Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Qupperneq 7
FÓSTUDAGUR 2. MARS 2001
DV
Fréttir
7
Geysileg loönuveiði undanfarna daga í Faxaflóa:
I kapphlaupi við
verkfallsdrauginn
Geysileg loðnuveiði hefur verið
undanfarna daga í Faxaflóa og útlit-
ið er gott hvaö varðar veður næstu
daga samkvæmt langtímaspá Veður-
stofunnar. Það sem kemur í veg fyr-
ir enn meiri veiði er einungis það að
verksmiðjumar og vinnslurnar á
suðvesturhominu hafa ekki undan
og því er mikið um það að skipin
þurfi að sigla með aflann austur fyr-
ir land og fara hátt í tveir sólar-
hringar í ferðirnar þangað fram og
til baka. Það tekur hins vegar yfir-
leitt ekki nema nokkrar klukku-
stundir að fylla skipin á miðunum.
Flotinn er nú í kapphlaupi við
tímann og verkfallsdrauginn því
sjómannaverkfall voflr yflr 15.
mars. Ljóst er að ekki tekst að ná
kvótanum fyrir þann tíma, og þá
styttist í að loðnan í göngunni sem
veitt er úr í Faxaflóa fari til hrygn-
ingar og drepist að þvi loknu. Þá er
óvissa varðandi „austurgönguna"
svokölluðu sem ekki hefur fundist í
veiðanlegu ástandi lengi. Menn
leggja nú ofurkapp á að ná sem
mestum afla á sem skemmstum
tíma. Veiðin undanfarna viku er
komin yflr 100 þúsund tonn sem er
metveiði á einni viku. Heildaraflinn
frá áramótum var í gær 331 þúsund
tonn og heildaraflinn á vertíðinni
457 þúsund tonn. Þá voru eftirstöðv-
ar kvótans um 360 þúsund tonn.
Hjálmar bjartsýnn
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur Hafrannsóknastofnunar,
sagði í samtali við DV í gær að
loðnugangan sem veitt var úr út af
Austurlandi í janúar og fyrstu daga
febrúar hljóti að fara að skila sér,
en hún hefur ekki fundist í veiðan-
legu ástandi undanfarnar vikur.
„Ég get ekki ímyndað mér annað en
þessi ganga fari að skila sér upp að
landinu og hægt verði að fara að
Löndun
Víkingur AK aflahæsta skipið á vertíðinni.
DV-MYND GVA
Mjöliö í tankana
Mikil verðmæti eru í loðnumjölinu.
Hér má sjá tanka Faxamjöls hf. í
Reykjavík sem óðum safnast í. Verði
verkfall mun það stórskaða
hagsmuni bræðslunnar.
veiða úr henni, og það verður
spennandi að sjá hvað gerist og
hvemig ástand hennar verður, t.d.
varðandi hrognafyllingu," sagði
Hjálmar. Hann segir að loðnan sem
var fyrir Austurlandi hafl verið þar
í miklu magni og talsvert á eftir
loðnunni vestur af landinu varð-
andi kynþroska. Það á þvi að vera
hægt að veiða mun lengur úr þeirri
göngu, fmnist hún í tíma og ekki
komi til verkfallsins 15. mars.
Víkingur aflahæstur
Víkingur AK frá Akranesi er afla-
hæsta skipið á vertiðinni, var kom-
inn með 26.306 tonn samkvæmt upp-
lýsingum Samtaka fiskvinnslustööva
í gærmorgun. í næstu sætum yfir
aflahæstu skipin voru Örn KE með
23.724 tonn, Sigurður VE 21.775 tonn,
Hólmaborg SU 20.734 tonn, Óli í
Sandgerði AK 16.826 tonn, Júpiter ÞH
15.894 tonn, Börkur NK 15.800 tonn og
Grindvíkingur GK 15.418 tonn.
