Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001
31
í'jhjkii
Höfuömús
Fyrirtækiö
Boost
Technology er
nú búið að setja
á markað nýja
gerð músa. Um er að ræða mús
sem er stjórnað með höfðinu
eða hverjum þeim líkamshluta
sem fólk hefur fullkomna stjórn
yflr.
Músin, sem heitir Tracer, er
ætluö þeim sem eiga við sjúk-
dóma að stríða sem koma í veg
fyrir fulla stjórn á höndum, s.s.
MS-sjúkdóminn. Tracer er þráð-
laus og notar útvarpsbylgjur til
að senda boð um hreyfingar höf-
uðsins. Tracer er knúin rafhlöð-
um þannig að auðvelt er að nota
hann með fartölvum hvar sem
er. Nánari upplýsingar um
Tracer er að flnna á heimasíðu
Boost Technology,
S Iittn://www, hoosttechnoloav,
com.
Minni er stjórnanlegt
Tveir bandarisk-
ir vísindamenn
hafa nýlokið
rannsókn þar
sem þeir telja sig
hafa sannað það að fólk geti haft
áhrif á minni sitt. í rannsókn-
inni fengu vísindamennimir
sjálfboðaliða til að ákveða að
reyna að gleyma tilteknum orð-
um. Seinna meir voru sjálfboða-
liðarnir spurðir um orðin og
áttu þeir þá erfltt með að muna
þau, jafnvel þótt peningar væru
í boði.
Dr. Michael Andersson, ann-
ar vísindamannanna, telur að
minningarnar séu ekki þurrk-
aðar út heldur aðeins bældar
niður. Þær séu enn til staðar en
fólki reynist bara erfltt að nálg-
ast þær.
Það er von vísindamannanna
tveggja að með þessari uppgötv-
un þeirra opnist nýir möguleik-
ar i rannsóknum á minnisleysi
hvers konar.
Hálssæri ástæöa Creutz-
feldt-Jakob-smits
Stephen DeAr-
mond, prófessor
við Kaliforníu-
háskóla i San
Fransisco, hefur
sett fram þá kenningu að það
fólk sem fengið hefur Creutz-
feldt-Jakob-sjúkdóminn hafi
sýkst vegna þess að það borðaði
kúariðusýkt nautakjöt þegar
það var með sýkingu í hálsi,
eins og kvef eða bara hæsi.
Hann telur að það sé ástæðan
fyrir því hvers vegna svo fáir
hafi í raun sýkst af sjúkdómin-
um og hvers vegna flestir þeirra
eru undir 35 ára aldri. Krakkar
fá margar kvefpestir og sýking-
ar sem fólk verður ónæmt fyrir
seinna á lífstíðinni og talið er að
flest fórnarlömb sjúkdómsins
hafl smitast í grunnskóla.
Vísindamenn í Bretlandi, þar
sem flest tilfelli Creutzfeldt-Jak-
ob hafa greinst, segja kenningu
Stephens geta staðist en hins
vegar séu ekki til neinar vís-
indalegar sannanir fyrir henni
eins og er.
liagWMMi
■ WrWP- B ■ Wi ■
Playstation 3 að komast á teikniborðið:
Á að vera jafnöflug og Djúpblá
- tölvan sem sigraði Garry Kasparov í skák
Nú þegar
Playstation
2(PS2) er kirfl-
lega búinn að
stimpla sig inn
á leikjatölvu-
markaðinn er
framleiðandi hennar Sony farinn
að huga að smíði næstu kynslóðar
Playstation, sem á að fara í fram-
leiðslu árið 2004.
i seinustu viku skrifuðu Sony og
tölvuframleiðandinn IBM undir
samning þar sem staðfest var að
Talsmaður Sony lét
hafa eftir sér að PS3
örgjörvinn yrðí ekki
endurbættur PS2 ör-
gjörvi heldur yrði um
algerlega nýja hönnun
að ræða. Markmiðið er
að innvols Örgjörvans
verði ekki breiðara en
0.10 mikron, um
1/10.000 af breidd eíns
mannshárs.
