Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 J3V Dansað í Jerúsalem ísraelskir hermenrt tóku létt dans- spor í gærkvöld þegar ísraelar hófu hátíðarhöldin vegna 53 ára afmælis Ísraelsríkis í dag. Miklar varúðar- ráðstafanir á afmæli ísraels Israelar fagna þvl í dag að 53 ár eru liðin frá stofnun ríkisins. Mikl- ar varrúðarráðstafanir eru um allt land vegna uppreisnar Palestínu- manna og harðnandi átaka að und- anfornu. Þá hefur ísraelski herinn hert ferðabann sem Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gaza búa við. Fjórir Palestínumenn létu lífið í sprengingu á Gaza í gærkvöld og einnig kom til átaka á Vesturbakk- anum. Sjö mánuðir eru liönir frá því uppreisn Palestínumanna hófst í kjölfar heimsóknar Ariels Shar- ras, núverandi forsætisráðherra ísraels, til Musterishæðarinnar í Jerúsalem. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í samtali við fréttastofu Reuters í Washington í gær að bandarísk stjórnvöld myndu beita sér fyrir pólitískum viðræðum milli deilenda en fyrst yrði þó að stemma stigu við ofbeldisverkunum. Hátíðahöld vegna sjálfstæðisdags- ins hófust þegar í gærkvöld en gleði manna var blendin vegna ótta við sprengjutilræði. Palestinumenn álíta stofnun Ísraelsríkis árið 1948 stórslys og berjast fyrir stofnun eig- in ríkis. Fyrrverandi forseti Filippseyja: Trúir því ekki aö hann sé í fangelsi Joseph Estrada, fyrrverandi for- seti Filippseyja, vaknaði í morgun eftir fyrstu nótt sína á bak við lás og slá í aðalstöðvum lögreglunnar í Manila samtímis því sem þúsundir stuðningsmanna hans mótmæltu handtöku hans við helgidóm í ná- grenninu. Embættismenn sögðu að Estrada, sem handtekinn var vegna meintr- ar fjármálaspillingar, hefði varið hluta næturinnar til að veita ljöl- miölum viðtöl. Estrada kvaðst ekki trúa því að hann væri í raun í fangelsi. „Þetta er ákaflega erfitt fyrir mig. Þetta er martröð," sagði forsetinn sem flúði úr höll sinni í janúar síðastliðnum. í næsta klefa við forsetann fyrr- verandi er sonur hans, borgarstjór- inn Jinggoy, sem einnig er sakaður um fjármálaspillin'gu. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér lifstíðarfangelsi eða dauðadóm. Fyrsta máltíð forsetans fyrrver- andi í fangelsinu var hamborgari. Hann bað um að fá kínverskan mat frá finum veitingastað í kvöldmat. Að sögn Estrada reyna lögfræðing- ar hans af öllum mætti að fá hann lausan úr fangelsinu. Tilkynnt var í gær að hann yrði ekki látinn laus gegn tryggingu. Estrada hefur þegar útbúið þriggja síðna lista yfir gesti sem mega heimsækja hann. Estrada er ekki fyrsti forseti Fil- ippseyja sem sakaður er um spill- ingu en hann er sá fyrsti sem stung- ið er i fangelsi. Ferdinand Marcos, sem bolað var frá völdum 1986, var einnig sakaður um að hafa arðrænt land sitt. Hann flúði til Hawaii þar sem hann lést þremur árum síðar. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin yfir Estrada hefjist eftir þingkosn- ingamar sem halda á 14. mai næst- komandi. Fylgt í fangaklefann Joseph Estrada, fyrrverandi forseta Filippseyja, fylgt I fangaklefa I aöalstöðvum lögreglunnar í Manila í gær. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum: Árkvöm 2a, 0101,2ja herb. íbúö á 1. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Guðjón Skarp- héðinsson, gerðarbeiðandi Ibúðalána- sjóður, mánudaginn 30. apríl 2001, kl. 10.00. Blesugróf 28, Reykjavík. þingl. eig. Hafrún Huld Einarsdóttir, gerðarbeiðend- ur Ásberg Kristján Pétursson, Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, Líf- eyrissjóðurinn Framsýn og Tollstjóra- embættið, mánudaginn 30. apríl 2001, kl. 10.00. Borgartún 36,0102, 232,1 fm vélasalur á l. hæð t.h. ásamt 172 fm sal á 2. hæð t.h. m. m., Reykjavík, þingl. eig. þb. Vélsm. Jóns Sigurðssonar ehf., gerðarbeiðendur Landsbanki íslands hf., höfuðstöðvar, Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Tollstjóra- embættið og Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 30. apríl 2001, kl. 10.00. Fjölnisvegur 16, 0101, 1. hæð og kjallari m.m. og bílskúr, Reykjavík, þingl. eig. Iðunn Angela Andrésdóttir, gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 13.30. Grundarhús 3, 0201, 4ra herb. íbúð á 2. hæð, 1. íbúð frá vinstri, Reykjavtk, þingl. eig. Svandís Þóra Ölversdóttir, gerðar- beiðendur Húsasmiðjan