Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 11 I>V Neytendur Umbúðamerkingar matvæla - oft ófullnægjandi hjá íslenskum framleiöendum r Merkingar matvæla eru í mörgum tilfellum ófullnægjandi frá sjónar- hóli neytenda. Reyndar eru til ágætar reglur yfir það hvernig merkja skuli umbúðir matvæla en þær eru þannig úr garði gerð- ar að framleiðendur vara þurfa aðeins að gefa upp takmarkaðar upplýsing- ar. Merkingar eru að vísu misjafnar eftir því frá hvaða landi vörumar koma, bandarísk vara er yfirleitt nokkuð vel merkt en oft skortir mikið upp á að sú íslenska standist kröfur. Til dæmis er algengt að fmna einungis innihalds- lýsingar þar sem inni- haldið er talið upp og hrá- efninu raðað í röð eftir magni, þ.e. það hráefni sem er mest af er fyrst o.s.frv. en ekki hlutfoll. Stundum er engar upplýs- ingar að finna um nær- ingargildi vörunnar eða það hvernig hún hefur verið meðhöndluð. Aðrar merkingar sem oft skortir eru hvort varan innihaldi viðbættan sykur, hvort hún er unnin úr erfða- breyttum matvælum eða hvort hún hafi verið gerilsneydd. Aukið geymsluþol Gott dæmi um vörur sem ekki eru nægilega vel merktar eru ávaxtasafar hvers konar. Á mynd- unum sem fylgja þessari grein eru tvær tegundir aJF Trópí appels- sínusafa. Önnur er með geymsluþol í nokkra daga og skal hún geymast í kæli. Hin gerðin þarf ekki að vera í kæli og geymist í nokkra mánuði. Þrátt fyrir að hér sé klárlega ekki m 'LJ FR\ FhORim pi U L i-ij t 1ÍTRI Innihald: Hrrínn safi. asami aldinkjöti. úr u-þ.b. 2.4 ke af Flonda appelsmum. R okkunardaeur/ Besl fvrir, Stja (opp fe-munnar. ppelsínum I frít Hártdo ____I IJTRl_____________________ Imiihald: Nýpivssaður appclsínusali með aldinkjöli úi salan'kiim Món'da appclsíimm. Na'iingiirgildi i 100 inl: Orka 210 kJ/50 kkal Prótín . 0.1 g Kulvetni 1-8 l’ita " 8 Natrfum " r C-vítamín 00 mg/50% IU1S:> *ltádli)gt)iir tla^skamiiHui. KÆLIVARA, ll-TC Ekki er ráftlcgt aft gcyinn Trópí Sama umbúöamerkingin Önnur gerðin geymist í nokkra daga, hin í nokkra mánuði. Hvað var gert til að auka geymsluþolið? Eig- um við ekki rétt á að vita það? KKIJXAIiA.ÍM l .kki cr raftlcat aft in.i lrt»|u i ■ijtiiin fcrtiu li'iiaitr *‘ii -> da \ii*riligarsikli1 H**1: Orka 21 *1 kI »<* kk.i l’ri.im t’-c K.»»lr*-tni lita " N.itrmin um algerlega sambærilega vöru að ræða eru merkingar á fernunum ná- kvæmlega eins. Engar upplýsingar eru gefnar um hvað var gert til að auka geymsluþol safans í annarri fernunni. Sömu sögu er að segja um margar aðrar vörutegundir sem til sölu eru. T.d. hefur farið fram mik il umræða um erfðabreytt matvæli en ekki er skylt að taka fram á um búðum ef í vörunni er hráefni unn ið úr erfðabreyttum matvælum Evrópusambandið hefur sett reglur þar að lútandi og ísland og önnur EFTA-ríki verða því að setja reglur um þessa þætti áður en langt um líður. Vörur frá Bandaríkjunum sem innihalda erfðabreytt matvæli eru ekki sérstaklega merktar en þar í landi er notkun slíkra matvæla einna mest. „Best fyrir“ Á vef Hollustuverndar er að finna ágætis leiðbeiningar um umbúða- merkingar vara, þ.e. hvemig vara skuli merkt og hvað þær merkingar þýða. Þar er m.a. sagt frá þvi hvern- ig merkja skuli geymslu- þol vöru. Felstar vörur eru merktar „best fyrir“ en kælivörur sem geym- ast í 5 daga eða styttra eru merktar með „síð- asta neysludegi". Kæli- vörur sem geymast styttra en 3 mánuði þarf líka að merkja með upp- lýsingum um pökkunar- dag. Annars eru engar kvaðir um að fram komi á umbúðum hvenær vara er framleidd en í stað þess kemur fram svokallað lotunúmer og þarf að merkja allar mat- vörur með lotunúmeri nema ef hægt er að reikna út framleiðsludag út frá geymsluþolsmerk- ingum. Yfirleitt getur hinn venjulegi neytandi ekki lesið neitt út úr þessum lotumerkingum en þær segja framleiðandanum til um hvenær varan var framleidd. í þessu sam- bandi má einnig minn- ast á að dagsetningar eru ekki skrifaðar eins í öllum heimshlutum. Hvað þýðir t.d. dagsetn- ingin 01/01/02? Hér á landi væri þetta 1. janúar 2002 (DD/MM/ÁÁ)en í Bandaríkjunum 2. janúar 2001(ÁÁ/MM/DD). Sjaldnast er skylda að upplýsa neytendur um næringargildi vöru en ef fullyrt er um næringargildi á umbúðum, t.d. að varan sé sykur- laus eða trefjarík, þá á næringar- gildislýsingin allaf að fylgja með. Þá þarf alltaf að koma fram orkan í kílókaloríum, magn af próteinum, fitu og kolvetnum og í kjötvörum þarf að geta um natríuminnihald. Gjald á greiðsluseðla Orkuveitu Reykjavíkur Einn reikningur í staö tveggja - en samt eykst kostnaður neytenda Fyrir nokkru ákvað Orkúveita Reykjavíkur að senda eingöngu einn greiðsluseðil fyrir notkun bæði rafmagns og hitaveitu. Jafnframt var lagt gjald á seðilinn sem nam 250 kr. Gjaldið var reyndar auglýst 200 kr. en ofan á það leggst virðis- aukaskattur. Með þessu er Orku- veitan í raun að ná til baka hluta af þeirri 10% lækkun á raforkuverði sem fyrirtækið boðaði eftir áramót- in. Á móti kemur að ef orkureikn- ingarnir eru skuldfærðir af reikn- ingi þá fellur þetta gjald niður. Flestir eru með kreditkort eða ein- hvern bankareikning sem þeir geta látið skuldfæra af. Lítið hefur heyrst frá neytendum varðandi þetta mál og Neytendasamtökin hafa ekki talið ástæðu til neinna að- gerða. Þó þau séu ekki hlynnt þess- um viðskiptaháttum þá láta þau þetta ðátalið með þeim rökum aö flestir eigi reikninga sem þeir geta skuldfært af. En það er bara ekki málið. Fyrir- tæki sem eru að leita leiða til að hagræða í rekstrinum hjá sér ættu frekar að launa þeim sem hjálpa til við það heldur en að refsa þeim sem ekki gera eins og það vill. Það hefði verið eðlilegra að Orkuveitan laun- aði þeim viðskiptavinum sínum sem láta millifæra orkureikninga sína af bankareikningum eða kreditkortum fyrir hagræðið sem af þvi skapast. í staðinn var farin sú leið að þeir viðskiptavinir þurfa ekki að greiða meira, eins og það sé stór greiði sem fyrirtækið gerir við- skiptamönnum sínum. Öllum sem ekki hlýða boði fyrirtækisins er refsað með aukakostnaði. Það eru ekki viðskiptahættir sem eru til fyr- irmyndar. Auk þess hefur kostnað- ur við inrheimtuseðlana alltaf verið þúsundum króna á mánuði, ein- göngu fyrir þaö sem talið hefur ver- ið sjálfsögð þjónusta hingað til. Ef keyptur er gíróseðill í banka kostar hann 180 kr. Bankarnir hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að gefa þjónustu sína, heldur hafa þeir verðlagt hana þannig að þeir hafí eitthvað upp úr krafsinu, og því má ætla að ekki kosti meira að prenta og senda út slíka seðla. Því vaknar sú spurning hvort Orkuveit- an sé að verðleggja þá of hátt. -ÓSB Mikiö úrval En hver er munurinn á svaladrykk með