Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 Viðskipti__________ Umsjón: Vidskiptablaðiö Hagnaður Baugs 591 milljón króna Verslanir Bónuss Á árinu veröur markvisst unniö aö því aö lækka kostnaö enn frekar meö betri stýringu á eignum og hagræöingu á ýmsum sviðum. Baugur hf. var rekinn með 591 milljónar króna hagnaði á síðasta ári, samanborið við 646 milljóna króna hagnað árið áður. Tekjur Baugs jukust um 6% milli ára og námu 26,5 milljörðum króna í fyrra. í tilkynningu frá Baugi kemur fram að minni hagnaður frá fyrra ári skýrist fyrst og fremst af tvennu. Afkoma dótturfélaga var mun lak- ari en það skýrist með óhagstæðum fjármagnsliðum dótturfélaga, þá eru fjármagnsliðir óhagstæðir sem nem- ur 291 millj. kr á móti 20 millj. kr. tekjum árið 1999, hins vegar gekk sjóðstýring vel og skilaði skamm- tíma-stöðutaka i verðbréfum félag- inu 179 millj. kr. tekjum á síðasta ári. í frétt Baugs segir að umhverfið hafi verið verslun afar óhagstætt á síðasta ári. Gengislækkun íslensku krónunnar hafði þau áhrif á félagið að mikið gengistap myndaðist af skuldum og aðfóng hækkuðu til fé- lagsins. Félagið var eins og áður sagði rekið með 1.721 millj. kr. hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Þá fjárfesti móðurfélagið verulega í nýjum verslunum sem styrkja munu félagið á næstu árum. Félagið hélt úti mjög öflugu þró- unarstarfi en markmið Baugs er að vaxa um 10% á ári. Grunnur hefur verið lagöur að þessu takmarki með undirbúningi að opnun 6 verslana í Smáralind á haustmánuðum. Niöurstöðutala efnhagsreiknings samstæðunnar var óvenjuhá um síðustu áramót eða 15.405 millj. kr. Þar kemur tvennt til; annars vegar voru 800 millj. kr. af hlutfjáraukn- ingu félagsins í desember 2000 ekki greiddar fyrr en í byrjun janúar 2001. Þá voru kröfur vegna kredit- korta mjög háar miðað við árið áður. Meginástæðan er meiri notk- un greiðslukorta í jólasölu og eins að nú er hægt að greiða með kredit- korti hjá Bónus. Kostnaður vegna kreditkorta er verulegur og leitar fé- lagið nú leiða til að lækka þennan kostnaðarlið. Eigið fé félagsins 31. desember 2000 nemur 5.147 millj. kr. í árslok 2000 og hækkar um 1.764 millj. kr. á árinu. Hækkunina má að mestu rekja til aukningar hlutafjár um 1.160 millj. kr. og hagnaðar ársins 590 millj. kr. Eiginfjárhlutfall er 33,4%. Arðsemi eigin Qár er 11,5%. Langtímaskuldir samstæðunnar námu 3.714 millj. kr. eftir að tekið hefur verið tillit til næsta árs af- borgana. Vaxtaberandi skammtíma- skuldir námu 1.745 millj. kr. Vaxta- lausar skuldir samstæðunnar við birgja námu 4.221 millj. kr. Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2000 nam 26.481 millj. kr., samanborið við 24.958 millj. kr. árið áður. Aukning milli ára nemur 6,1%. Hagnaður án afskrifta og fjár- magnskostnaðar nam 1.721 millj. kr. en nam 1.300 millj. kr. árið áður og hefur því aukist um 32,4% milli ára. Fjármagnsgjöld samstæðunnar nema 291 millj. kr. á árinu 2000 en árið áður námu fjármagnstekjur 20 millj. kr. Skýrist breytingin aðal- lega af gengistapi langtímaskulda. Hagnaður ársins nam þvi 590 millj. kr. eftir skatta, samanborið við 646 millj. kr. árið áður. Á árinu verður markvisst unnið að því að lækka kostnað enn frekar með betri stýringu á eignum og hag- ræðingu á ýmsum sviðum. Enn fremur áætlar félagið að auka hagnað fyrir afskriftir og fjár- magnsliði um 18-22% á árinu. Vegna óvissu um þróun gengis ís- lensku krónunnar og óvissu um vaxtastig á árinu treystir félagið sér ekki til að gefa út hagnaðartölur eft- ir fjármagnsgjöld. Nánar verður far- ið yfir áætlanir á aðalfundi félags- ins. Hagnaður Lyfjaverslunar is- lands dregst saman um 28% - gert