Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Qupperneq 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001
25
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Lcerdómsrík kosning
Slæleg þátttaka Reykvíkinga í atkvæðagreiðslunni um
flugvöllinn i Vatnsmýri stafaði ekki af áhugaleysi borgar-
anna eða skorti á kynningu málsins. Þvert á móti tröllreið
umræðan þjóðfélaginu um nokkurra vikna skeið. Allir
virkir borgarar gátu vitað, hvað var á seyði.
Fjölmiðlar tóku málinu opnum örmum, sérstakleg dag-
blöðin, sem birtu greinar ótrúlegs fjölda nafngreindra
manna. Ruslpóstur kom inn um allar lúgur. Meira að
segja lifnaði samgönguráðuneytið við til að senda öllum
Reykvikingunum bænarskrá um að halda vellinum.
Þannig kom i ljós, að fólk og stofnanir höfðu nægan
áhuga á málinu til að ganga fram fyrir skjöldu, en allt
kom fyrir ekki. Niðurstaða fékkst ekki, annars vegar af
því að tveir af hverjum þremur borgarbúum komu ekki á
kjörstað og hins vegar vegna jafnteflis fylkinganna.
Þetta er áfall fyrir milliliðalaust lýðræði, þá stefnu að
láta borgarana ráða ferðinni beint í þverpólitískum mál-
um. Eftir hina dýrkeyptu reynslu Reykjavíkurborgar um
helgina er hætt við, að sveitastjórnir fari framvegis gæti-
lega með þetta tæki og forðist það jafnvel alveg.
Úr því að Reykvíkingar komu ekki á kjörstað í jafn um-
deildu máli og þessu, er ekki við þátttöku þeirra að búast
í öðrum málum, sem ráðamönnum gæti dottið í hug að
láta kjósa um. Eina leiðin er sú, sem víðast er farin er-
lendis, að láta greiða atkvæði samhliða kosningum.
Víða í Bandaríkjunum taka kjósendur afstöðu til marg-
vislegra mála heima í héraði á tveggja ára fresti, þegar al-
mennar kosningar eru háðar. Þannig fást marktæk svör
við brýnum spurningum. Aðeins Svisslendingar fást til að
mæta á kjörstað utan almennra kosninga.
Borgarstjórn Reykjavíkur hefði betur frestað atkvæða-
greiðslunni um flugvöllinn fram í sveitarstjórnarkosning-
ar á næsta ári. Fimmtán mánaða frestun skiptir litlu í
máli, sem hefur fimmtán ára gerjunartíma. Á þann hátt
hefði náðst næg þátttaka til marktækrar niðurstöðu.
Borgarstjórinn í Reykjavík getur svo sem túlkað niður-
stöðuna sem dauft umboð til að láta gera skipulag, sem
gerir ráð fyrir, að flugvöllurinn í Vatnsmýri hverfi eftir
fimmtán ár, en sú leið hefði raunar verið greiðfærari, ef
hún hefði ekki borið málið undir atkvæði borgarbúa.
Þar sem búið er að kjósa einu sinni um flugvöllinn í
Vatnsmýri, verður væntanlega ekki kosið um hann aftur.
Pattstaða atkvæðagreiðslunnar í flugvallarmálinu heldur
því áfram. Þeir, sem vilja halda vellinum, telja sig ekki
hafa verið kveðna í kútinn í atkvæðagreiðslunni.
Einn ljós punktur var á atkvæðagreiðslunni. Hún
sýndi, að fara verður varlega í að treysta á tæknina, rétt
eins og Bandaríkjamenn máttu reyna í fyrra. Margir kjós-
endur létu undir höfuð leggjast að ýta á hnapp til að stað-
festa kjörið og eyðilögðu þannig atkvæði sitt.
í handvirkum kosningum þarf enga staðfestingu. Menn
krossa bara og málið er búið. í stafrænu kosningunni um
helgina þurftu menn fyrst að merkja og síðan að staðfesta.
Slíkt getur verið auðvelt i augum tölvuvædds fólks, en
þarf alls ekki að vera öðrum ljóst, svo sem öldruðum.
