Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 Borgarleikhúsiö: Framkvæmda- ’ stjórinn hættir Árni Möller, framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleik- hússins, hyggst segja starfi sinu lausu og hverfa til annarra verka: „Ég er búinn að vera hér í tvö ár og tel það nóg. Nú tekur annað við,“ sagði Árni og vildi ekki að öðru leyti tjá sig um ástæður brotthvarfs sins úr Borgarleikhúsinu. Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur stendur fyrir dyrum og verður hald- inn um miðjan þennan mánuð. Ljóst er að Páll Baldvin Baldvinsson, for- maður félagsins, ætlar einnig að hætta, svo og varaformaðurinn, Ellert B. Ingimundarson leikari. Tveir leik- ' * arar Borgarleikhússins hafa tilkynnt um framboð sitt til formanns og vara- formanns en það eru þeir Jóhann G. Jóhannsson og Sigurður Karlsson. Er ekki búist við mótframboðum þannig að stjórnarskiptin i Leikfélagi Reykja- víkur ættu að geta fariö átaka- og há- vaðalaust fram á aðalfundinum. -EIR Sápa, bingó og Citizen Kane í Fókus á morgun er rætt við tón- listarséniið Jóel Pálsson um nýút- komna plötu hans og hvernig það er að vera saxófónleikari á skeri í Atlantshafi. Fjallað verður itarlega um sápuóperur, áhorfendur þeirra og heimspekina við glápið. Litið er inn á bingókvöld i Vina- og veltubæ þar sem hlutimir gerast. Ungt fólk sem er að stofna samtök gegn ras- isma segja skoðun sína á ástandinu. Vinsældalisti íslenskra sjónvarps- þátta verður birtur í heild sinni með útskýringum og Stuttmyndahá- tiðinni gerð skil. Lífið eftir vinnu er helgarbiblían og í henni er einnig að finna miða á bestu kvikmynd allra tíma, Citizen Kane. 3E5TI FAR5I LEIKHÚSSIN5? DV-MYND HILMAR ÞÖR Heimsókn í sveitina Fyrstu bekkjar oemendur í Breióholtsskóla fóru í heimsókn aö Miödal í Kjós í gær ásamt kennurum sínum. Þaö geislaöi af krökkunum meðan þau gengu á milli dýranna og skoöuö nýborna á, ketti og kanínur, hunda og hesta og klöppuðu kusu. Réttarhöld hófust í morgun vegna morðsins á Einari Erni: Segist hafa ætlað að ógna Einari Réttarhöld hófust í morgun í morðmáli ríkissaksóknara gegn Atla Helgasyni, 34 ára lögfræðingi í Kópavogi, sem ákærður er fyrir að hafa banað Einari Erni Birgissyni, 27 ára, með mörgum hamarshögg- um á bilastæði í Öskjuhlíð miðviku- daginn 8. nóvember. Atli sagði í morgun að það hefði komið til deilna á staðnum í Öskuhlíðinni þar sem þeir Einar hittust. Deilurnar mögnuðust og margt hefði verið sagt sem betur hefði verið látið ósagt. „Svo hrinti Einar mér,“ sagði Atli. „Allt var orðið brjálað." Síðan segist Atli hafa forðað sér á undan Einari. Þeir hafi farið heilan hring í kringum bíl Atla, þar til Atli opnar afturhurð bílsins, þar sem verkfæri eru inni. „Þar tók ég ham- ar sem ég hugðist ógna Einari með.“ Eftir það lýsir Atli því hvernig hann sló Einar í höfuðið. Réttaö í morgun Atli Helgason fyrir rétti. 