Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Qupperneq 10
10
Útlönd
FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001
I>V
Fini og Berlusconi
Utanríkisráöherra Belgíu vill refsa ítal-
íu vegna mögulegrar stjórnar þeirra.
ítalir æfir vegna
hótana um refsi-
aðgerðir Belgíu
Italir brugðust í gær reiðir við
hótunum utanríkisráðherra Belgíu,
Louis Michels, um refsiaðgerðir.
Ráðherrann sagði í viðtali að hann
vildi beita Ítalíu sams konar refsiað-
gerðum og Austurríki myndi hægri
mennirnir Silvio Berlusconi, Um-
berto Bossi og Gianfranco Fini
stjórn eftir kosningarnar í maí
næstkomandi. Á fundi utanríkisráð-
herra NATO i Brussel á þriöjudag-
inn kallaði belgíski utanríkisráð-
herrann Fini fasista.
Romano Prodi, forseti fram-
kvæmdastjóri Evrópusambandsins,
kvaðst í viðtali við ítalskt dagblað
vera mótfallinn refsiaðgerðum gegn
heimalandi sínu. Sagði hann rangt
að ræða refsiaðgerðir gegn stjórn
sem enn hefði ekki verið kosin.
Utanríkisráðherra Ítalíu, Lamb-
erto Dini, segir alla flokka á ítalska
þinginu vera lýðræðisflokka.
Leiðir krabba-
meins um líkam-
ann uppgötvaðar
Bandarískir vísindamenn hafa
ráðið fram úr því hvernig
brjóstakrabbamein getur borist í
lungu og beinmerg. Talið er að þetta
geti leitt til nýrra aðferða við með-
ferð á krabbameini.
Það hefur lengi verið vísinda-
mönnum ráðgáta hvers vegna
krabbameinsfrumur velja ákveðin
líffæri til að mynda meinvörp og
hvemig eigi að stöðva þetta ferli,
sem er helsta dánarorsök krabba-
meinssjúklinga.
Vísindamenn segja að svarið sé
að flnna í ákveðnum mólekúlum
sem flytja boð á milli frumna. Ef
mólekúlum þessum fjölgar í ákveðn-
um vefjum laðar það að fleiri
krabbameinsfrumur.
Shimon Peres
Gamli refurínn sest aftur í stól utan-
ríkisráöherra ísraels.
Peres staðfestur
utanríkisráðherra
Til stendur að Verkamannaflokk-
urinn i ísrael staöfesti Shimon Per-
es í embætti utanríkisráðherra
landsins í dag. Peres mun taka sæti
í þjóðstjóm hægrimannsins Ariels
Sharons sem hefur heitið því að
koma á friði.
Verkamannaflokkurinn mun
skipa menn í átta ráðherraembætti
í væntanlegri stjórn Sharons. Peres
sagðist ekki trúa öðru en Sharon
myndi leggja sig allan fram um að
semja frið við Palestínumenn.
Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands:
Vill breytingar í
landbúnaðinum
Á sama tíma og gin- og klaufa-
veikifaraldurinn heldur áfram að
breiðast út um Bretlandseyjar, hef-
ur Tony Blair forsætisráðherra sleg-
ist í hóp þeirra sem krefjast rót-
tækra breytinga á breskum land-
búnaði.
Á fundi með bændum og búfræði-
nemum í Gloucesterskíri í gær lýsti
Blair því yfir að um leið og komist
yrði fyrir faraldurinn nú yrði nauð-
synlegt að hefja umræður um land-
búnað framtíðarinnar.
„Ég tel að við þurfum að setjast
niður með fulltrúum iðnaðarins og
huga að undirstöðu sjálfbærs land-
búnaðar þegar til lengri tíma er lit-
ið,“ sagði Blair.
Með orðum sínum tók breski for-
sætisráðherrann undir með mörg-
um sérfræðingum sem telja að krafa
neytenda um ódýrar afurðir þvingi
bændur til að nota aöferðir sem
leiða til mikiliar uppskeru.
Farþegar sótthreinsaöir
Flugfarþegar frá Bretlandi þurfa aö
sótthreinsa skó stna viö komuna til
Lissabon vegna gin- og kiaufaveiki.
Gin- og klaufaveikin hefur nú
borist frá Englandi og Wales til
Skotlands og Norður-Irlands. Önnur
ríki í Evrópu hafa hert mjög allar
varúðarráðstafanir og er mikið
kapp lagt á að sótthreinsa alla ferða-
langa og bila sem koma frá Bret-
landi til meginlandsins.
Stjórnvöld í trska lýðveldinu
ákváðu í gær að herðá mjög allt eft-
irlit við landamæri sín til að reyna
að koma í veg fyrir að sjúkdómur-
inn berist þangað.
Lögreglan á Norður-írlandi hefur
handtekið mann i tengslum við
rannsókn á fregnum um að sauðfé
sem kom frá Englandi og átti að
slátra strax hefði i staðinn verið
sent í sláturhús handan landamær-
anna, í írska lýðveldinu.
Gin- og klaufaveikitilfellið í Norð-
ur-írlandi fannst í sýslu við landa-
mærin.
