Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 15 DV Mozart kláraöi aldrei messuna í c-moll KV 427 sem flutt var í Lang- holtskirkju um helgina. Síðari hluta trúarjátningarinnar vantar, einnig allan Agnus dei-kaflann. í messunni takast á ólíkir stílar, sumt minnir á Bach og Hándel, annað er í ítölsk- um óperustíl. Talið er að Mozart hafi notað kafla úr eldri tónsmíðum þegar messan var flutt í fyrsta sinn. Því má segja að hún sé hálfgerður samtíningur þó að hún teljist vera ein af hans mestu kirkjulegu tón- smíðum. Að mati undirritaðs er hún ekki sérlega sannfærandi; það er eins og tónskáldið hafi samið Tónlist Björt englarödd DV-MYND E.OL. Þóra Einarsdóttir, Sólrún Bragadóttir, Björn Jónsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson ' Frammistaða einsöngvaranna var til mikillar fyrirmyndar. Þóru, sem hefur mjúka, tæra og bjarta englarödd er passar vel við trúartónsmíð. Bjöm, sem hefur milda og fagra tenórrödd, skilaði sínu einnig sómasamlega og Ólafur Kjartan, sem kom reynd- ar aðeins fram í lokin, var með cillt sitt á hreinu. En ekki er nóg að einsöngvar- arnir standi sig vel, styrkleika- jafnvægið á milli þeirra, hljóm- sveitar og kórs verður að vera í góðu lagi líka. Því miður var samspil einsöngvara og hljóm- sveitar dálítið einkennilegt, til dæmis voru ýmis blásturshljóð- færi of sterk undir rödd Þóru í „Et incamatus est“ og varpaði það skugga á annars ágætan söng. Sömuleiðis heyrðist illa í Sólrúnu í upphafi messunnar þar sem leikur hljómsveitarinn- ar var í heild heldur fyrirferðar- mikill. Betri var „Laudamus te“- kaflinn, þar sem Sólrúnu tókst að yflrgnæfa hljómsveitina, og tríóþáttur sóprananna tveggja og Björns kom prýðilega út. í Ólafi Kjartani heyrðist ágætlega, enda er hann með þrumuraust sem ekkert fær bugað. Kórinn var ekki i sínu besta formi, söngurinn var loðinn og textaframburður sérlega óskýr. Sumar innkomur, eins og í „Qui tollis", voru óöruggar og klaufa- legar og almennt talað var eins og kórinn kæmist aldrei alveg í gang. Þróttmikil hljómsveitin spilaði hins vegar ágætlega, ávallt hreint og af tæknilegu öryggi en valtaði því miður yfir kórinn í leiðinni og hefði farið betur ef hún hefði leikið ögn veikar. JónasSen hana af skyldurækni, ekki sannri trúartilfinningu. Messan var flutt tvisvar um helg- ina og voru fyrri tónleikamir á laugardag. Söngsveitin Fílharmónía flutti messuna ásamt kammersveit sem leidd var af Rut Ingólfsdóttur en Bernharður Wilkinson stjómaði. í aðalhlutverkum voru sópransöng- konumar Þóra Einarsdóttir og Sól- rún Bragadóttir en aðrir einsöngv- arar voru Bjöm Jónsson tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson sem hér var í bassa- hlutverki. Frammistaða fjórmenninganna var til mikillar fyrirmyndar. Sólrún söng skýrt og túlkun hennar var látlaus og einlæg. Það sama má segja um Leikiist ■| Spenna og undirferli Hallveig Thorlacius býr til gamal- dags heimilislegar aðstæður i upphafi nýrrar sýningar sinnar á Loðinbarða. Hún tekur á sig gervi langömmu með grátt hár og prjóna, sest í ruggustól og byrjar að segja börnunum frá. Reynd- ar veitir ekkert af því að setja svona persónulegt öryggisbelti á áhorfendur þvi sagan af Loðinbarða tröllkarli og samskiptum hans við dætur bónda, Ásu, Signýju og Helgu, er eins hrikaleg og mörg gömlu íslensku ævintýrin geta verið. Loðinbarði