Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 DV Fréttir 5 Mosfellsbær: Sviðsett banka- rán olli skelfingu DV, MOSFELLSBÆ:_______ Undir lokunartíma íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrradag fylltust •við- skiptavinir og starfsmenn skelfmgu þegar tveir menn tilkynntu banka- rán. Munu ræningjarnir hafa sett allt í uppnám í bankanum. Þeir hrifsuðu feng sinn og hurfu á brott. Sam- kvæmt upplýsingum DV var starfs- fólkið felmtri slegið og náði ekki að hringja í lögregluna fyrr en ráninu var lokið. Lögreglan í Mosfellsbæ mun hafa verið við skyldustörf úti í bæ er kallið kom en ræningjarnir voru á bak og burt þegar lögreglu- menn komu með hraði á staðinn. Hins vegar kom í ljós að þarna var um æfmgu að ræða sem unnin var i samstarfi lögregluyfirvalda og yfir- stjómar bankans. Starfsfólk bankans og lögreglumenn í eftirliti um Mos- DV-MYND GYLFI Bankarán Hér var „bankarániö “ framið í gær- dag, starfsfólk náði ekki að hringja í lögreglu fyrr en allt var um garð gengið. fellsbæ munu ekki hafa haft hug- mynd um þennan atburð fyrr en eftir á. Ekki náðist samband við útibús- stjóra bankans vegna málsins. -GG DV-MYND BRINK í samræmdu prófunum Hér má sjá hóp 10. bekkinga þreyta samræmt próf á Akureyri i gær. Um 4 prósent þreyta ekki próf í íslensku og stærðfræði: Hlutfallið enn hærra í erlendum tungumálum Á þessu vori er nemendum 10. bekkjar grunnskóla, sem eru að ljúka skyldunámi, í fyrsta sinn færð sú ákvörðun í hendur í samráði við for- eldra hvort þeir gangist undir prófm. Sigurgrímur Skúlason, fulltrúi á Námsmatsstofnun, sem áður hét Rann- sóknarstofnun uppeldis- og mennta- mála, segir að 96% nemenda hafi skráð sig til prófs í íslensku og stærðfræði af 3.879 nemendum í 10. bekk á landinu á þessu skólaári, 93% í dönsku eða öðru Norðurlandamáli og eilítið hærra hlut- fall í ensku. Enskuprófið var tekið á þriðjudagsmorgun, dönskuprófið var í gær, miðvikudag, og stærðfræðiprófið í dag og þar með lýkur samræmdum prófum. Að venju má þvi búast við ein- hverjum gleðskap innan þessa hóps í dag og kvöld, og það viða um land - þó ekki alls staðar þar sem það hefur færst i vöxt að bjóða upp á óvissuferð- ir. Þannig munu allir nemendur 10. bekkjar Brekkuskóla á Akureyri halda í óvissuferð kl. 12 í dag og eflaust er víðar boðið upp á óvissuferðir. Sigurgrímur Skúlason segir að hlut- fallið kunni að breytast lítils háttar þar sem eftir er að þreyta sjúkrapróf sem tekin verða eftir um 2 vikur. Bú- ist er við niðurstöðum hefðbundinna landsmeðaltala siðast í maímánuði og síðan meðaltali skóla um miðjan júní- mánuð. Samanburður milli skóla verð- ur þó eitthvað frábrugðinn því sem verið hefur undanfarin ár þar sem nú eru ekki með einhverjir nemendur sem reikna má með að hefðu dregið niður meðaltalið. Vísast er þó að það sé nokkuö misjafnt eftir skólum því misjöfn áhersla hefur verið lögð á það af hálfu skólastjómenda að hvetja nemendur til að taka samræmd próf. Almennt mun það þó vera stefnan að hvetja nemendur til þess að taka próf- in þar sem þeir standa þá betur gagn- vart námi í framhaldsskólum. Sigur- grímur telur þó víst að standi valið um nám í framhaldsskóla milli nemenda sem annars vegar hafi tekið samræmd próf og hins vegar ekki muni sá nem- andi vera tekinn fram yfir sem tekið hefur prófín. -GG Vestmannaeyjar: Meintur innbrots- þjófur gómaður Brotist var inn í veitingastaðinn Lundann í Vestmannaeyjum í fyrri- nótt. Eftirlitsmaður vaktþjónustu í Vestmannaeyjum tilkynnti lögreglu að hann hefði komið að manni inni á veitingastaðnum sem hafði komist inn á staðinn í gegnum glugga á sal- erni. Innbrotsþjófurinn sleit sig lausan frá eftirlitsmanninum og hvarf út i nóttina. Skömmu síðar handtók lögreglan karlmann sem grunaður er um innbrotið og færði hann í fangageymslur sinar. Hann verður yfirheyrður í dag. Innbrotsþjófurinn er grunaður um að hafa brotið upp spilakassa á veitingastaðnum og stolið úr honum fé. -SMK MT-673 Dekkin frá Bridgestone, sem þér býðst að fá undir bílinn þinn, eru byggð á sömu formúlu og dekkin undir kappakstursbílum meistaranna í Formúlu 1. Veggripið, rásfestan og öryggið eru í hámarki við allar aðstæður, enda skipta dekk gríðarlegu máli í þeirri tvísýnu baráttu sem einkennir keppni i kappakstri. Líttu við á næsta alvöru dekkjaverkstæði og fáðu þér meistaradekk undir bílinn þinn. Dekkin sem meistararnir aka á, bæði í keppnum og í almennum akstri. B-330 HIÓLBARÐAMÓNUSIA ■eA _ ctunn M iGunM Kt. 680201-2850 • VSK.nr. 70452 Hafnargötu 86 • 230 Keflavik Simi 421 1516 • GSM 861 2216 Söluaðilar: SMUR & DEKKJAÞJÓNUSTA BREIÐHOLTS Jafnaseli 6 • sfmi 587 4700 Þjónustumlðstöð við Vegmúla sími 553 0440 Veldu meistaradekk jJfílDGESTOÍIE ÖRMSSÓN -DEKKAR ALLAR AÐSTÆÐUR ^■nnrrmrrHH HJOLBARÐAR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Mgl Eldshöfða 6 s: 567 7850 BIFREIÐAÞJÓNUSTA sKtivm i- m fim oo mt>, r*x tx> Allt á einum stað Satiil 4. líai SIZ 1011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.