Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Page 32
 * FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 1550 5555 Fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjóröungssambands Vestfirðinga: Grunaður um sex milljóna fjárdrátt Endurskoðendur eru nú að skoða bókhald Fjórðungssambands Vestfirð- inga vegna meints flárdráttar fyrrver- andi framkvæmdastjóra. Búist er við að krafíst verði opinberrar rannsókn- ar á málinu innan tíðar. Samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum DV mun fjárdrátturinn hafa staðið yfir á annað ár, eða allt árið 1999 og fram undir það að fram- kvæmdastjórinn lét af störfum á síð- ilfcasta ári. Ekki eru öll kurl komin til grafar en samkvæmt heimildum DV er talið að hann hafi dregið sér um sex miUjónir króna á þessum tíma fyrir utan sín venjubundnu laun. Framkvæmdastjórinn, sem hefur eins og áður sagði látið af störfum, var ráðinn í stöðuna eftir aðalfund haustið 1998. Vegna uppgjörs reikn- inga sambandsins við áramótin 1999-2000 greiddi framkvæmdastjór- inn fyrrverandi um 1.700 þúsund krónur vegna oftekinna launa og var það uppgjör lagt fyrir fjórðungsþing á síðasta ári. Töldu menn þá að málinu væri lokið en annað kom í ljós. Heimildir DV herma að fram- kvæmdastjórinn hafi ekki reynt að fela þessa úttekt sína og alltaf sett nafnið sitt við þær gjörðir. Þó munu einhverjar aðrar færslur reikninga í bókhaldi orka tvímælis. Hefur stjórn sambandsins selt eignir til að reyna að laga stöðu þess og m.a. selt ísafiarð- arbæ skrifstofuhúsnæði sitt í Stjórn- sýsluhúsinu á ísafirði. Eigi að síður er talið vafasamt hvort meintur fjár- dráttur innheimtist að fullu. Viðmælendur DV, sem gjörkunnug- ir eru starfsemi Fíórðungssambands- ins til fjölda ára, telja daga þess senn talda. Hlutverk sambandsins sé hvorki fugl né fiskur lengur eftir miklar sameiningar sveitarfélaga sem yfirtekið hafa öll helstu mál sam- bandsins. Fjórðungssamband Vest- firðinga var á árum áður virkur sam- nefnari sveitarfélaga á VestQörðum en nú eiga 12 sveitarfélög aðild að sambandinu. Nýr framkvæmdastjóri, Ingimar Halldórsson fyrrum fram- kvæmdastjóri Frosta í Súðavik, teng- ist málinu á engan hátt. -HKr. DV og Dagur taka höndum saman: Sameinast undir merkjum DV - styrkir útgáfu blaðanna á tímum aukinnar samkeppni DV-MYND BRINK Nýjar höfuöstöövar DV á Akureyri Birgir Guðmundsson, fréttastjóri DV, fyrir framan Strandgötu 31 sem áöur hýsti Dag á Akureyri. Samkomulag hefur náðst milli Dagsprents og útgáfufélags DV að út- gáfa Dags verði felld inn í útgáfu DV. Sameiningin er liður í því að styrkja útgáfu blaðanna á tímum aukinnar samkeppni á sviði fjölmiðlunar. Um- hverfi fjölmiðla á íslandi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum misserum og útgáfa dagblaða á íslandi er á tímamótum en innan fárra vikna lítur nýtt ókeypis dagblað dagsins ljós. Samhliða sameiningunni verða töluverðar breytingar á efni DV og rit- stjórn þar sem margir af lykilstarfs- mönnum Dags hafa gengið til liðs við ^^blaðið. Birgir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri DV en hann mun jafnframt stýra ritstjórn DV á Akureyri sem verður til húsa að Strandgötu 31. Elías Snæland Jóns- son, ritstjóri Dags, hefur verið ráðinn ráðgjafi í útgáfumálum hjá Frjálsri fjölmiðlun hf. en fyrirhuguð eru nokk- ur ný verkefni á sviði útgáfu hjá fyr- irtækinu á næstu misserum. „Eftir að stjórn Dagsprents hafði ákveðið að hætta sjálfstæðri útgáfu blaðsins seint í gærdag og sameina DV og Dag óskaði Frjáls fiölmiðlun eftir