Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 DV Vítislogar Szymon Kuran hefur með fiðluleik sínum auðgað íslenskt tónlistarlíf í gegnum árin, en minna hefur farið fyrir tónsmíðum hans. Það kann því að koma mörgum á óvart að eftir hann liggja stór tónverk, þar á meðal heil sálumessa, eða Requiem. Textinn er byggður á latneska messutextan- um og var verkið frumflutt á tónleik- um í Kristskirkju á sunnudagskvöld- ið. Hófst það á því að félagar úr Karlakór Reykjavíkur sungu djúpt og drungalega á latínu: „Veit þeim, Drottinn, eilífa hvíld.“ Minnti það óneitanlega á forneskjuleg áköll tí- betskra Bön-Pa lama, og voru áhrifrn undirstrikuð með leik Kammersveit- ar Reykjavikur sem magnaði sönginn upp í voldugan hápunkt. Tónlist Szymon Kuran, fiöluleikari og tónskáld Requiem hans er vissulega áhrifamikil tónsmíö. Hugsanlega hefði mátt draga þar eitthvað úr, kannski sérstaklega í Sanctus-kaflanum (Heil- agur, heilagur) þar sem illa heyrðist í kórsörgn- um fyrir miklum látum. Sterk áhrif Önnur einleikshljóðfæri komu vel út, sérstak- lega fiðlan, en Hildur Ársælsdóttir lék allan tímann afar vel á hana. Einkenndist fiðlurödd- in af látlausum einfaldleika, en einmitt það galdraði fram sterk áhrif. Sama má segja um minna áberandi flautu Örnu Einarsdóttur og gítar Péturs V. Péturssonar, en þar hefur tón- skáldið samið fallegar raddir sem féllu vel að heildarmyndinni. Einsöngur Moniku Orlowsku í Maríubæninni var einkar hugljúf- ur, og má segja það líka um kór- sönginn í heild sinni. Þáttur kór- anna var ekki lítill, og víða var söngurinn hrífandi fagur. Radd- setningar vorú enn fremur víða vel unnar af tónskáldinu, sérstaklega í Lacrimosa-kaflanum. Hvíslið var ekki síður magnþrungið, og Oratio- þátturinn (Drottinn Guð), með íhugulli fiðlurödd, fjarlægum páku- óm og hvísli, minnti töluvert á hæga þáttinn í Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu eftir Bartók. Var það eitt best heppnaða atriði verksins. Kammersveit Reykjavíkur lék prýðilega, og stjórnaði Andrzej Borzym öllu með styrkri hendi. Eini raunverulegi gallinn við tón- leikana var einn andskotans GSM- sími sem þurfti endilega að hringja á viðkvæmu augnabliki, og eru svoleiðis uppákomur orðnar allt of algengar. Aö öðru leyti voru tónleikarnir góðir. Requiem Szymons Kuran er vissulega áhrifamikil tón- smíð og þó notkun slagverksins hafl hér verið gagnrýnd vegur margt annað upp á móti. Von- ar maður svo sannarlega að meira eftir þennan ágæta listamann muni heyrast hér í framtið- inni. Jónas Sen í Kyrie Eleison þættinum (Drott- inn, miskunna þú oss) komu kraft- miklar pákur til sögunnar, og voru þær ásamt slagverkinu notaðar óspart megnið af tónsmíðinni. Frank Aarnink og Reynir Sigurðsson voru þar á ferðinni og var leikur þeirra yf- irleitt hnitmiðaður og nákvæmur. Skapaði slagverkið oft viðeigandi stemningu, til dæmis í Dies Irae (Dagur reiði) þar sem óhugnanlegar drunurnar minntu helst á vítisloga. Einnig verður að nefna Lacrimosa- þáttinn, þegar eitt skyndilegt, ógnarsterkt högg varð til þess að margir áheyrendur hrukku í kút. Gat maður vel imyndað sér að þetta væri hamarshögg dómarans eina á himnum, og var það ekki beint uppörvandi. En