ráð fyrir sex milljarða veltu í ár Raunavoxtun Lífeyrissjóðs sjómanna nei- kvæð í fyrra Raunávöxtun Lífeyrissjóðs sjó- manna á árinu 2000 var neikvæð um 0,3%. Ávöxtun innlendra og er- lendra hlutabréfa var neikvæð á ár- inu og endurspeglast það í ávöxtun sjóðsins, að þvi er segir í frétt á heimasiðu Landssamtaka lífeyris- sjóða. Enn fremur kemur fram að með- altal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár nam 6,83% og hrein raunávöxtun sjóðsins var neikvæð um 0,51%. Eignir sjóðsins í erlendum gjald- miðlum nam 21% sem er svipað hlutfall og í árslok 1999. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 41.162 m.kr. í árslok 2000 og heildarlífeyrisskuldbindingar voru neikvæðar um 4.494 m.kr., eða um 6%. Fjöldi greiöandi sjóðfélaga nam 3.897, sem er nokkur fækkun frá fyrra ári, en lífeyrisþegum fjölgaði hins vegar milli ára um 130 og voru alls 2.864 talsins. STEPHILL FÆRANLEGAR RAFSTÖÐVAR EINS OG ÞRIGGJA FASA BENSÍN OG DÍSEL Hagnaður af rekstri Lyfjaverslun- ar íslands hf. nam 41,8 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári á móti 58 milljónum árið áður. Hagn- aður minnkaði þannig um 28% milli ára. Hagnaður samstæöunnar af reglulegri starfsemi fyrir íjár- magnsliði nam 81,2 milljónum króna en nam 69,7 milljónum árið 1999. Veltufé frá rekstri nam 66 milljónum króna. í frétt frá fyrirtækinu segir að hagn- aður Lyfjaverslunar af reglulegri starf- semi hafi verið í samræmi við vænt- ingar og sá besti til þessa. Fjármagns- gjöld voru hins vegar hærri en gert var ráð fyrir og veldur því einkum 50 milljóna króna gengistap á erlendum skuldum. Eigið fé í árslok nam 548,5 milljónum króna en nam í ársbyrjun 527 milljónum króna. Greiddur arður til hluthafa nam 30 milljónum króna á árinu. Vegna mikilla fjárfestinga á þessu ári leggur stjóm félagsins til að ekki verði greiddur arður til Iiluthafa á árinu. Á hluthafafundi, sem haldinn var í janúar 2001, var samþykkt heim- ild til stjómar að auka hlutafé um allt að 300 milljónir króna sem er tvöfóld- un. Velta Lyfjaverslunar jókst á ár- inu um rúm 33%, eða úr 1.647 í 2.193 milljónir króna. Fram kemur í frétt RAFVER SKEIFUNNI 3E-F • SlMI 581 2333 • FAX 568 0215 rafver@simnet.is frá Lyfjaverslun Islands að vöxtur var í öllum þáttum í starfsemi fé- lagsins á árinu auk þess sem tekið var við dreifingu á allri framleiöslu Delta hf. á innlendan markað. Fjárfestingar í árslok nam bókfært verð eignar- hluta í öðrum félögum 633 milljón- um króna. Miðað er við framreikn- að kaupverð hlutanna. Eignarhluti I Delta hf. var bókfærður á 417,5 milljónir króna, en miðað við gengi 23 í árslok var markaðsverðið 787 milljónir króna. í dag er gengi bréf- anna 28 sem gerir markaðsverð eignarhluta Lyfjaverslunar 958 milljónir króna. Fjárfest var í félögum á árinu fyr- ir 178 milljónir króna. Þar af var fjárfest í Ilsanta UAB i Litháen fyr- ir 113 milljónir króna og var það þáttur í endurfjármögnun félagsins. Stjóm félagsins lítur björtum aug- um á framtíðarrekstur-í Eystrasalts- löndunum og ráðgerir að auka hann enn frekar. Lyíjaverslun fjárfesti á árinu í húsnæði fyrir tæpar 270 milljónir króna. Fjárfestingar, ásamt aukningu á birgðum og við- skiptakröfum samfara veltuaukn- ingu, valda því að efnahagsreikn- ingur félagsins hefur stækkað um 48% milli ára. Eigingárhlutfall var í árslok 29%. Veltufjárhlutfall samstæðunnar var í árslok 1,1 en arðsemi eigin fjár árið 2000 var 7,9%. Hagnaður Landssímans 149 milljónir króna - og lækkar um 86% milli ára Hagnaður Landssímans fyrir árið 2000 nam 149 milljónum króna og skýrist þessi mikla lækkun hagnaðar einkum af því að óefnis- legar eignir voru