Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Síða 22
30
Kvikmyndir
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001
DV
>
ppggfp
The Mexican:
Eftirsótt
byssa
Þegar Julia Roberts og Brad Pitt
fást til að leika saman í kvikmynd þá
er það gulltryggt að aðsókn verður
góð, hvort sem myndin fær hlýjar
móttökur hjá gagnrýnendum eða
ekki. The Mexican fékk ágæta kritík
í Bandaríkjunum og var vinsæl um
tíma en þó kannski ekki eins vinsæl
og framleiðendur höfðu gert sér von-
ir um, enda dýr fjárfesting að hafa
Roberts og Pitt saman í mynd.
í The Mexican fer Brad Pitt með
hlutverk Jerrys Welbachs, smá-
krimma sem stendur frammi fyrir
tveimur afarkostum. Sá fyrri, sem
glæpaforingi hans gaf honum, felst í
að fara til Mexíkós og ná í ómetan-
lega byssu, sem gengur undir heit-
inu Mexíkóinn, eða hafa verra afl
Sá seinni, frá kærustu hans sem
Julia Roberts leikur, felst í því að
hann rjúfi öll tengsl við glæpahóp-
inn eöa hún slíti sambandi þeirra.
Jerry metur stöðuna þannig að það
sé betra að vera á lífi og rífast síðar
við kærustuna og heldur yfir landa-
mærin til Mexíkós. Það reynist auð-
velt að finna þessa forláta byssu en
að komast aftur heim er enginn
leikur. Jerry kemst að því að byss-
unni fylgir bölvun sem sannast
áþreifanlega þegar kærasta hans er
tekin í gíslingu af leigumorðingja til
að tryggja að Mexíkóinn skili sér nú
örugglega til glæpaforingjans.
Það er James Gandolfini sem leik-
ur leigumorðingjann og er þetta
fyrsta stóra hlutverkið sem hann
leikur í kvikmynd eftir að hafa öðl-
ast frægð sem Tony Soprano, höfuð
Sopranofjölskyldunnar, í samnefnd-
um sjónvarpsþáttum. Þar hefur
hann sýnt snilldarleik og er sá leik-
ari sem fær bestu dómana í The
Mexican.
Leikstjóri er Gore Verbinski sem
lengi var í fremstu röð leikstjóra
sem gera auglýsingamyndir fyrir
sjónvarp. Þegar Spielberg og félagar
stofnuð Draumasmiðjuna var hann
einn nokkurra óþekktra leikstjóra
sem Draumasmiðjan réð og leik-
stýrði hann Mouse Hunt. The Mex-
ican er önnur kvikmynd hans í
fullri lengd.
The Mexican verður frumsýnd á
morgun í Laugarásbiói, Háskólabíói
og Borgarbíói, Akureyri. -HK
James Gandolfini
Leikur leigumoröingja sem rænir Juliu Roberts.
Smákrimminn og kærastan
Brad Pitt og Julie Roberts í hlutverkum sínum.
The Way of the Gun:
Mannrán sem stefnir í óvænta átt
Atvinnuglæpamenn
Ryan Phillippe og Benecio Del Toro í hlutverkum tveggja mannræningja.
Parker og Longbaugh eru kald-
rifjaðir atvinnuglæpamenn. Dag
einn dettur þeim í hug að ræna
ófrískri konu sem á stutt eftir i
bamsburð og heimta lausnargjald
frá verðandi föður. Á teikniborðinu
hjá þeim félögum er þetta auðveld
aðgerð. Annað á eftir að koma í ljós.
Fyrstu aðvörunarljósin kvikna þeg-
ar annar þeirra, Parker, verður
hrifmn af stúlkunni. Vandamálin
fara þó ekki að hlaðast upp fyrr en
> komið er með lausnargjaldiö. Þá
kemur í ljós að þeir sem það eiga að
afhenda eru í Maflunni. Það má því
nærri geta að mikið á eftir að ganga
á þar til friður kemst á og segja má
að eini sakleysinginn í myndinni sé
hið ófædda barn sem fær þó að líta
dagsins ljós áður en hamagangur-
inn er úti.