öllu má ofgera, og hin nánast stöðuga notkun slagverksins varð þreytandi er á leið. Bókmenntir Allur heimur undir Eiginlega má segja að Henning Mankefl sé að leika sér að kenningunni um flðrildið sem ar vængjunmn í Afríku og veldur fellibyl í Japan - eða hvar það nú var - í spennusögunni Hvíta ljónynj- an. Þar veldur tilviljunar- kennt morð á sænskum fasteignasala í strjál- byggðri sveit í Svíþjóð því að upp kemst á síðustu stundu um samsæri um að myrða Nelson Mandela i Afr- íku. Nú vitum við öll að Nelson Mandela er enn á lífi (þegar þetta er ritað og vonandi lengi enn) og því er spenna sögunnar ekki fólgin í því að komast að því hver endirinn verður. Mankell treystir þvi að snilli sín sem sögumanns haldi lesandanum föngnum og þræðirnir sem hann vindur saman séu nógu margir til að halda í hann þó að endir- inn sé ljós. Og tilfellið er að persónur sögunn- ar eru nógu margar og fjölbreyttar og sviðið sem sagan þekur svo vítt að lesandi hefur nóg að gera að fylgjast með og spá þó að hann þurfi ekki að velta vöngum yfir því hvort ætlunar- verk glæpamannanna takist að lokum. Hvíta ljónynjan hefst í Suður-Afríku árið 1918 í kaffi með guðfeðrum að- skilnaðarstefnunnar, og Suður-Afríka með öfgum sínum og afskræmilegu mannlifi er viðfangsefni Mankells I bókinni. Hvemig litur þetta land út nú, eins og það hefur verið hræðilega leikið undanfarna öld og lengur? Hvernig verður djúpur persónuleiki eins og svertinginn Victor Mabasha atvinnumorðingi? Það er forvitnilegt að fylgjast með samskiptum hans og kennara hans i skotfimi, Rússanum Konovalenko, sem skýtur sænska fasteignasalann í augnabliksergelsi. Svoleiðis framkoma lík- ar leigumorðingjanum ekki. Aldrei drepa neinn sem ekki hefur verið samið um fyrir- fram, það gæti valdið óreiðu - eins og kemur á daginn. Mankell hikar heldur ekki við að gera de Klerk forseta að persónu i bók sinni, manninn sem ásamt Michael Gorbatsjov átti stóran þátt í að breyta því sem allir héldu að væri óbreytan- legt í heiminum. Andstæða hans er ofstækismað- urinn Jan Kleyn sem reynist eiga svo óvænt og ótrúlegt leyndarmál. Það er gaman að lesa sögu sem hikar ekki við að hafa allan heiminn undir um leið og aðalhetj- an, Kurt Wallander rannsóknarlögregluþjónn í Ystad á Skáni, er ósköp venjulegur náungi sem er pirraður út í gamlan og sérvitran föður sinn og elskur að einkabami sínu. Þýðingin er lipur og skemmtileg yfirleitt; þó er afleitur ruglingur á þéringum á bls. 245: „Meira þurfið þér ekki að vita /.../ Wervey yfirsaksóknari útnefndi þig til að upplýsa mig um þetta mál vegna þess að hann álítur yður fullkomlega tryggan og trúan ríkis- valdinu..." Silja Aðalsteinsdóttir Henning Mankell: Hvíta Ijónynjan. Vigfús Geirdal þýddi. Mál og menning 2001. Tónlist Heimsókn frá Þrándheimi Það hafa varla verið fleiri en 15 djassáhuga- menn sem lögðu leið sína í Norræna húsið sl. laug- ardagskvöld til þess að hlýða á þrjá unga tónlistar- menn sem nefna sig Urban Connection. Hljóm- sveitina skipa þeir Frode Nymo, alto, Steinar Raknes, bs., og Hakon M. Johansen, trm. Þeir eru allir fæddir árið 1975 og hafa allir stundað nám í Þrándheimi við djassdeild Tónlistarháskólans MIT, þar