Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001_____________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Neitar að hætta í hungurverkfallinu Læknar lýstu i gær yfir áhyggjum sínum vegna heilsufars ítalska stjórnmálamannsins Emmu Bonino sem verið hefur í hungurverkfalli síðan aðfaranótt laugardags. Emma hætti þá að neyta matar og drykkjar til að mótmæla þvi að flokkur henn- ar, Róttæki flokkurinn, fengi ekki nógu mikla umfjöllun í fjölmiölum fyrir kosningamar 13. maí næstkom- andi. Emma, sem fór með sjávarút- vegsmál i framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins fyrir nokkrum ár- um, mótmælir þvi einnig að mikil- væg málefni eins og vísindarann- sóknir og liknardráp fái ekki umfiöllun. Emma Bonino kvaðst í gær ætla að halda áfram hungur- verkfalli sínu þar til komið yrði til móts við beiðni hennar um meiri umfjöllun í fjölmiðlum um stefnu flokks hennar. Samkvæmt sjón- varpsfréttum frá Ítalíu hefur Bonino lést um 5 kg. Hún var flutt á sjúkra- hús í Mílanó. Hún hefur verið sökuð um vera einungis að afla sér ókeypis auglýs- inga. „Þeir geta reynt að leika þetta eftir. Mér sýnist sem allir hinir hafi áhyggjur af því að þyngjast vegna kosningakvöldverða og veislna," svaraði Emma Bonino gagnrýnend- um sinum. Fjöldi stjómmálamanna hefur í kosningabaráttunni gagnrýnt um- fjöllun italskra fjölmiðla. Samkvæmt mörgum rannsóknum fær forsætis- ráðherraefni bandalags mið- og hægri manna, fjölmiðlakóngurinn Silvio Berlusconi, miklu meiri um- Qöllun en keppinautar hans. Frá 10. mars til 12. apríl fékk fjölmiðlakóng- urinn 200 mínútur til ráðstöfunar í sjónvarpsblöðum Ítalíu en keppi- nautur hans, Francesco Rutelli, að- eins 72 mínútur. Munurinn er miklu meiri á sjónvarpsstöðvunum þremur sem Berlusconi á sjálfur. Rutelli, Ástandið hættulegt Emma Bonino hefur veríö sökuö um aö vera aö reyna aö afla sér ókeypis auglýsingar meö hungurverkfallinu. sem er frambjóðandi mið- og vinstri bandalagsins, hefur skorað á Berlusconi að koma í kappræður í sjónvarpi en Berlusconi neitar. Ýmsir háttsettir stjórnmálamenn, þar á meðal forseti ítaliu, Carlo Azeglio Ciampi, hafa lýst yfir stuðn- ingi við Bonino en hún segir stuðn- ingsyfirlýsingu ekki nægja. Grípa verði til aðgerða. „Alþjóölegir fjöl- miðlar hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegs kosningasigurs Silvios Berlusconis. Hann er bara eitt af vandamálum ítaliu. Árið 2000 voru ítölsk stjórnvöld fordæmd 360 sinn- um fyrir mannréttindabrot. Fylgjast þarf með því að lýðræði sé fram- fylgt,“ sagði Bonino í viðtali við Reutersfréttastofuna af sjúkrabeði sínum í gær. Flokksfélagi hennar, Luca Coscioni, sem þjáist af MS, hef- ur dregið úr nauðsynlegum lyfja- skammti sínum til að leggja áherslu á meiri fjölmiðlaumfjöllun. Thabo Mbeki Fréttir af samsæri gegn forseta Suö- ur-Afríku komu róti á hugi margra um heim allan á dögunum. Afríska þjóðar- ráðið viðurkennir samsærisklúður Forystumenn Afriska þjóðarráðs- ins, stjómarflokksins í Suður-Afr- íku, viðurkenndu í gær að ímynd landsins hefði skaðast vegna full- yrðinganna um samsæri til að bola Thabo Mbeki forseta frá völdum. Öryggismálaráðherra Suður-Afr- íku, Steve Tshwete, sagði í sjón- varpsviðtali í siðustu viku að þrír liðsmenn þjóðarráðsins, og hugsan- legir keppinautar Mbekis, stæðu á bak við samsæri um velta forsetan- um úr sessi. Staðhæfingar þessar ollu mikilli ólgu um heim allan og í kjölfarið lýstu margir þekktir menn, þar á meðal Nelson Mandela, fyrrum for- seti Suður-Afríku, yfir stuðningi sínum við þremenningana. Tals- maður þjóðarráðsins sagði í gær að flokkurinn og ríkisstjórnin hefðu dregið mikilvægan lærdóm af því hvemig málið var meðhöndlað. Frakkar veita Alsírstjórn ákúrur Frönsk stjórnvöld gripu til þess óvenjulega ráðs í gær að hirta stjórn Alsírs opinberlega og sögðu að það leysti engan vanda að bæla uppreisn berba niður með hörku. Frakkar hvöttu þess í stað til þess að viðræður yröu hafnar. Á fimmta tug manna hefur fallið í átökum í héruðum berba sem saka öryggissveitirnar að beita mikilli grimmd. „Við getum ekki horft hljóðir á þessa atburði og þetta ofbeldi og kúgun,“ sagði Hubert Védrine, ut- anríkisráðherra Frakklands. Spenna var í berbahéruðunum í gær en ekki kom til átaka. Afganar í flóttamannabúöum Tugir þúsunda Afgana hafa oröiö aö flýja heimili sín vegna átaka í landinu undanfarin ár og hafast viö í flóttamanna- búöum í eigin landi og í nágrannaiöndunum. Þessi mynd var tekin í búöum í Faizabad í Afganistan. Ruud Lubbers, yfír- maöur flóttamannahjálpar Sameinuöu þjóöanna, kom til yfirráðasvæða uppreisnarmanna