afskrifaðar að fullu á árinu. Rekstrartekjur árs- ins voru 16.253 milljónir króna og jukust um 17,7% frá fyrra ári. Rekstrargjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði námu 9.689 m.kr. sem er tæplega 16% hækkun frá árinu á undan. EBITDA-hagnaður fyrir árið 2000 er 6.564 m.kr. og hækkar um 20% frá fyrra ári en veltufé frá rekstri er 6.150 m.kr., samanborið við 4.208 m.kr. árið áður. Stjóm Landssíma íslands ákvað að i stað þess að afskrifa viöskipta- vild og yfirverð dóttur- og hlut- deildarfélaga á fimm árum, eins og áður hafði verið unnið eftir, yrðu eftirstöðvarnar afskrifaðar að fullu árið 2000 og nam sú afskrift 1.992 m.kr. Af þeim sökum hækka af- skriftir félagsins í 5.168 m.kr., sam- anborið við 3.329 m.kr. árið áður. Fjármunatekjur og fjármagns- gjöld eru neikvæð um 646 m.kr., samanborið við 340 m.kr. árið áður en þar af nemur gengistapið 290 miUjónum króna. Á árinu 2000 var fjárfest í varan- legum rekstrarfjármunum fyrir 5.459 m.kr. og voru fastafjármunir fyrirtækisins 22.705 m.kr. í árslok. Heildarskuldir félagsins námu samtals 14.810 m.kr. í lok ársins 2000. Eigið fé Landssímans var 13.316 m.kr. í árslok og eiginfjár- hlutfall er 47% samanborið við 51% í lok árs 1999. I>V Þetta helst_________j ____ HPII nARVinPUIPTI 90R7 HEILDARVIÐSKIPTI 2067 m.kr. Hlutabréf 167 m.kr. Ríkisvíxlar 1520 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Tryggingamiðstöðin 42 m.kr. Q Pharmaco 36 m.kr. 0SÍF 16 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Tryggingamiöstööin 3,3% QSkeljungur 2,2% ©íslenski hugbúnaðarsjóðurinn 2% MESTA LÆKKUN 0 Kögun 5,5% Q Eimskip 4,4% 0SÍF 2% ÚRVALSVÍSITALAN 1202 stig -Breyting O -0,79% Búist við 50 punkta vaxta- lækkun í Bandaríkjunum Fastlega er búist við því að bandaríski seðlabank- inn lækki vexti um 50 punkta á morgun. Seðlabankinn mun þó horfa á hag- tölur en ekki hlutabréfaverð þegar hann tekur ákvörðun. Þess vegna er líklegt að fjárfestar verði ekki alltof ánægðir en þeir vilja 75 punkta lækkun. Fjárfestar segja að slík lækkun sé nauðsynleg en Dow Jo- nes hlutabréfavísitalan féll um 7,7% í síðustu viku en það hefur hún ekki gert á svo skömmum tíma síð- an 1989. Nasdaq-hlutabréfavísitalan, sem hefur lækkað um 23% á árinu, hefur lækkað samfellt sjö vikur í röð. Á sama tíma sýna hagtölur að tiltrú almennings er ekki lengur að minnka, stálframleiðsla er að vaxa og sala á bílum er ekki eins lítil og margir óttuðust. Japanski seðla- bankinn lætur vexti vera ná- lega 0% Japanski seðlabank- inn hefur til- kynnt að hann hyggist lækka vexti enn neðar niður í um 0% og gaf ríkisstjóminni þau skilaboð að nú væri komið að hennar þætti til að koma í veg fyrir að efnahagslifið lendi í kreppu. Þessi tilkynning kemur eftir vaxta- lækkun bankans um 10 basispunkta í 0,15%. Samanlagt afturkalla þessar vaxtalækkanir þá 25 punkta hækk- un sem varð í ágúst á síðasta ári. Seðlabankinn sagði þá að hagkerfið væri í nógu góðu standi til að taka við hærri lántökukostnaði. 20.03.2001 kl. 9.15 KAUP SALA B iDollar 87,520 87,960 SsÉsJPund 124,980 125,620 1*1’Kan. dollar 55,840 56,190 Dönsk kr. 10,5920 10,6510 -f—jNorsk kr 9,7390 9,7920 J 2r Sænsk kr. 8,6420 8,6900 H-H R- mark 13,3038 13,3838 jj Fra. franki 12,0589 12,1313 B í j Belg. frankl 1,9609 1,9726 _; Sviss. franki 51,5900 51,8800 £^Holl. gyllini 35,8945 36,1102 ”Þýskt mark 40,4437 40,6868 rS ít- líra 0,040850 0,041100 QQAust. sch. 5,7485 5,7830 Uj Port. escudo 0,3946 0,3969 gn Spá. peseti 0,4754 0,4783 | e | Jap. yen 0,712100 0,716400 - j Írskt pund 100,437 101,041 SDR 111,240000 111,910000 dECU 79,1011 79,5764

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.