Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 9 DV Fréttir Tveir í Bláfjöllum Lífið var ekki amalegt hjá þessum tveimur strákum sem nutu lífsins í Bláfjöll- um í gær. Flokksþingið hafnaði breyting- um á útvarpsráði Flokksþing Framsóknarflokksins hafnaði um helgina tillögu, sem Árni Magnússon, aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra, lagði fram um að útvarpsráð yrði lagt niður og í stað- inn kæmi e.k. þjóðstjórn yfir RÚV með ópólitiskum tilnefningum. Flokksþingið hafnaði þessum breyt- ingum eftir hörð varnaðarorð Giss- urar Péturssonar, útvarpsráðs- manns flokksins og Vilhjálms Hjálmarssonar fyrrum ráðherra, sem lengi var formaður útvarps- ráðs. Þá þótti það skemma fyrir til- lögu Árna þegar þingfulltrúi gerði kröfu til þess að hestamannafélagið á Akranesi fengi örugglega fulltrúa í þjóðstjórnina. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra lýsti þvi opinberlega yfir eftir þingið að það ætti að hans mati að leggja útvarpsráð niður og gera RÚV að sjálfseignarstofnun. Því má segja að flokksþingið hafi hafnað þessari stefnu formannsins. Tillaga Árna var samþykkt af sérstakri flokksþingsnefnd um mennta- og menningarmál, en sömu tillögu var son, útvarps- son, aöstoðar- ráösmaöur maöur Halldórs Framsóknar- Ásgrímssonar. flokksins. hafnað af þingfulltrúum með yfir- gnæfandi atkvæðamun. - Skynsemin réð ferðinni Gissur Pétursson segir að hann hafl á þinginu boðað að ræða þyrfti framtíð RÚV á mun breiðari grunni en þarna átti að gera. „Mín persónu- lega skoðun er sú að núverandi fyr- irkomulag, með kosningu útvarps- ráðs á Alþingi, sé ekki slæmt fyrir- komulag og að jafnvel eigi að treysta þau bönd með því að taka stofnunina undan menntamálaráðu- neytinu og færa alfarið undir Al- þingi. Ég hygg að eilífar deilur yrðu um þessa þjóðstjórn." Gissur telur það ankannalegt af stjórnmálamönnum að segja að út- varpsráð eigi að vera ópólitískt. „Ég veit ekki á hvaða forsendum slík skoðun byggir. Mér finnst að svipað gildi um útvarpsráð og t.d. banka- ráðin. Ég hygg að við höfum unnið góðan varnarsigur fyrir RÚV og að Framsóknarflokkurinn hafi látið skynsemina ráða, eins og svo oft áður,“ segir Gissur. -fþg Smáauglýsingar DV vísir.is Herrakvöld FH í Hafnarfiröi fór úr böndum: Davíð strunsaði úr Frímúrarhúsinu - leiddist langdregiö uppboð á notuðum þurrkara „Við sammælt- umst um það að samband skyldi haft við forsætis- ráðherra og hann beðinn afsökun- ar,“ sagði Gunn- laugur Magnús- son, formaður FH, í kjölfar herrakvölds hafn- firska íþróttafé- lagsins sem hald- ið var i Frímúr- arahúsinu í Hafnaríírði siðastliðið fóstudagskvöld. Davíð Oddsson for- sætisráðherra mætti á herrakvöldið sem aðalræðumaður klukkan 20 eins og aðrir gestir. En þegar veislu- stjóri var enn að bjóða upp notaðan þurrkara til styrktar félaginu rétt fyrir klukkan 23 var forsætisráð- herra nóg boðið og yfirgaf hann samkvæmið í skyndi ásamt aðstoð- armanni sinum. Sátu FH-ingar sneyptir eftir en reyndu þó að halda gleðskapnum áfram. Það kom í hlut Guðmundar Árna Stefánssonar, alþingismanns og for- manns knattspymudeildar FH, að biðja forsætisráðherra afsökunar: „Okkur þótti þetta afskaplega leiðinlegt. Tím- inn hljóp frá okk- ur,“ sagði Guð- mundur Ámi en alls sóttu um 250 FH-ingar herra- kvöldið. „Ég hringdi í Davíð og við ræddum málið í góðu.“ Veislustjóri á herrakvöldi FH var Ingvar Viktorson, fyrrum bæj- arstjóri í Hafnarflrði, en að sögn 111- uga Gunnarssonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, var veislustjórn hans um margt sérstök: „Ætli sé ekki hægt að orða það sem svo að veislustjórnin hafi verið óhefðbundin. Dagskráin dróst úr hömlu og forsætisráðherra hefur vafalítið haft sinar ástæður fyrir því að þurfa að yflrgefa samkvæm- ið,“ sagði Illugi Gunnarsson sem varð samferða forsætisráðherra til Reykjavíkur að loknu misheppnuðu herrakvöldi í Frímúrarahúsinu í Hafnarfirði. -EIR Fann dauð hross á Oki Sigurður Oddur Ragnarsson bóndi á Oddsstöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði fann um helgina við jökul- inn Ok átta dauð hross, en frá því um áramót hefur hann saknað þrettán hrossa úr stóði sínu. Sjö af þessum átta hrossum sem fundust dauð voru í eigu Sigurðar sjálfs. Flest hrossin fundust uppi á svonefndri Oköxl sem er móbergsstapi sem gengur út frá þessum minnsta jökli landsins. Það var seint i haust sem Sigurður smalaði haga sína og náði þá í hús flestum sínum hrossum. Flogið var yfir afrétti Borgarfjarðarsveitar fljót- lega eftir nýár og þannig sást til níu hrossa og var í framhaldinu hafin að þeim frekari leit - sem og öðrum sem ekki hafði sést til og eru í eigu ann- arra bænda í Borgarfirði. Leitin skil- aði hins vegar ekki árangri. - Það var á sunnudaginn sem Sigurður Oddur fór í fylgd Snorra Jóhannessonar bónda á Augastöðum í Hálsasveit upp að Oki og þá fundu þeir áðurnefnd hross, og telur Sigurður raunar að fleiri hross gætu verið þarna enn dauð undir snjó. Að þvi verður gætt þegar snjóa leysir. Sigurður telur að hrossin sem nú hafa fundist dauö hafi tryllst í flug- eldaskothríðinni um áramót og flúið þá til fjalla - og ekki skilað sér eftir það. Geti því hver sem er dregið þann lærdóm af flugeldagleðinni um ára- mót að fara beri varlega þannig að at- burðir líkir þessum endurtaki sig ekki. -sbs Það má reglulega búast við nýjum og spennandi hlutum frá HTH, enda er þetta viðkunnarlega danska fyrirtæki í forystu á Norðurlöndum í hönnun og framleiðslu á eldhús- og baóinnréttingum. Forvitnilegir litir og nýjar gerðir innréttinga, þaulhugsaóar í smáatriðum, gera þaó að verkum aó þú færð innblástur í hvert skipti sem þú lítur inn í sýningarsal hjá HTH. Láttu sjá þig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.