Þrátt fyrir að vera byrjaö að skipuleggja smíði þriðju kynslóðar Playstation
ætlar Sony ekki að yfirgefa Playstation 2 alveg strax og stefnir m.a. að því
aö láta Toshiba hanna minniskort sem mun gera nettengingu mögulega á
Playstation 2.
IBM sæi um að hanna og framleiða
örgjörvann í þriðju kynslóð
Playstation og tókst fyrirtækinu
þar með að slá við fyrirtækinu Tos-
hiba sem sá um þrívíddarkortið í
PS2 leikjatölvuna. Toshiba er þó
ekki út úr myndinni heldur mun
það taka þátt í hönnun Playstation
3 (PS3) sem áætlað er að kosti um
400 milljónir dollara (ca. 33,6 millj-
arða ísl.kr.).
Markmið fyrirtækjanna þriggja
er að framleiða tæki sem er miklu
meira en bara leikjatöiva. Stefnan
er tekin á að örgjörvinn jafni það
vinnsluminni sem ofurtölvan Djúp-
blá, sem sigraði heimsmeistarann í
skák, Garry Kasparov, hafði yfir að
ráða en með minni orkuþörf. PS3 á
einnig að geta tengst öðrum leikja-
tölvum og öðrum tölvutækjum á
hvers kyns tölvunetum í gegnum
háhraða breiðband.
Talsmaður Sony lét hafa eftir sér
að PS3 örgjörvinn yrði ekki endur-
bættur PS2 örgjörvi heldur yrði um
algerlega nýja hönnun að ræða.
Markmiðið er að innvols ör-
gjörvans verði ekki breiðara en 0.10
míkron, um 1/10.000 af breidd eins
mannshárs. Einnig á örgjörvinn að
geta unnið svokallaða samhliða
vinnslu sem þýðir að hann dreifir
og samhæfir flókna og tímafreka
vinnsluútreikninga á aðra
tölvukubba í vélinni sem þýðir
hraðari vinnslu.
Sony og Toshiba skrifuðu á svip-
uðum tíma undir viljayfirlýsingu
um að Toshiba hannaði nýtt
minniskort í PS2, svokallað DRAM-
kort (dynamic random access
memory). Tilgangur kortsins er að
gera nettengingu mögulega á PS2.
Bóluefni gegn eyðni virkar vel á apa:
Einkennalausir eftir
marga mánuði
Vísindamenn
við Emory-há-
skólann í
Bandaríkjun-
um, sem unnið
hafa viö prófan-
ir með bólu-
setningarlyf gegn HlV-smiti á
öpum, segja rannsóknir sínar hafa
gefið mjög góða raun og prófanir á
mönnum séu nú innan seilingar.
Bóluefnið virkar á ónæmiskerf-
ið og hvetur þaö til að framleiða
meira af svokölluðum minnis-
frumum. Slíkar frumur geta lært
að þekkja HlV-veiruna sem óvin-
inn sem hún er og fyrirskipað taf-
arlausa vörn gegn henni.
í prófununum fengu 24 apar
mismunandi mikla skammta af
bóluefninu og þar næst var spraut-
að stórum skammti af HlV-veirum
í þá. Niðurstöðurnar voru þær að
mörgum mánuðum seinna voru
allir aparnir einkennalausir. Jafn-
vel apar sem fengu litla skammta
Stjórnvöld og lyfjafyrirtæki hafa veriö gagnrýnd fyrir aö leggja of mikla pen-
inga í þróun lyfja til meðferðar á þeim sem þegar eru smitaöir í staö rann-
sókna á fyrirbyggjandi bóluefnum.
virtust óskaðaðir af veirunni. Til vikum seinna höfðu þeir allir feng-
samanburðar fengu fjórir apar að- ið einkenni eyðni og þurfti að
eins sprautu með HlV-veirum. 28 svæfa þá þess vegna.