ávaxtabragði, ávaxtasafa og nektarsafa? Djús ekki sama og djús Hver er munurinn á svaladrykk, ávaxtasafa og nektar? Á vísindavef Háskóla Islands er að finna ágæta grein eftir Ólöfu Guðnýju Geirsdótt- ur þar sem hún gerir grein fyrir hvað felst í þessum heitum. Þar kemur fram að ekki er mikill mun- ur á svaladrykkjum og gosdrykkj- um. Þeir innihalda flestir vatn (85-92%), sykur/sætuefni, bragð- efni, litarefni, sýru, kolsýru og oft- ast eru einnig notuð rotvarnarefni. í nafni hollustu er einnig oft bætt í þessa drykki C- vítamíni en það hef- ur einnig þann kost að auka geymsluþol vörunnar. Á þessari samsetningu má sjá að svaladrykk- ir eru einungis tómar hitaeiningar eða vatn og aukaefni ef þeir eru syk- urskertir. Ávaxtasafi Undir því nafni gengur 100% hreinn ávaxtasafi án viðbætts syk- urs. Þó er búið að meðhöndla hann nokkuð því yfirleitt kemur safinn hingað til lands sem þykkni og ís- lenskir framleiðendur bæta í hann vatni, sem í sjálfu sér er ekki slæmt þar sem við eigum mjög gott vatn. Hlutfall vatns í tilbúnum ávaxtasafa er 88% en í honum eru flest þau vítamín og steinefni sem eru í upp- runalega ávextinum. Þó hefur eitt- hvað af C-vítamíni tapast við vinnsluna og er því oft bætt við. Það eykur líka geymsluþol safans. Nektar Þessi safi er einhvers konar sam- bland af svaladrykk og ávaxtasafa þvi í honum er þessum drykkjum blandað til helminga, þ.e. helming- ur er hreinn ávaxtasafi og helming- ur sykraður svaladrykkur. í honum er þvi helmingi minna af vítamín- um og steinefnum en í hreinum ávaxtasafa og tölúvert af viðbættum sykri. Lesiö af mælum Nú er aðeins sendur út einn reikningur fyrir hita og rafmagn. Þrátt fyrir þessa hagræðingu eru neytendur látnir greiða fyrir seðiiinn. innfalinn i verði raforkunnar og þegar fyrirtækið ákveður að senda út einn reikning í stað tveggja, eins og áður var, ætti verðið að lækka enn frekar. Ánnað atriði sem er athugavert við þessa framkvæmd Orkuveitunn- ar eru þær auglýsingar sem fyrir- tækið birti til að kynna þessa breyt- ingu. Þar var því haldið fram að seðilgjaldið væri 200 kr. sem er í sjálfu sér alveg rétt. En upphæðin sem neytandinn þarf að greiða er 250 kr. þar sem ofan á leggst virðis- aukaskattur, eins og á allflestar vör- ur hér á landi. Hingað til hefur ekki tíðkast að undanskilja virðisauka- skattinn frá auglýstu vöruverði og því er þetta léleg tilraun til að blekkja neytendur og láta þá halda að þeir séu að greiða minna en þeir eru í raun. Gjaldtaka þessi skapar fordæmi fyrir önnur fyrirtæki sem gætu fylgt í kjölfarið og farið að krefjast greiðslu fyrir alla seðla sem þau senda út. Gerist það mun kostnaður heimilis af þessum sökum hlaupa á UTBOÐ F.h. Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er óskað eftir tilboðum í að fullklára húsið við Skútahraun 6 í Hafnarfirði sem slökkvistöð. Um er aó ræða þegar upp- steypt hús með þaki. Tilboðið felst í að fullklára húsið utan og innan og ganga frá lóð. Verkið er áfangaskipt þannig: 1. áfangi er fullklárað hús ásamt litlum hluta lóðar. 2. áfangi er frágangur lóðar og turn. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 15.000 kr. skila- tryggingu. Opnun tilboða: 10. aprfl 2001, kl. 11.00, á sama stað. BGD 40/1 INNKA UPASTOFNUN REYKJA VÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.