Mestu hafði verið landað á Eski-
firði eða 42.8847 tonnum en næstu
löndunarstaðir í röðinni eru Nes-
kaupstaður 37.569 tonn, Vestmanna-
eyjar 35.615 tonn, Grindavík 28.894
tonn, Akranes 26.084 tonn og Þórs-
höfn 26.528 tonn. -gk
Þjónustuver samgöngumála í Ólafsvík:
Störfum fjölgar
DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON
Fjölga störfum í Snæfellsbæ
Frá undirritun samningsins, frá vinstri eru Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, Helgi Hall-
grímsson vegamálastjóri og Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofnunarinnar.
Þjónustusamningur milli
samgönguráðuneytisins,
Vegagerðarinnar, Flugmála-
stjórnar íslands, Siglinga-
stofnunar íslands og Snæ-
fellsbæjar um rekstur þjón-
ustuvers samgöngmnála fyr-
ir Snæfellsbæ og Snæfelis-
nes var undirritaður á
þriðjudag í Ólafsvik.
Upphafið að rekstri þessa
þjónustuvers er að í septem-
ber 1999 sendi Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra
bréf til undirstofnana ráðu-
neytisins. í þvi kom fram sú
skýra stefna hans að leita
skyldi leiða til að flytja störf
út á landsbyggðina. í þessu
bréfi sagði m.a. „að búsetu-
þróun hafi verið landsbyggð-
inni óhagstæð hin síðari ár
og ástæður væru margvís-
legar. Talið er að fjölgun atvinnu-
tækifæra á vegum opinberra aðila á
höfuðborgarsvæðinu eigi sinn þátt í
þessari óæskilegu þróun. í stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveð-
ið á um að beita sér fyrir því að
undirstöður byggðar verði treystar.
Liður í þvi er að auka fjölbreytni
í atvinnutækifærum á landsbyggð-
inni og þar með að staðsetja stofn-
anir utan höfuðborgarsvæðisins eft-
ir því sem unnt er,“ eins og segir í
bréfi ráðherra.
Tilgangur samstarfs þessa er að
þróa starfsaðferðir til að bæta þjón-
ustu samningsaðila á svæðinu,
samnýta tækjakost og starfskrafta
eins og unnt er og tryggja öryggi
þjónustunnar. Starfsemin verður í
húsnæði Vegagerðarinnar í Ólafsvík
og verður með sérstaka kennitölu.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra flutti ávarp af þessu tilefni og
sagði frá undirbúningi að þessu
verkefni sem hann sagði að væri til-
raun til tveggja ára við Snæfellsbæ.
Hann lýsti ánægju sinni með það
frumkvæði sem heimamenn hefðu
sýnt í þessu máli. Þetta væri ný leið
til að efla og bæta þjónustustigið hjá
þessum stofnunum og bæjarfélaginu
og þetta myndi styrkja þær i sessi.
Þá sagði ráðherra einnig frá því að
fleiri hugmyndir væru í bígerð í
þessum málum.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í
Snæfelisbæ, sagðist vera afar
ánægður með þetta verkefni. Hann
sagði að ráðinn yrði forstöðumaður
fyrir verkefnið sem hefði yfirum-
sjón með starfseminni og hann yrði
ábyrgur fyrir þvi að framfylgja þvi
þjónustustigi sem skilgreint verður
og beri fjárhagslega ábyrgö gagn-
vart samningsaðilum. Kristinn
sagði enn fremur að starfsmenn
þeirra stofnana sem taka þátt í
verkefninu yrðu áfram starfsmenn
viðkomandi stofnana, fyrst um sinn
a.m.k.
I stjóm þjónustuversins verða
þrír menn, frá samgönguráðuneyti,
Vegagerðinni og einn frá Snæfells-
bæ. -PSJ.
T boð
í febrúar og mars
Lotus veisluservéttur 40x40 cm
150 stk. í pakka, 13 litir.
Lotus TexStyle pappírsdúkar
50 metrar, 8 litir.
'4
||M>j
Lowboy kerti í qleri,
70 klst. brennsíutími, 6 litir.
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík • Slmi 520 6666 • Bréfasfmi 520 6665 • sala@rv.is
__________________________________
v7 ff.í-i