust og yfir þúsund manns slösuðust
í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir
E1 Salvador í gær. Einn mánuður er
síðan annar öflugur skjálfti gekk yf-
ir svæðið en í honum létust 844.
Skjálftinn í gær mældist 6,1 stig
á Richterskvarða og telst til eftir-
skjálfta af stóra skjálftanum 13. jan-
úar síðastliðinn. Sá skjálfti mældist
7,7 á Richterskvarða.
Verst úti varð borgin San Vicente
sem er um 40 kílómetra frá höfuð-
borg E1 Salvador, San Salvador.
Hundruð húsa i borginni féllu sam-
an í skjálftanum en mörg þeirra
höfðu þegar látið á sjá síðan í fyrri
skjálftanum. Mikil hræðsla greip
um sig um allt land í kjölfar skjálft-
ans og fólk vart búið að jafna sig eft-
ir fyrri hörmungar.
Skjálftans varð einnig vart í ná-
grannaríkjunum, Gvatemala og
Hondúras, og einnig í hluta
Nikaragúa.
Auk San Vicente varð tjónið
verulegt í borgunum Los Chorrös,
La Leona og Cojutepeque en þessar
borgir eru allar í nokkrurra tuga
kílómetra fjarlægð frá San
Salvador. í San Salvador varð tjónið
óverulegt.
Skjálftinn fannst vel á mælum
bandarísku Jarðvísindastofnunar-
innar í Kóloradó í Bandaríkjunum
en upptök hans mældust 24 kíló-
metra suðaustur af San Salvador.
Skjálftahrinan sjálf stóð í tuttugu
sekúndur. Mikil umferð var á göt-
um borga þegar skjálftinn reið yfir
klukkan rúmlega átta að morgni að
staðartíma.
Eftir skjálftann þusti fólk út af
vinnustöðum sínum og út á götur í
mikilli geðshræringu. í Teg-
ucigalpa, höfuðstað Hondúras, varð
fólk gripið ofsahræðslu þegar jörðin
tók að hristast. T)ón í Hondúras er
þó ekki talið verulegt.
Tilkynningar hafa borist um fólk
sem er lokað inni í húsum sínum í
San Miquel de Tepezontes og San
Augustin sem eru rétt utan höfuð-
borgar E1 Salvador. Þá var einnig
tilkynnt um fólk sem er fast í rúst-
um í San Cayetano, um 30 kílómetra
austur af höfuðborginni.
Tíu herþyrlur hafa verið sendar á
staðinn til að rýma svæðið og bjarga
slösuðum af jarðskjálftasvæðunum.
Rauði krossinn hefur beðið fólk um
að birgja sig af matvælum og vatni
og bíða eftirskjálfta.
Yfir Suðurskautslandið
Ann Bancroft frá Bandaríkjunum
og Liv Arnesen frá Noregi eru
fyrstu konurnar sem komist hafa yf-
ir Suðurskautslandið á skiðum. Tók
ferð þeirra 90 daga.
Sakað um nasistaaöstoð
Gyðingar fullyrða að þýskt dótt-
urfyrirtæki IBM hafði látið þýska
ríkinu í té tækni sem það hefði átt
að vita að auðveldaði ofsóknir gegn
gyðingum.
Fundur í Kaíró
Utanríkisráð-
herra Rússlands,
Igor Ivanov, greindi
í gær frá fýrirhug-
uðum fundi sínum
og bandarisks
starfsbróður síns,
Colins Powells, í
Kaíró í Egyptalandi
þann 24. febrúar. Meðal annars
verður rætt um kólnað andrúmsloft
milli Rússlands og Bandaríkjanna.
Baráttumaður myrtur
Ivan Villamizar, mannréttinda-
frömuður og fyrrverandi umboðs-
maður stjómarinnar í Kolumbíu,
var skotinn til bana í Cucuta á
mánudaginn.
