Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Qupperneq 13
13 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 DV Það var skemmtilega létt yfir tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói í gær- kvöld. Á efnisskránni voru tveir píanókonsert- ar eftir Ravel og svo Enigma-tilbrigðin eftir Elg- ar. Allt eru þetta verk í léttari kantinum en líka um margt glæsileg. Tónlist Einleikarinn, Philippe Cassard, lék fyrst pí- anókonsertinn í G-dúr frá 1931. Því miður verð- ur að játast að þrátt fyrir oft ágætan leik náðist ekkert samband við hljómsveitina í fyrsta kafl- anum, nema ef vera skyldi í sæmilega útfærð- um lokahlutanum. Það var eins og hljómsveitin hefði enga sveiflu en hana þurfti til að líma saman svolítið köflótt efnið. Hljómsveitarstjór- anum, Saccani, tókst ekki að gera úr þessu nema ágætlega hljómandi en sundurlausa búta. Hægi kaflinn varð í flutningi Cassard dálítið væminn og stundum eins og stefin væru lamin út úr flyglinum. Einkennilegar ómstreitur milli einleikara og tréblásara hljómuðu eins og prentvilla en óbóleikur í kjölfarið bætti fyrir allt sem á undan var gengið. En í þriðja kaflan- um smullu hlutimir saman; hrynurinn ekki lengur vandamál og flutningurinn spennandi. Vinstri handar konsert Ravels var saminn fyrir píanóleikara sem misst hafði hægri hönd sína í styrjöldinni. Verkið þykir svo gott að ýmsir hafa orðið til þess að æfa það og flytja. En það er beinlinis óþægilegt að sjá á tónleikum mann leika jafn kreijandi efni og þetta með hægri höndina hangandi allan tímann. Kraftinn vantaði ekki og náði Cassard að slíta streng í flyglinum með stæl og var eftir vírasnyrtingu byrjað aftur frá byrjun. Þá kom sorglega í ljós að sömu staðir í hljómsveitarinngangi voru ósannfær- andi og jafnvel óhreinir. En verkið er að mörgu Ráðgátur og fingrafimi DV-MYND HILMAR ÞOR Philippe Cassard píanóleikari Náði að slíta streng í flyglinum með stæl. leyti skemmtilegt og þrátt fyrir þunglamalegan leik um miðbik fyrsta hluta þá var endirinn fallegur. Beint rennsli inn í marserandi glæsileikann í síðari hlutanum kom vel út og ljóst að þarna fá unn- endur Bóleró eitthvað til að bæta í safnið. Cass- ard lék eftir mikið lófatak stutt einleiksverk fyr- ir píanó eftir Debussy og náði þá salnum alger- lega á sitt vald með frábærum leik. Enigma-tObrigðin fjórtán eftir Edward Elgar hafa haldið töfrum sínum ótrúlega vel þessi ríf- lega hundrað ár frá því að þau fyrst voru flutt. Þau eru samin með ákveðið fólk í huga og byggjast oft á minningum tónskáldsins um sam- verustundir með því. Meðal vinanna eru hunda- eigendur, fólk sem leikur á hljóðfæri sér til ánægju og útgefandi Elgars. Flutningurinn var að stórum hluta órólegur, stundum yfirborðs- legur og jafnvel groddalegur. Fyrstu tObrigðin voru óskýr, einbeitingin í níunda tObrigðinu tO- gerðarleg sem skyggði mjög á fegurð þess og heildarútkoma gróf aOs staðar þar sem styrkur átti að vera mikifl. Hljómsveitarstjórinn, Saccani, ber ábyrgðina á ójafnvægi í styrk og virðist hann láta húsið sjá um hljóðblöndunina sem eru alvarleg mis- tök. Dans hans á stjómendapalli er auk þess oft í litlu samræmi við það sem hann er að fram- kalla hjá hljómsveitinni og vekur spurningar. En í einum þætti fékk einlægni að ráða ferðinni og var það tObrigði best flutt. Þetta var tilbrigð- ið númer tólf sem tileinkað er Nevinson nokkmm sem lék á seOó. Bryndís HaOa Gylfa- dóttir gaf tóninn í upphafsstrófu og hrífandi fág- un og einbeitni fylgdi í kjölfarið. Og fyrst farið er að nefna einstaka hljóðfæraleikara er rétt að lokum að geta Hafsteins Guðmundssonar fagott- leikara, en leikur hans í öUum verkunum á efn- isskránni gæddi hreint ótrúlega mörg augna- blik lífi og lit. Sigfríður Björnsdóttir í argentínsku fangelsi Þeir eru algerar andstæður, samfangamir í Kossi kóngulóarkonunnar, Valentin skæruliði í stríði við yfirvöld í landi sínu, Molina sekur um að afvega- leiða unga menn. Þeir em hýstir í sama klefa og Samfangarnir eru eins og hvítt