Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Page 8
8 Viðskipti__________________________________________________________ Umsjón: Viðskiptabladið Frjálsi fjárfestingarbankinn hf.: Góður fyrsti ársfjórðungur - eigið fé bankans hefur hækkað um 18% frá áramótum Hagnaöur varð af starfsemi Frjálsa fjárfestingarbankans á fyrsta ársfjórðungi, að upphæð 355 milljónir króna, en hagnaður fyrir skatta nam 511 milljónum. Er þetta mjög jákvæð afkoma en uppgjör bankans fyrir árið 2000 olli miklum vonbrigðum. Arðsemi eigin íjár nam 141% fyr- ir skatta á timabilinu en 88% eftir skatta. Bankinn hefur gengið í gegn- um miklar breytingar á undanförn- um misserum og í ljósi þeirra er þessi útkoma ánægjuleg fyrir for- svarsmenn bankans og styrkir stöðu hans. Mikill gengishagnaður vegna sölunnar til Kaupþfngs Vaxtatekjur fyrir tímabilið námu 409 milljónum króna og vaxtagjöld námu 327 milljónum. Hreinar vaxta- tekjur nema því 82 milljónum. Aðr- ar rekstrartekjur námu 553 milljón- um króna en þar af nam gengis- hagnaður af annarri fjármálastarf- semi 531 milljón. Meðal gengishagn- aðar er gengishækkun hlutabréfa í Kaupþingi, en bankinn fékk hluta- bréf í Kaupþingi að nafnverði 40 milljónir í skiptum fyrir stofnhluta- bréf í verðbréfasjóðum sem Kaup- þing tók við rekstri á í upphafi árs. Mikil breyting varð á markaðs- verðbréfum á tímabilinu. Um miðj- an febrúar sl. voru öll markaðs- skuldabréf í eigu bankans seld og nær öll hlutabréf í eigu bankans, fyrir alls rúma þrjá og hálfan millj- arð króna. VanskO útlána lækkuðu um 6% frá áramótum og námu vanskil í lok tímabilsins 154 milljónum króna. Vanskil sem hlutfall af heildarútlán- um héldu einnig áfram að lækka og námu 1,62% af heildarútlánum. Eigið fé bankans hækkaði tölu- vert frá áramótum, eða í 2.451 millj- ón króna sem er 18% hækkun. Eig- infjárhlutfall samkvæmt CAD-regl- um var 14,29%. Hamborgari hjá McDonald’s er dýrari á Islandi en í flestum öðrum löndum sem er vísbending um aö gengi krónunnar sé of hátt. Krónan 68% of hátt skráð - samkvæmt hamborgarahagfræðinni Krónan er 68% of hátt skráð eins og hún er núna miðað við útreikn- ing hamborgaravísitölunnar (Big Mac index) sem vikuritið Economist reiknar út á hverju ári, en Viðskiptablaðið hefur reiknað út hamborgaravísitölu fyrir íslensku krónuna. í Viöskiptablaöinu sem út kom í gær er aðferðafræði The Economist beitt til að reikna hamborgaravísi- tölu fyrir íslensku krónuna. Þegar Viðskiptablaðið reiknaði síðast hamborgaravísitöluna fyrir ís- lensku krónuna í maí 2000 var hún ofmetin um 108%. Árið 1998 reikn- aði Viðskiptablaðið einnig þessa tölu en þá var krónan 112% of hátt skráð. Veiking krónunnar upp á síðkastið er því kannski þróun sem búast hefði mátt við! Árið 1994 var krónan 122% of hátt skráð sam- kvæmt þessum forsendum þannig að þróunin á gengi krónunnar síð- ustu ár hefur samkvæmt þessum forsendum verið eðlileg. Hamborgaravísitalan er reiknuð eftir kenningu í hagfræöi sem heit- ir kaupmáttarjafnvægi. Þessi kenn- ing gengur út á það að í fullkomn- um heimi hljóti sama