Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 Fréttir DV Óveðursský hrannast upp á himni efnahagsmála: Spákaupmennska og þorskhrun - sjómannaverkfalli og viðskiptahalla kennt um Benedikt Valsson. Krónan var í frjálsu falli í gær og hrapaði gengi henn- ar um rúm 6 pró- sent. Gengi hennar hefur nú fallið um rúman fjórðung frá ársbyrjun 2000. Bandaríkjadollar fór yfir 100 krónur í gær og hefur þá hækkað gagnvart krónu um 38,1 prósent síöan um áramótin 1999/2000 og 32 prósent frá 2 maí 2000 til dagsins í gær. Að mati sérfræðinga er vantrú á íslenskt efnahagslíf hluti skýringarinnar. Þar vegur slakt ástand fiskistofna þungt. Því er jafnvel spáð að Haf- rannsóknastofnun leggi til að þorsk- kvótinn fari niður fyrir 200 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Togar- arallið gaf vísbendingar um að ástand þorskstofnsins sá mun lak- ara en áður var talið. Flestir aðrir fiskistofnar eru í lægð og áhrif þessa eru að arðsvon í sjávarútvegi er lítil og óspennandi að fjárfesta á Islandi. Þá telja sérfræðingar að langvarandi viðskiptahalli hafi veikt krónuna. Engin stórverkefni eru fram undan sem leitt gætu til þess að gjaldeyrir kæmi inn í land- ið. Loks er sjó- mannaverkfalli kennt um. Allt þetta leiðir til þess að krónan heldur áfram að veikjast. „Þetta snýst um gríðarlegan við- skiptahalla. Þá hriplekur út um allar glufur Haf- rannsóknastofn- unar og áríðandi að sjávarútvegs- ráðherra lýsi stöð- unni eins og hún er,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. Þingflokk- ur hans lýsti í gær undrun sinni á því aö forsætisráðherra íslands skuli hafa komiö sér undan því að svara á Alþingi mikilvægum spurn- ingum um gengishrun íslensku krónunnar, áður en þingið var sent í vikufrí til nefndastarfa. Benedikt Valsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands íslands segir hluta skýringarinnar ver þá að skil- greind verðbólgumarkmið Seðla- bankans sé nokkuð víð á yfirstand- andi ári. Hækkun gagnvart krónunni Lfll „Það liggur í augum uppi að með þessarri kerf- isbreytingu hafi verið reiknað með gengissigi. Hvort reiknað hafi verið með svo miklu gengissigi sem raun ber vitni vil ég ekki dæma um. Þetta mikla geng- isfall sem átt hef- ur sér stað hlýtur að vekja á ný um- ræðu um það hversu skynsam- legt er að halda úti íslenskum gjaldmiðli í svo litlu hagkerfi sem ísland er,“ segir Bene- dikt og nefnir fleiri skýringar á fall- inu. „Sá grunur læðist að manni að þetta síðasta gengissig sé afleiðing af spákaupmennsku með gjaldeyri. Þessu til stuðnings vitna ég í upp- lýsingar aðalhagfræðings Seðla- bankans sem upplýsti að keypur var gjaldeyrir fyrir rúmlegha 36 millj- arða íslenskra króna. Á sama tíma fir fram uppboð á endurhverfum verðbréfasamningum, skammtima- lánum Seðlabanka íslands innan bankakerfisins, sem vænta má að hafi lagað lausafjárstöðu bankakerf- isins,“ segir Benedikt. Hann telur rangt að kenna sjó- mannaverkfallinu um það hvemig komið er. „Hvað snertir þá fullyrðingu að verkfall sjómanna hafi áhrif á krón- una skal ég ekki fullyrða. Aftur á móti hefur verkfallið leitt til þess að dregið hefur úr framboði gjaldeyris. Ég set við þetta fyrirvara því hér hafa verið talsverðar birgðir sjávar- afurða. Auk þess má reikna með að kaupendur erlendis njót einhvers greiðslufrests. Tekjuflæði til