Kjörstjómin í Reykjavík féll í bandarísku gildruna. Ef
stafrænni kosningu að hætti flugvallarkosningarinnar
væri beitt í alvörukosningum, er hætt við eftirmálum, ef
munur frambjóðenda reynist vera minni en fjöldi atkvæð-
anna, sem ógildast af tæknilegum ástæðum.
Gott var að fá aðvörun núna. Ef farið verður út í raf-
rænar kosningar hér á landi, þarf aðferðin að vera öllum
skiljanleg, lika þeim, sem eru óvanir tölvum.
Jónas Kristjánsson
DV
Veisla stórmennis
„íslensk þjóð virðist láta sér lynda að fljóta nœr sof-
andi að feigðarósi meðan örfáir sem kallast „sœgreifar“
eru að sópa að sér aflaheimildunum með aðgerðaleysi
rikisstjórnarinar í fyrirrúmi. Það eru ekki sœgarparnir
sem njóta veiðiheimildanna.“
Einar Benediktsson,
hinn mikli jöfur, segir í
kvæði sínu Sjá hin ung-
borna tíð, íslandsljóð II, í
þriðja erindi, það sem
menn ættu að hafa í huga
gagnvart breytingum á því
stjórnkerfi fiskveiða sem
nú er fjallað um í fjórðu og
síðustu grein undirritaðs
að sinni.
Allt skal frjálst, allt skal
jafnt, réttan skerf sinn og
skammt á hvert skaparans
barn, allt frá vöggu að
gröf. Þetta boðorð knýr fram, knýr
menn brautina fram undir blikandi
merkjum um lönd og um höf.
Sá framsýni meistari Einar Bene-
diktsson vissi að sá guli var utar,
hann vissi að framfara var þörf, hann
vissi að íslensk þjóð varð að sækja
þekkingu og nýta þá tækni sem mögu-
leg var og verður. Það hefur ekkert
breyst. íslenskt samfélag býr enn við
það að hér eru menn sem sitja að
völdum og vilja ekki breyta, eru
hræddir við framtíð og breytingar, og
fáir njóta þess að kvótakerfið hefur
skapað nýja aðferð til að hagnast á
þann óhugnanlega hátt sem hvorki
formælendur né andmælend-
ur kerfísins sáu fyrir.
Hin kalda krumla
Hin ógnvænlega hönd
markaðarins hefur náð yfir-
tökum og stýrir nú aflaheim-
ildum og dreifingu þeirra
milli útgerða. Afleiðingar
þekkja landsmenn. Hver út-
gerðin á fætur annarri fellur
inn í eitthvert samrunaferli
og sá sem var að gleypa er
gleyptur af enn stærri aðila
áður en hann áttar sig á á
hinni köldu krumlu. - Um þetta eru
mörg dæmi, og enn eru hlutir að ger-
ast svo ótrúlega nærri og augljósir
að það vekur hroll og óhugnað.
Hagkvæmnisjónarmiðin horfa
fram hjá hverjir eiga kvótann, hvar
þeir hafa aðsetur á landinu og hvar
þeir eru notaðir. Sjónarmiðin sem
ráöa eru „að kvótinn skapi svo mik-
inn arð sem mögulegt er hverju
sinni“. Sömu niðurstöðu má sjá ef
litið er til annarra landa. Þar hafa
orðið alvarleg áfoll Almenninga sem
ganga yfir almenning. (Sjá Skímir
1999. Vor. Grein Gísla Pálssonar og
Agnars Helgasonar.) Þar segir með
tilvitnun í bandaríska mannfræðing-
inn Bonny Mc Kay:
„Mikilvægar auðlindir hafa safn-
ast á fárra hendur og þorri fólks, sem
hefur nýtt sér þær mann fram af
manni, situr uppi eigna- og réttinda-
laust. Þessi atburðarrás á augljóslega
margt sammerkt með lénsveldi mið-
alda, þar sem rétturinn til beitar og
veiða í Almenningi til lands og sjáv-
ar var afnuminn og bændur hraktir
cif landi sínu og gerðir að leiguliðum
aðalsmanna."