magn af sömu vörum að fást fyrir dollarann aOs staðar í heiminum. Hamborgara- vísitalan segir því að Big Mac-ham- borgari eigi að kosta það sama alls staðar í heiminum, mælt í dollar. Vilja að seðlabankalögin skapi svigrúm fyrir evruna Samtök iðnaðarins telja að fyrir- liggjandi frumvarp til laga um Seðlabanka íslands sé í öllum aðal- atriðum til bóta og rétt sé að efla sjálfstæði Seðlabankans frá því sem nú er eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Samtök iðnaðarins hvetja þó til þess að í lögunum verði skapað svigrúm til upptöku evrunnar. í umsögn Samtaka iðnaðarins um frumvarp til laga um Seðlabanka !s- lands segir meöal annars: „Það hefur komið fram að Sam- tök iðnaðarins telja að íslenska krónan sé orðin of dýru verði keypt fyrir íslenskt atvinnulíf og skyn- samlegast væri aö taka upp evru sem gjaldmiðil á íslandi. Slíkt krefst hins vegar að öllum líkindum aðild- ar að Evrópusambandinu en ekki er útilokað að hægt væri að ná samn- ingum um annað. Hvort sem af að- ild að ESB verður eða samningar næðust við ESB um að ísland tæki upp evru er nauösynlegt að lögin um Seðlabankann veiti nauðsynlegt svigrúm fyrir samstarfi milli Seðlabanka ís- lands og Evrópska seðlabankans um upptöku evrunnar hérlendis, með hvaða hætti sem það yrði.“ Að öðru leyti gera Samtök iðn- aðarins ekki at- hugasemdir viö frumvarpið. Á Iðnþingi sem haldið var í mars sl. var kynnt niðurstaða skoðana- könnunar meðal aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins þar sem fram kom að mikill meirihluti félags- manna í Samtökum iðnaðarins, eða 62%, er þeirrar skoðunar að aðild að Evrópusambandinu sé efnahags- lega hagkvæm. Sveinn Hannes- son, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaö- arins. Baugur: Nýr framkvæmda- stjóri matvörusviðs Árni Pétur Jónsson hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmda- stjóri matvörusviðs Baugs. Frá ára- mótum hefur Árni starfaö sem að- stoðarmaður forstjóra á matvöru- sviði. Fram kemur í frétt frá Baugi að ráðning þessi er hluti af nauðsyn- legum skipulagsbreytingum vegna útrásar Baugs á erlenda markaöi, enda jafn nauðsynlegt eftir sem áður að rekstur félagsins á heima- markaði gangi samkvæmt áætlun- um. Starfssvið Árna er að bera ábyrgð á rekstri fyrirtækja á mat- vörusviöi Baugs gagnvart forstjóra félagsins. Á matvörusviði eru fyrir- tækin Bónus, Nýkaup, 10-11, Aðföng og Lyfja. Árni mun jafnframt gegna stjórnarformennsku í Lyfju. Árni útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands árið 1991. Hann starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri Lyfjabúða, sem reka Apótekið, frá október 2000 til ára- móta, þegar fyrirtækið sameinaðist Lyfiu, og gegnir í dag stjómarformennsku í Lyfju hf., sem markaðs- og sölustjóri hjá Skipaaf- greiðslu Jes Zimsen hf. 1991-1993, framkvæmda- stjóri Skipaafgreiðslu Jes Zimsen 1993-1996, og sem forstjóri Tollvörugeymslu Zimsen 1996-2000, ér hann tók viö starfi fram- kvæmdastjóra markaðs- sviðs heildsölu Olís. Árni er kvæntur Guð- rúnu Elísabetu Baldurs- dóttur og eiga