Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Side 26
34
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001
íslendingaþættir________________________________________________________________________________________________________PV
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
95 ára____________________________
Ásta Linddal Stefánsdóttir,
Vestri-Grund 1, Stokkseyri.
80 ára____________________________
Hilmar Sigurösson,
Boðaslóð 21, Vestmannaeyjum.
75 ára____________________________
Snorri Þorgeirsson,
Garðaflöt 2, Stykkishólmi.
70 ára____________________________
Bragi Eggertsson,
Funalind 1, Kópavogi.
Guölaug Ólafsdóttir,
Grýtubakka 22, Reykjavík.
Jóna Guörún Kristinsdóttir,
Lindarbergi 64, Hafnarfirði.
Kristján Bruun,
Fannborg 1, Kópavogi.
Vilborg Jóhannesdóttir,
Hraunbæ 176, Reykjavík.
60 ára____________________________
Böövar Sigvaldason,
Barði, Hvammstanga.
Guöjón Axelsson,
Engjavegi 57, Selfossi.
Siguröur V. Sigurösson,
Miðgaröi 9, Keflavík.
Skúli Guömundsson,
Skeljatanga 19, Mosfellsbæ.
50 ára____________________________
Eiríkur Arnar Nilssen,
Hamraborg 38, Kópavogi.
Gyöa Minny Nilssen,
Reykjanesvegi 8, Njarðvík.
Halla Rögnvaldsdóttir,
Skagfirðingabraut 11, Sauðárkróki.
Ragnhildur Bjarnadóttir,
Kjarrhólma 6, Kópavogi.
Siguröur Gunnlaugsson,
Gunnarsbraut 6, Búðardal.
Smári Jónsson,
Raufarseli 1, Reykjavlk.
Torfi Ólafsson,
Marklandi 6, Reykjavík.
Unnur Guöný Björnsdóttir,
Heiðarholti 44, Keflavík.
Þorsteinn Gunnarsson,
Hólmasundi 8, Reykjavík.
40 ára____________________________
Björn Roth,
Varmalandi, Mosfellsbæ.
Eyjólfur Gísli Garöarsson,
Vegamótum, Borgarnesi.
Guðlaugur Már Helgason,
Garðhúsum 3, Reykjavík.
Gunnar Jónsson,
Byggðavegi 90, Akureyri.
Hafdís Harðardóttir,
Lækjarvöllum 9, Grenivík.
Hildur Siguröardóttir,
Högnastíg 52, Flúðum.
Lára Hólmfríöur Tryggvadóttir,
Vörðugili 3, Akureyri.
Ólafur Gísli Reynisson,
Lokastíg 9, Reykjavík.
Sigrún Aöalsteinsdóttir,
Vallarhúsum 7, Reykjavík.
Sigurjón Valberg Jónsson,
Sléttuvegi 7, Reykjavík.
Sigurlaug Þórunn Bragadóttir,
Ægisíðu 76, Reykjavík.
Smáauglýsingar
DV
visir.is
Fóík í fréfctum
Jón Kristjánsson
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráöherra
Jón hefur verið alþingismaður Austurlands fyrir Framsóknarfíokkinn frá 1984.
Hann er maður stilltur og yfirvegaður en auk þess harðduglegur og
samviskusamur og er almennt talinn hafa staðið sig mjög vel í hinu erílsama
starfi að vera formaður fjárveitinganefndar.
Jón Kristjánsson tók viö sem
ráðherra heilbrigðis- og
tryggingamála í síðustu viku.
Starfsferill
Jón fæddist 11.6. 1942 aö Stóra-
gerði í Skagafirði og ólst þar upp og
að Óslandi í Skagafirði frá 1946.
Hann hefur búið á Egilsstöðum frá
1963. Jón lauk landsprófi frá Reyk-
holtsskóla í Borgarfirði 1959 og
prófi frá Samvinnuskólanum að Bif-
röst 1963.
Jón stundaði landbúnaðarstörf og
almenna verkamannavinnu og
verslunarstörf á Siglufirði, Sauðár-
króki og í Skagafirði til 1963, var
verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Hér-
aðsbúa á Egilsstöðum 1963-78, fé-
lagsmálafulltrúi þess 1978-84, var
varaþingmaður frá 1978 og er al-
þingismaður Austurlands fyrir
Framsóknarflokkinn frá 1984 og var
ritstjóri Tímans 1992-93 og 1994-96.
