Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 20
24 Tilvera FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 I>V Vildum sjá fleiri stráka í Unglingamóttökunni: Tímapöntun óþörf - ekkert gjald Ungt fólk er líka fólk Mun fleiri unglingar hafa leitaö sér aöstoöar í unglingamóttökunni vegna and- legra málefna en búist haföi veriö viö. Myndin er úr safni og tengist ekki greininni. Alce Baldwin margáreittur Kvikmyndaleikarinn Alec Baldwin ^ átti ekki sjö dagana sæla í síöustu viku. Þaö var sama hvert hann fór, alls staðar voru einhverjir leið- indagaurar aö áreita hann og gera honum líflð leitt. Fyrst var reynt aö þagga niður í leikaranum á opnum fundi skipulagsnefndar heimabæjar hans í New York og hann óþyrmilega minntur á þau orö sín að hann myndi flytja úr landi ef Bush yrði kjörinn forseti. Síðar í vikunni veittist fullur maður að honum á körfuboltaleik og endaði það með smápústrum. Bono ætlar ad gefa fyrirsætu ^ írski söngvarinn Bono hefur tekið að sér fóðurhlutverkið þegar ofurfyrirsæt- an Christy Turlington gengur í hjóna- band með leikaranum Ed Bums. Bono ætlar að gefa stúlkuna, til að hægt verði aö hafa þetta formlegt og ílott. „Ég ætla að gefa hana en hún verður ekki ódýr,“ segir Bono. „Hún er einstök stúlka en Bums ætlar að gefa henni allt hjarta sitt. Hún á það skilið.“ Bono ætlar einnig að syngja fyrir brúðkaupsgesti. Faðir Christy, Dwain, lést af völdum lungnakrabbameins fyrir þremur ár- um, 63 ára gamall. Heilsugæslustöðin á Akureyri hefur starfrækt sérstaka móttöku fyrir ungt fólk og unglinga í eitt ár um þessar mundir og er fyrsta heilsugæslustöðin í landinu til að bjóða þessa þjónustu. í kjölfarið hef- ur svo heilsugæslustöðin í Hafnar- firði fetaö í fótspor Akureyringa og býður ungu fólki í Hafnarfirði sam- bærilega þjónustu. Nýlega var hald- inn aðalfundur FKB, Fræðslusam- tök um kynlíf og barneignir, og í framhaldi af því sendu samtökin frá sér ályktunartillögu þar sem kemur fram að samtökin vilji hvetja aðrar heilsugæslustöðvar og sveitarstjóm- ir í landinu aö koma á fót sambæri- legri þjónustu í sinni heimabyggð. Vildum sjá fleiri stráka Sigríður Jónsdóttir hjúkrunar- fræðingur hefur starfað í Unglinga- móttökunni á Akureyri frá byrjun. Unglingamóttökunni var hrint af stað eftir aö gerð haföi verið könn- un á meðal ungs fólks á Akureyri. Það kom í ljós að krakkar þyrftu að hafa eitthvað svona aðgengi að heil- brigðisþjónustu þar sem þeir gætu komiö með vandamál sín og án þess að aðrir þyrftu að vita af þvl. Ung- lingamóttakan sinnir þörfum þeirra sem eiga við tilfinningaleg vanda- mál að stríða, kvíða, depurð, áfeng- is- og vímumál, einelti, kynsjúk- dóma eða vilja ræða getnaðarvamir og kynlifsvandamál. Hafa unglingar nýtt sér þessa þjónustu að einhverju ráði? „Já, þau hafa mikið komið til okkar og kunna greinilega að meta það að geta komið með sín vanda- mál, án þess að einhver utanaðkom- andi þurfi að vita af því. í langflest- um tilvikum eru það stelpur sem koma en við vildum gjaman sjá fleiri stráka. Við vitum að strákar geta líka átt við vandamál að stríða og við viljum þess vegna hvetja stráka til að leita til Unglingamót- tökunnar með sín mál. Aðalvanda- málin sem hafa komið til okkar eru tengd kynlífsvandamálum, ótíma- bærum þungunum, kynsjúkdómum og ráðleggingum um getnaðarvarn- ir. Það kom okkur hins vegar á óvart hversu margir leituðu til okk- ar með geðfélagsleg vandamál, sem eru t.d. kvíöi, depurð eða einelti, en um það bil helmingur þeirra sem komu í móttökuna áttu við tilfinn- ingaleg vandamál að stríöa. Einelti getur til dæmis verið mjög slæmt og brotið sjálfsmynd einstaklingsins svo mikið niður, að viðkomandi finnst hann ekki vera neitt, neitt. í slíkum tilfellum finnum við viðeig- andi meðferðir til sjálfstyrkingar í samvinnu við aðra aðila. Það er ekki auðvelt mál og tekur sinn tíma, en það er heldur ekki allt sem er auðvelt í þessu lífi,“ segir Sigríðúr hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslu- stöðinn á Akureyri. Betra aðgengi að neyðarpill- unni Unglingamóttakan er opin einu sinni í viku á þriðjudögum, klukku- stund í senn frá kl. 16 til 17. Ekki þarf að panta tíma og ekkert gjald er tekið fyrir þjónustuna. í neyðar- tilvikum, og þá sérstaklega í sam- bandi við neyðargetnaðarvarn- arpilluna, er hægt að ná í lækni eða hjúkrunarfræðing í símatíma sem er á morgnana frá kl. 9 til 12 eða á öðrum tímum ef svo ber undir. -W Ofurfyrirsæta alvarlega slösuð Bandaríska ofurfyrirsætan Niki Taylor slasaðist alvarlega í bílslysi í Atlanta í Georgíu um liðna helgi. Fyr- irsætan var farþegi í bíl sem lenti á simastaur þegar