Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Page 17
16
25
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjórí: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðiunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmíðlun hf.
Plótugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formí og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Sjálfskaparvíti kjósenda
Einkennilegt er, að fólk með kosningarétt telur sig yfir-
leitt ekki bera neina ábyrgð á gerðum sínum. Það telur
eðlilegt að kvarta og kveina yfir gerðum stjórnvalda, en
hefur ekki lyft litla fingri til að koma í veg fyrir, að gæzlu-
menn sérhagsmuna einoki störf Alþingis.
Alþingismenn taka flestir málstað sérhagsmuna fram
yfir málstað almannahagsmuna, hvort sem fjallað er um
grænmeti eða eitthvað annað, af því að þeir vita, að þeir
komast upp með það. Kjósendur munu ekki láta umboðs-
menn sérhagsmuna fá makleg málagjöld.
Starf alþingismanna og einkum þeirra alþingismanna,
sem Alþingi gerir að ráðherrum, felst einkum 1 að veita
sérhagsmunum brautargengi. Frægust dæmi um slíkt eru
í landbúnaði og sjávarútvegi, en sama stefna einkennir
líka störf ríkisstjómar og Alþingis á öðrum sviðum.
Áratugum saman hefur verið bent á þá óhrekjanlegu
staðreynd, að hefðbundinn landbúnaður á íslandi er rek-
inn á kostnað neytenda og skattgreiðenda. Sjálft vinnslu-
virðið í greininni er alls ekki neitt og hefur raunar lengst
af verið neikvætt á sumum sviðum greinarinnar.
Kjósendur vita vel um þessa umræðu og eru flestir sam-
mála niðurstöðunum. Þeir vita, að þeir eru látnir borga
hærri skatta en ella vegna þessa. Þeir vita líka, að þeir em
látnir borga meira fyrir matinn en ella vegna þessa. Þeir
gera samt ekkert með þessa vitneskju.
Síðasta áratug var hörkuumræða um gjafakvótann í
sjávarútvegi, sem felst í, að auðlindir, sem sjálft þjóðfélag-
ið hefur með verndaraðgerðum bjargað frá hruni, em af-
hentar fámennum hópi gæðinga, sem leigja síðan kvótann
og selja eins og þeir eigi sjálfa auðlindina.
Kjósendur vita vel um þessa umræðu og eru flestir sam-
mála niðurstöðunum. Þeir vita, að þeir eru látnir borga
hærri skatta en ella vegna þessa. Þeir vita raunar, að
þetta jafngildir öllum tekjuskatti einstaklinga í landinu.
Þeir gera samt ekkert með þessa vitneskju.
Ráðherrar og alþingismenn styðja sérhagsmuni, af því
að þeir em öflugir og samstæðir og leggja sumir mikið fé
í kosningasjóði. Ráðherrar og alþingismenn hafna al-
mannahagsmunum, af því að þeir eru lágværir og
sundraðir og fjármagna ekki kosningabaráttu.
Ef kjósendur tækju ábyrgð á gerðum sínum og veldu sér
umboðsmenn 1 stjórnmálum eftir hagsmunum sínum sem
skattgreiðendur og neytendur, sem um leið eru almanna-
hagsmunir, mundu stjómmálamenn ekki voga sér að taka
sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni.
Svo blindir em kjósendur á eigin hagsmuni, að fæstir
þeirra styðja Neytendasamtökin með aðild sinni, og svo
starblindir eru þeir á eigin hagsmuni, að ekkert Skatt-
greiðendafélag er til, svo vitað sé. Stjómmálamenn horfa
á þetta sinnuleysi og haga sér auðvitað eftir því.
Stjórnmálamönnum er ekki hafnað í skoðanakönnun-
um og prófkjöri innan flokka, þótt þeir hafi það á sam-
vizkunni að hafa tekið sérhagsmuni fram yfir almanna-
hagsmuni. Stjórnmálaflokkum er ekki hafnað í kosning-
um, þótt þeir hafi lagt lóð sitt allt á sömu vogarskál.