Jón var ritstjóri vikublaðsins
Austra á Egilsstöðum um árabil frá
1974, sat í sýslunefnd Suður-Múla-
sýslu 1974-87, var stjórnarformaður
Héraðsskjalasafns Austfirðinga
1975-88, stjórnarformaður Náttúru-
stofu Austurlands frá 1995-2001,
stjórnarformaður Kaupfélags Hér-
aðsbúa 1987-95, formaður Leikfélags
Fljótsdalshéraðs í tvö ár og gegndi
stjórnarstörfum í Landssambandi
samvinnustarfsmanna, situr í mið-
stjórn Framsóknarflokksins frá 1985
og gegnir ýmsum öðrum trúnaðar-
stöfum fyrir flokkinn, var formaður
blaðstjómar Tímans 1988-91, forseti
neðri deildar Alþingis 1987-88 og
var formaður fjárlaganefndar Al-
þingis 1995-2001, varaformaður ut-
anríkisnefndar frá 1998 og átti auk
þess sæti í allsherjarnefnd þingsins,
samgöngunefnd og heilbrigöis- og
trygginganefnd, var fulltrúi Islands
í þingmannasamtökum Nató
1985-87 og 1991-2001, sat í Ferða-
málaráði frá 1998-2001, var varafor-
maður ráðsins frá 1998, átti sæti í
markaðsráði Ferðaþjónustunnar
1998-2001, stjóranarformaður Upp-
lýsingamiðstöðvar ferðamála í
Reykjavík 1998-2001, sat á afvopn-
unarráðstefnu SÞ 1988, sat á Alls-
herjarþingi SÞ 1989, sat í Norður-
landaráði 1990-91.
Fjölskylda
Kona Jóns er Margrét Einarsdótt-
ir, f. 19.11. 1946, bankastarfsmaður.
Hún er dóttir Einars Ólafssonar,
rafvirkjameistara á Egilsstöðum, og
k. h., Ásgerðar Guðjónsdóttur hús-
móður.
Börn Jóns og Margrétar eru Við-
ar Jónsson, f. 30.11. 1964, verkfræð-
ingur hjá Hönnun hf. á Egilsstöð-
um; Ásgerður Edda Jónsdóttir, f.
10.1. 1968, húsmóðir í Kanada, gift
Kent Langworth og eru synir þeirra
Michael Langworth og Daniel Jón;
Einar Kristján Jónsson, f. 23.11.
1973, lögfræðingur í Reykjavík, í
sambúð með Áslaugu Björnsdóttur
kennara og er sonur hennar Skúli
Ágúst Arnarson.
Systkini Jóns: Margrét Kristjáns-
dóttir, f. 7.8. 1933, búsett á Sauðár-
króki; Þóra Kristjánsdóttir, f. 11.9.
1936, búsett á Sauðárkróki; Svava
Kristjánsdóttir, f. 9.6.1949, búsett að
Hvanneyri í Borgarfirði og starfs-
maður við skrifstofu Hvanneyrar-
skóla.
Foreldrar Jóns: Kristján Jónsson,
f. 27.12. 1905, d. 8.9. 1994, bóndi að
Óslandi, og Ingibjörg Jónsdóttir, f.
l. 4. 1907, d. 20.10. 1955, húsfreyja.
Ætt
Kristján er sonur Jóns, smiðs í
Stóragerði í Óslandshliö, Sigurðs-
sonar, b. í Grímsgerði í Fnjóskadal,
Árnasonar, b. á Draflastöðum, bróð-
ur Ingjalds, langafa Ragnheiðar
Kristínar, ömmu Einars Karls Har-
aldssonar, ritstjóra Fréttablaðsins.
