Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Page 20
24
Tilvera
FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001
J»V
Brosnan orðinn
pabbi enn á ný
Bondleikarinn Pierce Brosnan er
ekki dauður úr öllum æðum, þótt
kominn sé undir fimmtugt. Unnusta
hans, umhverfisblaðakonan og höf-
undurinn Keely Shaye Smith, ól
annað bam þeirra um daginn, litinn
snáða sem gefin voru þau ábúðar-
miklu nöfn Paris Beckett Brosnan,
hvorki meira né minna. Fyrir áttu
þau Pierce og Keely þriggja ára
gamlan strák, sem heitir líka
skáldanafni, Dylan Thomas Brosn-
an. Skötuhjúin stefna að því að
ganga í hjónaband á sumri kom-
anda.
Céline sýnir
^litla barnið sitt
Kanadíski söngfuglinn Céline
Dion og eiginmaður hennar, um-
boðsmaðurinn René Angelil, hafa
látið taka myndir af sér og litla
drengnum sínum, René-Charles, fyr-
ir glanstímaritiö Hello. Myndirnar
voru teknar í lúxusvillu hjónanna í
Toscanahéraði á ítaliu þar sem sól-
in skín endalaust. „Er hann ekki
krúttlegur?" sagði Céline við út-
sendara tímaritsins þegar mynda-
tökumar voru undirbúnar. „Mér
finnst æðislegt að segja „sonurinn
minn“,“ bætti Céline við, enda mik-
ið haft fyrir getnaðinum.
DV-MYNDIR PETRA JÓNSDÓTTIR.
Meö nammi og í búningum
Hér má sjá nokkra hressa krakka
sem taka öskudaginn hátíölegan.
Þessi stúlka hefur brugöiö sér í
gervi nornar.
Harðfiskur í
stað tannlækna-
fóðurs
DV, NESKAUPSTAÐ:
Krakkar um land allt fögnuðu
öskudeginum. Hér má sjá bömin í
Neskaupstað sem slógu kött úr
tunnu innanhúss enda þótt það
væri blíðaskaparveður. Þarna var
mikið úrval af álfameyjum og öðr-
um léttklæddum vemm þannig að
ekki var hægt með góðu móti að
hafa gleðskapinn úti við. Ekki það að
krakkamir viðmðu sig ekki, þau fóru
reyndar víða og sungu og snöpuðu sér
eitthvað í gogginn. Á mörgum stöðum
var þeim boðið upp á harð-
fisk i stað tannlæknafóðurs-
ins sem víða er dælt í bömin
í kílóavís. -PJ
Lítit og sæt
Ekki eru allir í einhverjum
geim- eöa ófreskjubúning-
um. Þessi litla stúlka er
eins og fallegur engill.
Skemmtilegri kallar
Þessir tveir heföu fariö langt
ef heföi átt aö verölauna fyr-
ir bestu gervin.
Tvíleikstónleikar í Salnum á morgun:
Frumflutningur og sígild verk
Una Sveinbjamardóttir fiðlu-
leikari og Anna Guðný Guðmunds-
dóttir píanóleikari halda tónleika i
Salnum í Kópavogi á morgun kl.
17. Á efnisskránni eru verk eftir
Bach, Beethoven, Saint-Saéns og
frumflutningur hérlendis á verk-
inu Subito eftir Witold Lutos-
lawski en það er frá árinu 1992.
Subito er meðal síðustu verka
Lutoslawski, stutt verk en efnis-
mikið. Eins og nafnið gefur til
kynna er það hratt og snaggaralegt
en hefur einnig mikla dýpt og
áhrifamátt.
Una Sveinbjarnardóttir er fædd
í Reykjavík 1975. Hún lauk einleik-
araprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík 1995 og hóf sama ár
nám í fiðluleik í Tónlistarháskól-
anum í Köln. Frá 1998 hefur Una
stundað nám í Hochschule der
Kiinste í Berlín. Nú í febrúar lauk
hún diplom-prófi í fiðluleik með
hæstu einkunn og mun hún
stunda framhaldsnám til Konzert-
examen.