Strútsson á Rassastöð- um þvingar föður systranna til að gefa sér eina þeirra fyrir konu, og þegar hann kemur að sækja Ásu heyrist henni hann búa á „Bessastöðum“ og verður stolt og glöð. Hún skiptir snar- lega um skoðun þegar hún sér að hann er ekki bara „loðinn um lófana" held- irn loðinn frá hvirfli til ilja og fer með honum sámauðug. Heima í hellinum reynist hún liðónýt við heimilisstörfin svo hann hengir hana upp á hárinu í afhelli og fer svo nákvæmlega eins með Signýju (eins og við feng- um að sjá í óhugnanlegri skuggamynd á tjaldi). Það gat verið dýrt spaug að neita að skúra í gamla daga. Hins vegar ákveður hann að giftast Helgu af því hún er forkur dugleg, bæði að þrífa og matbúa. Helga leikur leik margra kvenna á umliðnum öldum, þyk- ist samþykkja allt sem þursinn segir en gerir sínar ráðstafanir í leyni og tekst áður en lýkur að bjarga systrum sínum hofróðunum og útrýma allri þursa- þjóð. Sagan hefur allt sem við á að éta: spennu, ofbeldi, undirferli og góðan endi. Börnin sátu á dýnunni í Gerðubergi á frumsýningunni með putta í munni og fylgdust opineyg með framvindu mála, gripu and- ann á lofti inn á milli en enginn fór að gráta og mun- aði þar mest um öryggisnetið: sögukonuna gömlu. Svo fengu börnin að hjálpa Helgu að leika á þursinn, segja „Loðinbarði, ég sé til þín!“ þegar hann ætfaði að kíkja ofan í pok- ann sem systurnar voru faldar í. Það gerðu þau svikalaust. Sýningin er fjörug og skemmtileg og greinilegt að samstarf þeirra mæðgna, Hall- veigar og Helgu Amalds, sem líka er snjöll brúðuleikkona, hefur verið frjótt og skap- andi. Umgjörðin er einfold, leiðin langa upp í fjöll til risans er búin til úr hvítu tjaldi sem einnig nýtist vel í skuggamyndir. Andstæður eru skýrar í brúðunum, systumar sætar, Loðinbarði hrikalegur, þó ekki eins hrikaleg- ur og þursarnir sem koma í brúðkaupið hans, faðirinn skemmtilega gerður með að- ferð sem Helga hefur þróað í sínu leikhúsi. Sagan sjálf er reynd á ótal kynslóðum íslend- inga en það er greinilega nóg líf í henni enn. PS: Alveg var ég hissa að sjá hve margir foreldrar komu of seint á sýninguna með börn sín. Sumir krakkarnir misstu allt upp í 20 mínútur. Þetta myndi fólk væntanlega ekki gera í stóru leikhúsunum (og þar yrði því held- ur varla hleypt inn í miðjan þátt). Silja Aðalsteinsdóttir Sögusvuntan sýnir: Loöinbarða, brúðuleik eftir Hallveigu Thorlacius. Lýsing: Siguröur Kaiser. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson og Prokofjef. Leikmynd og leikstjórn: Helga Arnalds. Laugardagur í Landmannalaugum Ljósmyndafélagið Ljósálfar eru með skemmtilega Ijósmyndasýningu á Jómfrúnni í Lækjargötu um þessar mundir. Hún heitir „Laugardagur í Landmannalaugum" enda voru allar myndirnar teknar í Landmannalaug- um á einum laugardegi í ágúst í sumar. Frá hverjum ljósmyndar- anna er ein mynd af sama mótífinu, fógrum stað með fjallahring í baksýn en rennislétt engi í forgrunni þar sem fífa og stör hafði vaxið án átroðnings mannsins. Á þessum myndum sést glögglega að þó að myndimar séu teknar á sama stað festir hver og einn sína mynd á filmu svo að áhorfandinn þekkir staðinn jafnvel ekki sem hinn sama. Þeir sem eiga myndir á sýningunni eru Einar Óli Einarsson, Friðrik Þorsteinsson, Lars Björk, Svavar G. Jónsson og Vilmundur Kristjánsson. Sýningin verður opin til 31. mars nk. Ljósálfar