Því ættu kjósendur ekki að kvarta og kveina, þótt land-
búnaðarráðherra, aðrir ráðherrar, allir þingmenn stjóm-
arflokkanna og nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar
hækki matarverð með ofurtollum. Kjósendur ættu heldur
að sparka þessum umboðsmönnum sínum úr starfi.
Meðan kjósendur neita að gæta hagsmuna sinna sem
neytendur og skattgreiðendur er engin von til þess, að
stuðningi við þrönga sérhagsmuni linni í pólitíkinni.
Jónas Kristjánsson
+
________________________________________FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001_FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001
I>V
Þarf að stofna kúaathvarf?
Guöbctgur
Bergsson
rithöfundur
Ég verð að segja, að
mér liggur við að
segja, að ég þurfi að
segja, þótt ég segi það
ekki fyrr en núna, og
þá tek ég auðvitað
strax aftur það sem ég
segi (það er háttur
sannra íslendinga), að
mér finnst landbúnað-
arráðherrann hafa
verið upp á síðkastið
það sem er kallað í
mæltu máli - ekki ljóð-
máli - of tuddalegur í
augunum. ....... .....
Þetta gekk svo langt á dögunum í
útsendingu sjónvarps á því sem var
kallað á fréttamannamáli fegurðar-
samkeppni kúa að kona á Njálsgöt-
unni varð hrædd um að hann væri
að verða kúaníðingur af því hann
faðmaði belju svo ákaft að sér. Henni
fannst of langt gengið og líklega
þyrfti hann að láta fötin í hreinsun
svo konan fyndi ekki þá frumstæðu
lykt sem fylgir þessu.
Ég reyndi að róa hana og sagði
þetta vera venjuleg héralæti því karl-
menn kunni ekki að vera það sem er
kallað eðlilegir í tilfinningamálum
og að augu geti þanist án þess
að eitthvað ljótt sé á bak við
það.
Andans menn í
stjórnmálum
Ráðherrann hefur reyndar
aldrei verið sérlega blíður til
augnanna, heldur spenntur og
oft undarlegur i tali, eins og
þegar hann varði stefnu sína í
agúrkumálinu og sagði að ís-
lendingar hefðu verið fagrir
frá fyrstu tíð - hvað veit hann
um það? - einkum konur, þótt
— ekki höfum við alltaf étið
grænmeti.
Hann sagði þetta til að verja háa
tolla og gaf þannig í skyn að engin
þörf væri á grænmeti fyrir fegurð
okkar, og síst ódýru. Á að skilja
þetta þannig að einkum konur
verði fagrar á engu grænmeti eða
rándýru? - Við eigum mikla and-
ans menn í stjórnmálum því hugs-
un þeirra nálgast flórinn fremur
en æöri svið.
Einhverra hluta vegna gekk
landbúnaðarráðherrann ekki svo
langt í rökum sínum að hann héldi
því fram að best væri að við ætum
„Svo ég spyr hina lœrðu sem standa að Kúavinafélagi Islands og
hafa komið fram með hugmynd um kúaathvarf vegna þess sem
gerist daglega á dónarásunum á Netinu: - Er virkilega enn verið
að setja hér á landi samasemmerki á milli kúa og kvenna?“
skóbæturnar undan skónum okk-
ar eins og ömmur, fræðimenn,
skáld og vinstrisinnar sögðu fyrir
ekki löngu í hugsjónavímu og
upphafningunni á ævintýrum fá-
tæktarinnar að gert hafi verið á
hetjuöldunum þjóðarinnar.
Kýr og konur?
Ráðherrann hefur haft hemil á
rökunum vegna þess að kannski
hefði hann annars komist að
þeirri niðurstöðu að ef konur
fengju ókeypis grænmeti eins og
kýrnar gras yrðu þær of fagrar
fyrir bragðið?
í fréttinni af fegurðarsam-
keppni kúnna og sýningu á
kossaflensi ráðherrans kom fram
að einhver á bak við hana hafi
áður staðið að fegurðarsam-
keppni kvenna.