SÆ-hvað?
Hver kannast ekki við þessar til-
vitnanir? íslensk þjóð virðist láta sér
lynda að fljóta nær sofandi aö
feigðarósi meðan örfáir sem kallast
„sægreifar" eru að sópa að sér afla-
heimildunum með aðgerðaleysi rík-
isstjórnarinar í fyrirrúmi. Það eru
ekki sægarparnir sem njóta veiði-
heimildanna. Nei, þeir geta hunskast
í land þegar þeirra timi rennur upp,
án leyfis tU að veiða fisktitt, þó þeir
hafi dregið á land og aflað útgerðinni
sem þeir starfa hjá auðæfa. Það er
gjörsamlega fram hjá því gengið að
þeir sem vinna að útgerð í landi, svo
sem við fiskvinnslu, netagerð, heim-
ilisstörf og bókhald, séu að afla veiöi-
réttar. Nei, íslenskt fiskveiðistjórn-
unarkerfi lítur svo á að þeim komi
þetta ekkert við. Þó eru þetta allt
störf sem eru hluti af fiskveiðum.
Ágæti lesandi. Hafir þú fylgst með
þeirri reiði sem undir sýður í minni
sál við ritun þessarra fjögurra
greina, sem DV hefur birt á jafn-
mörgum vikum, kemur þú í hóp
þeirra sem krefjast breytinga á
þeirri eyðibyggðastefnu sem ríkir á
Islandi.
Gísli S. Einarsson
Gísli S.
Einarsson
þingmaöur
Samfylkingarinnar
Lífpólitík
Gaby Schweizer er siðfræðingur
og heimspekingur sem skrifaði verð-
launaritgerð í svissneska tímaritið
„Facts“ (16/2000) undir nafninu:
„Hinir útvöldu“. Þar er átt við
deCode og Kára Stefánsson. Hún
fékk viðtal við hann um hinn ein-
stæða gagnagrunn. Fljótlega kom í
ljós, að hún spurði ekki réttra spurn-
inga. „Er það ekki sérkennilegt að
fyrirtæki fái einkarétt til að nýta
heilsufarsupplýsingar heillar þjóð-
ar?“ Kári hallaði sér aftur í hæginda-
stólnum og skutlaði tómri gosflösku
i ruslakörfuna. „Sjáið þér nú til og
hlustið vandlega,“ sagði hann pirrað-
ur. „Þingið sagði aðeins já við þvi
sem þjóðin hafði þegar ákveðiö!" Já,
þessir íslendingar, enn og aftur. Siö-
an vitnaði hún í lækninn Snorrason
sem er, já kaldhæðnislega, hluthafi í
fyrirtækinu en andstæðingur gagna-
grunnsins. „Kári er skarpgáfaður en
með stórmennskubrjálæði." „Svona
gagnagrunnur gæti aldrei orðið til í
Sviss.“
Gaby ritaði einnig merkilega
grein í Die Zeit (47/2000), eitt
virtasta tímarit Þýskalands; „Lífsið-
fræði er framtíðargrein í Þýskalandi,
en not hennar í daglegu starfi á
sjúkrahúsunum eru umdeild."
Kollegi hennar, Daniel Wikler,
komst að svofelldri niðurstöðu: „Því
heimspekilegar sem ég ræði
í siðanefndum sjúkrahúsa,
því gagnslausari finnst mér
ég vera.“ Greinin fjallar um
helstu siðfræðihugtök og
vandamál í sambandi við
hina byltingarkenndu þró-
un, sem er að gerast í sam-
eindaerfðafræði og tækni í
greiningum á erfðaefnum.
Til að finna einhvem grunn
til að standa á verður að
leita til heimspekinga á
borð við John Stuart Mills.
„Gerðir manna eru réttlætanlegar ef
þær leiða til mestrar velferðar eða
hamingju sem flestra."