Heimsmeistarinn í flugferö
Michael Schumacher velti Ferrari-bíl sínum tvær og hálfa veltu á fyrstu æfingum formúlunnar í Melbourne í nótt.
Meistarinn endaöi á dekkjavegg en slagp ómeiddur frá óhappinu og náöi þriöja besta tíma morgunsins.
Fundað um stjórnarkreppuna í Færeyjum:
Mótmælafundur gegn lög-
manni boðaður á morgun
Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær-
eyja, var of þreyttur þegar hann
kom heim í gærkvöld til að halda
fund um ósættið innan stjórnar
hans um sjálfstæðismálin. Lögmað-
ur mun ræða málið við félaga sína i
stjórninni í dag.
Færeyska landstjómin er að falli
komin vegna frumvarps Hogna
Hoydals, varalögmanns og ráðherra
sjálfstæðismála, um að halda þjóð-
aratkvæðagreiðslu um sjálfstæði
eyjanna árið 2012. TO stóð að greidd
yrðu atkvæði um áætlun stjórnar-
innar þann 26. maí næstkomandi en
Kallsberg aflýsti þeirri þjóðarat-
kvæðagreiðslu þar sem allt benti til
að stjómarflokkarnir myndu tapa.
KaUsberg ítrekaði í gær, að sögn
danska blaðsins Politiken, að land-
Anfinn Kallsberg
Lögmaöur Færeyja tekur væntanlega
á stjórnarkreppunni í dag.
stjórnin stæði ekki á bak við tillög-
una en það varð ekki til þess að
Hogni Hoydal drægi hana tU baka.
Færeyingar halda því niðri í sér
andanum og bíða frekari fregna af
einvígi lögmanns og varalögmanns.
Óli Breckmann, samflokksmaður
Kallsbergs sem situr á danska þing-
inu, sagði í gær að tillöguflutningur
Hogna og Þjóðveldisflokksmanna
væri hrein ögrun. „Ef þeir draga til-
löguna ekki til baka, sé ég ekki
neinar líkur á því að landstjómin
geti starfað áfram,“ sagði Breck-
mann við Politiken.
Stuöningsmenn sjálfstæðis Fær-
eyja hafa boðað tU mótmælaaðgerða
gegn Kallsberg lögmanni í Þórshöfn
á morgun, laugardag. Mótmælendur
eru hlynntir Þjóðveldisflokknum.
Arangur af árásum
Donald Rumsfeld,
varnarmálaráð-
herra Bandaríkj-
anna, sagði banda-
ríska og breska
flugmenn öruggari
eftir loftárásimar á
írak í síðasta mán-
uði. Menn vissu nú
hvers vegna flugskeytin hefðu lent
40 tU 50 metra frá skotmörkunum.
Sagði ráðherrann að slíkt myndi
ekki gerast aftur.
Meintir njósnarar gripnir
Tveir Irakar hafa verið handtekn-
ir í Þýskalandi vegna gruns um
njósnir. írösk yfirvöld senda njósn-
ara utan til að kanna andstöðuna
gegn Saddam Hussein forseta meðal
íraka.
Nei við ESB-umsókn
Samkvæmt skoðanakönnunum
munu 55 til 60 prósent Svisslend-
inga greiða atkvæði á sunnudaginn
gegn umsókn um aðild að Evrópu-
sambandinu.
Tugir þúsunda á flótta
Allt að 90 þúsund manns eru nú á
flótta undan flóðunum í Mósambík.
Yfir 15 þúsund skortir mat og lyf, að
því er fulltrúar Rauða krossins
greina frá.
Falun Gong-félagar teknir
37 félagar í Falun Gong-hreyfing-
unni í Kína voru handteknir á
þriðjudaginn.
Kútsjma varaður við
Nokkrum
klukkustundum eft-
ir að lögregla lét til
skarar skríða gegn
andstæðingum Kút-
sjma Úkraínufor-
seta i gær vöruðu
bandarísk yfirvöld
hann við. Sögðu
Bandaríkjamenn hann verða að
framfylgja lögum og fylgja eftir lýð-
ræðisumbótum til að missa ekki
fjárhagsstuðning þeirra.
Viðræður um kreppu
Tyrkneskur yfirmaður Alþjóða-
bankans flaug til Ankara í gær.
Vonast er til að viðræður hans og
ráðamanna stuðli að lausn efna-
hagskreppunnar í landinu.
Gripinn vegna mútuþægni
Háttsettur félagi i
stjórnarflokknum í
Japan var í gær
handtekinn vegna
gruns um að hafa
þegiö mútur frá
tryggingafélagi. Er
handtakan enn eitt
áfallið fyrir Yoshiro
Mori forsætisráöherra sem hvattur
hefur verið til að segja af sér.
Stjómarandstaðan hótar nú að
leggja fram vantrauststillögu gegn
stjórn Moris.
Vill bandaríki Afríku
Gaddafi Líbýuleiðtogi mun á
tveggja daga ráðstefnu Afríkuleið-
toga kynna á ný tillögu sina um
stofnun bandaríkja Afríku.
Gíslum sieppt
Sjö erlendum starfsmönnum olíu-
vinnslustöðva, sem verið höfðu gísl-
ar uppreisnarmanna í Ekvador frá
því í október síðastliðnum, var
sleppt í gær.