og svart Daníel Ó. Viggósson og Halldór Magnússon í Kossi kóngutóarkonunnar lengi líta þeir hvor annan hornauga, einkum hefur Valentín viðbjóð á Molina, en smám saman byggist upp á mflli þeirra trúnaður og sannur kærleikur - uns segja má í lokin að þeir gangi hvor í annars hlutverk. Þessi markvissa persónuþróun á sviði krefst djúprar innlifunar og er ekki í lítið ráðist af áhuga- félagi að taka þetta þekkta og frábæra verk fyrir. Textinn er langur og þéttur en hreyflngarfrelsi tak- markað í klefanum þannig að aflt er undir því kom- ið að leikaramir fari fagmannlega með texta sinn og hafl sannfærandi fas og svipbrigði. HaOdór Magnússon (Molina) og Daniel Ó. Viggósson (Val- entín) hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar em góðar týpur í hlutverkin, HaOdór mjúkholda og svolítið úrkynj- aður í hreyfingum, Daníel horaður og hæfilega of- stækislegur. Þeir sýna góð geðbrigði, reiðast, móðg- ast og rífast sannfærandi en eiga erfiðara með að vera bara venjulegir, segja hversdagslegar setning- ar á eðlOegan hátt. Kannski er erfiðast að leika ekki. Hér kemur líka til að textinn er ansi bókleg- ur. Fangar fátæktar á íslandi fyrmm bjuggu sér tO álfheima þar sem allt glóði og glitraði. í argentínska fangelsinu leita Molina og Valentín tfl álfheima Hollywoodmynda að fegurð og afþreyingu. Ekki þó með því að horfa á þær heldur segir Molina Valent- in bíómynd sem framhaldssögu. Þetta er mikifl hluti textans og tókst HaOdóri ekki nógu vel að fá eðlOega hrynjandi í frásögnina. Er ég þó viss um að hann hefur oft sagt sögur, en leikstjóri hefur ekki kennt honum ráð tO að ná sannfærandi sögumanns- tóni. Fangaklefinn var helst tO rúmgóður en innvolsið var vel hugsað, búningar voru fínir, einkum fatnað- ur Molina, og tónlistin var þmngin suðuramerískri ástríðu. Þrátt fyrir annmarka er þetta alvöraleik- sýning. Silja Aðalsteinsdóttir Lelkféiag Hafnarfjaröar sýnir: Koss kóngulóarkonunnar eftir Manuel Puig. Þýöing: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leik- mynd: Huld Óskarsdóttir. Búningar: Sjöfn Þórarinsdóttir og María Kristín Haraldsdóttir. Leikstjóri: Gunnar B. Guömundsson. Tónlist Unaðsleg tónlist Nýtt verk eftir HOmar Þórðarson var frumflutt á tónleikum sem Kristinn Ámason gítarleikari hélt í Salnum í Kópavogi á miðvikudagskvöldið. Verkið ber nafnið Hljóða-haf og er stutt og hnitmiðað. Það byggist á einfóldu stefbroti sem fer í gegnum sann- færandi umbreytingar í eðlflegri, rökréttri fram- vindu, tónmálið er auðskilið og jaðrar stundum við að vera hefðbundið. Hljóða-haf er áheyrfleg tónsmíð sem var að mörgu leyti vel flutt af Kristni, en meiri kraftur hefði að ósekju mátt vera í túlkun hans. Efnisskrá tónleikanna var fjölbreytt, og lék Krist- inn tónlist frá ýmsum timabflum og heimshornum. Elstu tónsmíðamar, sem voru fyrstar á dagskrá, vora eftir John Dowland (1563-1626), og báru nöfn- in A Toy - The Shoemaker’s WOe, Fornlorn Hope Fancy og Captain Digorie Piper’s GaOiard. Þær eiga sammerkt að vera hugljúfar en skOuðu sér samt ekkert sérlega vel tO áheyrenda. Má kenna þar um fremur tilþrifalítOli, fálmkenndri túlkun. Mun betri var svíta i d-moO eftir Robert de Visée (1660-1724), sem starfaði við hirð Lúðvíks fjórtánda og kenndi konunginum meðal annars á gítar. Tónlist Visées heyrist ekki oft nú tO dags, sem er leitt, því hún er hrífandi fafleg. Kristinn flutti svítuna einstaklega vel, hver tónn var fullkomlega mótaður og var út- koman eins og manni hefði verið afhentur forkunn- arfagur, gamafl gripur úr konungshöfl til að hand- fjatla og dást að. Mikil stemning var.yfir túlkuninni og greinOegt að einleikar- inn naut þess að spfla þessa unaðslegu tónlist. Passacaglia eftir SOvius Leopold Weiss (1668-1750) var næst á dagskrá og hljómaði sviplaus á eftir svítu Visées, þó Kristinn hefði hana prýðilega á valdi sínu. Weiss var sam- tímamaður Bachs en eng- an veginn sambærilegur við hann, og af lestri tón- leikaskrárinnar mátti ætla að hann sé í dag þekktast- ur fyrir