Mótsagnir 2001
Þekkingin er komin langt fram úr
siðfræði samtímans. Páfinn i Róm og
stjórnmálahreyfingar víða um lönd
berjast gegn fóstureyðingum á sama
tíma og vísindamenn fikta við klón-
un á mönnum með þvi að skipta um
kjarna í eggfrumum. Brátt hefst
vöxturinn þegar eggið er komið á
réttan stað; fruman skiptir sér í
tvær, síðan fjórar og o.s.frv. Hvenær
er maður orðinn til i tilraunaglösun-
um? Siðfræðingar geta aðstoðað vís-
indamenn og almenning en ekki sagt
hver siðferðismörkin eru. Trúar-
brögð og stjórnmál virðast silast í
humáttina á eftir með hraða snigils-
ins.
Kvikmyndahöfundurinn S.
Kubrick gerði myndina 2001 eftir-
minnilega á þann hátt að það ár
myndi marka ný tímamót í þróun
mannsins; nú er rætt um að „lífpóli-
tík“ sé bautasteinn 2001 (Die Zeit,
43/2000). Vísindamenn nota vél-
menni eða „róbóta" til að
vinna tímafrek störf í rann-
sóknum og framleiðslu
flóknustu afurða. Fyrr en
varir spýta þeir út úr sér
aragrúa upplýsinga sem
kann að vera nýtanlegur.
Greiningar erfðaefna eða
„skotmarka" (fylgifiskar til-
tekinna sjúkdóma) eru
gerðar að hluta með róbót-
um. Lyfjafyrirtækin láta
sína róbóta prófa áhrif um
milljón handbærra efna-
sambanda á skotmörkin, um þúsund
í einu. Með sérstakri lasertækni má
finna hvaða efni tengjast skotmörk-
unum, þótt ekki sé vitað hver efna-
samsetning þeirra er, sennilega oft-
ast prótin. Þannig opnast leið til að
finna lyf sem hafa nýtanleg áhrif.
Alþjóðaágreiningur
Breska þingið hefur þegar sam-
þykkt að klóna megi stofnfrumu
mannsins í tilraunaskyni. Frakkar
virðast á sömu leið og ítalskir vís-
indamenn hafa lýst sig reiðubúna til
að framkvæma klónun til þess að
ófrjótt fólk geti eignast böm. Þjóð-
verjar eru á öðru máli. Lífpólitíkin
skal hvorki meira né minna en,
„ákveða reglur fyrir umgengni þjóða
við lífið“.
Róbótar gera greiningar erfða- og
meinefna, lytjafyrirtæki láta róbóta
finna virk efni og róbótar sitja í
stjórnum lyfjafyrirtækja, sem segja
nei við kröfum þróunarlanda um
ódýr lyf frá fyrirtækjum sem fram-
leiða „ólöglegar" eftirgerðir, t.d.
gegn eyðni.
Jónas Bjarnason
„Róbótar gera greiningar erfða- og meinefna, lyfjafyrir-
tœki láta róbóta finna virk efni og róbótar sitja í
stjórnum lyfjafyrirtœkja sem segja nei við kröfum þró-
unarlanda um ódýr lyffrá fyrirtœkjum sem framleiða
„ólöglegar“ eftirgerðir, t.d. gegn eyðni. “
Með og á móti
ninni í handbólta?
EM þeirra vettvangur
Komast ekki áfram
jfíL „Haukarnir hafa
| verið að leika
IP skemmtilegan
handbolta í vetur
og verið með langbesta liöið.
Evrópukeppnin er búin að
vera þeirra vettvangur og í
raun hafa Haukarnir verið að
leika mun betur í Evrópu-
keppninni en í Nissandeild-
inni. Eftir góðan vetur viröist
liðið vera komið í einhvern
öldudal um þessar mundir og
Viggó Valdimar þjálfari á það erfiðá
verkefni fyrir höndum að rífa liðið
Guöjón
Gudmundsson
íþróttafréttamaöur
á Slöö 2
upp úr þessum öldudal. Ég er
viss um að Haukarnir vinna
heimaleikinn gegn króatíska
liðinu en framhaldið ræðst af
útileiknum í Króatíu. Hauk-
amir gætu komið á óvart en
þeir verða þá að leika mun
betur en gegn ÍR, HK og
Gróttu/KR í síðustu leikjum
hér heima.