eru líka með sýningu í norrænu menningarmiðstöðinni í Nuuk á Grænlandi á ljósmyndum sem teknar voru í Færeyjum vorið 1999. Þetta er farandsýning sem fyrst var opnuð í Norðurlandahúsinu í Tórshavn í mars 2000. Síðar í þess- um mánuði fer sýningin til Svíþjóð- ar þar sem hún verður sýnd á nokkrum stöðum á næstu mánuð- um. Ljósálfar hafa haldið nokkrar ljós- myndasýningar hér heima og erlend- is, ýmist hver i sínu lagi eða sameig- inlega, og myndir þeirra hafa verið birtar i blöðum, tímaritum og bók- um. „Laugardagur í Landmannalaugum" eftir Svavar G. Jónsson Þó aö myndirnar séu teknar á sama stað festir hver og einn sína mynd á filmu. ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Myndir úr Maríu sögu Elsa E. Guðjónsson, textíl- og bún- ingafræðingur, hefur saumað átján smámyndir ásamt frumsömdum vís- um sem skírskota til sögu hinnar helgu meyjar eins og hún er sögð í Maríu sögu, íslenskri helgisögu frá 13. öld, og sýnir þær í Þjóðarbókhlöðunni til 30. apríl. Þá er einnig á sýningunni veggteppi með sömu myndum. Mynd- irnar vísa til frásagna um uppvöxt Maríu og trúlofun, um boðun hennar, vitjunina, fæðingu frelsarans, hirð- ingjana á Betlehemsvöllum, tilbeiðslu vitringanna, flóttann til Egyptalands, krossfestingu Krists og upprisu, burtsofnun Maríu og krýningu henn- ar á himnum. Myndimar eru allar unnar í stramma eftir reitamunstrum, ísaumsbandið er islenskt kambgarn og saumgeröin gamli krosssaumurinn sem tíðkaðist hér á landi undir lok miðalda og fram á 19. öld. Saga listdansins Á morgun kl. 12 verður hádegis- seminar á kaffi- stofu Reykjavíkur- akademiunnar, Hringbraut 121, þar sem Sesselja Magnúsdóttir, sagnfræðingur og listdansgagnrýn- andi DV, ræðir verkefni sitt um sögu listdansins. Allir eru velkomn- ir. ísland í lífi og list William Morris Annað kvöld kl. 20.30 flytur Ro- bert Kellogg prófessor erindi á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í Sögufélagshúsinu í Fischer- sundi. Erindið nefnist „Iceland in the Art and Life of William Morris" og verður flutt á ensku en fundar- mönnum er frjálst að spyrja á ís- lensku. William Morris (1834-1896) var nafnfrægt skáld, listamaður, um- bótasinnaður sósí- alisti og viðskipta- jöfur er hann kom fyrst til íslands árið 1871. Tveimur árum áður hafði hann hafið nám í íslensku hjá Ei- ríki Magnússyni. Hann þýddi ís- lenskar fomsögur á ensku með að- stoð Eiríks og ísland og islenskar miðaldabókmenntir urðu honum eins konar fyrirmynd, hvort sem var frá listrænu, pólitísku eða per- sónulegu sjónarmiði. Sérstaklega þótti honum aðdáunarvert hvernig hinar fornu höfundarlausu bók- menntir - Bibliur fólksins eins og hann nefndi þær - gátu lifað fram- haldslífi og mótað siðferði manna í einföldu og stéttlausu samfélagi. Sjálfur lifði hann í eins konar ástar- þrihyrningi hliðstæöum þeim í Lax- dælu og Völsungasögu ásamt konu sinni og vini, Dante Gabriel Rossetti. Robert Kellogg er einkum þekkt- ur fyrir frásagnarfræðiritið The Nature of Narrative. Hann hætti störfum við Virginiu-háskóla árið 1999 og hefur síðan dvalið jöfnum höndum á íslandi og í Bandaríkjun- um. Hann kennir reglulega við enskudeild Háskóla Islands og hefur bæði þýtt og skrifað formála að fornritaútgáfum Penguin sem byggðar eru á útgáfu forlagsins Leifs Eiríkssonar (1997).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.