í hlutverkum krimmanna Park-
ers og Longbaughs eru Ryan Phil-
ippe, sem vann sér það til frægðar
að leika eitt aðalhlutverkið i I Know
What You Did Last Summer, og
4, Benecio Del Toro, sem er eftir
frammistöðu sína I Trafflc og öll
verðlaunin sem fylgdu í kjölfarið, sá
leikari í Hollywood sem allir leik-
stjórar vilja fá í sína kvikmynd. í
öðrum hlutverkum eru Juliette
Lewis, James Caan, Scott Wilson,
Taye Diggs og Nicky Katt. Þá kem-
ur Cameron Diaz fram í litlu hlut-
verki.
Leikstjóri og handritshöfundur er
Christopher McQuarrie og er þetta
fyrsta kvikmyndin sem hann leik-
stýrir en meðal afreka hans ber
fyrst aö telja hið snjalla handrit
hans að The Usual Suspect. Fyrir
það fékk hann óskarsverðlaunin eft-
irsóttu. Þá má geta þess að það var
einmitt i The Usual Suspect sem
Benecio Del Toro vakti fyrst at-
hygli. Áður en kom að The Usual
Suspect hafði Christopher Mc-
Quarrie skrifað eitt handrit, Public
Access, og vann sú kvikmynd til
æöstu verðlauna á kvikmyndahátíð-
inni í Sundance árið 1993.
The Way of the Gun verður frum-
sýnd á morgun í Kringlubíói og
Nýja bíói á Akureyri. -HK
Traffic
Áhrifamikil og vel gerð kvikmynd
frá Steven Soderbergh þar sem í þremur sög-
um, sem tengjast óbeint, er Qallað um marg-
ar hliðar á eiturlyfjavandanum. Soderbergh
kvikmyndaði Traffic að langmestu leyti
sjálfur með myndavélina í höndunum og
gefur það myndinni sterkara yfirbragð en
ella, stundum minnir hún að þessu leyti á
dogma-myndimar dönsku, sérstaklega
Mexíkó-hlutinn. Leikarar eru upp til hópa
mjög góðir þar sem fremstir meðal jafningja
fara Benecio Del Toro og Michael Douglas.
-HK
Crouching Tiger, Hidden Dragon
★★★★ Frábær kvikmynd. Það er eins og
listin hafi loksins ratað aftur heim i fjöl-
leikahúsið. Maður situr í sætinu sinu og er
borinn gegnum ævintýrið, undrandi og
þakklátur eins og bam. En myndin er líka
svolítið skrýtin. Leikaramir eru allir með
sama íbyggna svipinn og bera fram textann
eins og þeir séu að lesa hann af blaði. Og ör-
ugglega á einhverri mállýsku sem þeim er
ekki eiginleg. En við héma uppi á íslandi
segjum bravó og tökum því sem hluta af æv-
intýrinu. -GSE
Bílly Elliot
★★★★ Billy Elliot er hefðbundin hetjusaga
um dreng sem yfirvinnur bælingu samfé-
lagsins og beitir ræktun hæfileika sinna til
sjálfsköpunar. Þessi saga hefur verið sögð
þúsund sinnum áður og er ekki annað hægt
en að dást að hversu vel þessi hetjusaga er
sögð í Billy Elliot. Myndin er frumraun leik-
hússmannsins Stephen Daldry í bió. Hann
skiiar frá sér fágaðri persónusköpun,
ágengu raunsæi, áreynslulausum skipting-
um milli frásagnaraðferða og einhvers kon-
ar líkamlegri nálgun í dansatriðum. Jamie
Bell fer glæsilega með hlutverk Billys. -GSE
Thirteen Days
★★★ Það þarfþéttan frásagnarmátaog góð-
ar skiptingar á milli atriða til að ná upp
góðri spennu í pólitíska atburðarás sem all-
ir þekkja. Þetta tekst í Thirteen Days sem er
frá upphafi til enda spennandi pólitískur
tryllir þar sem myndskeiðum er snilldarlega
skeytt saman. Má nefna að sjónvarpsfréttum
Walters Cronkite er skeytt inn í söguþráð-
inn en á þessum árum var hann „Rödd Am-
eríku“ og enginn efaðist um trúverðugleika
hans. Spennunni er síðan viðhaldiö með at-
riðum sem eru mismunandi áreiðanleg en
öll trúverðug. -HK
Pay tt Forward
★★★ Pay It Forward er svona „láttu þér líða
vel“ ( feel good) mynd af gamla skólanum -
andi Frank Capra svífur yfir vötnunum hér.
