Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 13 DV Menningarverðlaun DV 2001 - tilnefningar í kvikmyndum: Besta árið „Aldrei hefur veriö úr jafn mörgu og góöu að velja í flokki kvikmynda og hefur verið spennandi að stýra nefnd- inni í ár. Þar sem tilnefningarnar eru aðeins fimm þá var valið erfitt," segir Hilmar Karlsson, formaður menning- arverðlaunanefndar DV í kvikmynd- um. „Árið 2000 verður að teljast það besta í íslenskri kvikmyndagerð. Ung- ir, sem og reyndir kvikmyndagerðar- menn, voru að senda frá sér efni í háum gæðaflokki, myndir sem ekki aðeins vöktu athygli hér heima heldur hafa verið að vekja athygli á erlendum vettvangi. Fram á sjónarsviðið komu ungir kvikmyndagerðarmenn sem voru að heyja frumraun sina og gerðu það sumir hverjir með miklum glæsi- brag eins og tilnefningarnar bera vott um, en leikstjórar þríggja af fjórum leiknum kvikmyndum sem eru til- nefndar eru að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd.“ Hilmar sagði að greinilegt væri að íslensk kvikmyndagerð væri með sterka stöðu um þessar mundir. „Árið í fyrra er vonandi aðeins visbending um það sem koma skal. Við eigum orð- ið kvikmyndagerðarmenn á heims- mælikvarða og í farvatninu eru verk- efni sem spennandi er að fylgjast með. Velgengni íslenskra kvikmýnda er- lendis er einnig athyglisverð og er skemmst að minnast Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna þar sem við kom- um áþreifanlega við sögu.“ Með Hilmari Karlssyni sitja í nefnd- inni Sif Gunnarsdóttir og Guðni Elís- son. Fíaskó Gamanmyndin Fíaskó er frumraun handritshöfundarins og leikstjórans Ragnars Bragasonar en með henni sýnir hann að hann er einn eftirtektar- verðasti kvikmyndagerðarmaður nýrrar kynslóðar. Myndin segir frá lífi þriggja kynslóða úr sömu fjölskyldu en saga þeirra fléttast saman nokkra kalda vetrardaga í Reykjavík. Silja Hauksdóttir og Margrét Ákadóttir leika mæðgur sem gengur illa að feta sig í samböndum við vonlausa karl- menn og ekki gengur afanum betur, en í sögu hans sanna Róbert Arnfinnsson og Kristbjörg Kjeld að þau hafa engu gleymt. Prýðisgóður leikur, skemmti- legar tökur og gráglettið handrit gera Fíaskó að eftirminnilegri mynd. 101 Reykjavík 101 Reykjavík er fyrsta kvikmynd Baltasars Kormáks. Hann hefur leik- stjórnarreynslu sina úr leikhúsinu og reynist engu lakari að leikstýra kvik- myndum en sviðsleikritum. Söguna fær hann úr samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar en kvikmyndin er algjörlega sjálfstætt listaverk, áhorf- andinn situr aldrei uppi með þá til- fmningu að hér sé myndskreytt bók. Sagan segir frá ungum, stefnulausum manni sem býr í póstnúmeri 101 hjá mömmu sinni og hvaða afleiðingar það hefur fyrir þau bæði þegar spænsk ástkona mömmunnar flytur inn tO þeirra, í örugglega þá minnstu íbúð sem sést hefur í íslenskri kvik- mynd. Hilmir Snær leikur aðalhlut- verkið listavel og Hanna María Karls- dóttir hefur sjaldan verið betri en í ____________ __________ ______________ hlutverki móðurinnar. Bónus myndar- (i fillll H innar er svo spænska stjaman Victoria HH sMnI'II 'd'ni ■\ /JÍPV^ míi! P|-»l vu*'* V ' \ , ’ ‘úÍf jjlll PVrir nokkrum árum gerði Gísli V i' 1 j. f | Sn;t*r afskaplega fallega barnamyiul i-l't- V wNÍEhK l\u r i I i f j " 11'•'111. Erling I mgffpZdSÍLunfflBB&tUt!. iMMHlWltil'lllr'i 1 1,1,11111,11 Nu<thannk"ii •‘•w'ItoflM. 