Annars er Ijóst að Haukarnir
eru að blæða fyrir þátttökuna
í Evrópukeppninni hér
heima og líklega verða þeir ekki
íslandsmeistarar í vor.“
S / ' „Ég get ekki séð
að Haukamir eigi
fr möguleika á því
að komast lengra í
Evrópukeppninni. Þeir hafa
verið að leika illa í síðustu
leikjum og það getur ekki
verið að lið sem á í miklum
erfiðleikum með íslensk lið
eigi mikið erindi í sterkan
andstæðing í fjöguiTa liða úr-
slitum í Evrópukeppni.
Annars er ég nokkuð ánægð-
ur með Haukana í vetur og vissulega
er það góður árangur að slá út sterk-
Magnús V.
Pétursson
fyrrv.
milliríkjadómari í
handbolta
an andstæðing í átta liða úr-
slitum. En betur má ef duga
skal þegar komið er í hóp
fjögurra sterkustu liðanna.
Ég tel einfaldlega að
Haukaliðið hafi þegar sýnt
okkur sínar bestu hliðar í
þessari keppni og þeir eigi
fullt í fangi með aö innbyrða
íslandsmeistaratitilinn hér
heima.
Þeir verða slegnir út af króat-
íska liðinu og falla út úr Evr-
ópukeppninni með sæmd eftir allt
Lið Hauka hefur náð mjög góðum árangri í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik karla í vetur. Liðið er nú komið í undanúrslit keppninnar og er það
betri árangur en vonast var til fyrir fram. Spurningin er nú hvort Haukum tekst að komast alla leið í úrslitaleikinn.
Maöurinn og fæðan
„Eitt sem lítið
breytist á þriðja
árþúsundinu er
bragðið, bragð af
mat og
drykk...Maðurinn
er og hefur lengi
verið toppurinn í
fæðukeðj-
unni...Hann er eina lífveran sem étur
án þess að vera étin...Ásókn manns-
ins í hryllingsmyndir nútimans stafar
fyrst og fremst af þessu dulvitaða
minni um þá tíma þegar hann mátti
þola að vera bráð stóru dýranna. Nú
leitum við að gleði og finnum hana
við nægtaborð. Allar hátiðir okkar
eru veisluhöid, matur og drykkur."
Gunnar Dal, heimspekingur og
rithöfundur. I Rabbi Lesbókar
Mbl. 17. mars.
Kaupæði og
svikin vara
„Krafan um lágt
vöruverð er í sjálfu
sér vel skiljanleg.
En verður ekki
einnig að huga að
því hvað er eðlilegt
gjald fyrir vöru?
Það er ekki endi-
lega hagur neyt-
andans að borga sem minnst fyrir til-
tekna vöru eða þjónustu. Það getur
boðið þeirri hættu heim að framleið-
endur eða milliliðir taki upp á alls
kyns hundakúnstum til að blekkja
neytandann. Hver kannast ekki við
brimsalta og rennvota skinku innan
úr umbúðum? Svoleiðis vaming
mætti allt eins selja í lítratali eins og
að miða magnið við kíló.“
Oddur Ólafsson blm. í Degi 17. mars.
Heilsan og
rafsegulsviðið
„Nýlegar erlend-
ar rannsóknir
leiða æ meiri líkur
að þvi að hvers
konar rafsegulsvið
geti haft alvarleg
áhrif á heilsu og
liðan fólks og jafn-
vel valdið krabba-
meini...En hvemig hefur rafmagn og
rafsegulmengun áhrif á heilsu fólks?
Er hugsanlegt, að hjá þeim sem búa í
nágrenninu geti staðsetning þessara
mannvirkja valdið heilsuskaða?... Nú
nýlega hafa verið að berast fréttir um
að í fyrsta skipti hafi opinber bresk
stofnun viðurkennt opinberlega að
tengsl geti verið á milli krabba-
meinstilfella og háspennulína."