til að halda fund meö Burhanuddin Rabþani, fyrrum forseta, og hvetja hann til aö fallast á vopnahlé í hálft til eitt ár til aö koma mætti flóttamönnunum til aöstoðar. Ástarlíf Indiru Gandhi afhjúpað í nýrri bók Sautján árum eftir að Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, var myrt af lífvörðum sínum fá Ind- verjar nú loks að kynnast jám- frúnni sem stýrði þjóð sinni með harðri hendi. í væntanlegri ævisögu Indiru, sem breski rithöfundurinn Katherine Frank ritar, kemur fram að þrátt fyrir harða stjóm hafi Indira verið hlýleg kona. Ættingjar Indiru, vinir hennar, keppinautar, óvinir og gagnrýnendur leystu frá skjóðunni i samtölum við ævisögu- ritarann, að því er kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet. Hin feimna Indira, sem var köll- uð ljóti andarunginn af föðursystur sinni, var svikin af mönnunum sem hún elskaði. Flagarinn Feroze, sem var æskuást hennar og sem hún giftist af þrjósku, var henni bara trúr í einn mánuð. Síðan gekk hann Indira Gandhi Mennirnir í lífi hennar sviku hana. til sængur með frænkum hennar, vinkonum og samkvæmt orðrómn- um jafnvel með móður hennar. Indira hefndi sín með eigin ástar- ævintýrum. Sumir karlar gortuðu opinberlega af sambandi sínu við dóttur landföð- urins, Jawaharlals Nehrus, til þess að hagnast á völdum fiölskyldunn- ar. Ritari Nehrus, M. O. Mathai, átti í 12 ára löngu ástarsambandi við Indiru. Eini sæmilega trausti ást- maðurinn var jóginn Dhirendra Bramachari sem var fylgdarmaður hennar á meðan hún var við völd. Katherine Frank segir að fyrsta ást Indiru, frönskukennari, hafi ef til vill verið sá eini sem elskaði hana vegna hennar eigin verðleika. Nehru fékk nóbelsverðlaunahafann Tagore til að fá hana til að yfirgefa frönskukennarann. Luciano Pavarotti Stórsöngvarinn segist ekki hafa svindlað á ítalska skattinum. Réttarhöldunum yfir Pavarotti frestað til hausts Réttarhöldum yfir ítalska óperu- söngvaranum Luciano Pavarotti fyr- ir meint skattsvik var í gær frestað fram i september í haust. Dómari í Modena, heimabæ óperu- stjörnunnar, féllst á rök lögfræðinga að fresta vitnaleiðslum í málinu til haustsins. Pavarotti kom ekki í réttarsalinn í gær en búist er við að hann láti sjá sig í september. Honum er gefið að sök að hafa ekki talið fram til skatts laun upp á hátt í tvo milljarða ís- lenskra króna á árunum 1989 til 1995. Pavarotti hefur neitað öllum ákærum um að hafa haft rangt við. Saksóknari hélt því fram að aðal- heimili stórsöngvarans væru glæsi- hýsi hans í Modena og lúxussumar- hús í Pesari, á strönd Adríahafsins. Pavarotti segist borga skatta i fursta- dæminu Mónakó, þar sem hann býr og í löndunum þar sem hann starfar, aðallega vestanhafs. Drógu andann léttar eftir dóm yfir morðingja íbúar borgarinnar Birmingham í Alabama, þar sem einhver hörðustu átökin í mannréttindabaráttu bandarískra blökkumanna áttu sér stað, drógu andann léttar í gær eftir að fyrrum liðsmaður Ku Klux Klan var fundinn sekur um að hafa drep- ið fiórar blökkustúlkur árið 1963. Thomas Blanton yngri var dæmd- ur í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í sprengjutilræði við kirkju blökku- manna þar sem stúlkurnar voru. „Ég vona að þetta verði til þess að hvítir og svartir i borginni fari að ræða saman,“ sagði kona ein. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segír á eftir- ________farandi eignum:________ Berjarimi 9, 0203, íbúð á 2. h., geymsla merkt 0007 m.m. og stæði í bílageymslu B7, Reykjavík, þingl. eig. Kristín Stef- ánsdóttir og Egill Guðlaugsson, gerðar- beiðandi Húsasmiðjan hf., mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Ferjubakki 2, 0102, 80,4 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð m.m. ásamt geymslu í kjall- ara, merkt 0004, Reykjavík, þingl. eig. Kolbrún Gestsdóttir, gerðarbeiðandi Líf- eyrissjóðurinn Framsýn, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00.______" Kötlufell 7, 0301, 3ja herb. íbúð á 3. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Inga Jóna Sigfúsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalána- sjóður, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00._________________________ Vesturberg 92 ásamt bflskúr skv. fast- eignamati, Reykjavfk, þingl. eig. Elín Óskarsdóttir og Bjami Halldórsson, gerð- arbeiðandi Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Vesturvallagata 1,0001,50% ehl. í 52 fm íbúð í kjallara m.m. ásamt geymslu í kjallara, merkt 0002, Reykjavík, þingl. eig. Ásta Brynja Ingadóttir, gerðarbeið- andi Kreditkort hf., mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.