1 að morgu leyti bi-tn bamal.uk- 'MMmMXW-’ ..invml Ikinyut gi-rist i mIicm-i lnrtið. Mfr í iI i'-11111--1-1 . Vr'' ?- jjU'Br fc sj ii iiilu Bjljciifcfefl vestur á fjörðum sem einn frostkaldan ÆEflwl ■'■tur i Sagan er einfóld, mörkin milli góðs og .... , . 1 ReykJavlk ills augljós og persónur dregnar upp Algjorlega sjalfstætt listaverk. Ahorfandmn situr aldrei uppi meö þá tilfinningu einföldum en skýrum dráttum Kvik- aö hér sé myndskreytt bók. myndatakan er beinlínis tilkomumikil ■ á köflum og leikur allra er með prýði, | sérstaklega yngstu leikaranna. SkemmtOegast er hvað mikið er lagt í íslenska barnamynd og að tslenskur kvikmyndagerðarmaður skuli sérhæfa sig í þessari grein kvikmyndanna sem löngum hefur verið aðalsmerki frænda okkar, Dana. ísienski draumurinn íslenski draumurinn er frumraun Roberts I. Douglas í gerð kvikmynda í fullri lengd og hann fer vel af stað. 1 léttri og skemmtilegri mynd með góðu handriti hefur hann skapað sérlega lif- andi persónur. Þar fer fremstur Tóti sem malar út í eitt, er á skjön við flest fólk og skoðanir hans á tOgangi lífsins myndu gera flesta brjálaða. Draumur Tóta er draumur margra íslendinga - að meika það í viðskiptum án þess að hafa mikið fyrir því. En ekki er aOt gull sem glóir eins og Tóti kemst að og þá ekki síður viðskiptavinir hans. Textinn í myndinni er kjarnmikill og fyndinn, uppfullur af orðaleikjum og fyndnum tOsvörum sem góðir leikarar gera sér mat úr. 20. öldin - Brot úr sögu þjóðar Sjónvarpsserían 20. öldin - Brot úr sögu þjóðar, er metnaðarfidlt sjón- varpsefni þar sem tekist hefur einstak- lega vel að koma til skila í myndmáli þeim miklu breytingum á þjóðlífi og menningu sem urðu á öldinni sem leið. í fyrstu þáttunum eru líklega brot úr öOu íslensku kvikmyndaefni sem að- gengdegt er frá þeim tíma en þegar ltð- ur nær okkar tíma eykst framboðið og þá verður valið erfiðara fyrir aðstand- endur seríunnar. Þó má segja að þegar á heildina er litið hafl Jón ÁrsæO Þórð- arson og Bjöm Brynjólfur Björnsson náð að koma til skOa öllu sem máli skiptir og gert myndaflokk sem ber vott 20. öldin - Brot úr sögu þjóöar Um fagmennsku og vandvirkni sem ger- Sjónvarpsefni þar sem tekist hefur einstaklega vel aö koma til skila í myndmáli jj. 20. öldina aö hedlandi og fróðlegri þeim miklu breytingum á þjóölífi og menningu sem uröu á öldinni sem leiö. sjónvarpsseríu. Islenski draumurinn Kjarnmikil og fyndin kvikmynd, uppfull af oröaleikjum og fyndnum tilsvörum sem góöir leikarar gera sér mat úr. Fíaskó Ragnar Bragason sýnir hann aö hann er einn eftirtektarveröasti kvikmynda- geröarmaöur nýrrar kynslóðar. Ikingut Mikiö lagt í íslenska barnamynd og skemmtilegt aö íslenskur kvikmynda- geröarmaöur skuli sérhæfa sig í þessari grein kvikmyndanna. __________________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Listviðburður Á sunnudaginn kemur, 18. febrúar kl. 17, verður nýtt tónverk, óratórían