Drífa Hjartardóttir alþingism.
í Mbl. 17. mars.
Skoðun
Vörpulegur flokkur
Niðurstaða þingsins var
raunar fyrst og fremst
formlega staðfesting á fyrri
stöðu og innsetning á
ástandi sem þegar ríkti.
Halldór Ásgrimsson er
áfram hinn óumdeildi og
elskaði leiðtogi og sonur
framsóknarsólarinnar 1
landinu. Guðni Ágústsson
er nú formlega i næstaefsta
þrepi valdastiga flokksins,
en þangað var hann reynd-
ar að flestra dómi þegar
kominn fyrir þingið. Siv
Friðleifsdóttir sýndi Hjálm-
ari Árnasyni enn og aftur hver hef-
ur töglin og hagldirnar á Suðurnesj-
um. Og Ólafur Örn Haraldsson sit-
ur eftir í því horni sem hann hafði
fyrir þingiö verið settur í eða sjálf-
ur málað sig út í.
Afturhaldskommar?
Þetta var sem sé ekki stótíðinda-
þing, eins og mátt hefði ætla af gríð-
arlegri umíjöllun í aðdraganda
þess. Það sem gerðist var mestan
part fyrirsjáanlegt og niðurstaðan
sú sem flestir pólitiskir álitsgjafar
höfðu spáð. Meira að segja
hafði þessum úrslitum
verið spáð í stjömuspám
blaðanna, þar sem nagli er
sjaldan barinn á höfuð.
Spár um að kvóta-
sprengjum yrði varpað
inn á þingið gengju ekki
eftir og Evrópumálin virt-
ust heldur ekki eldfim.
Innanflokksværingar voru
i lágmarki en þess meira
barið á andstæðingum
utan flokks, svo sem
vinstri grænum „aftur-
haldskommum", en þar
virðast framsóknarmenn hafa fund-
ið sinn höfuðandstæðing.
Þetta var sem sé ekki tímamóta-
eða átakaþing. Og ekki heldur
stefnumótandi, enda sagði Ólafur
Örn Haraldsson í viðtali við DV eft-
ir þingið að hann hefði viljað sjá
„sprota af pólitískri stefnumótun út
úr þinginu,“ og bragð er að þá bam-
ið finnur.
Feiknstafir í brosi
Þrátt fyrir tíðindaleysið hefur
maður á tilfinningunni að Fram-
sóknarflokkurinn hafa styrkt stöðu
sína eftir þingiö og þess eigi eftir að
sjá merki í næstu skoðanakönnun-
um. Flokkurinn hefur lengið liðið
fyrir ýmsa ímyndarvankanta og
kannski lélega markaðssetningu,
en var áberandi sem aldrei fyrr í
íjölmiðlum í aðdraganda flokks-
þingsins og sú umíjöllun á eftir að
skOa fylgi.
Og vissulega var það mikilfeng-
leg sjón að fylgjast með hinum
vörpulegu leiðtogum, Halldóri og
Guðna, i Kastljósi sjónvarps á
sunnudagskvöldiö. Mikilúðlegir og
sem hoggnir í stein sátu þeir eins
og klettar í hafi, landsfóðurlegir
báðir, trausir og óbifanlegir en
einnig mannlegir því annað veifið
svignuðu feiknstafir í brosi. „Hér
sitjum við og getum ekki annað því
hér eigum við heima," mátti lesa út
úr líkamstjáningu þeirra félaga í
valdastólunum.
“Og þá kjósum við og getum ekki
annað“, segja örugglega margir eft-
ir að flokksþingið og fjölmiðlaum-
fjöllunin hefur vakið upp framsókn-
argenið í þeim af þyrnirósarsvefni.
,,..og loks er eins og ekkert hafi gerst,“ sagði skáldið Steinn, og það er kannski svolít-
ið sú tilfinning sem ugglaust situr í ýmsum eftir flokksþing Framsóknarflokksins
um helgina.