sem þeir kynntust skiptinema frá ís- landi, Davið Þór Jónssyni, pno, sem er nýútskrif- aður úr Tónlistarskóla FÍH. Undanfarin ár hafa færir ungir tónlistarmenn komið fram á sjónarsvið djassins á Norðurlönd- um. Flestir eiga það sameiginlegt að tileinka sér svokallaðan Modal-stíl, sem ekki er öllum gefið að nýta sér, svo vel sé. Urbanfélagarnir eru börn sinnar samtíðar, allir mjög efnilegir tónlistarmenn en misjafnlega færir í túlkun sinni. Altoistinn Frode Nymo hefur gífurlega gott vald á hljóðfæri sínu, tæknin er svo að segja óaðfinnan- leg. Hann skilar hlutverki sínu í tríóinu mjög vel, en er samt einn á báti hvað varðar samleik þeirra. Nymo hefur ekki tekist að persónugera línur sín- ar, þrátt fyrir afburða tækni, þannig aö strax eftir fyrsta lagið hljómaði hann eins og endurtekning á sjálfum sér í upphitunaræfmgum. Hann nýtur álits i Noregi og vann „Spellemansprisen" með Espen Rud fyrir tveim árum. Trommuleikarinn Hákon Mjáset Johansen er líka verðlaunadrengur. Hann var kjörinn „Árets Unge Jazzmusiker - 1998“ og leikur sem fulltrúi Noregs í „The European Jazz Youth Orchestra." Hákon sýndi ótrúlega góðan leik á laugardags- kvöldið. Hann hefur þann eiginleika umfram marga jafnaldra sína að geta sameinað kosti mik- illar tækni og melódískrar útfærslu. Léttar en ná- kvæmar áherslur hans á bassatrommu á móti slaufum á snare og symbal voru aðdáunarverðar. Johansen var á köflum of upptekinn af tækninni, en lék aftur á móti oftast með áferð sem minnti einna helst á Roy Haynes. Bassaleikarinn Steinar Raknes kom mest á óvart. Hér er kominn piltur sem á eftir að ógna bassaveldi Dana, svo ekki sé meira sagt. Raknes fór á kostum í samspili þeirra Johansens. Þessir tveir, bassi og tromma, léku saman eins og tónlist- armenn sem hafa spilað sanian á hverjum degi í tuttugu ár! Raknes hefur þéttan tón og ^lur línur sínar af kostgæfni. í útsetningu sinni á „No fret, Bluesette" sem hann byggir á vinsælum valsi, „Bluesette" eftir Toots Thielemans, lék Raknes sérstaklega vel. Þegar Davíð Þór Jónsson bættist í hópinn hét kvartettinn Motive. Hljómur hljómsveitarinnar breyttist töluvert með viðbót slaghörpunnar en var þó eilítið stífari fyrir bragðið. Fyrsta lag Motive var tónsmíð Davíðs Þórs sem hljómaði vel en var ekki i sama flokki og ballaða eftir Raknes sem kom næst. Davíð Þór er, eins og þeir norsku, efnilegur djassleikari. Píanóleikur hans á enn þá eftir ná persónulegri stilbrigðum. Áslátturinn og pedali eru t.d. dálítið óræðir enn sem komið er. Lokalag tónleikanna var dans eftir meistara Jarrett. Hér komu greinilega i ljós vanefni þeirra aflra í sambandi við modalismann. Leikur þeirra og stefjun minnti meira á fingraæfingar en túlkun. Tónleikar sem þessir ættu að vera skyldumæt- ing hjá öllum ungum tónlistarmönnum! Ólafur Stephensen ____________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Uppselt fram í júní Nu þegar er uppselt fram í miðjan júní á söngleikinn Syngjandi í rigningunni og er fyrirhugað að sýna hann til júníloka. Mikil aðsókn er einnig á aðrar sýningar Þjóðleik- hússins um þessar mundir; uppselt hefur verið á Með fulla vasa af grjóti frá frumsýn- ingu og er þeirri sýningu vippað upp