41 milljón í bætur í málinu er fariö fram á að Atli greiði ýmsum aðilum 41 milljón króna í bætur. Konan sem bjó með Einari Erni krefur Atla um 19 millj- ónir króna í skaðabætur fyrir missi framfæranda og fer einnig fram á 5 milljónir í miskabætur. Foreldrar Einars fara fram á samtals 10 millj- ónir króna í miskabætur. Atli er einnig ákærður fyrir tvö fjárdráttarmál þar sem ríkissak- sóknari gefur honum að sök að hafa dregið sér samtals á sjöundu milljón króna sem lögfræðingur í opinberu starfi og vegna einkahlutafélagsins Unit á íslandi ehf., áður GAP. Atli var skiptastjóri í dánarbúi Agnars W. Agnarssonar sem banað var við Leifsgötu árið 1999. Ríkis- saksóknari ákærir lögmanninn fyr- ir að hafa i því máli sem skipta- stjóri dregið sér tæpar 1,2 milljónir króna af fé sem tilheyrði dánarbú- inu - peninga sem símsendir höfðu verið frá Deutsche Bank í Lúbeck í Þýskalandi inn á eigin bankareikn- ing Atla í Mosfellsbæ i október síð- astliðnum - nokkrum vikum fyrir manndrápið í Öskjuhlíð. -Ótt Sigmundur Ernir til DV Sigmundur Emir Rúnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri DV og mun hann hefja störf á næstu dögum. Meginverkefni Sigmundar Ernis í upphafi verður að endurskipuleggja fréttadeild DV. „DV stendur á tímamótum og tæki- færin eru ails staðar. Það er mitt verk- efni að grípa þessi tækifæri og skerpa vinnubrögðin - efla fréttaflutning og þjóðmálaumfjöllun blaðsins. Ég hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni, enda gamall blaðahundur," segir Sigmundur Ernir sem nú hverf- ur af sjónvarpsskjánum eftir 14 ára störf á Stöð 2. Þar hefur hann verið aðalfréttaþulur um árabil. „Raunar er ég að snúa aftur á fomar slóðir en ég DV MYND INGÓ Öflugri fréttir Sigmundur Ernir Rúnarsson, nýráöinn aöstoöarritstjóri DV, tekur til starfa á næstu dögum hóf störf í blaðamennsku á Visi fyrir 20 árum og tók nokkru síðar þátt í sameiningu Dagblaðsins og Vísis und- ir merki DV.“ Sigmundur Ernir hefur viðamikla reynslu af blaða- og fréttamennsku, fyrst á Vísi, DV og Helgarpóstinum, en síðar í útvarpi og sjónvarpi, jafnt við fréttamennsku sem almenna þátta- gerð. Frá 1987 starfaði hann sem fréttamaður og síðar varafréttastjóri á Stöð 2 og Bylgjunni, en síðustu mán- uði hefur hann gegnt starfi ritstjóra frétta- og dægurmálaumfjöllunar hjá íslenska útvarpsfélaginu. Eftir Sig- mund Emi liggur fjöldi ritverka, þar á meðal fimm ljóðabækur. Sigmundur Emir er kvæntur Elínu Sveinsdóttur, útsendingarstjóra á Stöð 2, og á hann fimm böm. -hdm Þjó^sárveranefnd: Oeðlileg afskipti Náttúruverndarsamtök íslands og Fuglaverndarsamtök íslands saka Halldór Ásgrímsson, for- mann Framsókn- arflokksins, um óeðlileg afskipti af störfum Þjórsár- veranefndar með þvi að reyna að hafa áhrif á Svein Ingvarsson, sem sæti á í nefnd fyr- ir hönd Upprekstr- arfélags Flóa- og Skeiðamanna. Segja samtökin að Halldór hafi beitt sér fyrir því að Sveinn féllist á miðlunarlón í Þjórsárverum en Sveinn er í oddaaðstöðu í nefnd- inni og ákvörðun hans getur skipt sköpum varðandi virkjunarmögu- leika og rafmagnsframleiðslu á svæðinu. Þá hafa samtökin sent bæði innhverfis- og landbúnaðar- ráðherrum bréf þar sem minnt er á fyrri yfirlýsingar þeirra um að ekki komi til greina að sökkva neinum hluta Þjórsárvera undir vatn. Sem kunnugt er horfa menn til virkjana á þessu svæði varð- andi stækkunarmöguleika Norð- uráls á Grundartanga. Sjá viðtal við Svein, bls. 6 Halldór Ásgrímsson. brother P-touch 1250 Lílil en STÓRmerkileq merkivél 5 leturstæróir 9 leturstillingar prentar 12 linur borði 6, 9 og12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Simi 554 4443 Voffang: www.it.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.