að franskur fiðlu- leikari hafi eitt sinn reynt að bíta af honum hægri þumalinn. Um tvo slagara, Una Limosna Por Amor De Dios og Vals op. 8 nr. 3 eft- ir Paragvæann Agustin Barrios er fátt að segja. Þetta er ósköp hugguleg tónlist, lagræn og seiðandi, en á eftir tónsmíð Hilmars Þórðarsonar ekki beint Kristinn H. Árnason gítarleikari Lék verk Villa-Lobos af miklum sannfæringarkrafti. eitthvað sem kom manni við. Miklu meira spenn- andi voru fimm verk eft- ir brasflíska tónskáldið VOla-Lobos (1887-1959), prelúdíur nr. 3 og 5 og æfingar nr. 1, 5 og 11. VOlá-Lobos er eitt merkasta tónskáld sög- unnar, tónlist hans er djörf og framandi, enda sótti.hann innblástur í sérstæðar tónlistarhefðir heimalands stos og gerði mikið af því að safna og ranhsaka þjóðlög. Hér var flutningur Kristins framúrskarandi, tæknin óaðfinnanleg og túlkunin litrík og þróttmikO. GretoOegt var að lista- maðurinn þekkti tónlist- ina út í ystu æsar, vissi hvernig hún átti að hljóma, og var leikur dv-mynd hari hans þrunginn miklum sannfærtogarkrafti. Jónas Sen ___________Merming Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Frönsk rómantík Þriðju tónleikarnir í röð Tríós Reykja- víkur og Hafnarborgar verða á sunnu- dagskvöldið kl. 20. Þá flytur tríóið síðróm- antíska tónlist frá Frakklandi; sónötu fyr- ir fiðlu og píanó eftir César Franck, trió fyrir fiðlu, sefló og píanó eftir Ernest Chausson og hið sívinsæla smáverk Mé- ditation úr óperunni Tha'is eftir Massenet fyrir fiðlu og píanó. í Tríó Reykjavíkur eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran seflóleikari og Peter Máté píanóleikari. Tvær flautur í þrjár aldir A’sunnudaginn kl. 17 halda flautuleikararnir Áshildur Haraldsdóttir og Margrét Stefánsdótt- ir og Ntoa Margrét Grímsdóttir píanóleik- ari tónleika í Nes- kirkju. Á efnisskránni eru verk fyrir tvær flautur og tvær flautur og píanó frá öllum tímabilum flautubókmenntanna. Flutt verða verk eftir Atla Ingólfsson, Bach, Cimarosa, Doppler, Muczynski, og Takemitsu. Píanótónleikar Ása Briem píanóleikari heldur tónleika í Salnum á sunnudaginn kl. 17. Á efnis- skrá er tónlist eftir Arvo Part, John Foulds, L. v. Beethoven og David Helbich auk þess sem Ása leikur eigið tónverk. Pabbi, mamma, börn og bók í fyrramálið kl. 11 hefst í Gerðubergi árleg ráðstefna um íslenskar barnabækur og verður þar litið yfir farinn veg, staðan skoðuð og skyggnst inn í framtíð- ina í heimi barnabók- menntanna. Þar flytur Dagný Kristjáns- dóttir prófessor erindið „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður“; rithöfundurinn Sjón kaflar sitt erindi „Með mannaskít á tánum“ og erindi Valgerðar Benedikts- dóttur heitir „Úlfurinn í skóginum - Vangaveltur um framtíð íslenskra barna- bóka“. Ráðstefnustjóri er Þorvaldur Þorsteins- son, myndlistarmaður og rithöfundur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimifl. Loöinbaröi Á sunnudaginn kl. 14 og 15 frumsýnir Sögu- svuntan Loðinbarða, nýjan brúðuleik eftir Hallveigu Thorlacius. Loðinbarði er eldgömul íslensk þjóðsaga um tröllkarlinn Loðin- barða og samskipti hans við systurnar góðkunnu Ásu, Signýju og Helgu og segir til dæmis frá því hvernig Helga komst úr öskustónni! HaOveig Thorlacius hefur klætt þessa þjóðsögu í nýjan búntog sem öll börn á aldrinum 4-104 ættu að hafa gaman af. Leikstjórn og leikmynd er í höndum annarrar þekktrar brúðu- leikkonu, Helgu Arnalds. Aðgangur er al- gjörlega ókeypis. Fiðluleikur Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik- ari halda tónleika í Salnum á morgun kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Beethoven, Saint-Saéns og frumflutning- ur hérlendis á verkinu Subito (1992) eftir Witold Lutoslawski. Lúðrablástur Tónlistarfélag Akur- eyrar boðar tónleika I Laugarborg á sunnudag- inn kl. 16. Þar flytur Blásarakvintett Reykja- víkur ásamt Philip Jenk- ins píanóleikara verk eftir Tryggva M. Baldvtosson, Atla Heimi Sveinsson, Pöulenc og Mozart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.