Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Side 15
15 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 DV Ellibelgnum kastað Með því jákvæðara sem gerst hefur í alþjóð- legri dægurtónlist á síöastliðnum árum er „kúbanisminn", endurkoma roskinna og íðil- snjallra tónlistarmanna frá Kúbu, þökk sé bandaríska gítarleikaranum Ry Cooder og þýska kvikmyndaleikstjóranum Wim Wenders. Þar með var aftur komið á tengslum við eina frjóustu tónlistarhefð Ameríkuríkja eftir fjöru- tiu ára pólitíska einangrun hennar. Áður en Castro komst til valda hafði tónlistin á Kúbu verið allsherjar-bræðslupottur þar sem runnu saman bandarísk „big band“ danstónlist, mambó af afriskum uppruna og alls konar heimatilbúin alþýðutónlist. Sérstök hljóðfæri Tónlist voru meira að segja gerð til að koma þessari tón- list til skila: til dæmis laoud (eins konar lúta), armónico (smágítar með sjö strengjum) og ásláttarhljóðfæri á borð við dumbek og udu trommur. Tónlistarmenn frá Kúbu voru eftir- sóttir í Bandaríkjunum og Kanada, og láta ljós sitt skína í ófáum Hollívúddmyndum frá fjórða og fimmta áratugnum. Á nýlegum diski sem ber nafnið Afro-Cuban All Stars (WCD047) er að flnna æðisleg tilbrigði um vinsælustu „big band“ tónlistina frá þeim thna. Mambó og cha-cha-cha Frá og með sjöunda áratugnum var Kúba í herkví, efnahagur versnaði og atvinnutækifær- um tónlistarmanna fækkaði. Margir þeirra urðu jafnvel að gefa hljóðfæraleik upp á bátinn. Mörg- um hlýnaði því um hjartarætur við að sjá þá birtast hvern af öðrum í kvikmynd Wenders um Buena Vista-klúbbinn, gömul brýni á borð við Compay Segundo, Rubén Gónzalez og Cachaito López og söngvarana - „soneros" - Ibrahim Fer- rer og Omöru Portuondo, og uppgötva að þau höfðu engu gleymt. í kjölfar fyrstu Buena Vista-plötunnar (1996) hefur ekkert lát orðið á velgengni hinna öldnu Þeir heilla heimsbyggðina Nokkrir máttarstólpar Buena Vista-klúbbsins, fyrir miöju eru Ibrahim Fer- rer og Rúben Gónzaiez sem báöir koma hingaö 30. apríl. tónlistarmanna; þeir skipta liði og ferðast víða um lönd auk þess sem þeir gefa út hverja sóló- plötuna á fætur annarri á vegum World Circuit- fyrirtækisins. Pianóleikarinn Rubén González var ein af stjörnum danstónlistarinnar á Kúbu á fimmta og sjötta áratugnum og skóp þá jasskenndan mambó, auk þess sem hann lagði sitt af mörkum til cha-cha-cha tónlistarinnar. Þegar Ry Cooder hafði upp á honum var hann orðinn 77 ára, gigtveikur og hættur að spila. Skemmst er frá því að segja að González kastaði ellibelgnum, eins og heyra má á Buena Vista plöt- unni (WCD050), og enn betur á sólóplötu hans, Chancullo (WCD060). Þar hefur hann stuðning bæði af sínum gömlu „companéros" og kom- ungum hljóðfæraleikurum og spilar eins og andsetinn; mega félagar hans hafa sig alla við að fylgja honum eftir. Raddir ríkar af reynslu Önnur goösögn var sömu- leiðis gripin af götunni og drifin inn í hljóðver, hinn frómi og fátæki Ibrahim Fer- rer, fæddur 1927. Ferrer hafði sungið með stórhljómsveitum á sjötta áratugnum, en eftir það hafði mjúklát rödd hans smám saman fallið úr tísku. Á nýrri sólóplötu (WCD055) fær hann að njóta sín til fullnustu með stuðningi Buena Vista- gengisins, bakröddum og jafnvel tuttugu manna stórhljómsveit. Svona hefði Nat King Cole hugs- anlega sungið, hefði hann náð háum aldri; barítónn- inn er alls staðar ljúfur og lagviss, jafnvel þar sem hann er farinn að trosna á jöðrunum. Omara Portuondo (f. 1930) sker sig úr Buena Vista-hópnum fyrir margra hluta sakir; fyrir það fyrsta er hún eina konan í félagsskapnum, en að auki hafði hún aldrei sest í helgan stein. Hins vegar var hún