Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 Fréttir I>V Færsla Hringbrautar boðin út í haust: Heiti potturinn Framkvæmd upp á 800 milljónir króna - líkur á að verkið hefjist undir lok ársins Vonast er til að hægt verði að bjóða út í haust framkvæmd við að færa Hringbraut sunnan Tjarnarinnar í Reykjavík. Þar er um að ræða kaflann frá Rauðarár- stíg að suðurenda Tjarnarinnar og er áætlað að kostnaður fram- kvæmdanna geti numið um 800 milljónum króna. Jónas Snæbjömsson hjá Vega- gerðinni telur ekki líklegt að framkvæmdir hefjist fyrr en und- ir lok ársins en framkvæmdin á eftir að fara í gegnum umhverfis- mat. Skipulagsstofnun hefur nú tif umfjöllunar tillögu Reykjavik- urborgar og Vegagerðarinnar að matsáætlun vegna mats á um- hverfisáhrifum færslu brautar- innar. Tillögurnar gera ráö fyrir að ný fjögurra til sex akreina braut verði lögð í Vatnsmýrinni sunnan Umferðarmiðstöðvar. Hún tengist núverandi Hring- braut að vestan á milli Norræna hússins og Tjarnarinnar og að austan tengist hún Miklubraut undir brú á Bústaðavegi, við gatnamót Bústaðavegar, Hring- brautar, Snorrabrautar og Miklu- brautar. Samtökin Betri byggð hafa bent á nauðsyn þess að leggja veginn á þessum kafla í stokk til að slíta ekki í sundur möguleika á teng- ingu miðbæjarsvæðis og byggðar í Vatnsmýri. Forsvarsmenn Betri byggðar hafa vísað til þess að mikiö óvirkt svæði verði beggja vegna þessa nýja vegar sem ekki verði byggt á sökum hávaðameng- unar. í heild fari nálægt 12 hekt- arar undir veginn og svæðið í kring. Þarna sé líka um fjárhags- sjónarmið að ræða því verðmæti hvers hektara byggingarlóðar á svæðinu geti numið um 400 millj- ónum króna eða alls um 4-5 millj- örðum króna sem lagt verði und- ir veg. Jónas Snæbjörnsson segir að í umhverfismatinu verði gerð grein fyrir þeim möguleika að leggja veginn 1 stokk. Þá yrði vegurinn á kafla kominn undir sjávarmál en kostnaður við að leggja hann þannig í stokk er talinn mjög dýr kostur. Nefnir Jónas að líklegt sé að kostnaðurinn myndi aukast um allt að milljarð ef sú leið yrði valin. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri hefur tekið undir þau sjónarmið og hefur því ekki treyst sér til að mæla með lagn- ingu vegarins í stokk. -HKr. 1. maí í mildu veðri: Stefnt að einu vestfirsku verka- lýðsfélagi DV, SUDUREYRI: Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, var haldinn hátíðlegur á Suðureyri samkvæmt gróinni hefð. Gengið var í kröfugöngu frá Brekkukoti til sund- laugarinnar þar sem fór fram sund- keppni yngri borgara. Að svo búnu var haldið í Verkalýðshúsið þar sem fólk gæddi sér á veglegum veitingum í boði verkalýðsfélagsins Súganda. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formað- ur félagsins, flutti 1. maí ávarp. I máli hennar kom m.a. fram að ekki verði unað við óbreytt fyrirkomulag á fram- sali veiðiréttinda þegar smábátar eru annars vegar. Einnig gat Lilja Rafney þess að viðræður stæðu yfir milli verkalýðsfélaganna i Isafjarðarsýslu utan Bolungarvíkur auk verkalýðs- félagsins í Hólmavík um sameiningu þessara félaga. Sagði hún að breyttar aðstæður kölluðu á breytt fyrirkomu- lag í þessum efnum sem öðrum. Marías Þórðarson var heiðraður fyrir margvísleg störf á sjó og landi á löngum og giftusælum starfsferli. Milt var í veðri og skein sól í heiði alltaf öðru hverju. -VH DV-MYND VH Baráttufölk Sólin hellti sér yfir göngufólkiö, ólíkt því sem var í höfuðborginni. Þjórsárveranefnd að skila af sér: Vil sameiginlega niðurstöðu - um framtíð svæðisins, segir einn nefndarmanna „Ég er tilbúinn að gera hvað ég get án þess aö slá af mínum grund- vallarviðhorfum um náttúruvernd, svo nefndin geti komist að sameig- inlegri niöurstöðu um framtíð Þjórsárvera," segir Sveinn Ingv- arsson, oddviti á Skeiðum sem jafnframt á sæti í Þjórsárvera- nefnd. Nefndin hefur að undan- fomu haldið nokkra fundi þar sem menn vinna að því að móta afstöðu til þess hvað gera skuli í Þjórsár- verum í næstu framtíð. Nefndin hélt fund í síðustu viku þar sem menn ætluöu að komast að endan- legri niðurstöðu en í ljósi þess að nýiar UDDlvsingar hafa verið að berast allt fram á þennan dag var því frestað fram til nk. fimmtu- dags. I Þjórsárveranefnd eiga sæti full- trúar frá Landsvirkjun, Náttúru- verndarráði, Gnúpverjahreppi, Ása- og Djúpárhreppum og Afrétta- málafélagi Flóa