Árni var sonur Jóns ríka á Mýri
Jónssonar, ættföður Mýrarættar,
Halldórssonar. Móðir Sigurðar í
Grímsgerði var Kristín, systir Jóns,
alþm. á Gautlöndum, foður ráðherr-
anna Kristjáns og Péturs og afa
Steingríms Steinþórssonar forsætis-
ráðherra og Haralds Guðmundsson-
ar ráðherra, og langafa Jóns Sig-
urðssonar, bankastjóra og fyrrv.
viðskiptaráðherra. Kristín var dótt-
ir Sigurðar, b. á Gautlöndum, Jóns-
sonar, bróður Jóns ríka. Móðir
Kristinar var Bóthildur Þorkelsdótt-
ir, systir Elínar, ömmu Kristjáns
Fjallaskálds. Bróðir Bóthildar var
Björn, faðir Bóthildar, móður Valdi-
mars Ásmundssonar ritstjóra, fóður
Laufeyjar og Héðins, forstjóra BP og
formanns Dagsbrúnar, afa Stein-
unnar Ólínu Þorsteinsdóttur
leikkonu. Móðir Jóns í Stóragerði
var Friðrika Kristjánsdóttir, b. i
Böðvarsnesi, Guðlaugssonar.
Móðir Kristjáns á Óslandi var Ni-
elsína Kristjánsdóttir, b. í Krossnesi
í Eyjafirði, Gíslasonar, b. í Péturs-
borg í Glæsibæjarhreppi, Bjarna-
sonar. Móðir Níelsínu var Margrét
Hálfdánardóttir, b. í Krossanesi,
Hálfdánarsonar.
Ingibjörg var dóttir Jóns, b. á
Marbæli í Hofshreppi, ErlendSson-
ar, b. í Gröf, Jónssonar, b. að Litlu-
-Brekku Þorsteinssonar. Móðir Er-
lends var Hólmfríður Erlendsdóttir,
b. að Vatni á Höfðaströnd, Jónsson-
ar. Móðir Jóns á Marbæli var Ingi-
björg Jónsdóttir, b. í Gröf, Jónsson-
ar, ríka á Lambanes-Reykjum.
Móðir Ingibjargar var Anna
Rögnvaldsdóttir, b. í Brekkukoti
Þorleifssonar og Guðrúnar Jóns-
dóttur frá Hreppsendaá.
Margrét Oddsdóttir
húsfreyja að Jörva í Haukadal í Dölum
Margrét Oddsdóttir, húsfreyja að
Jörva í Haukadal í Dölum, er níutíu
og fimm ára í dag.
Starfsferill
Margrét fæddist að Hömrum í
Haukadal en ólst upp á Smyrlahóli í
Haukadal. Hún var i vist í Reykja-
vík um skeið en var síðan húsfreyja
að Jörva í Haukadal um árabil.
Fjölskylda
Margrét giftist Þorsteini
Jónassyni, f. 9.5. 1896, d. 2.5. 1986,
bónda og hreppstjóra á Jörva í
Haukadal. Hann var sonur Jónasar
Klemenssonar, bónda á Krossi í
Haukadal, og k.h., Guðrúnar Guð-
mundsdóttur húsfreyju.
Börn Margrétar og Þorsteins eru
Brynhildur Þorsteinsdóttir, f. 22.9.
1930, d. í febrúar 1958; Húnbogi Þor-
steinsson, f. 11.10. 1934, skrifstofu-
stjóri félagsmálaráðuneytis í
Reykjavík, en kona hans er Erla
Ingadóttir og eiga þau tvö börn og
fjögur barnabörn; Álfheiður Þor-
steinsdóttir, f. 5.3.1936, bóndakona á
Bæ í Miðdölum, en maður hennar
er Baldur Friðfmnsson og eiga þau
sjö böm, fimmtán barnaböm og eitt
barnabamabarn; Marta Þorsteins-
dóttir, f. 30.6. 1937, húsmóðir og
verkakona í Búðardal, en maður
hennar er Guðbrandur Þórðarson
og eiga þau fimm böm og fjórtán
barnabörn en eitt þeirra er látið.
Systkini Margrétar: Ólafía Odds-
dóttir, nú látin, var búsett í Bret-
landi; Valdimar Oddsson, dó í
bemsku.
Foreldrar Margrétar voru Oddur
Arngrímsson, f. 4.1. 1869, d. 18.4
1944, bóndi á Hömrum, og k.h.,
Marta María Hannesdóttir, f. 23.2
1879, d. 14.11 1907, ljósmóðir og hús-
freyja.
Fósturforéldrar Margrétar Odds-
dóttur voru Jónas Arngrímsson,
bóndi á Smyrlahóli í Haukadal, og
k.h., Guðbjörg Ólafsdóttir húsfreyja
þar. Þau bjuggu síðar á Jörva í
Haukadal og síðan í Keflavík.