Passia ópus 28 eftir Hafliða Hallgríms- son tónskáld frum- flutt í HaOgríms- kirkju og er miða- sala þegar hafin. Verkið var pantað af Listvinafélagi Hallgrímskirkju með styrk frá Kristnihátíðarnefnd og er viðamesta einstakt verkefni Listvina- félagsins frá upphafi. Passía ópus 28 er umfangsmesta tónverk Hafliða HaUgrímssonar til þessa. Hann var að vinna við það nær samfellt allt sl. ár. Hún er samin fyrir bandarísku messósópransöngkonuna Mary Nessinger, Mótettukór Hall- grímskirkju og 35 manna kammer- sveit. Verkið byggir á ljóðum skáld- anna Matthíasar Johannessens, Hannesar Péturssonar, Baldurs Ósk- arssonar og Steins Steinars auk val- inna versa úr , Passíusálmum HaU- gríms Péturssonar. Það er um klukkutima langt í flutningi. Stjórn- andi frumflutnings á Passíu ópus 28 er Hörður Áskelsson, organisti HaU- grímskirkju. Hverjum bálið brennur Óllna Þorvarðar- dóttir verður með opinn fyrirlestur á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræð- um á morgun kl. 16.15 i Hátíðasal Há- skóla íslands, Aðal- byggingu. Fyrirlest- urinn nefnir hún „Hverjum bálið brennur - aðild kvenna að íslenskum galdramálum. Hér á landi voru konur í miklum minnihluta saksóttra og liflátinna galdramanna öndvert því sem gerðist í öðrum löndum Evrópu þar sem kirkjulegar kenningar um andlegt og líkamlegt samband konunnar við djöf- ulinn voru ein undirrót ofstækisins. í fyrirlestrinum fjaUar Ólína um mynd hinnar íslensku galdrakonu í fom- bókmenntum, munnmælum og mál- skjölum með hliðsjón af myndbirt- ingu, aðUd og afdrifum kynsystra þeirra í galdramálum á meginland- inu. Kirkjur undir Jökli Út er komin bókin Jökla hin nýja 1 - Kirkjur undir Jökli - Úr sögu Breiðavíkur- hrepps og Neshrepps utan Ennis eftir Ólaf Elímundarson. Meðal elstu samtímaheim- Oda sem snerta sögu þessara tveggja hreppa yst á SnæfeUs- nesi eru máldagar og vísitasíur bisk- upa og prófasta. Þær aUra elstu eru frá 13. öld. Vísitasíurnar, sem eru fjöl- margar í þessar sjö til átta aldir, lýsa umhirðu kirknanna og ástandi þeirra á hverjum tíma, munum þeirra og búnaði og ekki sist kjörum almenn- ings og presta i fátækum sóknum. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur ritar fróðlegan inngang um vísitasíur þar sem hann segir m.a. að á vísitasíum hefðu biskupar átt að láta prestana predika, þá fáfróðari út af guð- spjaUstexta en hina sterkari í fræðun- um út frá öðrum textum. Biskup útti aó leióbeina fákunmndi prestum, vísa þeim á gagnlegar bœk- ur, t.d. prédikanasöfn. Þá átti biskup aö láta sóknarprestinn spyrja börn og ungmenni í sinni viðurvist, biskup átti einnig aö spyrja þau sjálfur, láta þau lesa og fara meó bœnir. Þegar barna- spurningar voru afstaónar var komiö aö því aö spyrja karlmennina; konur og börn voru látin yfirgefa kirkjuna en biskup sneri sér aö karlmönnunum, einkum heimilisfeörunum.ilS) Margir koma við sögu í bókinni, biskupar og fylgdarmenn þeirra, pró- fastar og prestar og heimamenn úr hverri sókn. Getið er helstu æviatriða fjölda manna og birtar myndir af um fimmtíu þeirra, aUt frá Brynjólfi bisk- upi Sveinssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.