Ekki þvingaðir á eftirlaun
Tony Blair, for-
sætisráðherra Bret-
lands, leggur til að
Bretar fái að vinna
eins lengi og þeir
vilja. Ekki eigi að
þvinga þá á eftir-
laun við 65 ára ald-
ur. Þetta fyrir-
komulag ætti að verða mögulegt ár-
ið 2006 nái Blair endurkjöri.
Jarðskjálfti í Indónesíu
Öílugur jarðskjálfti, 7,3 á Richter,
reið yfir Indónesíu í gærkvöld.
Skelflng greip um sig meðal
íbúanna en engar fréttir hafa borist
af manntjóni eða skemmdum.
Sakar ríkið um fjöldamorð
Fyrrverandi alsírskur liðsforingi,
sem sakað hefur yfirvöld um
fjöldamorð á óbreyttum borgurum,
hvatt í gær ríkisstjómina til að láta
alþjóðlega nefnd rannsaka striðið.
Friðarverðlaun
Kofi Annan,
I framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóð-
anna, bandarískur
morðingi og Falun
Gong hreyfingin í
Kína eru ásamt
Rauða krossinum á
lista yfir 126 aðila
sem tilnefndir hafa verið til friðar-
verðlauna Nóbels. Fjöldi tilnefninga
kann að aukast því þær streyma
enn inn til verðlaunanefndarinnar.
Keisarasonur heim
Reza Pahlavi, sonur íranskeisara,
hyggst snúa aftur heim til írans.
Föður Reza, Muhammed Reza Pa-
hlavi, var steypt af stóli 1979.
Fujimori ákærður
Fyrrverandi forseti Perú, Alberto
Fujimori, sem er í útlegð í Japan,
verður ákærður fyrir vanrækslu í
embætti að því er þingnefnd
samþykkti í gær. Fujimori sendi
afsagnarbeiðni frá hótelherbergi í
Japan á síðasta ári.
Tjón af völdum skjálftans
Borgin San Vicente, skammt fyrir utan höfuöstaö El Salvador, San Salvador, varö einna verst úti í skjálftanum í gær.
Skjálftinn, sem mældist 6,1 á Richterskvaröa, er annar skjálftinn á einum mánuöi sem genguryfir iandiö.
Gagnrýnendur Bills Clintons,
fyrrverandi Bandaríkjaforseta, voru
ekki lengi að taka við sér þegar
fregnir bárust af því að hann hygð-
ist taka á leigu skrifstofu á 56. hæð
í Carnegie Hall Tower í New York á
kostnað skattgreiðenda. En nú hef-
ur forsetinn fyrrverandi hætt við
lúxusskrifstofuna og valið sér aðra,
ekki jafn íburðarmikla, í Harlem-
hverfinu sem er hverfi blökku-
manna. Skrifstofan er á 125. stræti
sem er stærsta verslunargatan í
hverfinu, að því er bandaríska blað-
iö New York Times greinir frá.
Blökkumenn í Harlem fognuðu
ákaft ákvörðun Clintons og víst
þykir að hann geti í framtíðinni
áfram reitt sig á stuðning þeirra.
Með þessari ákvörðun sinni þykir
Bill Clinton
Forsetinn fyrrverandi tók á leigu
skrifstofu í blökkumannahverfi.
Clinton hafa slegið tvær flugur í
einu höggi því hann tekur jafnframt
tillit til þeirra sem gagnrýndu þá
áætlun hans um að taka á leigu rán-
dýrt skrifstofuhúsnæði nálægt
Camegie Hall.
„Mér hefur alltaf liðið vel í
Harlem," sagði Clinton á meðan
hann ruddi sér braut i gegnum
mannþröngina. „Áður en ég tók
ákvörðun um að taka á leigu skrif-
stofuna hér ræddi ég við öldunga-
deildarþingmanninn minn frá New
York. Hún var einnig hrifin," sagði
Clinton sem auðvitað átti við eigin-
konu sína, Hillary Rodham Clinton.
í stað þess að borga 6,6 milljónir
dollara í ársleigu fyrir skrifstofu
Clintons þurfa skattgreiðendur nú
bara að greiða 2 milljónir dollara.
Bill Clinton fær
skrifstofu í Harlem