nán- ast óþekkt utan Kúbu. Upp á sitt besta var Portuondo mikil „díva“ og var þá oft líkt við bæði Ed- ith Piaf og Billie Holiday. Og þótt rödd hennar hafi látið eilítið á sjá er hún rík af reynslu og tilflnn- ingum. Á sólóplötu henn- ar ( WCD059) er að finna einvalalið Buena Vista- manna og yngri hljóðfæraleikara, og lögin eru sígrænar habanerur, mambóar og stöku bóleró, meira að segja Gershwin (“The Man I Love“) með bóleró-takti. Og að sjálfsögðu tekur Ibrahim Ferrer lagið með henni, en samsöngur þeirra í Buena Vista-kvikmyndinni er ógleymanlegur. Fjörutíu bassaleikarar í sömu fjölskyldu Einna yngstur hinna enduruppgötvuðu tón- listarmanna er bassaleikarinn Cachaito López, en í fjölskyldu hans munu vera hvorki fleiri né færri en fjörutíu bassaleikarar. Faðir hans og frændur lögðu grunninn að mambó-stílnum á fjórða áratugnum, og Cachaito sjálfur á að baki ýmiss konar tilraunir með danstakta. Velgengn- in hefur oröið til þess að hann getur nú boðið ýmsum þekktum útlendum tónlistarmönnum til samstarfs. Á fyrstu sólóplötu hans, Cachaito (WCD061), er til dæmis að fínna bandaríska rapparann Dee Nasty, bandaríska saxófónleikar- ann Pee Wee Ellis og suður-afríska hornaleikar- ann Hugh Masakela. Platan er stórskemmtileg, ekki sist fyrir ærslakennd tilbrigði sem Cachaito kallar „tilraunastofuna". Það er sannarlega tilhlökkunarefni að nokkr- ir þessara hrynvísu „öldunga" skuli ætla að sækja okkur heim. Þó ekki væri nema til að sýna okkur fram á það sem margir hafa haldið fram, nefnilega aö tónlistin yngi mann upp. Aðalsteinn Ingólfsson JAPIS hefur umboö fyrir World Circuit-plötur Buena Vista-hópsins. Omara Portuondo söngkona Hefur engu gleymt. Sœtur sigur Graduale Nobili kórinn Þær ætla aö leyfa okkur aö heyra efnisskrá keppninnar á sunnudagskvöldiö. „Þetta var algert ævintýri - ég held að ég hafi aldrei fengið önnur eins viðbrögð á ævi minni og við þessum nýja stúlknakór,“ segir Jón Stef- ánsson, gamalreyndur kórstjóri og organisti við Langholtskirkju, um nýja kórinn sinn, Graduale Nobili. Hér í DV (9.4.) sagði Jónas Sen um fyrstu tónleika kórsins að söngurinn hefði verið í fremstu röð, „tær og nákvæmur, samtaka, ein- lægur og kraftmikill" og talaði aukinheldur um „himneskar raddir". Kórinn tók þátt í keppni Evrópskra æskukóra í Kalundborg í Danmörku um síðustu helgi, frá 20.-22. apríl, ásamt 12 öðrum kórum víðs vegar úr Evrópu og var aldurstakmark 25 ár. Hver kór valdi annað af tveimur skylduverkum keppn- innar eftir danska tónskáldið Peeter Bruun og svo sjálfvalin verk allt að 15 mínútum. Graduale Nobili hreppti önnur verðlaun í flokki stúlkna- kóra og fékk 22,88 stig af 25 mögulegum en ekki munaði nema 0.37 stigum á honum og þriggja ára gömlum og þrautreyndum kór frá Ungverja- landi sem hreppti fyrsta sætið. Blönduðu kór- amir náðu ekki sama árangri og varð íslenski kórinn því í öðru sæti í keppninni í heild. Verkin sem Graduale Nobili söng í keppninni voru Cantate Domino eftir Rupert Lang, Maríu- ljóð eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við texta Vil- borgar Dagbjartsdóttur, Salutatio Marie eftir Jón Nordal við latneskt helgikvæði, Agnete’s Cradle Song eftir Peeter Bruun (skylduverk), Haec est sancta solemnitas, sem Þorkell Sigur- björnsson samdi sérstaklega fyrir kórinn, og Malagastef úr Suite de Lorca eftir Einojuhani Rautavaara við texta Federico García Lorca. Graduale Nobili var stofnaður síðastliðið haust sem eins konar brú milli Gradualekórs Langholtskirkju (10-18 ára) og Kórs Langholts- kirkju. í kómum eru 23 stúlkur, þær yngstu em enn í Gradualekórnum (17-18 ára) en aðrar eru vaxnar upp úr honum (elstu eru 23 ára), sumar eru í Kór Langholtskirkju og margar í tónlistar- námi. í þennan kór er eingöngu valið, þ. e. ekki er hægt að sækja um inngöngu í hann. Kórinn heldur tónleika á sunnudagskvöldið kl. 20 í Langholtskirkju með efnisskrá Danmerk- urferðarinnar til að gefa fólki kost á að heyra í honum. ___________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Dagskrá um Odd Nerdrum Listasafn Reykjavíkur og Listahá- skóli íslands standa sameiginlega að dagskrá í tengslum við málverkasýn- ingu Odds Nerdrums að Kjarvalsstöðum i kvöld kl. 20. Hún hefst með leikþættin- um Listveldið eftir Odd sem er samtal hans viö samlanda sinn, Edvard Munch, þar sem þeir takast á um stööu listar- innar almennt og eðli og stöðu eigin list- Að loknum leikþættinum gefst gest- um kostur á að ganga um sýninguna en að því loknu hefst fyrirlestur Jans Áke Pettersons um list Odds Nerdrums. Jan Áke er forstöðumaður Haugar-Vestfold listasafnsins í Tönsberg í Noregi en hann gegndi starfl forstöðumanns við Listasafniö í Bergen árin 1990-93 og var forseti Listaakademíunnar í Ósló 1993-96. Jan Áke er vel heima í listsköp- un Odds Nerdrums og hefur m.a. skrifað bækur um hann. Húsið verður opnað kl. 19.30 og gefst gestum kostur á að skoða sýninguna bæði fyrir og eftir dagskrána. Laxness- verðlaunin Þann 1. maí rennur út frestur til að skOa handritum í samkeppni um Bók- menntaverðlaun Halldórs Laxness. 500.000 króna verð- launafé er í boði. Verðlaunin verða veitt í fimmta sinn í haust fyrir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu eða safn smásagna. Samkeppnin er öllum opin og mun bókin, sem verðlaunin hlýtur, koma út hjá Vöku-Helgafelli sama dag og þau verða afhent 1 haust. Gyröir Eliasson hlaut verðlaunin árið 2000 fyrir smásagnasafn sitt, Gula húsið, en fyrr á þessu ári fékk hann einnig ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyrir sömu bók. Megintilgangur Bókmennta- verðlauna HaOdórs Laxness er að efla is- lenskan sagnaskáldskap og stuðla að endurnýjun íslenskrar frásagnarlistar. Þrír rithöfundar hafa hlotið verðlaunin auk Gyrðis. Skúli Björn Gunnarsson fyrir smásagnasafnið Lífsklukkan tifar, Eyvindur P. Eiríksson fyrir skáldsöguna Landið handan fjarskans, og var hann einnig tOnefndur til íslensku bók- menntaverðlaunna fyrir þá bók, og Sindri Freysson fyrir skáldsöguna Aug- un í bænum. Vaka-Helgafell leggur fram verðlaunaféð en við það bætast venjuleg höfundarlaun. Utanáskriftin er Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness, Vaka-Helgafell, Suð- urlandsbraut 12, 108 Reykjavík. Handrit eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn fylgi með í lokuðu umslagi. Alþjóðleg próf í frönsku í maí verður DALF-próf haldið hjá Alliance Francaise í Reykjavík, Hring- braut 121 (sími. 552-3870). Þetta er alþjóð- legt próf í frönsku sem franska mennta- málaráðuneytið hefur yfirumsjón með. Skirteinið DALF er alþjóðlega viöur- kennt sem vitnisburður um frönsku- kunnáttu og prófið jafngOdir inntöku- prófi í frönsku við franska háskóla. TO að taka DALF-prófið þarf viðkomandi að hafa staðist DELF- prófið; þeir sem ekki hafa lokið því geta tekið stöðupróf sem haldið verður 5. og 7. maí. Prófið skiptist í fjögur stig og er fólki bent á að ekki er nauösynlegt að taka öO stigin í einu. Prófln fyrnast ekki heldur geta nemendur geymt hvert stig sem þeir taka og tekið þau stig sem upp á vantar síðar, hér á landi eða erlendis. DALF-próf, stig B1 og B2, fer fram í AUiance Frangaise 26. maí kl. 10. Stig B3 og B4 verða 28. maí kl. 10. Innritun fer fram virka daga kl. 11-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.