Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Síða 28
Nýr Subaru Impreza - /Hfexi m FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Pólitískum hælis- leitanda stungið í steininn Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug- vefli lét handtaka íranskan karl- mann, sem kom hingaö til lands í lok janúar og óskaði eftir pólitísku hæli, og hélt honum í varðhaldi í þrjá sólarhringa án þess að fela hann Rauða krossi íslands í hendur eða tilkynna Rauða krossinum um manninn. Maðurinn kom hingað fyrr í jan- úar frá Bretlandi og óskaði eftir pólitísku hæli í Kanada, en hann taldi sig vera þar. Hann var þá send- ur aftur til Bretlands en tilkynnti breskum yfirvöldum að hann hefði komið tfl Islands frá Noregi, svo bresk yfirvöld sendu hann aftur hingað. Sýslumaðurinn á Keflavík- urflugvelli lét setja manninn í varð- hald á meðan gagna um fyrra ferða- lag hans var aflað. Eftir þriggja daga varðhald var manninum kom- ið fyrir hjá Rauða krossi íslands, þaðan sem hann strauk og fannst eftir nokkurra daga leit lögreglunn- ar á heimili konu í Hafnarfirði. Maðurinn hefur verið sendur aft- ur tfl Bretlands. Samkvæmt samningi Rauða krossins við dómsmálaráðuneytið á Rauði krossinn að hýsa þá sem leita eftir pólitísku hæli á íslandi og eiga fulltrúar hans að vera viðstaddir allar yfirheyrslur yfir hælisleitend- um. -SMK DV-MYND INGÖ Kvótadeila Hart var tekist á um kvðtamálin á Alþingi í gær. Eins og DV greindi frá fyrir helgi er kvótanefnd sjávarút- vegsráöherra klofin og hver höndin upp á móti annarri varöandi þaö hvernig stjórna eigi fiskveiöum í framtíöinni. Hér er málshefjandi, Sverrir Hermannsson, formaöur Frjálsiynda flokksins, í ræöustót. ER ÞETTA EKKI TALSVERT ÁLAG FYRIR UNGFRÚNA? Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. ■|p ln'iv.tV iH Hclcjaí Hclcjason hf. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 2001 Reykjavík: Tölvuþjófar Mennimir tveir bmtust inn í tölvu- fyrirtæki á Stórhöfða í nótt og höfðu á brott með sér tölvur. Lögreglunni var ekki enn kunnugt um innbrotið þegar laganna veröir ætluðu sér að stöðva bíl mannanna í reglubundnu eftirliti. Mennimir ákváðu hins vegar að reyna að stinga af. Við mót Reykjanesbraut- ar og Breiðholtsbrautar hægði bíll þjóf- anna á sér og annar mannanna stökk út úr bílnum sem var enn á ferð. Hann hvarf út í náttmyrkrið, en lögreglan náði hins vegar ökumanninum og handtók hann. Maðurinn var færður i fangageymslur lögreglunnar og þýfið gert upptækt. Lögreglan leitar nú hins mannsins en telur sig vita hver hann er. -SMK Jsúgandaf j örður: Utafakstur DVJHYND HARI Dagur elskenda er í dag Valentínusdagurinn er amerískur aö uppruna en hefur haldiö innreiö sína í íslenska menningu svo um munar. Verslan- ir bjóöa í dag ýmsan rómantískan varning og vafalaust margir sem ætla aö færa elskunni sinni eitthvaö fallegt í dag. Sjá umfjöllun um Vaientinusdaginn á bls. 51. Ökumaður fólksbíls slapp ómeiddur er bífl hans fór út af veginum við Kvía- nes í Súgandafirði seinnipartinn í gær- dag. Lögreglan á ísafirði telur líklegt að hálka hafl stuðlað að útafakstri mannins. Hann var einn i bílnum sem er mikið skemmdur eftir atvikið og jafnvel talinn ónýtur. -SMK Mikill áhugi erlendis á íslenskri fegurðarsamkeppni: Hundruð útlendinga á Ungfrú Island.is - kvótinn nær búinn, segja forsvarsmaður keppninnar Hundruð útlendinga verða á feg- urðarsamkeppninni Ungfrú ísland. is sem haldin verður I mars næst- komandi. Þegar hafa um 300 miðar verið pantaðir