á Stóra sviðið þegar tækifæri gefst til að anna aðsókn. Sömu sögu er að segja um Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason, langir biðlistar hafa verið eftir sætum en nú er orðið auðveldara að fá miða. Laufin í Toscana hafa einnig notið mikilla vinsælda en nú eru aóeins tvœr sýningar eftir og ættu leikhúsáhugamenn alls ekki að láta það happ úr hendi sleppa. Aukasýning verður á leikritinu Já, hamingjan eftir Kristján Þórð Hrafnsson 5. maí vegna þess hve margir urðu frá að hverfa á lokasýningu. Babelsturninn Um næstu helgi, 5. og 6. maí, býður End- urmenntunarstofnun H.í. alla veikomna í húsakynni sín að Dunhaga 7 á tungumála- hátíðina Babelsturninn í tilefni af evrópsku tungumálaári 2001. Hátíðin stendur frá kl. 13 til 17.30 báða dagana. Þar að auki verður almenningi boðið á frí ömámskeið í ýmsum tungumálum alla næstu viku eða frá 7.-11. maí. Á opna húsinu um helgina kynna tungu- málaskólar námskeið sín, kynntar verða nýjar leiðir til náms, t.d. margmiðlunarefni, kennsluefni á myndböndum og vefsíðum. Athvarf verður fyrir börn meðan foreldr- arnir skoða framboðið. Á laugardaginn verður upplestur á ýmsum sjaldheyrðum tungumálum, Baldur Ragnarsson flytur er- indi um tungumál veraldarinnar og fjöl- mörg fleiri atriði verða til fræðslu og skemmtunar. Á sunnudaginn má m.a. heyra erindi Guðmundar Andra Thorssonar og Margrétar Jónsdóttur, lektors í spænsku, söng, spil og upplestur frá ýmsum þjóðlönd- um og umfjöllun um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Tungumálanámskeiðin sem verða í boði fyrir almenning endurgjaldslaust í næstu viku eru í færeysku, sænsku, serbó-króat- ísku, pólsku, rússnesku, þýsku, frönsku, ítölsku, spænsku, ensku og íslensku fyrir útlendinga. Sérstök námskeið verða fyrir eldri borgara í spænsku og ensku. Heiðursfélagar Á aðalfundi Rithöf- undasambands íslands fyrir viku voru skáldin Einar Bragi og Matthias Johannessen kjörnir heiðursfélagar en þeir voru báðir á sínum tíma formenn Rithöfundasam- bands Islands hins eldra. Á fundinum var rætt um gjaldfellingu bókar- innar og það öngþveiti á bókamarkaði sem frjálst bókaverð hefur valdið. Voru fundarmenn á einu máli um að rithöfundar yrðu sjálfir að standa vaktina og gæta hagsmuna sinna. Formaður Rithöfundasambandsins er nú Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson en vafaformaður Ólafur Haukur Símonarson. Félagar eru rúmlega 340 talsins. Tangóhátíð Tangohátíð verður haldin í fyrsta sinn á íslandi 5.-13. maí. Þar munu heimsfrægir kennarar frá Buenos Aires kenna byrjend- um jafnt sem lengra komnum tangódans en hátíðin endar með tangódansleik á Hótel Borg. Daniela Arcuri og Armando Orzuza munu kenna og sýna tangó á hátíðinni. Þau eru eitthvert þekktasta tangódanspar í heiminum um þessar mundir og sömdu m.a. dansa og dönsuðu í kvikmyndinni Evitu. Tangódansinn hefur verið í mikilli sókn á íslandi á siðustu árum og fyrir um það bil ári var stofnað tangófélag. Því hafa nú í fyrsta sinn skapast skilyrði fyrir stórri tangóhátíð á íslandi. Áhugasömum er bent á að hafa samband í síma 551 5103 eða fara inn á heimasíðu Tangófélagsins: www.tango.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.