Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Side 11
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 DV Utlönd 11 Vitnaleiðslur í danska þinginu um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna: Ratsjárstöðin í Thule gegnir lykilhlutverki Ratsjárstöðin í bandarísku her- stöðinni í Thule á Grænlandi gegn- ir lykilhlutverki i þeim áformum Georges W. Bush Bandaríkjaforseta að koma á laggirnar eldflaugavarn- arkerfi sem á að verja Bandaríkin og bandalagsríki þeirra fyrir eld- flaugaárásum óvinaríkja. Þetta kom fram í máli Roberts Lucas Fischers, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í vitna- leiðslum i danska þinginu í gær, að því er segir í danska blaðinu Politi- ken. „Thule gegndi afgerandi hlut- verki í þeim áætlunum sem fyrrum stjórnvöld, undir forystu Bills Clint- ons forseta, unnu að,“ sagði Fischer. Hann bætti við að hann yrði hissa ef ratsjárstöðin í Thule gegndi ekki sama hlutverki í áform- um núverandi stjórnvalda í Was- hington. Jonathan Motzfeldt Formaöur grænlensku heimastjórn- arinnar hefur lýst andstööu sinni viö áætlanir Bandaríkjanna um eld- flaugavarnarkerfi. Áætlanir Bandaríkjamanna um að nota ratsjárstöðina í Thule gætu leitt til þess að Grænlendingar krefðust endurskoðunar samnings stjórnvalda í Bandaríkjunum og Danmörku frá árinu 1951. „íbúar Thule líða önn fyrir þenn- an samning enn þann dag í dag. Við Grænlendingar teljum að gera eigi á honum breytingar. Við lifum ekki lengur á nýlendutímum," sagði Malinángvaq Marcussen Molgaard, formaður utanríkis- og öryggismála- nefndar grænlenska landsþingsins, í yfirheyrslunum í Kristjánsborgar- höll í Kaupmannahöfn í gær. „Við vorum aldrei spurð hvort við vildum vera með,“ sagði hún um samninginn frá 1951. Molgaard sagði að grænlenskir stjórnmálamenn hefðu fengið það á tilfinninguna eftir heimsóknir til Washington að meiri andstaða væri við endurskoðun samningsins með- al stjómvalda í Kaupmannahöfn en í Washington. Nikolaj Petersen, prófessor við háskólann í Árósum, á hins vegar bágt með að trúa því. Hann komst að þeirri niðurstöðu í máli sinu að samningurinn frá 1951 veitti banda- rískum stjórnvöldum víðtækar heimildir og að Bandaríkjamenn hefðu af þeim sökum varla mikinn áhuga á endurskoðun. „Ég tel ekki að áhugi Bandaríkja- manna sé mikill," sagði Petersen. Rússar vöruðu Grænlendinga og Dani enn einu sinni við því í gær að heimila notkun Thule-stöðvarinnar í eldflaugavarnarkerfmu. Rússar eru mjög andvígir áformum banda- riskra stjórnvalda og hafa haldið því fram að þau muni ganga af samningum um fækkun kjamorku- vopna dauðum. Lá í fimm daga við hræið af mömmu sinni Bretar geta nú varpað öndinni léttar. Yfirvöld hafa ákveðið að þyrma lífi Phoenix litla sem er tveggja vikna kálfur og lá í fimm daga viö hlið mömmu sinnar í haugi hræja áður en hann fannst ör- magna af hungri og þorsta. Phoenix hefur undanfama daga verið gefin mjólk úr pela í bílskúr Board-fjöl- skyldunnar i Devon. Phoenix er orðið gæludýr í fjöl- skyldunni sem var farin að kvíða fyrir næstu heimsókn slátrarans. Öllum dýrum á bænum hafði verið slátrað vegna þess að dýr á ná- grannabænum höfðu smitast af gin- og klaufaveikinni. Board-fjölskyld- an neitaði í fyrradag að afhenda Phoenix þegar dýralæknar og slátr- arar komu í lögreglufylgd. Yfirvöld sögðu að ekki væri hægt að taka til- lit til svona tilfinningamála vegna smithættu. En i morgun var svo til- kynnt að lífi Phoenix yrði þyrmt. Samtímis bíða þrír Bretar eftir niðurstöðu úr blóðrannsókn sem sýna á hvort þeir séu smitaðir af gin- og klaufaveiki. Grunur um smit þeirra hefur vakið mikla athygli þótt veikin sé ekki hættuleg mönn- um. Fréttin af mögulegu smiti þeirra var enn eitt áfallið fyrir ferðaiðnaðinn á Bretlandi. Yfirvöld telja