því að ég tæki að mér starf ráð- gjafa fyrirtækisins í útgáfumálum. Ég hef tekið því boði og hlakka til að takast á við ný verkefni á þeim vett- vangi. i w- 'Ég tel að ritstjórn Dags hafi unnið afar gott starf síðustu árin og við höf- um fundið fyrir mikilli ánægju með blaðið hjá tryggum lesendum okkar en þeim fór fiölgandi á siðasta ári. Það er vissulega eftirsjá að blaðinu en á móti kemur að ýmislegt af hefð- bundnu efni Dags mun eftirleiðis birt- ast í DV og eins að allir starfsmenn blaðsins fá boð um önnur störf hjá fyrirtækjum í eigu Frjálsrar fiölmiðl- unar,“ segir Elías Snæland. Óhætt er að fullyrða að ritstjórn DV á Akureyri verður öflugasta rit- stjórn fiölmiðils utan höfuðborgar- svæðisins með allt að sex blaðamenn, auk starfsfólks á auglýsinga- og dreif- ingardefid. „Staða DV hefur alla tíð verið sterk á landsbyggðinni en með sameining- unni skapast enn frekari tækifæri til sóknar á komandi mánuðum," segir Óli Björn Kárason, ritstjóri DV. „Allt frá því Dagblaðið var stofnað hefur bakland blaðsins verið út á landi.“ „Lesendur Dags munu sjá fiöl- margt af efni síns gamla blaðs á síð- um DV auk margs annars sem brydd- að verður upp á í nýrri sókn blaðs- ins,“ segir Birgir Guðmundsson fréttastjóri. „Það er von okkar að með þessum breytingum takist okkur að veita lesendum okkar enn betri og öflugari fréttaþjónustu en verið hing- að til.“ Dagsprent mun halda áfram starf- semi á sviði prentþjónustu en öllum starfsmönnum á öðrum sviðum fyrir- tækisins hefur verið boðin vinna hjá DV, Frjálsri fiölmiðlun eða tengdum fyrirtækjum. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 Vorboöi í Hafnarfiröi Jón Óiafsson, trillukarl í Hafnarfiröi, lítur til meö rauömaganum sínum sem er hinn eini sanni vorboði þeirra sem sjóinn sækja. Um 130 þúsund tonn eftir af loðnukvótanum: Talið víst að „austurgangan" svo- kallaða hafi hrygnt og sé dauð Fjölmargir loðnubátar héldu út til veiða í gærkvöld, strax eftir að bráðabirgðalögin um frestun verk- fallsins höfðu verið samþykkt á Al- þingi. í morgun voru skipin ekki komin á þær slóðir sem líklegast var að finna það sem eftir er af „austur- göngunni" svokölluðu en talið er víst að ekki sé lengur hægt að veiða úr göngunni sem kom að vestan og mest hafði verið veitt úr fyrir verkfallið, sú loðna hafi hrygnt og sé dauð. „Ég vildi óska að hægt væri að veiða loðnu fyrir einn og hálfan milljarð en ég er svartsýnn á að það takist. Ég held að þetta hljóti að vera farið að tregðast," sagði Magnúr Þor- valdsson, skipstjóri á Sunnuberginu, í morgun, en hann var þá á leið á miðin. Tvö grænlensk skip voru á miðunum i gær og fundu ekkert, og óttast menn að loðnan hafi þegar hrygnt og drepist, þannig að frestun verkfallsins hafi komið nokkrum dögum of seint til að bjarga ein- hverju. Frá áramótum hafa veiðst 660 þús- und tonn og því er heildaraflinn á vertíðinni 706 þúsund tonn og 132 þúsund tonn eftir af útgefnum kvóta. Mestu hefur verið landað í Vest- mannaeyjum eða 84.474 tonnum, á Eskifirði 75.632 tonn, Neskaupstað 61.048 tonn, Seyðisfirði 51.245 tonn, Grindavik 50.947 tonn, Akranes 46.862 tonn og á Þórshöfn 41.951 tonn. Sjá frétt um verkfallsfrestunina á bls. 2. -gk tilboAsverA kr. 2.750,- Merkilega heimilistækið^ Nú er unnt að "o merkja allt á § heimilinu, ^ kökubauka, spólur, skóla- dót, geisla- diska o.fl. Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport___ lafnort Lampar til fermingargjafa - - Rafkaup Ármúla 24 • sími 568 1518

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.