og Skeiða. Er það einmitt fyrir síðastnefnda aðilann sem Sveinn situr í nefndinni. „Mín afstaða í þessum málum hefur ver- ið að mótast allt fram á þennan dag,“ segir Sveinn. Hann segir að ýmsar hugmyndir um lón í Þjórs- árverum vegna aukinnar vatnsöfl- unar fyrir virkjanirnar fimm á Þiórsár- og Tungnaársvæðinu hafl verið kynntar fyrir nefndarmönn- um á síðustu árum. Sú stórtækasta hafi verið um lón í 581 metra hæð sem ná myndu yfir 70 ferkílómetra svæði en aðrar og nýrri hugmynd- ir eru til dæmis um lón i 575 metra hæð sem væri 28 ferkílómetrar að ummáli. „Auðvitað skipta öll svona virkj- unarmál pólitíkina í landinu miklu máli en við sem í Þjórsár- veranefnd eigum sæti höfum eng- um þrýstingi verið beittir af hálfu stjómmálamanna um að halda okkur á ákveðinni linu,“ segir Sveinn Ingvarsson. Þiórsárver eru unn undir sunn- anverðum Hofsjökli þar sem Þjórsá á upptök sín. Verin sem eru afar fjölbreytt í öllu náttúrufari eru talin spanna yfir 150 ferkíló- metra svæði - og þar eru einhver mikilvægustu varpsvæði heiðar- gæsarinnar í heiminum. Er taliö að allt að 10.000 fuglar komi þang- að til varps á vorin. Af þessum sök- um teljast Þjórsárver afar sérstætt náttúruvætti og má í því sambandi minna á samþykkt heimamanna í Gnúpverjahreppi um friðun þeirra sem gerð var árið 1972 þegar fyrir- ætlanir um að breyta þeim í lón vegna virkjanaframkvæmda voru á teikniborðinu. -sbs Ekki slagviðrisrigning... Ekki er laust við að margir landsmenn sem heima sátu 1. maí hafi vorkennt verkalýðsforkólfum við ræðuhöld að lokinni kröfu- göngu í Reykja-, vík í slagviðris- rigningu og jafn- vel slyddu. Voru I Ögmundur Jón-1 asson, BSRB-for- maður, og Guð- mundur Gunn- arsson, formaður | Rafiðnaðarsam- bandsins, svo illa haldnir af kulda og vosbúð að þeir máttu vart mæla fyrir munnherkjum. Gamall og gegn kommúnisti í Seljahverfinu sem aldrei hefur látið sig vanta í 1. maí göngu treysti sér ekki til að mæta að þessu sinni. Aðspurður sagði hann það þó ekki vera hefð- bundna Reykjavíkurigningu sem hefði aftrað sér, hann hefði bara ekki treyst sér til að arka í gegnum kúlnaregn fíkniefnasala á leiðinni í bæinn... Sama gamla krafan Fyrsta mai kröfugangan á Isafirði var fjölmennari í þetta skiptið en oftast áður. Velta pottverjar fyrir sér hvort nærvera Össurar Skarp- héðinssonar, sem var ræðumaður dagsins, hafi trekt > svona mjög í þess- um fyrrum eldrauða bæ kratanna. Athygli vakti að mitt í göngunni mátti sjá haldið á lofti kröfu- spjöldum um 100 þúsund króna lág- markslaun. Minnast menn þess er Pétur Sigurðsson, formaður verka- lýðsfélagsins Baldurs og forseti ASV, beitti sér fyrir þvi að slík krafa var sett á oddinn fyrir alllöngu síðan. Þótti ýmsum sem krafan hafi verið illa vísitölutryggð á sínum tíma fyrst hún stæði enn óbreytt. Pétri mun hins vegar ekki hafa þótt taka því að breyta kröfu- spjöldum þar sem eftir áralanga baráttu væri enn langt í land að þetta markmið næðist... Þær norsku betri...? Feðgarnir Gunnar Jónsson og Jón Egill Sveinsson, bændur á Egilsstaðabýlinu á Egilsstöðum, þykja í meira lagi framúrstefnuleg- ir í sínum kúabúskap. í nýju flósi á bænum hafa þeir komið fyr- ir algjörlega sjálfvirkum mjaltabás þar sem kýrnar mjólka sig að heita má sjálfar að eigin geðþótta. í heita pottinum þykja þetta undur og stórmerki þvi lengi hafi formæður pottverja mátt tutla mjólkina úr spenum kúnna með handafli. Þótti mönnum þetta sýna geðprýði og hyggjuvit íslensku kúnna sem norsku kýrnar hans Guðna Ágústssonar gætu aldrei leikið eft- ir. Gall þá við í stuðningsmanni Guðna að víst væru þær norsku betri; úr þeim kæmi sko almenni- leg framleiðsla. Mjólk úr einum spena, rjómi úr öðrum, undan- renna úr þeim þriðja og síðan skyr eins og maður gæti í sig látið... Hjartanlega sammála Framsóknarmenn og samfylking- armenn þykja ekki oft hafa verið sammála á Alþingi í vetur. í gær bar þó svo við í umræðum um sölu Landssímans að heita mátti að Össur Skarphéðins- son Samfylk- ingu og Hjálm- ar Árnason Framsóknarflokki grétu við hvors annars öxl. Eftir harðvítugar árásir hvor í annars garð urðu þeir sammála um eitt en hvor á sinn hátt. Mæltu þeir báðir með því að hinn færi heim að leggja sig eftir frammistöðu dags- ins í ræðupúltinu sem þeim fannst báðum til skammar hjá hinum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.