Svo ég spyr hina lærðu sem
standa að Kúavinafélagi íslands
og hafa komið fram með hug-
mynd um kúaathvarf vegna þess
sem gerist daglega á dónarásun-
um á Netinu: - Er virkilega enn
verið að setja hér á landi sama-
semmerki á milli kúa og kvenna?
Guðbergur Bergsson
„Cool Reykjavík
Ummæli
Reykjavík er búin að vera í tísku.
Hvert einasta glanstímarit á íslandi
hefur verið með grein um málið. Þar
kemur fram að undanfarið hafi
Reykjavík verið í tísku og þá sem há-
borg skemmtanalífsins, ekki síst hið
öfluga reykviska „næturlíf'. Enn
einu sinni hefur sannast að ísland er
nafli alheimsins; í þetta sinn
skemmtanaheimsins. Ferðamála-
frömuðir eru fljótir til og auglýsa
„Cool Reykjavík", borgina sem
aldrei sofi.
„Partíliöiö“
Reykjavík hefur ekki verið í tísku
hjá hverjum sem er. Þeir sem um
málið fialla eru á einu máli um að nú
sé það „partíliðið" sem hafi verið (og
sé jafnvel enn) á leið hingað. Hvað er
„partíliðið"? Nafnið hljómar spenn-
andi. „Partíliðið“ er að sögn fróðra
manna samevrópskur (en einkum
breskur) hópur ungs og skemmtana-
sjúks fólks sem ferðast borg úr borg
í leit að mesta stuðinu. „Partíliðið"
eru krossfarar nútímans, ekki vopn-
að öðru en góða skapinu en likt og
þeir í stöðugri leit að hasar.
„Partiliðiö“ er ekki komið hingað
vegna fialla og fossa. Ekki vegna
handrita eða hesta. „Partíliðið" er í
Armann
Jakobsson
íslenskufræöingur
leit að hinum íslenska nú-
tíma, en einkum hinu
„famosa" skemmtanalífi
þar sem vakað er lengur
frameftir en annarstaðar.
Áhugi „partíliðsins"
sannar að Reykjavík er
ekkert hallærislegt afdala-
þorp heldur nútímaborg,
eins og hinar. Það var
Björk sem vakti áhuga
„partíliðsins" á Reykjavik
hinni köldu. Svo kom
Damon og þá komu allir
hinir. Að lokum þurfti
Baltasar Kormákur að gera
heimildarmynd um Cool
Reykjavík með Damon og
Victoriu Abril og sannaði þar
með aö Reykjavík væri evr-
ópsk nútímaborg.
Burt meö gamla tímann
Nú skal tekið fram að ég
hef aldrei hitt „partíliðið“.
Það hvarflar þó ekki að mér
að það sé ekki til. Ég hef ekki
heldur hitt atóm eða gen. Ég
veit ekki um neinn annan
sem hefur hitt „partíliðið" en
það sannar ekkert nema það
hversu óáhugavert fólk ég
þekki. En mér finnst í raun
málið ekkert snúast um það
hvort „partíliöið" sé komið
eða farið, spurningin er hvers
vegna fiölmiðlar eru svona
- ,------- .——----------------—r——-------—------—,-------——----—----- fullir af því að það hafi verið
„Ahugi „partiliðsins sannar að Reykjavik er ekkert hallœnslegt hér. ísiendingar hafa aiitaf
afdalaþorp heldur nútímaborg, eins og hinar. Það var Björk sem vilJaö vera heimsfrægir,
vakti áhuga „partíliðsins“ á Reykjavík hinni köldu. Svo kom Sfumaldrefvertóheimsfræg
Damon og þá komu allir hinir. “ -1 biðröð eftir næringunni. þjóð. Einu sinni viidum við
Spurt og svarað Hvemig fer úrslitakeppni KA og Hauka um íslandsmeistaratitilinn í ham
vera heimsfræg hirðskáld
og á 19. öld urðum við
heimsfræg fyrir „geyser" og
fyrir íslendingasögurnar.