Og það er ekkert nema gott um það að segja.
Það er ekkert sérstaklega sennilegt að
dópistinn, sem Trevor gefur að borða, gangi
síðan af stað, hætti að dópa og bjargi lífi
óhamingjusamrar kvensu - En (og það er
stórt en) maður verður bara að halla sér aft-
ur og gefa góðmennsku og náungakærleika
sjens - hversu erfitt sem það er nú. Það sem
reddar Pay It Forward frá því að vera til-
fmningasöm della eru þrír frábærir aðalleik-
arar. -SG
Lalli Johns)
★★★ í myndinn fer Þorfmnur Guðnason
með okkur í leiðangur um undirheima borg-
arinnar og kynnir okkur á skemmtilegan
máta, ekki aðeins fyrir goðsagnapersónunni
Lalla Johns, heldur mörgum öðrum sem
eiga sér verri skuggahliðar en Lalli. Þetta er
forvitnilegur heimur þar sem allt snýst um
dóp og brennivín. Þorfmnur fer samt sem
áður þá skynsömu leið að sýna okkur um
leið muninn á veröld Lalla og veröld sem við
þekkjum. Merkileg heimildakvikmynd sem
bæði skemmtir og fræðir. -HK
Finding Fúrrester
★★★ Kvikmynd sem er þannig að flestum
líður vel yfir henni. Hún hefur innihalds-
ríka sögu þar sem uppbyggjandi vinátta er
þemað, er vel leikin, gallalaus í útliti og öll
tæknivinna fyrsta flokks. Hún er einnig
þannig kvikmynd að það skiptir dálitlu máli
í hvemig skapi maður er þegar horft er á
hana. Hún er nefnilega stundum á mörkum
þess að vera um of melódramatísk. Gus Van
Sant, sem leikstýrði Good Will Hunting, er á
heimavelli og skýst laglega fram hjá öllum
gildrum og útkoman er gæðamynd sem sit-
ur eftir í áhorfandanum. -HK
Girlfight
★★★ Girlfight kemur með ferskan andvara
inn í staðlaö umhverfi iþróttahetjumynda.
Það er ekki bara að hetjan okkar er stúlka,
sem telur það best fyrir hennar sálarheill að
losa sig við reiðina gagnvart umhverfmu
með því að slást, heldur þarf hún að berjast
við fordóma gagnvart stúlkum í hnefaleik-
um.
Stór plús við Girlfight er Michelle
Rodriguez. Þessi unga leikkona er trúverðug
í hlutverki sínu, hún getur verið jafngrimm
á svipinn og Mike Tyson og síðan á einu
andartaki breyst í unga ráðvillta stúlku sem
vill vel en er í vöm gagnvart þjóðfélaginu.
-HK
Almost Famous
★★★ Stemningarmynd þar sem persónum-
ar verða einstaklega lifandi og eftirminnileg-
ar. Rokkið, sem ætti að vera þungamiðjan í
myndinni, verður bakgrunnur í kvikmynd
sem er þroskasaga ungs manns. Leiksýór-
inn, Cameron Crowe. fiallar á jákvæðan hátt
um rokkið og ímyndina sem þungarokkið
hafði á þessum árum, eitthvað sem ekki er
algengt að sjáist. Upp úr góðum leikararhóp
stendur Kate Hudson. -HK