Una hefur hlotið viðurkenningar
fyrir leik sinn bæði hér heima og er-
lendis. Una var konsertmeistari Sin-
hljómsveit Deutsche Oper Berlin, og
auk þess leikið i Rundfunk Sinfoni-
eorchester Berlin, RSB. Einnig hef-
ur hún leikið sem aukahljóðfæra-
leikari í Sinfóníuhljómveit íslands
öðru hverju frá 1992 og með Kamm-
ersveit Reykjavíkur. Þá hefur hún
leikið með Björk Guðmundsdóttur
og með hljómsveitinni Skárr’en
engu.
Anna Guðný Guðmundsdóttir
lauk námi frá Tónlistarskólanum i
Reykjavík og nokkrum árum síðar
frá Guildhall School of Music í
London. Frá árinu 1982 hefur hún
starfað sem píanóleikari í Reykja-
vík og tekið virkan þátt í islensku
tónlistarlífi. Hún hefur komiö fram
sem einleikari, m.a. með Sinfóníu-
hljómsveit íslands, Kammersveit
Reykjavíkur og íslensku hljómsveit-
inni. Anna starfar einnig mikið sem
kammertónlistarmaöur og sem með-
leikari söngvara. Hún hefur leikið
inn á nokkrar hljómplötur og hljóm-
diska og komið fram á tónleikum
viða í Evrópu, m.a. í Austurríki,
Slóveníu, Frakklandi, Þýskalandi
og Færeyjum. Anna hlaut tólf mán-
aða starfslaun árið 1996.
DV-MYND E.UL
Píanó og fiðla
Una Sveinbjarnardóttir fiöluleikari og Anna Guöný Guömundsdóttir píanóleik-
ari halda tónleika í Salnum á morgun kl. 17.
fóníuhljómsveitar æskunnar og Kúnste í Berlín. Hún hefur leikið
hljómsveitar Hochschule der með Ensemble Oriol Berlin og
Skólabíll eða húsbíll?
Nú ætla ég að selja Benzann minn!
Honum fylgja:
vetrardekk, útvarp, sími og CB-talstöð,
25 farþegasæti og olíumiðstöð.
77/ sýnis við Vættagil 1, 603 Akureyri
Eggert Jónsson, sími 892 3407 / 462 2657
Pláss fyrir prest í
kirk j ugarðinum
DV, SUDUREYRI:________________________
Séra Karl V. Matthíasson var gestur
á góublóti Súgfirðinga á laugardag.
Hingað vígðist hann fyrir 14 árum og
er nú nýlega orðinn þingmaður Vest-
firðinga eftir að Sighvatur Björgvins-
son hvarf til annarra starfa. Séra Karl
flutti minni Súgandafjarðar á blótinu.
Fór hann á kostum og var gerður góð-
ur rómur að máli hans. Meöal annars
sagði Karl frá því er hann kom í fyrsta
sinni að Stað í Staðardal. Þorvaldur
bóndi og kirkjuhaldari sýndi honum
Brestur á með söng
Þarna er séra Karl í þann veginn aö
bresta í söng. Magnús S. Jónsson,
skólastjóri og formaöur skemmti-
nefndar, fjær.
DV-MYNDIR VALDIMAR HREIÐARSSON
kirkjugarðinn þar.
Komu þeir að leiði
sr. Þorvarðs
Brynjólfssonar er
þar hvílir. Og sem
þeir virða þennan
stein fyrir sér
horfir Þorvaldur á
Karl og segir með
Hitti gömul þunga, eilítið
sóknarbörn áhyggjufullur á
Séra Karl var svip: „í þesssum
ánægður aö hitta kirkjugarði hvílir
gömul sóknar- aðeins einn prest-
börn á Suöureyri ur.“ Karl sagði að
hann hefði næst-
um lofað Þorvaldi að hann léti jarða
sig í garðinum þegar þar að kæmi til
að bæta úr prestafæðinni.
-VH