Böíuefníð virkará
ónæmiskerfið og hvet-
urþað tll að framleiða
meira af svokölluðum
minnísfrumum. Slikar
frumur geta lært að
þekkja HiV-veiruna
sem övininn sem hún
er og fyrirskipað tafar-
lausa vörn gegn henní.
Vísindamennirnir vara samt við
því að bóluefnið komi ekki í veg
fyrir HlV-smit heldur haldi það
veirunni aðeins niðri þannig að
hún geti ekki komið af stað eyðni-
sjúkdómnum.
Nú eru í gangi á milli 25 og 30
rannsóknir eða prófanir á bóluefn-
um gegn HlV-veirunni og eyðni
víða um heiminn. Þar af er nú ver-
ið að prófa tvö bóluefni á mönn-
um. Samtök og einstaklingar sem
láta sig baráttu mannkyns gegn
þeim vágesti sem eyðni er á jörð-
inni skipta fagna öllum tilraunum
í þá átt að finna bóluefni. Þeir
gagnrýna hins vegar stjórnvöld og
lyfjafyrirtæki fyrir að leggja ekki
nógu mikla peninga í slíkar rann-
sóknir - of miklir peningar fari í
hönnun lyfja til meðferðar á þeim
sem nú þegar séu smitaðir, pen-
ingum sem væri betur varið í þró-
un fyrirbyggjandi lyfja.
Silíkon gefur
frá sér Ijós
Innviöir tölvukubba eru si'fellt aö veröa samansettir úr smærri einingum og
telja sérfræöingar aö notkun rafeinda veröi brátt ekki möguleg vegna smæö-
ar eininganna en hins vegar er Ijós nýtanlegt í staðinn.
Hópi vísinda-
manna við há-
skólann í Surrey,
Englandi, hefur
nú tekist að láta
sílikon geisla
ljósi, afrek sem
kemur til með að valda byltingu í
framleiðslu örgjörva og annarra
tölvukubba.
Silíkon er aðalefnið sem notað er í
gerð tölvukubba. Hingað tfl hefur það
hins vegar verið notað tfl að leiða raf-
straum. Innviði tölvukubbanna er
stöðugt að verða smærra og smærra
tO þess að gera vinnslu þeirra hrað-
ari. Þannig má segja að í
tölvukubbaframleiðslu sé fleira og
fleira smærra að gera eitt stærra og
stærra.
Nú er t.d. á teikniborðinu hjá IBM
örgjörvi með rafleiðslum upp á 0.10
míkron, um 1/10.000 af breidd manns-
hárs. Vísindamenn telja að þessi
tækni muni ná takmörkum sínum
innan nokkurra ára þar sem smæðin
verður brátt það mikO að iUa gengur
að ráða við rafstrauminn þar sem
smárar og annað innvols verður orð-
ið nokkur atóm á þykkt.
Með því að gera ljóssendingar með
sOíkoni mögulegar er aftur hægt að
fara að hugsa um framleiða smærri
einingar á tölvukubba þar sem auð-
veldara er að stjórna ljósi en raf-
straumi. Samkvæmt talsmanni vís-
indamannanna sem tókst að fá sOí-
kon til aö gefa frá sér ljós mun þetta
í framtíðinni þýða smærri og hrað-
virkari tölvur. Einnig mun þessi nýja
tækni koma til með að bæta umferð
um Netið þar sem tölvubúnaður sem
stýrir netumferð getur unnið hraðar.
Annar stór kostur við þessa nýju
tækni er sá að kjörhitastig fyrir mest
afköst er herbergishiti sem mun
koma sér vel fyrir heimOistölvufram-
leiðslu og jafnvel útrýma vOtunni
hvimleiðu sem kæla þarf rafmagns-
kubbana.