Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Side 25
29
FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001
I>V Tilvera
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Komu frá Vigur og Amsterdam
Guörún Anna Tómasdóttir píanóleikari, Ingunn Ósk Sturludóttir mezzósópran og Þórunn Ósk Marin-
ósdóttir víóluleikari.
Zodiac á tónleika
Á morgun kl. 16 verða söng-
tónleikar í tónleikasalnum
Ými við Skógarhlíð. Flytjend-
ur eru þær Ingunn Ósk Sturlu-
dóttir mezzósópran, Guðrún
Anna Tómasdóttir píanóleik-
ari og Þórunn Ósk Marinós-
dóttir víóluleikari. Á efn-
iskránni eru spænskir ljóða-
söngvar eftir E. Granados,
þýsk þjóðlög eftir Brahms,
ijóðasöngvar eftir Tsjajkov-
skíj, sönglög eftir Sigvalda
Kaldalóns og gamansöngvar
eftir Atla Heimi Sveinsson.
Ingunn Ósk lauk 8. stigi frá
Söngskólanum i Reykjavík
áður en hún hélt utan til fram-
haldsnáms í London og síðar
við Sweelinck-tónlistarháskól-
ann í Amsterdam þaðan sem
hún lauk námi frá ijóða- og óp-
erudeild árið 1992. Hún hefur
víöa komið fram sem ein-
söngvari og eru þetta fjórðu
einsöngstónleikar hennar.
Guðrún Anna Tómasdóttir
tók burtfararpróf frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík 1985,
stundaði framhaldsnám í
Lyon og við Sweelinck-tónlist-
arháskólann í Amsterdam og
lauk þaðan prófi 1992. Hún
hefur haldið einleikstónleika
og komið fram við ýmis tæki-
færi hér heima og í Hollandi.
Þórunn Ósk Marinósdóttir
lauk prófi frá Konunglega tón-
listarháskólanum í Brussel.
Hún hefur komið fram sem
einleikari bæði hér heima og
eriendis en þó fyrst og fremst
starfað með kammermúsík-
hópum. Frá 1998 hefur Þórunn
leikið með Sinfóníuhljómsveit
íslands og Kammersveit
Reykjavíkur.
Koma langt að
Þórunn Ósk er sú eina þre-
menninganna sem á heima í
Reykjavík. Ingunn Ósk er bú-
sett í Vigur á ísafjarðardjúpi
og Guðrún Anna á heima í
Amsterdam. Blaðamanni lék
því forvitni á að vita hvers
vegna þær héldu saman tón-
leika.
Blaðamaður hitti þær Ing-
unni Ósk og Guðrúnu Önnu
að máli fyrir æfingu í gær.
„Ég hugsaði með mér að ég
væri hvort sem er svo langt
frá mönnum að það væri eins
gott að fá Guðrúnu til að spila
með mér eins og hvern ann-
an,“ segir Ingunn enda hafa
þær leikið áður saman á tón-
leikum.
Eftir nokkrar vangaveltur
komust þær stöllur að því að
Ingunn væri líklega lengur að
komast til Reykjavíkur frá
Vigur en Guðrún frá Amster-
dam. „Ég þarf að byrja að
róa,“ segir Ingunn og hlær. En
án gríns þá eiga þau litla trillu
í Vigur og Zodiac-tuðru og not-
ar Ingunn sér þessi farartæki
að minnsta kosti á sumrin. „Á
veturna nota ég nú póstferð-
irnar,“ segir Ingunn en fastar
ferðir eru í Vigur tvisvar í
viku.
Undirbúningur hefur
staðiö lengi
Ingunn er mikið borgar-
bam og hafði varla í sveit
komið áður en hún fluttist
vestur í Vigur. Guðrún Anna
segir þó af henni miklar
sveitahúsmóðursögur og Ing-
unn bara hlær. „Ég bakaði
kannski köku á fimm ára
fresti áður en ég settist að í
sveit þannig að mestu áhyggj-
ur bónda míns af flutningum
mínum vestur voru að ég
kynni kannski ekki að baka.“
Guðrún Anna starfar sem
píanókennari í Amsterdam og
leikur einnig á tónleikum eftir
því sem við verður komið.
Hún tekur undir þegar Ingunn
segir að hún hafi gott af því að
koma reglulega heim til ís-
lands og minnir Ingunni á að
henni hafi ekki heldur þótt
slæmt að koma út til Amster-
dam að æfa.