þau tvö böm. Á matvörusviöi eru fyrirtækin Bónus, Nýkaup, 10-11, Aöföng og Lyfja. Arni mun jafnframt gegna stjórnarformennsku í Lyfju. Neikvæð raunávöxtun hjá Lífeyrissjóði bænda Ávöxtun Lífeyrissjóðs bænda á síðasta ári var 2,37% sem jafngild- ir þvi að raunávöxtun hafi verið neikvæð um 1,81%. Helsta ástæða lægri ávöxtunar er lækkun inn- lendra og erlendra hlutabréfa. Slök ávöxtun lífeyrissjóðsins endurspeglar það sem hefur verið að gerast á verðbréfamörkuðum, að því er segir í frétt frá Lífeyris- sjóði bænda. Samkvæmt fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðsins skal samsetning eigna vera sem næst eftirfarandi hlutföllum: Skuldabréf með ríkisá- byrgð 40%, önnur skuldabréf 25%, erlend hlutabréf 25% og innlend hlutabréf 10%. Gerð var tryggingafræðileg út- tekt á sjóðnum miðað við árslok 2000. Endurmetin hrein eign sjóðs- ins, miðað við 3,5% ávöxtun, nem- ur í árslok 2000 12.732 milljónum króna og verðmæti framtíðarið- gjalda 3.272 milljónum, eða sam- tals 16.004 mUljónum króna. HeUdarskuldbindingar nema 16.071 mUljón króna. Sjóðinn vant- ar því 67 mUljónir, eða 0,4%, tU að eiga fyrir heildarskuldbindingum. Áfallnar skuldbindingar nema 11.936 mUljónum króna. Verðmæti eigna er því 796 miUjónum, eða 6,7%, hærra en áfallnar skuld- bindingar. í árslok 1999 voru eignir um- fram heUdarskuldbindingar 0,3% og umfram áfallnar skuldbinding- ar 6,9%. Breyting er því lítU. FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 I>V Þetta helst BMiT^33GH!3Eaa HEILDARVIÐSKIPTI 1461 m.kr. : Hlutabréf 268 m.kr. : Húsbréf 481 m.kr. i MEST VIÐSKIPTI 0 Íslandsbanki-FBA 146 m.kr. 0 Pharmaco 22 m.kr. 0 Flugleiðir 17 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Íslandsbanki-FBA 5,5% 0 Delta 3,4% Q Tryggingamiðstööin 2,3% MESTA LÆKKUN 0 Kögun 3,8% 0 MP Bio 1,7% 0 Eimskip 1,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1137 stig - Breyting O 1,2 % Fjárfestingarfé- lagið Straumur og Vaxtasjóðurinn - skoða sameiningu Stjórnir Fjárfestingarfélagsins Staums hf. og Vaxtasjóðsins hf. hafa ákveðið að kanna forsendur fyrir samruna félaganna. Endanleg ákvörðun mun liggja fyrir á næstu dögum að því er fram kemur í frétt frá félögunum. Lífleg sala á fasteignum í Bandaríkjunum Sala á nýbyggingum og íbúðar- húsnæði í Bandaríkjunum tók mik- inn kipp í síðasta mánuði. Þetta kom mörgum á óvart nú þegar hægist um í efnahagslífi landsins. 26.04.2001 kl. 9.15 KAUP SALA IHH Pollar 94,000 94,480 E&tlPund 135,140 135,830 l*liKan. dollar 60,680 61,060 BSDönsk kr. 11,2700 11,3320 SEÍ Norsk kr 10,3130 10,3700 SSBsænsk kr. 9,1930 9,2430 HHh. matk 14,1387 14,2237 jJ Fra. franki 12,8156 12,8927 É ll Belg. franki 2,0839 2,0964 C 5É Sviss. franki 54,8700 55,1700 CHhoII. gyiiini 38,1471 38,3763 j Þýskt mark 42,9818 43,2401 É 1 h. líra 0,04342 0,04368 QjQ Aust. sch. 6,1092 6,1460 Port. escudo 0,4193 0,4218 [j'JJ Spá. peseti 0,5052 0,5083 1 ♦ iJaP- yon 0,76560 0,77020 j írskt pund 106,740 107,382 SDR 119,2800 120,0000 [§ECU 84,0651 84,5703

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.