hf. og Tollstjóra- embættið, mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 10.00. Hrafnhólar 6, 0103, 4ra til 5 herb. íbúð á 1. hæð m.m., bflskúr, merktur 040117, og geymsla í kjallara, merkt 0037, Reykja- vík, þingl. eig. Steina Steinarsdóttir, gerð- arbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudag- inn 30. aprfl 2001, kl. 10.00. Hraunbær 46, 0101, 83,1 fm íbúð á 1. hæð ásamt geymslu 0005 og þvottahúsi 0010 m.m.. Reykjavík, þingl. eig. Símon Friðriksson og Guðrún Hjálmarsdóttir, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf„ Ibúða- lánasjóður, Lífeyrissjóður verslunar- manna og Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 10.00.__________________________________ Hraunbær 114, 0301, 5 herb. íbúð á 3. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Ás- dís íshólm Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Byko hf„ mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 10.00.__________________________________ Kleppsvegur 42, 111,1 fm íbúð á 2. hæð ásamt geymslu 0038 m.m„ eldri merking 020202, Reykjavík, þingl. eig. Margrét Ingunn Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Líf- eyrissjóður lækna, mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 10.00.________________________ Laugavegur 18b, 0301, 407,1 fm skrif- stofa á 3. hæð m.m„ Reykjavík, þingl. eig. Setur ehf„ gerðarbeiðandi Tollstjóra- embættið, mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 13.30.__________________________________ Laugavegur I8b, 0401, 164,3 fm skrif- stofa á 4. hæð í framhúsi m.m. og lager á 2. hæð m.m„ Reykjavík, þingl. eig. Setur ehf„ gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 30. apríl 2001, kl. 13.30. Laugavegur 18b, 0402,68,4 fm skrifstofa á 4. hæð í bakhúsi m.m„ Reykjavík, þingl. eig. Setur ehf„ gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 13.30.________________________ Laugavegur 18b, 0501, 113,4 fm skrif- stofa á 5. hæð í framhúsi m.m„ Reykja- vík, þingl. eig. Setur ehf„ gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 30. apríl 2001, kl. 13.30.________________________ Laugavegur 18b, 0502,68,4 fm skrifstofa á 5. hæð í bakhúsi m.m„ Reykjavík, þingl. eig. Setur ehf„ gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 13.30.________________________ Laugavegur 140, Reykjavík, þingl. eig. Halldóra Lilja Helgadóttir, gerðarbeið- endur Samtök ferðaþjónustunnar og Toll- stjóraembættið, mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 10.00. Lindargata 22a, 0101, íbúð á 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Hafrún Ebba Gestsdóttir, gerðarbeiðendur Ríkisút- varpið og Tollstjóraembættið, mánudag- inn 30. aprfl 2001, kl. 13.30. Logafold 178, 50% ehl„ Reykjavík, þingl. eig. Ingjaldur Eiðsson, gerðarbeið- andi Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 10.00. Neðstaleiti 4, 0502, 2ja herb. íbúð á 5. hæð og stæði í bflageymslu, Reykjavík, þingl. eig. Unnur Björg Pálsdóttir, gerð- arbeiðendur Búnaðarbanki íslands hf„ fs- landsbanki hf„ höfuðst. 500, og Prent- smiðjan Oddi hf„ mánudaginn 30. aprfl 2001, kl, 10.00. Skeljagrandi 7, 50% ehl. í íbúð, merkt 0101, Reykjavík, þingl. eig. Hallfríður Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Búnað- arbanki íslands hf„ mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 10.00, Smáragata 14, 0101, neðri hæð, Reykja- vík, þingl. eig. Þröstur Þórhallsson, gerð- arbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudag- inn 30. aprfl 2001, kl. 10.00. Sólheimar 18, 0101, 1. hæð og bflskúr fjær húsi, þingl. eig. Eyþór Eðvarðsson og Rannveig Harðardóttir, gerðarbeið- endur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf„ lbúðalánasjóður, Landsbanki Islands hf„ höfuðst., og Tollstjóraembættið, mánu- daginn 30. aprfl 2001, kl. 10.00. Stangarhylur 4, 020103, atvinnuhúsnæði á 2 hæðum, 0103 67,6 fm, 0203 63,9 fm, 020104, atvinnuhúsnæði á 2. hæðum, 0104 69,0 fm, 0204 63,9 fm, Reykjavík, þingl. eig. VGH ehf„ gerðarbeiðendur Landsbanki fslands hf„ höfuðst., Toll- stjóraembættið og Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf., mánudaginn 30. aprfl 2001, kl, 10,00, Suðurhólar 16, 0101, 3ja herb. íbúð á 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Dagný