sig nú hafa náð tökum á útbreiðslu veikinnar. íhaldsleiðtoginn Hague narraður í kosningagildru Margir hallast að því að William Hague, leiðtogi breska íhaldsflokks- ins, hafi látið narra sig í kosninga- gildru þegar hann undirritaði plagg þar sem hann heitir því að blanda kynþáttamálum ekki i baráttuna fyrir þingkosningarnar í sumar. Tony Blair, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, rit- aði einnig undir plaggið. En þótt Hague hafi skrifað undir skjalið hafa margir flokksmanna hans aftur á móti neitað að gera slíkt hið sama, af margvíslegum ástæðum. Og nú líður varla sá dag- ur að bresku blöðin birti ekki frétt- ir af íhaldsmönnum sem neita að undirrita. Er málið orðið hið vand- ræðalegasta fyrir flokkinn. Andstæðingar Hagues spyrja sig hvemig íhaldsforinginn geti stjórn- að landinu þegar hann virðist ekki hafa stjóm á eigin flokki. Sérfræð- ingar telja að íhaldsflokkurinn tapi atkvæðum meðal minnihlutahópa. Lífi Phoenlx verður þyrmt Kálfurinn Phoenix fannst örmagna viö hliö móöur sinnar í haugi hræja af heilbrigöum nautgripum sem siátraö haföi veriö í Devon í Englandi vegna gin- og klaufaveikismits á næsta bæ. Kohl-hneykslið: Milljón mörk fundust á bankareikningi gjaldkera Fyrrverandi gjaldkeri Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, Walter Leisler Kiep, fann fyrr í vor 1 milljón marka á einum af banka- reikningum sínum. Fundurinn hef- ur blásið nýju lífi í leynireikninga- hneyksli flokks Helmuts Kohls, fyrr- verandi Þýskalandskanslara. Walt- er Leisler Kiep hefur lagt féð inn á reikning flokksins eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að það tilheyrði kristilegum demókrötum. Hann hefur jafnframt tilkynnt að endurskoðendur hans fari nú í gegnum alla reikninga hans til að kanna hvort meira finnist. Forseti þýska þingsins, jafnaðar- maðurinn Wolfgang Thierse, hefur beðið Kristilega demókrataflokkinn um skýringu og framkvæmdastjóri flokksins, Willi Hausmann, er far- inn að safna gögnum um málið. Helmut Kohl Nýju lífi hefur veriö blásiö í leynireikningahneyksliö. Christian Ströbele, fulltrúi græn- ingja í nefnd sem rannsakar leyni- reikningahneykslið, varaði í gær Hausmann við að bókfæra féð frá Kiep. Það væri ólöglegt þar sem ekki væri vitað hvaðan féð kæmi. Helmut Kohl hefur enn ekki viljað greina frá því hverjir gáfu 2 miUjón- ir marka í sjóði flokks hans. Talið er að mUljónin sem Kiep rakst á sé hluti af því fé. Hvað sem því líður hafði Kristi- legi demókrataflokkurinn um árabil skúffufyrirtæki, Norfolk-stofnun- ina, í skattaparadísinni Liechten- stein. Bankareikningur þess var leystur upp 1992 og kann féð á reikningi gjaldkerans að tengjast miUifærslu frá þeim tima. Kiep neit- aði því að vísu á sínum tíma að hafa fengið fé þegar skúffufyrirtækið var lagt niður. Suzuki Baleno GL, skr. 3/98, 3 d., ssk., ek. 53 þús. km. Verð 750 þús. Suzuki Grand Vitara V6 Excl., skr. 4/98, ssk., ek. 36 þús. km. Verð 2.100 þús. Suzuki Swift, skr. 1/98, 5 d., bsk., ek. 51 þús. km. Verð 640 þús. Honda Civic Si, skr. 10/98, 4 d., bsk., ek. 44 þús. km. Verð 1.020 þús. Toyota Corolla Luna L/B, skr. 9/97, ssk., ek. 50 þús. km. Verð 990 þús. Suzuki Swift GLS, skr. 3/98, 3 d., bsk., ek. 31 þús. km. Verð 660 þús. Opel Corsa Swing 10/97, 3 d., bsk., ek. 60 þús. km. Verð 590 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 4/99, 4 d., ssk., ek. 12 þús. km. Verð 1.120 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 3/98, 5 d., ssk., ek. 43 þús. km. Verð 1.340 þús. Suzuki Jimny JLX, skr. 6/00, 3 d., bsk., ek. 19 þús. km. Verð 1.290 þús. Suzuki Wagon R+ 4wd, skr. 5/00,5 d., ek. 8 þús. km. Verð 1.140 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---✓/// ., -........ SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.