í nútímanum nægir það
ekki. Nú viljum við verða
fræg sem poppstjömur, úr
því að Björk gat það. í ís-
lenskum fiölmiðlum er farið
háðuglegum orðum um for-
tið íslands. Hér var allt í
eymd og volæði og höftum
þangað til Davíð kom og
bjargaði öllu. Hér var eng-
inn alvöru bisness, hér var
ekkert stjórnmálasiðferði.
Við viljum ekki þennan tíma lengur.
Nú viljum við borgarmenningu og
túristarnir sem við viljum eru
„partiliðið".
Maðurinn í strætó
Um daginn sá ég ferðalang í stræt-
isvagninum. Hann var greinilega
ekki í „partíliðinu". Hann var um
sextugt. Hann var í ódýrum fótum og
hafði greinilega reykt kamelsígarett-
ur lengi. Hann virtist vera veikur,
jafnvel á hinsta snúningi. Hann var
afar málgefinn og kátur. Ég velti því
fyrir mér hvort hann væri að nota
seinustu mánuði lífs síns til að heim-
sækja Reykjavík - og af hverju. Þessi
maður var ekki úr „partíliðinu", og
þó að það væri ennþá kalt í veðri sá
ég aö Reykjavík var ekki orðin
„cool“, þó að þessi maður væri kom-
inn hingað. Ég sem hef aldrei séð
„partiliðið" varð aö gera mér þennan
mann að góöu. Einhvern veginn
þótti mér það samt ekkert verra.
Ármann Jakobsson
■
Græðgin er dyggð
„Hvemig má
það vera að menn
sjái engan gróða í
því að tala ís-
lensku I þjóðfélagi
þar sem hamingj-
an mælist í hagn-
aði dagsins, þar
sem gróði er það
eina sem skiptir máli í lífi fólks, þar
sem græðgin er talin dyggð? Eða að
skilja að það sé fiárfesting að hugsa
og tala íslensku. Nei, en þeir skilja
að það sé gróði í enskunni. Ó já.“
Bubbi Morthens á Reykjavik.com
Hin nýju lífsgildi
„Það er ljóst að við þurfum að fara
að móta okkur ný viðhorf gagnvart
starfslokum. Ýmislegt jákvætt hefur
gerst í þá veru, s.s. viðbótarlífeyris-
sparnaður, hlutabréfakaup almenn-
ings og almenn eignamyndun. Það
hlýtur að vera umhugsunarefni hvort
sterk staða lífeyrissjóða og sparnaður
geti ekki stutt þá breytingu að starfs-
lok verði fyrr en nú svo fólk geti,
með jákvæðu hugarfari, hætt störfum
fyrr og helgað sig nýjum lífsgildum."
Siguröur J. Sigurðsson á íslendingur.is
Afstöðuleysið fyrirlitlegt
„Hin breytta heimsmynd kallar á
allt aðra nálgun en þá sem einkennir
íslenska stjórnmálaumræðu. Liður í
því er að taka mark á mótmælum
fólks sem hefur áhyggjur af framtíð
heimsins. Sá sem sýnir þessum mál-
um afskiptaleysi er ekki hlutlaus
heldur tekur afstöðu gegn miklum
meirihluta mannkyns. Afstöðuleysi
er fyrirlitleg hegðun vegna þess að
málið snýst um líf eða dauða hundr-
aða milljóna manna.“
Ágúst Einarsson á heimasíöu sinni
Stefán Konráðsson
framkvæmdastjóri:
Reynsla Hauka
vegur þyngra
„Ég hef fylgst með úrslita-
keppninni og þessir leikir KA
gegn Aftureldingu og Hauka
gegn Val eru stórkostlegur sigur fyrir handbolt-
ann, enda leikirnir alveg ótrúlega spennandi.
Ég hallast að því að Haukarnir taki þetta. Þeir
eru íslandsmeistarar og unnu bikarkeppnina og
hafa yfir gríðarlegri reynslu aö búa. KA-liðiö
hefur verið alveg stórkostlegt í vetur, með Guð-
jón Val Sigurðsson fremstan í ílokki. Reynsla
Hauka vegur þyngra. Þetta eru hvort tveggja
frábær handboltalið. En í mínum huga er KA-
liðið framtíðarliðið í handboltanum."