hjá Flugleiðum, sem forráðamenn keppninnar eru í samstarfi við. „Þaö er greinilega mikifl áhugi hjá útlendingum að koma og sjá keppnina og við höfum fengið fjölda fyrirspurna,“ sagði Ásta Kristjáns- dóttir, einn forsvarsmanna keppn- innar sem haldin verður í Lista- safni íslands þann 17. mars nk. Um 600 aðgöngumiðar verða seldir. Það er því greinilegt að útlendingar verða um helmingur gesta. Þeirra á meðal eru 25 erlendir blaðamenn. í dómnefndinni verða meðai annars blaðamenn frá tímaritunum Vogue og Wired. „Við ætlum ekki að selja fleiri en Fegurð Góöir gestir mættu á síöustu keppni Ungfrú ísland.is F.v. Claudia Schiffer ofurfyrirsæta, sigurvegari keppninnar, Elva Dögg Melsted, og Yuukta Moochley Ungfrú Heimur 1999. 300 miða til útlendinga, því við viljum að íslendingar komist einnig að. Kvót- inn fyrir útlendinga er því að verða búinn,“ sagði Ásta. „Það er skemmti- legt að sjá hvað erlendir aðilar hafa mikinn áhuga á íslandi núna.“ Ásta sagði að stór hluti hinna er- lendu gesta væri ungt fólk sem hefði áhuga á að koma til íslands, kynn- ast landi og þjóð og skemmtanalífi hennar yfir eina helgi. Væri búið að skipuleggja helgarpakka fyrir þá. Eftir keppnina yrði samkvæmi fyrir gestina, en einkasamkvæmi er fyrir keppendur, blaðamenn og fleiri út- valda. Afls munu 16 stúlkur taka þátt í Ungfrú ísland.is að þessu sinni. Þeg- ar hafa um 100 miðar selst hér heima. Forráðamenn keppninnar hafa í fleiri horn að líta um þessar mund- ir. Þeir reka mikið starf til styrktar Rauða krossi íslands. I byrjun mars verður sýnd kynningarmynd sem þeir styrktu um Rauða kross húsiö sem hjálpar börnum og unglingum sem eru í vanda staddir. Þá er Ung- frú ísland.is m.a. einnig í samvinnu við Tóbaksvarnanefnd. Keppend- umir eru allir reyklausir og er lögð mikil áhersla á þaö. -JSS Óvenjumargir ganga ótryggilega frá bílförmum í Árnessýslu: lýndi nýjum sófa á þjóðvegi 1 - vörubíll missti timburhlass á Tryggvatorgi og flutningabíll missir súrkúta Lögreglan á Selfossi fékk fremur óvenjulega tilkynningu fyrir síðustu helgi þegar greint var frá því að eig- andi nýs sófa hefði týnt honum og það á sjálfum þjóðvegi 1. Eigandinn var með sófann aftan á bíl og ók í austur frá Selfossi. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var eigandinn kominn á áfangastað þegar hann stöðvaði bílinn og hugðist athuga um sófann. Var hann þá horfinn aftan af bílnum. Eig- andanum brá mjög og ók sömu leið til baka til að freista þess að fmna farm- inn en fann hvergi nýja sófann. Lög- reglan á Selfossi hafði ekki heyrt Tryggvatorg Timburhlass hrundi af vörubíl. meira frá eigandanum í gær og lá því ekki ljóst fyrir hvort nýi sóflnn væri kominn til skila - að minnsta kosti hef- ur enginn tilkynnt lögreglu um sófa- fund á þjóðvegi 1 á síðustu dögum. Sófaeigandinn er ekki sá eini sem gekk ótryggilega frá bílfarmi í Ámes- sýslu. Á fóstudag missti vörubíll heilt timburhlass á sjáifu Tryggvatorgi, hringtorginu við syðri enda brúarinn- ar yflr ölfúsá. Lögreglan segir að þar með sé sagan af ótryggilega frágengnum bilfórmum í síðustu viku ekki öll sögð því þá var einnig tilkynnt um flutninga- bíl sem missti 11 súrefniskúta, sem gjaman eru notaðir á sjúkrahúsum, á þjóðveg 1 á móts við Hveragerði. Varð að kalla til lögreglu til að stjóma aðgerð- um á meðan verið var að koma kútun- um aftur upp á bíl. -Ótt Gæði og glæsileiki smoft Csólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350. i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.