grein- arinnar frá útlöndum tekur því ein- hvem tíma að tæmast," segir Bene- dikt. -rt Ort gengisfall krónunnar Dollar fór yfir hundraö krónur í gær og hefur hækkaö yfir 18 prósent frá áramótum. Ólga í járnblendi: Aðaltrúnaðar- maður lætur af störfum Þórður Björgvinsson, aðaltrúnað- armaður 130 starfsmanna hjá Is- lenska járnblendifélaginu á Grund- artanga, hefur látið af störfum og gerst óbreyttur starfsmaður fyrir- tækisins. Um ástæður uppsagnar sinnar vill hann ekki tjá sig. Mikil ólga er og hefur verið með- al starfsmanna á Grundartanga vegna skipulagsbreytinga sem stjóm fyrirtækisins hefur unnið að. Verkstjórastöður hafa verið lagðar af svo og nokkrar flokksstjórastöð- ur. Miða skipulagsbreytingarnar að því að gera fyrirtækið skilvirkara og samkeppnishæfara í hörðum heimi járnblendisins við miður góð- ar undirtektir velflestra starfs- manna. Telja þeir vinnustaö sinn verri eftir en áður. -EIR Bruni í Bryggjuhverfi dvmynd ingó Eldur kom upp í íbúö í fjölbýlishúsi í Bryggjuhverfmu á áttunda tímanum í gærkvöld. Slökkviliö var kvatt á staöinn og aö sögn varöstjóra gekk greiðlega aö ráöa niöurlögum eldsins. íbúöin var tilbúin en íbúarnir ekki fluttir inn. Töluveröar skemmdir uröu af völdum sóts og reyks. Aörir íbúar hússins munu ekki hafa veriö í hættu. Eldsupptök eru ókunn. Yfirlýsing Davíðs um að Framsókn geti leitt næstu ríkisstjórn: Davíð að plástra Halldór - kemur Steingrími Hermannssyni á óvart - „hugsanlega afmælisvíma“ Leiðtogar Sam- fylkingarinnar og Vinstri grærxna telja að þreytu- merki í ríkisstjórn- arsamstarfinu kunni að skýra þá | yfirlýsingu forsæt- 1 isráðherra Davíðs Oddssonar að vel komi til greina að Framsóknarflokkurinn leiði næstu stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hafi barið á Framsókn að undanfórnu og vaxandi kurr sé greinilega að gera vart við sig. „Fyrir mér er þetta klókindalegt útspil af hálfu Davíðs. Þetta er svona beita fyrir Framsókn til að halda þeim volgum. Það getur verið sniðugt þegar þreyta er farin að Steíngrímur J. Sigfússon. gera vart við sig í stjómar- samstarfinu að segja fram- sóknarmönnunum að ef þeir bíði þægir og góðir áfram þá kunni að koma aö þeim að sitja við borðsendann," segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, og bendir á að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi unnið sigur í hverju stórmálinu á fætur öðru. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur enn dýpra í árinni en kenning hans er sú sama og Steingríms, þ.e.a.s. að Davíð sé að berja í brestina með yf- irlýsingunni. „Framsókn liður illa í þessari stjórn enda hefur Sjálfstæð- isflokkurinn verið afskaplega vond- ur við framsóknarmenn að undan- Ossur Skarp- héöinsson. förnu. Þeir telja sig grátt leikna í Landssímamálinu og svo má nefna hvernig Davíð hefur tekið einn mikilvæg- asta stefnumótunarþátt utan- ríkismálanna til sín. Hann er búinn að taka Evrópumálin úr höndum Halldórs og það hlýtur að vera þungbært fyr- ir formann Framsóknar- flokksins. Það er verið að plástra undir Halldór," segir Össur. „Ég verð að viðurkenna að þessi ummæli komu mér á óvart en ég gef ekki allt of mikið fyrir þau. Senni- lega er þetta einhver afmælisvíma," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrum formaður Framsóknar- flokksins og forsætisráðherra. Það eru sögulegar