ökumaðurinn missti stjórn á honum. Bílstjórinn mun hafa verið að teygja sig eftir farsímanum sínum þegar slysið varð. í fyrstu virtist sem Taylor hefði ekki slasast mikið en hún tók síðan að kvarta um verki í kviðarholi. Viö skoðun komu í ljós alvarlegir innvort- is áverkar. Fyrirsætan var með bíl- beltið spennt. Pumpað í brjóstin á ný Það þykir ekki leika vafi á því að Pamela Anderson hafi látið pumpa í brjóstin á sér í ný. Það vakti heims- athygli fyrir tveimur árum þegar Pamela lét fjarlægja silíkonið úr brjóstum sínum. Hún kvaðst hafa lit- ið i spegil og þótt hún vera hlægileg með blöðrumar framan á sér. Pamela sagði meira að segja að sér fyndist hún vera kynþokkafyllri án silíkons- ins. Greinilegt þykir að hún sé búin að skipta um skoðun á ný. Sjónvarps- leikkonan er nefnilega aftur komin með ákaflega þrýstin brjóst. Og hún gerir líka allt sem hún getur til að sýna barminn. „ UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Útgarði 1, Húsavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum: Fjarðarvegur 33, efri hæð, Þórshöfn, þingl. eig. Sóley Vífilsdóttir, gerðarbeið- andi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Fossvellir 10, Húsavík, þingl. eig. Brynj- ar Þór Halldórsson, gerðarbeiðandi Líf- eyrissjóður sjómanna, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Árholt 16, Húsavík, þingl. eig. Óskar Karlsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður sjómanna og Lífeyrissjóður verkfræð- inga, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Ásgarðsvegur 11, Húsavík, þingl. eig. Vigdís Þórðardóttir og Haraldur Guð- mundsson, gerðarbeiðendur Landsbanki íslands hf., höfuðst., og Vátryggingafélag íslands hf., mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Garðarsbraut 39, 50% í 0201, Húsavík., þingl. eig. Sigurður Jóhannsson, gerðar- beiðandi Kaupfélag Þingeyinga, mánu- daginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Garðarsbraut 75, Húsavík, íbúð 0201, þingl. eig. Anna Málfríður Lárusdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, mánu- daginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Hálsvegur 4, Þórshöfn, þingl. eig. B.J. vinnuvélar ehf„ gerðarbeiðandi sýslu- maðurinn á Húsavík, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Asgarðsvegur 7, Húsavík, þingl. eig. Sturla Þorgrímsson og Lára Sigþrúður Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi fbúðalána- sjóður, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Hesthús í Traðargerði, Húsavík (Fmnr. 215-3560), talinn eig. Egill Hjartarson, gerðarbeiðandi Kaupfélag Þingeyinga, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Höfðavegur 8, Húsavík, þingl. eig. Óskar Bjöm Guðmundsson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf„ mánu- daginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Langanesvegur 28, Þórshöfn, þingl. eig. Lónið ehf„ gerðarbeiðandi Byggðastofn- un, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Ásgarður, Þórshöfn - 50% hluti, þingl. eig. Borghildur Björg Þóroddsdóttir, gerðarbeiðendur Greiðslumiðlun hf. - Visa ísland og Kaupfélag Þingeyinga, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Brúnagerði 1, efri hæð, Húsavík, þingl. eig. Halldóra Gunnarsdóttir, gerðarbeið- 4 andi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Brúnagerði 1, neðri hæð, Húsavík, þingl. eig. Meindýravamir Islands ehf., gerðar- beiðendur ÁMG ehf„ Aðaldælahreppur | og Vátryggingafélag íslands hf„ mánu- daginn 7. maí 2001, kl. 10.00. Smáragrund, Reykdælahreppi, þingl. eig. Unnsteinn Pétursson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, mánudaginn 7. maí 2001, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK A Þarna hefur margt gullkornið falliö Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Unnur Ólafsdóttir og María Guömunds- dóttir. Thor Vilhjálmsson snýr í okkur baki. Margir höfðu líka gaman af að skoða sýningu Sjóns á Drasli 2000 Sjón, Þórarinn Eidjárn, Unnur Ólafsdóttir og Egill Ólafsson. Anna María Karlsdóttir og skáldið sjálft, Siguröur Pálsson Margir gestir ritþingsins héldu áfram að spyrja skáldiö út úr á eftir. Ritþing Sigurðar Pálssonar í Gerðubergi Það var þröng á ritþingi Sigurð- ar Pálssonar skálds í menningar- miðstöðinni Gerðubergi á laugar- daginn var. Salurinn yfirfylltist af aðdáendum hans sem létu sér ekki nægja að hlusta á hann segja frá uppvexti sínum og svara nær- göngulum spumingum um feril- inn í tvo og hálfan klukkutíma heldur gerðu sér glaðan dag í nokkra klukkutíma á eftir! Á myndunum má sjá dálítið brot af þessu friða liði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.