Krist- mannsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalána- sjóður, Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, útibú, Sparisjóður vélstjóra og Tollstjóraembættið, mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 13.30. Sörlaskjól 54, 0001, 3ja herb. kjallaraí- búð, Reykjavík, þingl. eig. Hjörleifur Kristinsson, gerðarbeiðandi Landsbanki Islands hf„ höfuðst., mánudaginn 30. apr- fl 2001, kl, 10,00,______________ Tangarhöfði 6, 0001, iðnaðarhúsnæði í kjallara m.m„ Reykjavík, þingl. eig. YL- Hús ehf„ gerðarbeiðendur Sparisjóður vélstjóra og Tollstjóraembættið, mánu- daginn 30. aprfl 2001, kl. 10.00. Veghús 31, 0406, íbúð á 4. hæð t.h. í norðurhomi, Reykjavík, þingl. eig. Anita Paraiso Pardillo, gerðarbeiðendur Búnað- arbanki Islands hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf„ mánudaginn 30. aprfl 2001, kl, 10,00,_________________ Víkurás 4, 0403, 2ja herb. íbúð, merkt 04-03, ásamt sammerktri geymslu, Reykjavík, þingl. eig. Amþór Vilhelm Sigurðsson, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður og sýslumaðurinn í Hafnarfirði. mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 10.00. Ystasel 31, Reykjavík, þingl. eig. Harald- ur Sveinn Gunnarsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki-FBA hf. og Tollstjóraemb- ættið, mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- _______um sem hér segir:_________ Krókháls 10, 0301, iðnaðar- eða skrif- stofuhúsnæði á 3. hæð í V-enda ásamt hlutdeild í sameign 3. hæðar á 2. og 3. hæð og hlutdeild í sameign 2. og 3. hæð- ar á 2. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Gunni og Gústi ehf„ gerðarbeiðendur Lífeyris- sjóðurinn Framsýn og Tollstjóraembætt- ið, mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 13.30. Æsufell 4. 0106, 5 herb. íbúð á 1. hæð, merkt F, Reykjavík, þingl. eig. Snæbjöm Kristjánsson. gerðarbeiðendur Búnaðar- banki íslands hf„ Globus hf„ íslands- banki hf„ höfuðst. 500, og Tollstjóraemb- ættið, mánudaginn 30. aprfl 2001, kl. 13.30.___________________________ SÝSI.UMAÐIÍRINN í RFYKJAVÍK IMI.ItitfM Koizumi forsætisráðherra Junichiro Koizumi var kjörinn forsætis- ráöherra Japans í morgun. Japanskur almenningur bíður nú spenntur eftir því hvort Koizumi standi við loforð sin um umbætur í japönsku stjórnmálalífi og að koma efnahags- lífinu aftur á réttan kjöl. Koizumi nýtur mikillar lýðhylli. Berst gegn framsali Spænskur maður, sem grunaður er um að hafa myrt breska skóla- stúlku í Frakklandi fyrir fimm ár- um, ætlar að berjast gegn því að hann verði framseldur til Frakk- lands frá Bandaríkjunum. Framsal hans gæti því tafist um heilt ár, að sögn lögmanna hans. Taívanir varkárir Stjórnvöld á Taívan voru varkár í morgun þegar þau fognuðu loforði Bush Bandaríkjaforseta um að verja eyjuna fyrir innrás frá meginlandi Kína. Þau sögðust þó ekki sjá neina meiri háttar breytingu á stefnu Bandaríkjanna. Viöurkennir þátt í drápi Bob Kerry, fyrrum öldungadeild- arþingmaður í Bandaríkjunum, hef- ur viðurkennt að lið sem hann stjómaði í Víetnam hafi drepið tutt- ugu óvopnaða borgara, aðallega konur og börn. Djukanovic fer sér hægt Milo Djukanovic, forseti Svartfjalla- lands, sagði í gær að naumur sigur samsteypustjórnar hans í kosningun- um um liðna helgi þýddi að hann myndi fara sér hægt í sjálfstæðismálum landsins. Skotinn á slysó Átján ára piltur var skotinn í báð- ar rasskinnarnar á slysadeild Suð- ursjúkrahússins í Stokkhólmi í nótt. Hann er ekki í lífshættu, að sögn Aftonbladet. Seselj rekinn á dyr Þjóðþingið í Serbíu hefur útilok- að leiötoga róttæka flokksins, Vojislav Seselj, fyrir að hvetja til haturs milli þynþátta og þjóðarbrota. Dag- inn áður hafði Ses- elj húðskammað forseta þingsins. Veiðimönnum bjargað Þyrla frá Grænlandsflugi var send í björgunarleiðangur til Kanada í vikunni þar sem hún bjargaði fimm veiðimönnum og tólf hundum af isbreiðu við Baffinseyju. Tsjernobyl minnst Úkraínubúar minntust þess í gær að fimmtán ár voru liðin frá kjarn- orkuslysinu mikla í Tsjernobýl. Af því tilefni var síðasta starfandi kjamaofninum í orkuverinu lokað. Slysið fyrir fimmtán árum er hið al- varlegasta sinnar tegundar sem orð- ið hefur og dreifðust geislavirk efni um alla Evrópu. Milljónir manna hafa þjáðst af völdum þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.