Logi Ólafsson,
þjalfari FH í knattspymu:
Spennuleikir með
mikilli dramatík
„Ég held að Haukar vinni
þessa keppni 3-2 á reynslunni
og að síðasti leikurinn fyrir
norðan verði hreinn úrslitaleikur.
Ég á von á því að þetta verði spennuleikir
með mikilli dramatík, það væri auk þess ósk-
andi fyrir handboltann, enda ekki vanþörf á.
Mér finnst það athyglisvert ef Haukarnir verða
íslandsmeistarar því þá hafa þeir verið á toppn-
um alveg síðan í septembermánuði sl.
Ég held að þeir hefðu unnið deildina ef þeir
hefðu ekki tekið þátt í Evrópukeppninni. Guð-
jón Valur Sigurðsson er frábær íþróttamaður."
Valdimar Grímsson,
leikmadur Vals:
Heimaleikimir
ráða úrslitum
„Ég hef trú á því að heima-
leikirnir eigi eftir að ráða úr-
slitum og KA standi uppi sem
íslandsmeistari eftir fimmta leikinn við Hauka.
Allir leikirnir í þessari rimmu vinnast á heima-
velli. Það eru meiddir menn hjá Haukum.
Haukarnir þurfa að klára leik fyrir norðan, og
ég efast um að það takist. Þetta eru kannski ekki
liðin sem ég reiknaði með að væru að spila til
úrslita en þó reiknaði ég með að sex lið kæmu
til greina, þ.e. þessi tvö lið auk Vals, Aftureld-
ingar, Stjörnunnar og Fram. En deildin var al-
veg ótrúlega jöfn i vetur."
Bjarki Sigurðsson,
þjálfari Aftureldingar:
Það er mikil veisla
fram undan
„Þetta eru mjög ólík lið. KA
er að spila sína 3-3 vörn og það
þarf ekki að henta Haukum illa
sem eru með mjög samhæft lið. Þeir hafa verið
mjög skynsamir og það sást best í undanúrslita-
leiknum gegn Val. Ég held að þetta fari í fimm
leiki og ég hef heyrt að Halldór Ingólfsson verði
ekkert með Haukum og að Óskar Ármannsson
sé tæpur, og það kann að ráða úrslitum og KA
vinni og íslandsbikarinn fari norður í land.
Það er engin spurning að það er mikil veisla
fram undan og allir leikirnir hörkuspennandi.
Undanúrslitin sýndu hvað er fram undan.“
£ KA og Haukar tryggöu sér rétt til aö leika um íslandsmeistaratitilinn í handboita í æsispennandi viöureignum í undanúrslitum.
t
Skoðun
Paprikulýð-
veldið ísland
„Slæm eru hin alræmdu banana-
lýðveldið en ekki hugnast mér betur
þessa dagana að búa í paprikulýð-
veldi á borð við ísland,“ sagði hnugg-
in og hollustufikin húsmóðir á dög-
unum og hristi hausinn yfir hinu óg-
urlega samsæri sem virðist vera í
gangi gegn neytendum og miðast
einkum að því að draga sem mest úr
paprikuneyslu þjóðarinnar eða í það
minnsta að gera paprikuna alfarið
að lúxusfæðu útvalinna auðmanna,
með magn- og verndartollum marg-
víslegum og ofursmásöluálagningu.
íslendingar þekktu ekki grænmeti
í þúsund ár eða þar um bil þó Egill
Skallagrimsson hafi reyndar á sín-
um tíma og óvart tuggiö sjávargræn-
metið söl og varð honum til lifs, en
það er nú önnur saga og í annarri
bók. En þjóðin á sér sem sé engar
grænmetishefðir, byggir ekki á göml-
um merg í grænmetismálum og var
raunar lengstum hallari undir merg
og feitar sauðasiður en grænfóður
sem aðeins var ætlað skepnum.