forsendur sem valda Steingrimi furðu í þessu sam- hengi. „Aðalgagn- rýni Davíðs á Þor- stein Pálsson var sú að hann hefði ekki átt að una því að ég leiddi ríkisstjórn- ina 1983-1987. Sjálf- stæðisflokkurinn hefði sem sagt átt að leiða þá ríkis- stjórn, þ.e.a.s. Steingrímur Hermannsson. stærri flokkurinn," segir Steingrím- ur. Enn aðrir viðmælendur DV sem vel þekkja til stjórnmála benda í þessu samhengi á að stjórnarflokk- arnir hafi boðað breytingar og nú sé kjörtímabilið hálfnað. Hugsanlegt sé að Davíð sé á forum og orð hans megi skýra út frá því. Aðrir telja slíkt óliklegt. -BÞ 12 klukkustunda lota Frumvarp Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra um sölu á hlutafé í Land- síma íslands hf. var samþykkt til annarr- ar umræðu á Alþingi eftir 12 klukkustunda umræðulotu. Var málinu visað til samgöngunefndar til umsagnar, en hlé er gert á þingstörfum til 9. maí. Mótmæla aldurstakmarki Sýslumanni Skagafjarðarsýslu voru afhentar tæplega 1100 undirskriftir í gær þar sem um fjórðungur Skagfirð- inga skrifar undir mótmæli við hækk- un aldurstakmarks upp í 18 ár á opin- berum dansleikjum í Skagafirði. Fréttablaðið greindi frá. Uppkaup langt komin Ríkissjóður hefur þegar keypt upp 35 þúsund af þeim 45 þúsund ærgildum sem ætlunin er að gera. Þar með er gert ráð fyrir að frjálst framsal á greiðslumarki hefjist þegar á næsta ári. Alls hafa 296 bændur selt ríkinu greiðslumark. Fréttablaðið greindi frá. Veltir hálfum fjárlögum Kaup Baugs hf. á breska fyrirtækinu Arcadia og bandaríska fyrirtækinu Bill’s Dollar Stores munu meira en fjór- falda veltu Baugs strax á þessu ári og skila félaginu milljarða hagnaði. Fréttablaðið greindi frá. Grænmeti á borð ríkisstjórnar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir trúlegt að tillög- ur hans um breyting- ar á verðmyndun grænmetis verði ræddar á ríkisstjóm- - ■ arfundi í dag en til .....' snarpra orðaskipta kom um málið á þingi í gær á milli ráð- herrans og fulltrúa Samfylkingarinnar. Sendiráð í Ottawa Sendiráð Islands í borginni Ottawa í Kanada hóf starfsemi sína 1. maí. ís- lenskir starfsmenn sendiráðsins em Hjáimar W. Hannesson sendiherra og Helga Bertelsen ritari. 22 hæða hótelturn Hugmyndir em uppi um að reisa 22 hæða turnbyggingu viö Grand Hótel Reykjavík í Sigtúni. Skoðaðar hafa ver- ið leiðir til að stækka hótelið um 100 íbúðir og er skipulags- og byggingar- nefnd Reykjavíkur jákvæð fyrir auknu framboði gistirýmis. Stórfyrirtæki taka dýfu Gengi hlutabréfa nokkurra stórfyrir- tækja á Verðbréfaþingi íslands tók snarpa dýfu í gær. Flugleiðir lækkuðu um 9,8% en Eimskip um 8,94%. Þá lækkaði gengi Landsbankans um 9,32% og gengi Nýheija um 10,53%. Frétta- blaðið greindi frá. Landsvirkjun tapar Gengislækkun krónunnar hefur mikil áhrif á skuldug fyrirtæki á borð við Landsvirkjun sem skuldar um 74 millj- aröa króna. Friðrik Sophusson forstjóri segir augljóst að skuldir fyrirtækisins aukist en um 66 milljarðar skulda fyrirtækisins era í erlendri mynt. Mbl. greindi frá. Hjúkrunarfræðingar í verkfall? Félag hjúkmnarfræðinga undirbýr nú atkvæðagreiðslu um boðxm 2 daga verkfalls meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Eindreginn verk- fallsvilji kom fram í víðtækri könnun meðal félagsmanna í síðustu viku. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.