Ætt
Oddur var sonur Arngríms, b. á
Smyrlahóli i Haukadal, Magnússon-
ar, b. á Núpi, Arngrímssonar. Móð-
ir Arngríms á Smyrlahóli var Hall-
dóra Marteinsdóttir.
Móðir Odds var Margrét Jónas-
dóttir, b. á Vatni í Haukadal, Mart-
einssonar.
Marta María var dóttir Hannesar,
b. í Hrossholti í Eyjahreppi, Er-
lendssonar, b. í Fremra-Skógskoti í
Miðdölum, Þórðarsonar. Móðir
Hannesar var Ástríður Sæmunds-
dóttir frá Miðskógi.
Móðir Mörtu Maríu var Þóra
Jónsdóttir, b. í Akurholti í Eyja-
hreppi, Jónssonar, og Kristínar
Bjömsdóttur.
Margrét tekur á móti gestum í fé-
lagsheimilinu Árbliki, Miðdölum,
næstkomandi laugardag, 28.4., kl.
15.00-17.00.
Magnús Magnússon, Borgundarhólmi,
Danmörku, áður Hvammsgerði 7,
Reykjavik, lést sunnud. 22.4.
Magöalena Lára Kristjánsdóttir frá
Bjarneyjum á Breiðafiröi, síðast hús-
freyja á Patreksfirði, andaðist á
Sjúkrahúsi Patreksfjarðar mánud. 23.4.
Björg Magnea Jónasdóttir, Kleppsvegi
132, Reykjavik, er látin, Útförin hefur
farið fram I kyrrþey.
Magnús A. Magnússon, Dalbraut 25,
Reykjavík, andaðist mánud. 23.4.
Merkir Islendingar
Bolli Thoroddsen bæjarverkfræðingur
fæddist í Reykjavik fyrir réttum hundr-
að árum. Hann var sonur Skúla Thorodd
sens, alþm. og ritstjóra, og k.h., Theó-
dóru Friðrikku Thoroddsen skáldkonu.
Meðal niðja þeirra hjóna er fjöldi nafn-
togaðra íslendinga, s.s. Skúli Halldórs-
son tónskáld og sonur hans Magnús
arkitekt; Guðmundur læknaprófessor,
Guðmundur Malmquist og bróðir hans
Jóhann Pétur prófessor, Skúli heitinn
augnlæknir og synir hans Einar læknir
og Guðmundur heitinn myndlistarmað-
ur, Þrándur kvikmyndagerðarmaður,
Kristín, skólastjóri Hjúkrunarkvennaskól-
ans, og Katrín, yfirlæknir og alþm., Bolli
hagfræðingur, Sigurður verkfræðingur og börn
Bolli Thoroddsen
hans: Dagur skáld og Ásdís kvikmyndagerð-
armaður.
Bolli lauk stúdentsprófi frá MR 1919 og
prófi í byggingarverkfræði frá DTH í
Kaupmannahöfn 1926. Hann var verk-
fræðingur hjá bæjarverkfræðingi
Reykjavíkur frá 1926 og sjálfur bæjar-
og borgarverkfræðingur 1944-1961.
Það var vandasamt ábyrgðarstarf á
miklu uppvaxtarskeiði borgarinnar.
Hann hafði yfirumsjón með risavöxn-
um opinberum framkvæmdum, m.a. á
sviði umferðarmannvirkja og holræsa-
gerðar sem ekki áttu sér fordæmi hér á
landi. Þá var Bolli mikill áhugamaður um
stærðfræði og gerði m.a. stærðfræðilíkön yf-
ir vaxtakjör lána. Bolli lést 31. maí 1974.
Jón Sveinbjörn Óskarsson, Klömbrum,
Aðaldal, iést á Sjúkrahúsi Húsavíkur
laugard. 14.4. Jaröarförin fer fram frá
Grenjaðarstaðakirkju laugard. 28.4. kl.
14.00.
Rósa María Bergsteinsdóttir, Breiða-
bliki 7, Neskaupstað, sem (ést þriðjud.
17.4. sl„ verður jarösungin frá Norð-
fjarðarkirkju fimmtud. 26.4. kl. 14.00.
Margrét Jónsdóttir Ijósmóðir, áður Þóru-
stlg 9, Njarðvík, lést á dvalarheimilinu
Víöihlíð, Grindavlk, laugard. 21.4. Jarð-
arförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
mánud. 30.4. kl. 14.00.