Þessi skortur á tradisjónum í
radísumálum er ugglaust ein helsta
ástæðan fyrir þeirri borgarastyrjöld
sem nú er háð í grænmetismálum
þar sem enginn veit hver annars
gúrku hlýtur og fylkingar innfluttra
og innlendra tómata takast á með til-
tækum vopnum, grænar paprikur
berja á gulum og enginn botnar neitt
í neinu og allra síst neytendur.
Enginn saklaus
Vísir álitsgjafar og talsmenn tálg-
aðra grænmetisfíkla hafa að undan-
förnu reynt að skoða og skilgreina
ástandið í stóra grænmetisstriðinu.
Þannig segir Össur Skarphéðinsson
að neytendur þurfi að sæta árásum
úr þremur áttum: Frá landbúnaðar-
ráðuneytinu undir forystu belju-
kyssandi ráðherrans; frá heildsölun-
um með sinum óhuggulegu samráðs-
aðgerðum og frá stóru smásölukeöj-
unum með sina fákeppni sem stapp-
ar nærri einokun.
Jóhannes Neytenda hvetur menn
til að koma sér niður á jörðina
þannig að þjóðin geti farið að borða
grænmeti. Og talsmaður Samtaka
verslunar og þjónustu viðurkennir
að í sjálfu sér sé enginn sem að græ-
metismálunum komi saklaus af því
óviðunandi ástandi sem ríkir.
í raun virðast allir málsaðilar
sammála um grundvallaratriðin i
grænmetismálum þjóðarinnar. Allir
telja nefnilega grænmeti
hollt og því sé nauðsynlegt
að tryggja sem almennasta
neyslu þess og þar með við-
unandi verð. Og þarna
stendur auðvitað hnífurinn |n(
í kúnni því þegar íslending-
ar eru sammála um eitt-
hvað þá fyrst verða vanda-
málin óviðráðanleg eins og
dæmin sanna.
Frelsi til samráðs
Þetta séríslenska lögmál
þekkja menn best úr kjara-
samningum. Þar eru allir
málsaðilar ævinlega sammála um að
meginmarkmiðið sé að hækka
lægstu launin mest og menn berjast
um á hæl og hnakka í fullkominni
eindrægni við að ná settu marki. Það
hefur hins vegar undantekningar-
laust mistekist hrapallega.
Þá er þorri landsmanna og sam-
mála um að það sé óviðunandi að
fáir einstaklingar maki krókinn af
braski með meinta sameign þjóðar-
innar, kvótann, en þar hefur heldur
aldrei tekist að breyta neinu í þágu
þjóðarvilja.
Jóhannes
Sigurjónsson
skrifar -
Sjálfsagt geta líka flestir
tekið undir eftirfarandi yf-
irlýsingu Samtaka um
verslun og þjónustu: Mark-
aðurinn snýst um neytend-
ur og hlutverk verslunar-
innar er að þjóna neytand-
anum og veita honum val-
kosti. Frjáls verslun og
heilbrigð samkeppni eru
forsendur þess að verslun-
in geti rækt þetta hlutverk
sitt.
Vandamálið er bara að
það virðist vera orðið lög-
mál frjálsrar verslunar og
„heilbrigðrar samkeppni“, að
minnsta kosti á íslandi, aö þróast
yfir í fákeppni og síðan einokun
hinna fáu og stóru. Dæmin um slíkt
eru legíó: úr útgerðinni, Qölmiðla-
rekstri, matvöruversluninni, græn-
metisgeiranum og nú síðast hafa
Neytendasamtökin bent á bullandi
samráð um verð á eggjum þar sem
fáeinir risar stjórna öllu um fram-
leiðslu og verð.
Kannski fara fúleggin aö fljúga
yfir borðin þegar sér fyrir endann á
tómatakasti grænmetisstríösins.
J raun virðast allir málsaðilar sammála um grundvall-
aratriðin í grænmetismálum þjóðarinnar. Allir telja
nefnilega grænmeti hollt og því sé nauðsynlegt að tryggja
sem almennasta neyslu þess og þar með viðunandi verð.
Og þama stendur auðvitað hnífurinn í kúnni...“