„Við byrjuðum að undirbúa
þessa tónleika fyrir rúmu ári.
Þeir áttu nefnilega að vera í
fyrra en við frestuðum þeim
bæði vegna þess að ég átti von
á barni og vegna andláts Snjó-
laugar systur minnar. Ég
ákvað svo með samþykki
hinna að fá að tileinka þessa
tónleika minningu hennar."
Valið á efnisskránni fór
fram í samvinnu tónlistar-
kvennanna. Þær segjast hafa
lagt í púkk og svo valið og
hafnað.
Þarf aga til að halda
sér við
Það er ekki erfitt að ímynda
sér hvernig er að vera píanó-
leikari í Amsterdam eða víólu-
leikari í Reykjavík. Hitt er erf-
iðara að ímynda sér líf söng-
konu á sveitabýli í eyju. „Mað-
ur þarf að beita sig alveg rosa-
legum aga til að halda sér í
formi en það er hægt ef maður
vill það nógu mikið,“ segir
Ingunn Ósk en hún segist
halda sér við með því að sækja
söngtíma á hverju ári.
Ingunn kenndi á ísafirði í
tvö ár áður en hún eignaðist
börnin sín sem enn eru lítil.
Hún segist vonast til að geta
tekið upp þráðinn í kennsl-
unni eftir nokkur ár þegar
börnin eru komin svolítið á
legg. Auk þess syngur hún við
ýmis tækifæri á ísafirði."
Nú hefur Þórunn Ósk bæst í
hópinn, sú eina þremenning-
anna sem búsett er í Reykja-
vík. „Þess vegna mæti ég alltaf
síðust á æfmgarnar," segir
hún og blæs enn af hlaupun-
um. Þremenningunum er ekk-
ert að vanbúnaði að heíja æf-
inguna og því ekki ástæða fyr-
ir blaðamann að tefja lengur.
Ekki leið á löngu áður en tón-
listin ómaði um alla ganga í
Ými.
-ss
Enn léttist Hallur
- spikinu skipt út fyrir vöðva
Hallur Guðmundsson heldur áfram baráttu
sinni við aukakílóin. Þegar hann byrjaði í megr-
uninni í lok janúar var hann 136 kíló. Hallur
sagði í upphafi að hann ætlaði ekki að gera sér of
miklar vonir um skjótan árangur en grennast
hægt og örugglega.
Eins og sjá má af meðfylgjandi grafí hefur
hann lést um 6,5 kíló síðasta mánuðinn og verð-
ur þaö að teljast góður árangur. Fyrstu vikuna
léttist Hallur um fjögur kíló enda missa menn
mikinn vökva í upphafi svona átaks. Eftir það
hefur hann lést minna sem eðlilegt er þar sem
vöðvamassi hefur komið í staðinn fyrir fituna.
í dagbók, sem hann heldur á Netinu og er að
finna á slóðinni www.mikkivefur.is/hallur, segir
Hallur á einum stað að hann sé farinn aö fara á
handahlaupum upp alla stiga. „Nei, ég er ekkert
að verða vitlaus, ég er bara svolítið skrýtinn. Ég
finn fyrir því að allir stigar sem ég fer eru auö-
veldari en áður og mér líður alveg prýðilega lík-
amlega. Ég held að ég sé að losna við slenið og að
komast i góðan gír.“
Þaö verður spennandi að fylgjast með Halli
næstu vikumar og vita hvort honum tekst að
sigrast á aukakílóunum og standast freistingam-
ar sem bíða hans alls staðar.
-Kip
exxxotica
www.exxx.is
GERUM GOTT
KYNLÍF BETRA!
LANDSINS MESTA ÚRVAL AF
UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLÍFSINS
Barónsstíg 27 - S: 562 7400
Þyngd Halls fyrsta mánuðinn
133
130 kg
Og enn
léttlst Hallur
RÆSIR HF NotaSur bfll
Til sýnis hjá Bíiahöllinni hf.,
Bíldshöfða 5.
Til sölu
Chrysler Stratus LX V6 2,5,
árg. 1995, nýskr. 8/96. Sjálfsk.
rafdr. rúður, fjarst. samlæsingar,
hraðastillir, loftkæling, álfelgur,
sumar/vetrardekk o.fl. Innfl. nýr af
umboði, einn eigandi, ekinn aðeins
62.000 km. Glæsilegur bíll.
Verð kr.1.090.000.
www.raesir.is